Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 81
Vo n n e g u t o g é g TMM 2013 · 3 81 á Bókmenntahátíð. Hann afþakkaði boðið kurteislega í vélrituðu bréfi. Þar stóð meðal annars: „I am honored by the invitation to take part in the literary festival there in September -- and especially so since it comes from the most literate nation on the planet.“ Undir var hans fræga undirskrift sem hann hefur sagt að geymi meðal annars teikningu af rassinum á sér.  Skömmu síðar fréttum við að eiginkona hans Jill Krementz, sem var ljós- myndari, hefði fallist á að vera með ljósmyndasýningu hérlendis um svipað leyti og Bókmenntahátíð var. Við sáum strax að þarna var komið færi til að herja aftur á skáldið. Eftir að hafa komist yfir símanúmer Vonneguts settumst við Thor saman á skrifstofu mína hjá Almenna bókafélaginu og hringdum. Thor hafði orð fyrir okkur en ég var í hlutverki hins glaða og uppveðraða félaga. Í stuttu máli sagt tókst Thor þarna að fá skáldið til að endurskoða hug sinn og ákveða að koma. Thor átti oft eftir að vísa til þessa atburðar síðar með þeim orðum að við værum góðir saman en það bar vott um nokkurt örlæti af hans hálfu. Á endanum fór svo að eiginkona Vonneguts hætti við að koma til Íslands. Örlögin höguðu því þannig að hann kom einn. Brasið við að ná Vonnegut til landsins endurspeglaðist á öllum vígstöðvum og stjórnarmenn stóðu oft í ströngu. Það að bjóða höfundum á svona hátíð minnir dálítið á laxveiði þar sem þeir stærstu slíta oft svona um það bil þegar maður telur sig vera að landa þeim. Að þessu sinni bar þó vinna okkar ríkulegan árangur og margir öndvegishöfundar komu á hátíðina 1987 sem svo aftur gerði að verkum að hún skapaði sér nafn og festi sig í sessi. Þarna var Isabel Allende sem var mikil stjarna á þessum tíma, ung og fögur. Einnig hin öfluga Fay Weldon sem var á hátindi vinsælda sinna þá og sjarmörinn Alain Robbe-Grillet, faðir nýju frönsku skáldsögunnar, svo að nokkur séu nefnd. Einar Már Guðmundsson rithöfundur fór með mér út á völl að sækja Vonnegut. Gísli Kristjánsson sem nú flytur okkur stundum sönglandi fréttir frá Noregi var á þessum tíma blaðamaður á DV og var mættur ásamt ljós- myndara. Við leyfðum myndatökuna með þeirri ólund sem okkur fannst við hæfi miðað við að við vorum með stjörnu í okkar hópi og myndin hafnaði á forsíðu þennan dag. Einkabíll minn þessum tíma var það mikil drusla að ég hafði fengið lánaðan bíl foreldra minna af gerðinni Chevrolet Malibu frá um það bil 1980 og í honum var brunað í bæinn. Vonnegut reyndist hinn þekkilegasti maður og ég man að hann sagði á leiðinni til Reykjavíkur að landslagið minnti sig á Galapagos en skáldsaga hans með því nafni hafði komið út tveimur árum áður. Ég hafði ekki enn lesið söguna þannig að greindarleg athugasemd af minni hálfu var útilokuð. Ég var líka í fyrsta skipti að heyra enskumælandi mann bera orðið fram en áherslan er á annað atkvæðið sem gerir orðið dálítið fjarrænt í eyrum Íslendings sem talar menntaskólaensku og hugsar Gala-pagos. Einar Már, sem á þessum tíma var gefinn út af Almenna bókafélaginu, eins og Vonnegut, ræddi líka við höfundinn á sinni ágætu ensku. Sjónvarps- viðtal Einars við Vonnegut fyrir Ríkisútvarpið seinna í vikunni átti eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.