Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Þetta er stóra spurn- ingin hjá ljósvist- arhönnuðum og hvernig mannleg nálgun í lýs- ingarhönnun getur haft áhrif á komandi árum. Hingað til höfum við þóst vera sálfræðingar, listamenn og verkfræð- ingar og nú þurfum við að þykjast vera líffræð- ingar líka. Til að hægt sé að meta hvort taka eigi upp líkamsklukkustýringu í skólum og á vinnustöðum þarf að hugleiða nokkur atriði sem verða tekin fyrir hér á eftir. Ljósið hefur áhrif á líkamann Aftarlega í auganu er að finna skynjara sem eru misnæmir fyrir bylgjulengdum ljóss. Til að virkja skynjara sem hafa áhrif á mela- tónínframleiðslu líkamans þarf ljósið að falla á augað undir réttu horni. Rétt samsetning litrófs, styrkur birtu og tími þurfa líka að vera til staðar til að stöðva fram- leiðslu melatónins sem er svefn- hormón líkamans. Búið er að þróa nokkrar aðferðir til að mæla líf- fræðileg áhrif ljóss sem verið er að rannsaka en engir leiðbeinandi staðlar um þessi atriði hafa enn þá verið gefnir út sem hægt er að nota við hönnun lýsingar. Af hverju hefur það áhrif á heilsuna? Rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að með því að við- halda réttri hringrás í svefni og vöku hjálpar það líkama okkar að berjast gegn krabbameini, hreins- ar heilastarfsemina þannig að minni líkur eru á vitglöpum og alzheimer, dregur úr þunglyndi, eykur árvekni og margt fleira. Með því að nota dagsbirtuna þeg- ar hún á við og raflýsingu með viðeigandi eiginleikum er hægt að stýra líkamsklukkunni þannig að jafnvægi komist á svefn og vöku. Þetta þarf fólk að vita til að geta sótt sér meiri þekkingu og til að geta nýtt þá tækni sem boðið er upp á í dag. Innleiða það sem við vitum Við erum núna á ákveðnu skeiði þar sem við erum að þróa lausnir fyrir okkar viðskiptavini en um leið þurfum við stöðugt að fylgj- ast með nýjungum sem poppa upp með stuttu millibili og breyta þeim hugmyndum eða gild- um sem við höfðum áður. Sagt hefur verið að ef framleiðsla LED-ljósa væri háð sömu skil- yrðum og framleiðsla lyfja væri búið að banna margar tegundir. Á sama hátt væri líka hægt að full- yrða að sum ljós sem eiga að draga úr skammdegisþunglyndi eru lyfleysa og gera ekkert annað gagn en að mynda huglæg áhrif. Mismunandi lýsingalausnir Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að hafa áhrif á líkamsklukkuna með tveimur mismunandi lýsing- arlausnum, (1) hvítri lýsingu með breytilegum ljósstyrk yfir daginn og (2) lýsingu sem breytir bæði litrófinu og ljósstyrknum. Þessar lausnir eru misdýrar, sérstaklega gagnvart stýringum sem eru flóknari þegar það þarf að breyta litrófinu líka. Í dag bjóða flestir lampaframleiðendur upp á lampa fyrir báðar þessar lausnir og með mismunandi útfærslum, innfelldir, utanáliggjandi, hangandi eða felld- ir inn í innréttingar. Við hönnun lýsingar skyldi ávallt hafa í huga að dagsbirtan er besti kosturinn en nútímaraflýsing getur líka haft jákvæð áhrif ef hún er rétt hönn- uð. Áhættu- og væntingastjórnun Það er margt sem þarf að huga að áður en við hönnum lýsingu sem styður líkamsklukkuna. Rannsóknir hafa sýnt að á sjúkra- húsum og á vistheimilum fyrir aldraða, þar sem unnið er allan sólarhringinn, eru ótvíræðir kostir að nota dagsbirtuna og beita lík- amsklukkulýsingu. Á skrifstofum og í skólum, þar sem vinnutíminn er átta klukkustundir, er það ekki eins augljóst en rannsóknir hafa þó sýnt að slík lýsing eykur náms- árangur og stuðlar að