Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 20
E l í n B j ö r k J ó h a n n s d ó t t i r 20 TMM 2013 · 3 Þar sem óleyfileg þrá, sem er að miklu leyti kynferðisleg, birtist í mannátinu er athyglisvert að skoða tvö tilvik þegar sögumaður bókarinnar upplifir þrá sem er óviðeigandi eða ruglandi. Í fyrsta lagi má nefna kaflann þar sem lögreglumaðurinn Viddi kemur í heimsókn til að rannsaka morðið á kennaranum. Viddi dregur eitthvað upp úr vasanum og sögumaðurinn hugsar: „Þetta var glær plastpoki, jafnvel pulsupakki. Ég fann að ég var orðinn svangur aftur“ (bls. 34). Það eru hinsvegar ekki neinar pulsur í pok- anum, heldur hönd kennarans. Hér vekur mannakjöt upp þrá og hungur hjá sögu manninum, hann er ekki hafinn yfir óleyfilegar þrár frekar en faðirinn. Hitt tilvikið er þegar sögumaður gerir sér grein fyrir því að hann ber óvæntar tilfinningar til eineltisseggsins Bertu bleiku. Hann finnur „unaðs- lega lykt eins og af þúsund hunangskrukkum“ þegar Berta horfir í augun á honum og hann „kitla[r] í magann lengi á eftir. Eins og [hann] hefði gleypt brjálað fiðrildi“ (bls. 64). Fiðrildi í maganum er þekkt myndmál fyrir ást eða rómantíska þrá. Tilfinningin er hins vegar ný hjá sögumanninum og vekur upp óvænta spurningu: „Ætli ég sé mannæta?“ (bls. 64) Hér eru mörkin á milli rómantískrar þrár og mannátshungurs óskýr. Textinn bendir á hin óljósu mörk á milli ólíkra tegunda hungurs sem eru tengdar í orði sem og á borði. Þráin er einnig tengd við föðurinn því sögumaður veltir því fyrir sér „hvort pabba liði svona í maganum rétt áður en hann gleypti einhvern“ og hvort faðirinn finni líka „lykt af hunangi“ (bls. 64). Kynferðisleg misnotkun og sifjaspellaógnin Í ljósi kynferðislegra tenginga matar og áts verður að skoða mannátsógnina sem börnunum í Leyndarmálinu stafar af föður sínum sem sifjaspellaógn. Sú ógn beinist líklega meira að sögumanninum heldur en systur hans. Þó svo að pabbinn eigi að hafa borðað „fólk í alls konar störfum og á öllum aldri“ (bls. 77) hneigist hann áberandi til karlmanna í áti sínu.3 Einsog Dagný Kristjáns- dóttir bendir á í umfjöllun sinni um Leyndarmálið seilist pabbinn of langt í græðgi sinni þegar hann ræðst á Bjössa börger, besta vin systkinanna: „Nær þeim er ekki hægt að höggva og það skelfir þau“ (2008:126). Hættan sem felst í því að eiga mannætuföður er augljós; hann gæti borðað börnin sín. Í ljósi áðurnefndra tengsla matar og kynlífs og þess að vísað er til þess- konar tengsla í textanum, einsog kom fram hér að framan, þá er ljóst að um leið og ógnin fer að beinast að systkinunum er hún orðin að sifjaspellaógn. Þetta er hinsvegar svo hræðilegt umfjöllunarefni að það verður að fjalla um það á táknrænan hátt með öðrum hryllingi sem er mun fjær því að vera raunveruleg ógn við börn en sifjaspellaógnin. „Leyndarmálið“ í Leyndarmálinu hans pabba vísar á marga vegu til kynferðis legrar misnotkunar. Kynferðisleg misnotkun á börnum veldur varan legum áhrifum á þau, til dæmis með þunglyndi sem getur ýtt undir offitu þegar þau nálgast fullorðinsárin (Wilson 2010). Bjössi börger er hold-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.