Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 67
S t r í ð n i s p ú k i n n á S k e r i n u TMM 2013 · 3 67 enda haustbirtan og skýjafar töfrandi. Vestmannaeyjar í dularfullri móðu í suðri, fjöllin í norðri að hálfu hulin skýjum og nokkrum sinnum létu hálfir eða heilir regnbogar sjá sig. Myndavélin hans var sjaldan eins mikið notuð og á þessari leið. Komum við hjá Seljalandsfossi sem var með fallegasta móti, héldum síðan austur að Þorvaldseyri. Sáum heimildamyndina sem þar er sýnd um hetjulega baráttu bænda við að þrauka meðan gosið undir Eyja- fjallajökli stóð yfir með tilheyrandi öskufalli og hreinsunarstarfið og endur- reisnina í kjölfarið. Magnaður staður, Þorvaldseyri, og aðdáunarvert hvernig fólkið þar sá ný tækifæri í þessum miklu náttúruhamförum. Þaðan var brunað aftur í bæinn án viðkomu. Komum um sexleytið, pása til klukkan átta þegar Houellebecqkvöldið átti að hefjast á Kaffi Sólon. Við Eydís sóttum hann rétt fyrir klukkan átta, hann var kominn niður, tilbúinn og jákvæður fyrir kvöldið. Dagskráin var þannig að ég átti að kynna hann stuttlega, ræða við hann í um það bil hálftíma (og Torfi Tulinius að túlka), síðan áttum við tveir að lesa kafla úr þýðingu minni á Kortinu og landinu og loks áttu þeir Hallgrímur Helgason að lesa nokkur ljóð, hann á frummálinu og Hallgrímur nýjar þýðingar sínar á sömu ljóðum. Það er ekki auðhlaupið að því að þýða ljóð Houellebecqs, því hann notar yfirleitt hátt- bundin form þótt yrkisefnin séu gjarna afslöppuð og jafnvel hversdagsleg, en Hallgrímur þýddi þau hreint frábærlega. Stíf skoðunarferðin gerði það að verkum að við höfðum ekki undirbúið okkur mjög mikið, en við höfðum þó rætt í stórum dráttum hvernig við ætluðum að hafa þetta. Þegar á staðinn var komið var salurinn troðfullur af fólki, eins og við mátti búast. Skyndilega vildi hann breyta fyrirkomulaginu, lesa ljóðin og kaflana og að við ræddum saman eftir það. Allt í sóma, það gekk ágætlega, þeir Hallgrímur lásu ljóðin og síðan við Houellebecq úr Kortinu og landinu, en brátt kom í ljós að hljóðkerfið var ekki að virka sem skyldi og að fólk aftast í salnum heyrði lítið sem ekkert. Í samtalinu okkar á milli reyndum við að tala betur í hljóðnemana og það hreif. Samt heyrðist mér fólk almennt (það sem heyrði …) vera ánægt með kvöldið og í lokin áritaði hann bækur fyrir fjölda fólks. Í millitíðinni hafði hann þó fengið sér sígarettu úti á svölum og rabbað aðeins við nokkra íslenska kollega og bókmenntaunnendur. Einn þeirra gerðist jafnvel svo aðgangsharður að ég varð að stoppa hann af til að ná Houellebecq frá honum til að hann gæti áritað fyrir fólkið sem beið hans í langri röð. Á eftir fórum við með honum að borða á Sushi samba veitingastaðinn (einn fárra staða sem opinn er virka daga eftir tíu á kvöldin í Reykjavík …) þar sem við fengum okkur að borða og renndum ljúffengum matnum niður með ágætu ítölsku hvítvíni. Þegar við vorum að fara þekkti einn þjónanna hann í sjón (sá var franskur) og bað hann að árita einhvers konar frægra- mannavegg (wall of fame) sem þar er. Það gerði hann góðfúslega, en ekki veit ég hvaða önnur nöfn voru fyrir, sýndist þau vera þrjú eða fjögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.