betri svefn- venjum meðal nemenda. Aðal- atriðið er að sá sem ákveður að taka í notkun slíka lýsingu viti að hverju hann gengur og hvers er að vænta með réttri notkun. Að vera upplýstur, forvitinn og örlátur á þekkinguna Með LED-væðingunni hefur lýsingarhönnun tekið risaskref inn í framtíðina. Þróun stýri- og ljós- búnaðar undanfarinn áratug breytir ekki aðeins viðmótinu heldur umhverfinu öllu í öllum skilningi þess orðs, þ.e. útliti, ljós- gæðum, viðhaldi, orku og heilsu. Tíminn frá hönnun að framkvæmd getur stundum tekið 2-5 ár, sér- staklega í opinberum fram- kvæmdum sem snúa að skólum og heilsustofnunum. Tveggja til fimm ára gömul lýsingarhönnun er úrelt í dag og því þurfum við að vera framsýn til að geta tileinkað okk- ur þá möguleika sem bjóðast þeg- ar framkvæmdirnar eiga sér stað. Við þurfum að vera dugleg að fylgjast með rannsóknum og þró- un og útdeila þeirri þekkingu, því við getum ekki búist við að verk- kaupi viti eða geri sér grein fyrir framtíðarmöguleikum eða hvaða áhrif lýsingin getur haft á heilsu manna og rekstur lýsingarkerfa. Undanfarinn áratug hefur fók- usinn verið á orkusparnað. Mat á tilboðum í lampa byggist meira og meira á lífsferilskostnaði í stað innkaupsverðs. Dæmi eru um að níunda lægsta tilboð af fimmtán tilboðum hafi verið hagstæðast eftir lífsferilskostnaðarreikninga, þannig að það er ekki á vísan að róa ef eingöngu er litið til inn- kaupsverðsins. Því miður eru enn þá dæmi um ný útboð, í meðal annars skóla, þar sem ekki hefur verið hugað að ljósvistinni og áhrifum hennar á heilsu og náms- árangur en með aukinni þekkingu og bættri upplýsingargjöf er hægt að bæta úr því. Greinin er að hluta til byggð á greininni „Circadian in the workplace: Does it make sense... yet?“ eftir Rachel Fitzger- ald og Katherine Stekr í tímaritinu LD+A í október 2018. Líkamsklukkustýring – er vit í því ... núna? Eftir Guðjón Leif Sigurðsson » Í skammdeginu er tilvalið að huga að því hvernig hægt er að nota lýsinguna til að stýra líkamsklukkunni og koma jafnvægi á svefn og vöku. Guðjón Leifur Sigurðsson Höfundur er lýsingarhönnuður IALD. Fallegt 4ra-5 herbergja endaraðhús á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ. Húsið er í heildina 179,6 fm, þar af bílskúr 29,6 fm. Mjög rúmgott risloft með óskráðum fm nýtt í dag sem sjónvarpsherbergi og skrifstofa. Bílskúr er með góðri lofthæð og geymslulofti (óskráður gólfflötur). Bílaplan með hitalögn. Húsið var málað að utan sumarið 2017. 75,9 mkr. s 570 4800 gimli@gimli.is www.gimli.is Spóahöfði 2 - Endaraðhús 179,6 m2 Nánari uppl.: Elín Urður, aðstm. elin@gimli.is, s. 690 2602 eða halla@gimli.is GRANDAVEGUR 42 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Sundlaug 4 mín. 11 mín. Matvöruverslun 2 mín. 11 mín. Háskóli 4 mín. 15 mín. Grunnskóli 2 mín. 4 mín. Leikskóli 1 mín. 5 mín. Líkamsrækt 3 mín. 20 mín. Bakarí 1 mín. 3 mín. AÐEINS 19 ÍBÚÐIR EFTIR Nú þessa dagana eru að birtast auglýsingar með hnitmiðuðum við- tölum við Gráa gullið; fólk á besta aldri. Þarna viljum við benda þjóð- inni á mikilvægi þess að virða það fólk sem eldist því mikill meirihluti er í önnum og fær um að halda sínu starfi áfram ef reglur um kennitölu- skoðun væru ekki til staðar og í gildi. Kennitala segir ekkert um hæfni fólks til starfa. Þessum reglum er verið að hnekkja víða í Evrópu með dómum um mismunun. Heilinn er ekki stopp við 70 ára aldur. Við erum misjöfn og ekki vilja allir það sama, heilsa er mis- jöfn