Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 13
TMM 2013 · 3 13 Ármann Jakobsson Tvær örsögur Frænka mín fer í gönguferð Á föstudaginn langa fórum við frænka mín í gönguferð. Hún var ekki löng. Við gengum hálfa blokkarlengju í vestur og síðan sömu leið til baka í austur. Hægt. Hún réð ferðinni og er nýbyrjuð að ganga utandyra, raunar líka óstudd innan dyra. Ferðinni var ekki heitið neitt. Við gengum og það átti alla athygli frænku minnar. Flestum finnst sjálfsagt að ganga en fyrir henni er það viðburður eða ævintýri eða verkefni eða þrekraun eða hvaða orð maður vill nota; það fer eftir því innan hvaða fræðilegrar orðræðu þessari gönguferð væri lýst. Við frænka mín höfum lítið ræðst við, einkum vegna þess að ég skil ekkert sem hún segir; hún tjáir sig betur með því að hlæja eða orga. Tvisvar sinnum hef ég komist að því að hún hefur enga sérstaka tiltrú á mér. Í annað sinn á bókasafni þar sem hún virti að vettugi allar siðvenjur um hegðun á slíkum stað og gól eins og loftvarnarflauta í tíu mínútur sem liðu álíka hratt og tíu ár gera að jafnaði. Í hitt sinnið hafði mér verið uppálagt að koma henni í svefn ef hún vaknaði óvart með því að „leggja hana“ einfaldlega. Frá þessu hafði verið greint eins og þetta væri eitthvað sem blasti við hvernig ætti að gera en tilraunir mínar til að „leggja hana“ mættu mikilli andspyrnu og greinilega var hér um að ræða flókna tækni sem aðeins sérfræðingar ráða við því að frænka mín lét alls ekki leggjast og hljóðaði í staðinn reiðilega uns ég lét hana afskipta- lausa – að láta börn afskiptalaus er raunar sú uppeldisaðferð sem ég hef náð bestum tökum á og full ástæða er til að breiða hana betur út. Almennt tjáir frænka mín gremju sína mun frumstæðar en þó mun betur en t.d. gram- eðlurnar á netinu (sjá fésbók, athugasemdir við fréttir o.v., o.v.); hún er gott dæmi um það hversu ólíkt fegurri manneskjan er þegar hún er í góðu sam- bandi við sitt dýrslega eðli. En á gönguförinni stilltum við hins vegar saman strengi okkar svo vel að frænka mín gaf ekki frá sér orð en einbeitti sér að göngunni. Á meðan sagði ég að nú færum við framhjá glugga þar sem einu sinni hefði verið Búnaðar- banki og raunar hefði þar eitt sinn verið framið bankarán. Frænka mín lét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.