Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi hjá Rauða krossinum,á 30 ára afmæli í dag. Hún er reyndar í fæðingarorlofi því 29.nóvember eignaðist hún dóttur með sambýlismanni sínum, Hrafni Jónssyni kvikmyndagerðarmanni. „Hún er því orðin sex vikna og allt hefur gengið eins og í sögu. Það er ekki búið að nefna hana en það er í vinnslu. Þetta er nýtt hlutverk hjá manni allt í einu, er farin að sinna einhverjum öðrum en manni sjálfum, en það er mjög fínt.“ Brynhildur er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og er búin að vinna hjá Rauða krossinum í rúm tvö ár og ætlar að snúa þangað aftur í haust. „Fyrst eftir að ég kláraði námið vann ég smástund hjá Reykjavíkur- borg og svo fór ég að vinna á auglýsingastofu. Ég var búin að vera smá leitandi en svo fór ég til Rauða krossins og þá fannst mér ég vera búin að finna mína fjöl. Það er mjög gefandi að vinna þágu í einhvers góðs og finnast það sem maður er að gera skipta máli.“ Í tilefni dagsins ætlar Brynhildur að hitta vini sína í hádegismat. „Þetta verður öðruvísi afmæli en ég er vön. Ég hef alltaf haldið upp á afmælið mitt, örugglega frá því ég fæddist, en núna þegar maður er með hvítvoðung þá er ekkert partístand. Ég er að bræða með mér hvort ég haldi upp á 30 og hálfs árs afmælið eða 31 árs með stæl því ég verð að halda upp á þetta. Það er alveg ljóst.“ Afmælisbarnið Brynhildur síðastliðið vor þegar þau Hrafn voru á ferðalagi vítt og breitt um eyjuna Srí Lanka. Komin í nýtt hlutverk Brynhildur Bolladóttir er þrítug í dag V algerður Andrésdóttir fæddist 12. janúar 1949 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Mela- skóla og Hagaskóla og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1969. Hóf þá nám í líffræði við Háskóla Íslands, en að því loknu hélt hún til framhaldsnáms í sam- eindalíffræði við Edinborgarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi. Hún var í sumarvinnu við Til- raunastöð Háskóla Íslands í meina- fræði á Keldum á námsárunum, kom þangað til starfa árið 1985, en hafði áður verið við rannsóknir á frumu- líffræðideild Landspítala í þrjú ár. Jafnframt rannsóknavinnu á Keldum stundaði Valgerður kennslu við Há- skóla Íslands og hafði umsjón með kennslu fjölda rannsóknanema. Valgerður Andrésdóttir sameindalíffræðingur – 70 ára Heima á Grímshaganum Valgerður og Ögmundur ásamt barnabörnunum. Börnin, frá vinstri: Margrét Helga, Sig- ríður Olga, Valgerður, Sveinn, Ögmundur Óskar, Erla Kristín og fremst á myndinni er Móa, yngsta „barnabarnið“. Grunnrannsóknir hafa skilað okkur fram á við Fjölskyldan Valgerður, Ögmundur og börn á toppi Garlaban fyrir ofan Marseille árið 1997 þegar Valgerður sinnti rannsóknum við háskólann þar. Reykjavík Seweryn Tomasz Waszczuk fædd- ist 20. janúar 2018. Hann vó 3.080 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Barbara Wiktoria Waszczuk og Tomasz Adam Waszczuk. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is ir r son r ttir tir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.