Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 31
B r ó ð i r m i n n L j ó n s h j a r t a 4 0 á r a TMM 2013 · 3 31 lifir í stöðugum ótta við Þengil sem getur komið hvenær sem er til að hræða það og refsa því eða velja sér þá úr hópnum sem eiga að þræla fyrir hann yfir í Karmanjaka. „Og augu hans störðu beint fram, hann sá ekki fólkið, það var eins og hann héldi að enginn annar væri til í heiminum, enginn annar en Þengill af Karmanjaka, já, hann var hræðilegur“ (133). Og svo hefur hann Kötlu. Katla er sannarlega ímynd illskunnar í sinni óhugnanlegu fornaldarmynd. Hún er eins og blint náttúruafl sem engu þyrmir og tekur ekki tillit til neins. Stórháskaleg verður hún þegar hún kemst á vald einhvers sem beitir henni meðvitað og miskunnarlaust. Margir gagnrýnendur hafa séð í Kötlu vísun til kjarnorkunnar, meðal annars geislann af eldi hennar sem snertir Jón- atan.5 Í dag gæti hugurinn hvarflað til hins fátæka þriðja heims, til dæmis báxítvinnslunnar í Súrínam, koparnámsins í Zambíu eða olíuvinnslu Shell á Nígerbökkum sem Þenglar nútímans stjórna og þar sem náttúru og fólki er fórnað. Börn sem eiga bágt Í nýlegri umfjöllun um verk Astrid Lindgren getur að líta eftirfarandi fullyrðingu: „Næstum öll börn í sögum Astrid Lindgren eru yfirgefin, berskjölduð, munaðarlaus eða eiga allt of upptekna foreldra.“6 Þetta er engan veginn rétt. Fjölmargar sögur hennar fjalla einmitt um hamingju- sama, örugga bernsku í skjóli ástríkra foreldra og annars fullorðins fólks í umhverfinu. Dæmi um þetta eru Ólátagarðsbækurnar, bækurnar um Kalla Blómkvist og félaga hans og um Emil í Kattholti. En vissulega eru líka til fjölmörg dæmi þess að hún skrifi um börn sem líður ekki vel og hvernig þau hugsanlega bæta sér upp það sem þeim finnst sig skorta. Kalli á þakinu verður þess háttar uppbót óskadraums í dauflegu lífi Litla bróður sem eng- inn á heimilinu gefur sér tíma til að sinna. Rasmus í Rasmus fer á flakk er munaðarlaus og býr á barnaheimili þar sem enginn kærir sig um hann, sem endar með því að hann strýkur af heimilinu og verður svo lánsamur að lenda í slagtogi við flakkarann Óskar, guðs útvalda gauk. Lýsingin á samskiptum hans og drengsins er eitt af fallegustu dæmunum um tilfinningasamband barns og fullorðinnar manneskju í bókum Astrid Lindgren. En mest leggur hún í lýsinguna á Búa Vilhjálmi Ólasyni og Karli Lejon. Báðar sögurnar um þá, Elsku Míó minn og Bróðir minn Ljónshjarta, eru bornar uppi af samúð með börnum sem eiga bágt. Höfundurinn vill gefa slíkum börnum von um að kraftaverk ævintýrisins geti gerst, að allt verði „rétt“, eins og Míó segir. Galdurinn við frásagnarlist þessara sagna er meðal annars sá að ævintýrin hafa alltaf jarðsamband. Í heimi ævintýrisins er and- hverfa veruleikans alltaf í sjónmáli og það fer eftir þroska lesandans að hve miklu leyti hann gengur ævintýrinu á hönd, hvernig hann túlkar atburðina, með öðrum orðum hvort hann hlær eða grætur. Fullorðinn lesandi skynjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.