Morgunblaðið - 12.01.2019, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019
Taktfastur Volruptus, Bjargmundur Ingi Kjartansson, í undarlegum ham.
nett sýrðri plötu Volruptus er lag
sem kallast „Súrmatur“. Yagya,
sem er listamannsnafn Aðalsteins
Guðmundssonar, sem lengi gaf út
sem Plastik (stundum Plastic), átti
þá stuttskífuna Fifth Force, ljóm-
andi fína alveg. Stigið dálítið frá
sveiminu sem hann er þekktastur
fyrir og farið inn á taktvissari
svæði. Hljómurinn hnausþykkur
og skýr. Cold (Ísar Logi Arn-
arsson), sem gefur út hjá Thule,
átti þá frábæra plötu, Dub Safari,
en Cold hefur verið að í meira en
tuttugu ár. Kalt og naumhyggju-
legt teknó eins og nafnið gefur til
kynna. Annað sem hægt er að
nefna er Exos, Ohm, Ruxpin,
Bistro Boy, Commander og Ugly
since 91. Og að sjálfsögðu hin mjög
svo ágæta Lagaffe Tales-útgáfa
sem hefur dælt út tólftommum á
undanförnum árum en mér telst til
að hún hafi átt þrjár slíkar á síð-
asta ári.
Nú er ég pottþétt að gleyma
einhverju, þrátt fyrir að ég sé bú-
inn að dæla í ykkur nöfnum. Eins
og segir: tónlistin tilheyrir hinum
alþjóðlega raftónlistarheimi og
sumir, eins og Bjarki, hafa náð
undraverðum árangri á erlendum
mörkuðum, þó að lítið fréttist af
því hér innanlands.
» Skemmtilegthvernig íslenskir
raftónlistarmenn leika
sér með íslenskuna,
þrátt fyrir að plöturnar
séu aðallega á erlendum
markaði.
Sýningin Ó, hve hljótt – Tónlist eins
og við sjáum hana: myndlist og kvik-
myndir, verður opnuð í Gerðarsafni í
Kópavogi í dag, laugardag, kl. 16.
Sýningin var fyrst sett upp í Verk-
smiðjunni á Hjalteyri í fyrrasumar
og á henni eru kvikmynda- og víd-
eóverk eftir íslenska og erlenda
listamenn. Með sýningunni er gefin
ákveðin mynd af því hvernig sam-
runi tónlistar og kvikmynda getur
stuðlað að listsköpun þvert á miðla.
Á sýningunni er úrval kvikmynda-
verka úr safneign CNAP (Miðstöð
myndlistar í Frakklandi) eftir kunna
listamenn, þau Doug Aitken, Char-
les de Meaux, Dominique Gonzalez-
Foerster, Pierre Huyghe, Ange
Leccia, Romain Kronenberg og
Lornu Simpson. Kvikmyndirnar
bera, samkvæmt tilkynningu, vitni
um auðgi og margbreytileika kvik-
myndasköpunar í Frakklandi. Þessi
erlendu verk kallast á sýningunni á
við verk eftir þrjá af kunnustu vídeó-
listamönnum Íslands, þau Steinu,
Doddu Maggý og Sigurð Guð-
jónsson.
Sýningarstjórar eru þau Pascale
Cassagnau, listfræðingur gagnrýn-
andi sem sér um deild nýmiðla og
vídeóverka í safneign CNAP, og
myndlistarmaðurinn Gústav Geir
Bollason, sem rekur Verksmiðjuna á
Hjalteyri. Umsjón sýningarinnar í
Gerðarsafni hefur verið í höndum
Dagmarar Jóhannesdóttur safn-
stjóra og Klöru Þórhallsdóttur.
Franska sendiráðið og BERG Con-
temporary styrktu sýninguna.
Landslag og andlandslag
„Heildarhugmyndin er að sýna
fram á tenginguna á milli samtíma-
listar og kvikmynda og tenginguna á
milli samtímalistar og heimildar-
mynda. Sömuleiðis viljum við draga
fram tengsl mynda og hljóða,“ sagði
sýningarstjórinn Pascale Cassagnau
við blaðamann Morgunblaðsins í
sumar er sýningin var sett upp á
Hjalteyri. Safn CNAP, sem hún
vinnur við, samanstendur af rúm-
lega hundrað þúsund listaverkum
sem spanna tvær aldir og hafa allan
þann tíma verið keypt af listamönn-
unum. Safnið myndar þannig grunn
sem sýnir samtímalistasenuna í allri
sinni margbreytni en verk úr því eru
lánuð á sýningar víða um Frakkland
sem og í öðrum löndum.
Cassagnau átti hugmyndina að
því að setja þessa sýningu upp hér á
landi og setti sig í samband við Gúst-
av Geir. Hún benti á að tengsl kvik-
mynda og samtímalistar væru mikil.
„Samband á milli kvikmynda og list-
ar hefur leikið nauðsynlegt hlutverk
út í gegnum fagurfræðilega sögu
tuttugustu aldarinnar. Þetta sam-
band hefur skapað greiningar á
myndefni og fjölmiðlum og jafn-
framt gagnrýni á framsetningu list-
ar,“ sagði hún og bætti við að verkin
væru ólík en öll mikilvæg.
„Þau eru af ólíkum stíl, formum,
eru á breiðu aldursbili og koma frá
mismunandi löndum. Þau fjalla
mörg hver um landslag og eins kon-
ar andlandslag. Það sem bindur þau
saman er gæska og friðsæld.“ Hún
sagði titil sýningarinnar, Ó, hve
hljótt / Oh, so quiet! einmitt sóttan í
þessa friðsæld. „Ég er mikill aðdá-
andi Bjarkar og ég mundi eftir titl-
inum á þessu lagi hennar. Titillinn er
óður til Bjarkar og óður til Íslands.
Það sem þessi verk eiga sameig-
inlegt er að þau eru hugsandi og
friðsæl. Mér finnst það vera svolítið
fangað í þessum titli. Sýningin er full
af góðum tilfinningum og þægilegu
andrúmslofti.“
Sýningarstjórarnir ræða á morg-
un, sunnudag, kl. 15 við gesti á sýn-
ingunni. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Margbreytileiki Tveir listamenn og aðstandendur sýningarinnar í einum salanna: Sigurður Guðjónsson, Gústav
Geir Bollason, Kristín Dagmar Jóhannesdóttir safnstjóri Gerðarsafns, Dodda Maggý og Pascale Cassagnau.
„Hugsandi og friðsæl“
Kvikmynda- og vídeóverk eftir kunna erlenda og ís-
lenska samtímalistamenn sýnd á Ó, hve hljótt í Gerðarsafni
Elly (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s
Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s
Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s
Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s
Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s
Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Allra síðasta sýning 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 20/1 kl. 17:00 5. s
Sun 13/1 kl. 17:00 3. s Mið 23/1 kl. 20:00 6. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn
Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 12/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 22:30
Fim 17/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 22:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200