og aðstæður. Sveigjanleiki á að vera til staðar. Snúum okkur aftur að virðingunni. Margar leiðir eru til að sýna fólki virðingu alla ævi. Ekki plata eldra fólk með kosningaloforðum. Það mun ekki ganga lengur því upplýs- ingatæknin nær líka til okkar og þannig má lesa loforð um bætt kjör og margt fleira sem ekki er unnið með. Upplýsingatæknin mun gera stjórn- málamenn berskjaldaða. Hvar eru öll loforðin um bætt kjör aldraðra? Það er líka verið að falsa staðreynir um að allir aldraðir séu með 300.000 frá TR. Það eru rúmlega 9.000 manns sem fá sérstaka heimilisuppbót. Hvernig er hægt að tala svona við fólk sem hefur unnið alla ævi? Líka unglingsárin sín. Við erum gull þessarar þjóðar, viska hennar og reynsla úti um allt. Á virki- lega og raunverulega að kasta lífs- reynslunni á glæ? Ein af okkar stóru hugsjónum er að afar og ömmur lesi með börnum og þá virkilega í alvöru með minnisbók með merkingum um lestur um daglega þjálfun, því bók- menntaþjóðin getur ekki haldið haus í þeirri stöðu sem við erum í. Ætlum við að glata íslenskunni? Þarna er þarft grettistak og við munum stuðla að efl- ingu sjálfboðaliða, auk fjölda annarra velferðarmála okkar fólki til hagsbóta því þau eru öll á stefnuskrá LEB. Það er líka á stefnuskrá LEB að fólk þurfi ekki að leita til hjálpar- stofnana. Eitthvað hefur fækkað en ekki nærri nóg. Fólk í leiguhúsnæði er í miklum vanda, fólk með búsetu- skerðingar á við enn meiri vanda að stríða. Leiguhúsnæði er meira og minna farið undir Airbnb … fyrir ferða- menn, á meðan aldraðir Íslendingar í verstu stöðunni geta ekki veitt sér að ferðast um land- ið sitt því allt er á ferðamannaverði sem er margfalt á við verð í Evrópu. Hvert ætlum við? Hvar þarf að byrja? Græðgi ferða- þjónustuaðila er út úr öllum kortum! Laga, laga og laga til og auka alls konar þjónustu og virðingu fyrir fólki sem vann og vann til að börn þess hefðu það betra. Þá er það skuldin við fólkið sem vann og vann. Það er ekki nóg að lofa og tala fjálglega um ára- mót um bætt kjör, heldur að sýna í verki. Við munum minna ítrekað á okkur á árinu og hvetjum hinn stóra hóp aldr- aðra til að vera virkur í að tala við þingmenn og sveitarstjórnir sem hafa svo miklu hlutverki að gegna í að sinna okkar elsta hópi. Líðum aldrei að fólk sé vannært. Það er þvílík skömm að tekur ekki tali. Lausnir á því snúa m.a. að því að fá sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu til einmana fólks. Með þessu átaki viljum við minna alla á að við eldumst öll og sumir hafa fína heilsu, aðrir ekki. Stöndum sam- an um að lífsgæði og virðing séu ávallt til staðar. Fólk sem er að missa heilsu er alls ekki hætt öllu. Það vill vera með í samfélaginu. Það eru til hjálp- artæki fyrir þennan hóp. Höfum við hlúð að því að fólk noti þau með reisn og virðingu? Það er til félag rafskutlu- eigenda í Hveragerði. Það er tær snilld en nokkrum árum á eftir mörg- um þjóðum. Við eigum ekki að hika við að nota tæknina og þar kemur að næsta pistli um velferðartækni. Virðing er það sem þarf alla ævi. Víða erlendis eru aldraðir eftirsóttir til vinnu því þeir eru aldrei veikir og vita hvar hlutirnir eru á lager eða í búðinni. Við viljum réttsýni alla ævi. Virðing á öllum aldri Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur Þórunn Sveinbjörnsdóttir »Eru kosningaloforð þá bara í gríni? Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. thor8@simnet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.