Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 125
E r n ý t t „ k a l t s t r í ð“ í u p p s i g l i n g u ? TMM 2013 · 3 125 Geopólitískt er Sýrland í raun eina landið í þessum heimshluta sem er Rússum mikilvægt. Eftir hrun Sovétríkjanna hafa umsvif Moskvustjórnar- innar í Miðausturlöndum og Norður Afríku minnkað umtalsvert og raunar gætti viss kulda í samskiptunum á fyrstu árum tíunda áratugarins, undir stjórn Jeltsíns. Rússar hafa áhyggjur af þróun mála fari Assad frá völdum, þeir horfa upp á þróunina í öðrum ríkjum svæðisins, þar sem íslamistar hafa aukið áhrif sín og völd, í Túnis, Egyptalandi og Líbíu og það er þeim áhyggjuefni ef sama þróun yrði í Sýrlandi. Því gæti fylgt óstöðugleiki, einnig á hálfbrothættum svæðum eins og í múslímahéruðum Norður-Kákasus og í Mið-Asíu. Þá ber að hafa í huga að ef Sýrland fellur sem stuðningsríki Rúss- lands, er Íran eitt orðið eftir af þeim í þessum heimshluta. Það er hvorki gott fyrir Rússa né alþjóðasamfélagið. Hin ósveigjanlega afstaða Rússa í málum Sýrlands hefur augljóslega þá hættu í för með sér að landið einangrist og sambúðin við Vesturlönd og Arababandalagið versni til muna.31 Margir hafa ugglaust velt því fyrir sér hvers vegna blóðbaðið í Sýrlandi hefur getað staðið svo lengi sem raun ber vitni án þess að alþjóðasamfélagið gripi í taumana, líkt og t.a.m. í Líbíu. Ásakanir ganga á víxl milli stórveldanna og á Vesturlöndum eru Rússar sérstaklega gagnrýndir fyrir að styðja við bakið á Bashar-al-Assad Sýrlandsforseta og að standa í vegi fyrir alþjóðlegum aðgerðum til að binda endi á borgarastyrjöldina. Nú verður Assad ekki talinn til helstu bandamanna Pútíns og Rússlandsforseti hefur minnt á að Assad hafi í gegnum tíðina verið tíðari gestur í París og London en Moskvu, en það er raunar ekki nýtt að ráðamenn í Arabalöndum hafi notið velvildar og stuðnings vesturveldanna um langt skeið áður en þeir síðan hrökkluðust frá völdum, sbr. Saddam í Írak, Mubarak í Egyptalandi og Gaddafi í Líbíu. Verður Snowden að snjóskriðu? Í nýlegri grein skrifar Dmítrí Trenín, forstöðumaður óháðu Carnegie-rann- sóknarstofnunarinnar í Moskvu, að Rússar telji að stefna Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands sé byggð á misskilningi og sé siðlaus og hættuleg. Stefnubreyting þeirra gagnvart Egyptalandi og Líbíu hafi fyrst og fremst byggst á hernaðar- og valdahagsmunum í þessum heimshluta og að það vaki ekki síst fyrir Bandaríkjunum að svipta Íran helsta bandamanni sínum fyrir botni Miðjarðarhafs, þ.e. Sýrlandi. Þá bendir hann einnig á að Bandaríkin styðji nú sömu pólitísku öfl í Sýrlandi og þeir berjist hatrammlega gegn í Malí. Í því augnamiði að koma áformum sínum í gegn gagnvart Sýrlandi hafi Bandaríkin gert bandalag við helstu einræðis- og harðstjórnarríki veraldar, Sádi-Arabíu og Katar. Rússland geti ekki tekið þátt í samstarfi við Bandaríkin um málefni Sýrlands á þessum forsendum.32 Þegar þessum við- horfum Rússa er stillt upp andspænis sjónarmiðum Bandaríkjanna, og án þess að taka neina afstöðu til ólíkra viðhorfa, er auðvelt að sjá hvers vegna ekki hefur náðst árangur í að stöðva átökin og mannfallið í Sýrlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.