Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 141
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 3 141
Með þessu móti er frásögninni haldið
opinni og merkingarsköpunin verður
leitandi og en ekki afhjúpandi. Lesand-
inn getur ekki treyst á neina ‚lausn‘, því
allt það öryggi sem vísað var til með
siglingu úr þoku og farsælli lendingu
hverfist á ný í togstreitu og (hæfilegt)
ójafnvægi. Eða með orðum Gyðu:
„Vinur minn, við öll hér eigum fram-
undan langa … langa fortíð.“
Tilvísanir
1 Richard Kearney, On Stories, Routledge,
London og New York 2002, bls. 4.
2 Jean-François Lyotard, Hið póstmóderníska
ástand: skýrsla um þekkinguna, þýð. Guð-
rún Jóhannsdóttir, Reykjavík, Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands og Háskóla-
útgáfan 2008.
3 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodern-
ism: History, Theory, Fiction, London og
New York, Routledge 1988, sjá sérstaklega
kafla 10.
4 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, ritdómur
um Siglinguna um síkin á Bókmenntavef
Borgarbókasafnsins, bokmenntir.is,
nóvember 2012, http://www.bokmenntir.is/
desktopdefault.aspx/tabid-3409/5648_read-
33776/6711_view-5191/6709_page-3/, síðast
skoðað 20. ágúst 2013.
5 Ingi Björn Guðnason, ritdómur um
Siglinguna um síkin, f luttur í Víðsjá, RUV,
2. nóvember 2012, http://www.ruv.is/bok-
menntir/siglingin-um-sikin-gagnrynd,
síðast skoðað 20. ágúst 2013.
6 Gyða minnir um margt á fyrri kvenpers-
ónur Álfrúnar, þá sérstaklega Elínborgu
úr Hringsóli og Rán úr samnefndri bók.
Hún hefur misst barn og saknar þess sárt
og er föst í minningum – og gleymsku –
fortíðarinnar. Guðni Elísson líkir þessum
persónur við afturgöngur eða uppvakninga
(revenant) í grein sinni „„Menn gleyma
fljótt, ekki síst ef þeir eru dauðir“: Gotnesk
merkingarsköpun í Hringsóli og Rán
eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur“, í Rúnir:
Greinasafn um skáldskap og fræðastörf
Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, ritstj. Guðni
Elísson, Reykjavík, Háskólaútgáfan 2010,
bls. 180.
Vésteinn Ólason
Alljóðaverk
Stefán Snævarr: Bók bókanna, bækur
ljóðanna. Alljóðaverk. [Reykjavík] 2013
Stefán Snævarr hefur verið mjög virkur
rithöfundur nær fjóra áratugi, ljóðskáld,
heimspekingur og þjóðfélagsrýnir.
Fyrsta bók hans var ljóðabókin Limbó-
rokk 1975, og síðan birtust sex aðrar
ljóðabækur á árunum fram til 1997, auk
ljóða í tímaritum á þessum árum og
síðar. Rómúlía hin eilífa birtist árið
2002 og geymir margs konar skáldskap,
einkum í lausu máli en einnig ljóð. Stef-
án hefur líka birt fjölda bóka og greina
um heimspeki, ekki síst fagurfræði, á
íslensku, norsku og ensku, og árið 2011
kom út bókin Kredda í kreppu. Frjáls-
hyggjan og móteitrið við henni. Margir
munu kannast við Stefán sem orðhvatan
og margfróðan bloggara um þjóðfélags-
mál. Þrátt fyrir þessi miklu afköst við
ritstörf af ýmsu tagi hefur Stefán ekki
fengið verulega athygli eða umfjöllun,
líklega vegna þess að hann hefur lengst
af síðan hann hóf háskólanám um tví-
tugt búið og starfað erlendis. Það er oft
hlutskipti útlagans að lifa hálfgerðu
skuggalífi í því samfélagi sem ól hann
og er sífellt innan sjónmáls í verkum
hans.
Á þessu ári sendi Stefán frá sér Bók
bókanna, bækur ljóðanna. Alljóðaverk.
Nafnið ber að skilja svo að þetta er bók
sem geymir í sér aðrar bækur, en það er
vitaskuld um leið gamansöm eða tvíræð
skírskotun til Biblíunnar. Bókinni er
líka ætlað að spanna öll svið ljóðsins og
vera þannig bók ljóðanna og „alljóða-
verk“, sbr. Gesamtkunstwerk Wagners,
Allt þetta og fleira skýrir höfundur í
stuttum formálsorðum. Hann vísar þar