Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 17
Í g r e i p u m m a n n æ t u n n a r
TMM 2013 · 3 17
foreldris á barni (Warner 2000:56). Ótti barna við að vera étinn tengist næst-
um alltaf sterkum foreldraímyndum að mati Tatar, foreldrum sem „virðast
ósigrandi í stærð sinni og valdi“2 en hún kallar foreldrana „hin raunverulegu
tröll í lífi barna“ (1992:205, 191). Í innlimuninni birtist bæði ógn og freisting
enda spila þrá og hætta saman í persónu mannætunnar.
Samkvæmt kenningum Rosemary Jackson rekur fantasían slóð þess sem
hefur verið þaggað og falið í menningunni. Hún kallar fantasíuna „bók-
menntir þrárinnar“, þar sem reynt sé að bæta upp skort og eftirsjá eftir því
sem menningin sviptir okkur. Samkvæmt Jackson virkar fantasían á tvo
vegu, annarsvegar geti hún sagt frá, sýnt og sett fram þrána og hinsvegar
vísað þránni burt sé hún þess eðlis að hún ógni menningarlegri röð og reglu
og framþróun. Í mörgum tilfellum segir hún fantasíur virka á báða vegu
í einu (1981:3–4). Leyndarmálið sýnir óleyfilegar þrár og ítrekar mörkin
jafnframt þannig að þær eru kveðnar niður. Menningarlegu bannsvæðin
eru tekin fyrir og sýnt er fram á leiðir út úr aðstæðum sem börn ráða ekki
endilega við.
Húmor og gróteska
Húmor er önnur aðferð sem notuð er til þess að auðvelda samræðuna um hið
hryllilega í Leyndarmálinu. Húmorinn birtist í myndskreytingum og skrif-
uðum texta og tengist oft líkamanum, sumt af honum er gróteskt. Þórarinn
notar gamalkunna aðferð gróteskunnar til að fást við hryllilegt viðfangsefni
sitt með húmor og hlátri. Einsog Marina Warner hefur bent á þá hefur hið
gróteska „orðið viðurkennd, ef ekki ríkjandi, aðferð til að takast á við hætt-
una sem steðjar að tilveru okkar og velferð“ (2000:124).
Það er húmor fólginn í tilraun pabba til yfirbóta eftir að hafa sloppið frá
dauðadómi. Þá ætlar hann aldeilis að gera betrumbætur á matarvenjum
sínum: „Ég er hættur að borða hrátt kjöt og gleypa fólk í heilu lagi. Nú ætla
ég bara að borða vel matreitt mannakjöt, eins og siðað fólk“ (bls. 108). Hér
er brugðið á leik með hugmyndir um tengsl menningar og matar. Mann-
fræðingurinn Claude Lévi-Strauss telur eldun matarins „skilja á milli manna
og dýra“ og að „framleiðsla [hans marki] inngöngu mannsins í siðmenn-
inguna“ (Dagný Kristjánsdóttir 1998:85). Eldun matarins veitir mannætunni
þó ekki inngöngu í siðmenninguna því enn mikilvægara bann er brotið í
mataræði hennar. Á mynd af pabba þar sem hann er í matarundirbúningi
umkringdur fjölskyldunni sést að hún sýnir engin merki velþóknunar á
breyttum lífsstíl hans. Myndin vekur óhug en þó er einnig fólginn húmor í
þessari misheppnuðu tilraun pabba til að vera „eins og siðað fólk“ með því
að elda sér „[m]annsrass með smjörsósu“ (bls. 108).
Með hjálp húmorsins í Leyndarmálinu er þess gætt að ekki sé farið of langt
út í hryllinginn fyrir unga lesendur. Í Leyndarmálinu á sér stað samræða
við börn um ýmsar hættur sem að þeim geta steðjað í nútímaþjóðfélagi