Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 18
E l í n B j ö r k J ó h a n n s d ó t t i r 18 TMM 2013 · 3 okkar og ekki síst innan kjarnafjölskyldunnar, sem á að vernda þau og veita þeim skjól. Mannætan getur „afhjúpað myrkrið í hjarta nútímasamfélags og minnt okkur á að siðmenningin felur sínar eigin tegundir villimennsku“ (Kilgour 1997). Í Leyndarmálinu er það reyndar ekki bara pabbi sem sýnir villimennsku og grimmd, hún er alltumlykjandi í samfélaginu einsog sést til dæmis á refsingunni sem hann er dæmdur til; að falla fram af þaki hæstu blokkar bæjarins. Það er sjálft yfirvaldið sem vill láta mannætuna „verða að kjötfarsi“ (bls. 97). Í Leyndarmálinu er fjallað táknrænt um ýmsa glæpi sem hægt er að fremja í skjóli fjölskyldunnar og samfélagsleg mörk sem ekki má rjúfa. Nautnir munnsins, matur og kynlíf Sundurgreining mannsins á milli þess sem er „ætt“ eða „óætt“ er alltaf menn ingarleg (Dagný Kristjánsdóttir 1998:85). Bannið við mannáti fellur undir þennan menningarlega tilbúning enda er ekki beinlínis hættulegt að borða fólk þó að tilhugsunin um það veki mikinn viðbjóð. Tengsl matar og kynlífs eru einnig menningarleg og bæði í goðsögum og ævintýrum getur það að gleypa eitthvað í sig verið myndhverfing fyrir kynlíf (Warner 1995:259). Warner segir kynferðislegt mótíf „vonda karlsins“ í ævintýrum hafa verið til staðar síðan Perrault kynnti það til sögunnar í útgáfu sinni af Rauðhettu. Síðan þá hafi það orðið mun ágengara í menningunni og litað mjög frásagnir um að éta og vera étinn (2000:38). Át, matur og merking hans varpa ljósi á nokkur mikilvæg atriði í Leyndarmálinu. Enda þótt faðirinn í Leyndarmálinu gleypi fólk í heilu lagi er hann ekki sá eini sem sýndur er í öfgafullu áti í textanum. Systkinin eru „matarmiðuð“ í daglegu lífi sínu; þau hugsa oft um mat og eru alltaf til í að borða. Besti vinur systkinanna, Bjössi börger, er á vissan hátt tvífari föðurins. Þeir eru nafnar, pabbinn heitir Björn Böðvar, og át Bjössa er jafn taumlaust og föðurins auk þess sem viðurnefnið tengir hann við neyslu og át. Börnin eru einnig sýnd við neyslu tölvuleikja og þar með sýndarveruleika. Þar eru þau í vægast sagt ofbeldisfullum ham. Ýkt neysla barnanna á mat og ofbeldisfullri afþrey- ingu endurspeglar vestræn neyslusamfélög. Mannætan hefur verið skoðuð sem myndhverfing neyslusamfélagsins og fulltrúi fyrir óseðjandi þrá þess: „Neysla er vald, og hæfileikinn til að neyta óhóflega og af ásettu ráði verður girnilegasti þáttur valdsins“ (Root 1996:174). Sá sem étur er virkur. Aftur á móti er það sem étið er óvirkt eins og fórnarlömb föðurins sem hverfa um leið og hann innbyrðir þau. Börnin í Leyndarmálinu hafa sífellda þörf fyrir mat og stelast meginhluta bókarinnar í óholla matinn sem svo oft er nefndur. Þessi matur er þannig tengdur við forboðnar nautnir. Oft hefur verið bent á samband matar og kynlífs í barnabókmenntum þar sem kynferðislegar þrár barnanna birtast í áti og nautnum munnsins (Dagný Kristjánsdóttir 2008:124–5). Í neyslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.