Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 20
E l í n B j ö r k J ó h a n n s d ó t t i r
20 TMM 2013 · 3
Þar sem óleyfileg þrá, sem er að miklu leyti kynferðisleg, birtist í
mannátinu er athyglisvert að skoða tvö tilvik þegar sögumaður bókarinnar
upplifir þrá sem er óviðeigandi eða ruglandi. Í fyrsta lagi má nefna kaflann
þar sem lögreglumaðurinn Viddi kemur í heimsókn til að rannsaka morðið
á kennaranum. Viddi dregur eitthvað upp úr vasanum og sögumaðurinn
hugsar: „Þetta var glær plastpoki, jafnvel pulsupakki. Ég fann að ég var
orðinn svangur aftur“ (bls. 34). Það eru hinsvegar ekki neinar pulsur í pok-
anum, heldur hönd kennarans. Hér vekur mannakjöt upp þrá og hungur hjá
sögu manninum, hann er ekki hafinn yfir óleyfilegar þrár frekar en faðirinn.
Hitt tilvikið er þegar sögumaður gerir sér grein fyrir því að hann ber
óvæntar tilfinningar til eineltisseggsins Bertu bleiku. Hann finnur „unaðs-
lega lykt eins og af þúsund hunangskrukkum“ þegar Berta horfir í augun á
honum og hann „kitla[r] í magann lengi á eftir. Eins og [hann] hefði gleypt
brjálað fiðrildi“ (bls. 64). Fiðrildi í maganum er þekkt myndmál fyrir ást eða
rómantíska þrá. Tilfinningin er hins vegar ný hjá sögumanninum og vekur
upp óvænta spurningu: „Ætli ég sé mannæta?“ (bls. 64) Hér eru mörkin á
milli rómantískrar þrár og mannátshungurs óskýr. Textinn bendir á hin
óljósu mörk á milli ólíkra tegunda hungurs sem eru tengdar í orði sem og á
borði. Þráin er einnig tengd við föðurinn því sögumaður veltir því fyrir sér
„hvort pabba liði svona í maganum rétt áður en hann gleypti einhvern“ og
hvort faðirinn finni líka „lykt af hunangi“ (bls. 64).
Kynferðisleg misnotkun og sifjaspellaógnin
Í ljósi kynferðislegra tenginga matar og áts verður að skoða mannátsógnina
sem börnunum í Leyndarmálinu stafar af föður sínum sem sifjaspellaógn. Sú
ógn beinist líklega meira að sögumanninum heldur en systur hans. Þó svo að
pabbinn eigi að hafa borðað „fólk í alls konar störfum og á öllum aldri“ (bls.
77) hneigist hann áberandi til karlmanna í áti sínu.3 Einsog Dagný Kristjáns-
dóttir bendir á í umfjöllun sinni um Leyndarmálið seilist pabbinn of langt
í græðgi sinni þegar hann ræðst á Bjössa börger, besta vin systkinanna:
„Nær þeim er ekki hægt að höggva og það skelfir þau“ (2008:126). Hættan
sem felst í því að eiga mannætuföður er augljós; hann gæti borðað börnin
sín. Í ljósi áðurnefndra tengsla matar og kynlífs og þess að vísað er til þess-
konar tengsla í textanum, einsog kom fram hér að framan, þá er ljóst að um
leið og ógnin fer að beinast að systkinunum er hún orðin að sifjaspellaógn.
Þetta er hinsvegar svo hræðilegt umfjöllunarefni að það verður að fjalla um
það á táknrænan hátt með öðrum hryllingi sem er mun fjær því að vera
raunveruleg ógn við börn en sifjaspellaógnin.
„Leyndarmálið“ í Leyndarmálinu hans pabba vísar á marga vegu til
kynferðis legrar misnotkunar. Kynferðisleg misnotkun á börnum veldur
varan legum áhrifum á þau, til dæmis með þunglyndi sem getur ýtt undir
offitu þegar þau nálgast fullorðinsárin (Wilson 2010). Bjössi börger er hold-