Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 144
D ó m a r u m b æ k u r 144 TMM 2013 · 3 leið „Síðari ljóðabálkur (bókarauki, sjónauki), sbr. Fjórðu bók. Þar kemur inn, nokkuð óvænt miðað við það sem á undan er komið, trúarleg, kristin skír- skotun, jafnvel eins konar trúarjátning sem um minnir á Opinberunarbókina en er öllu fáorðari um leyndardómana: Risinn reisir mig við Risinn sem er lambið. Ég risinn á ný. Eftir þessa hraðferð gegnum bækurnar í Bók bókanna verður að geta þess að verkið hefst og endar á stökum ljóðum. Fyrsta ljóðið, Faðir kistulagður, er fal- legt og einlægt með hnitmiðuðum og skýrum myndum. Hið síðasta, Sýnir og rúnir, er engu síður hnitmiðað og skáld- legt og fer vel að verkslokum. Raunar eru einnig gjarnan á bókamörkum nokkuð sjálfstæð kvæði sem marka skil og styrkja byggingu verksins. Það er ekki auðvelt að fjalla um svo margbrotna bók í stuttu máli. Byggingin er úthugsuð og á sinn ríka hlut í heildar- merkingu verksins. Lesandinn kemst að því að nokkuð svo yfirlætislegar fullyrð- ingar sem felast í fyrirsögnum eru ekki orðin tóm. Alljóðaverkið Bók bókanna, bækur ljóðanna spannar í raun og veru harla vítt tilverusvið, það svið sem skáldskapurinn glímir við: glímu mannsins við sjálfan sig og samfélagið, ástina og dauðann, og skírskotanir til ævafornra og nýrra goðsagna gefa ljóð- unum dýpt og vídd. Myndmál er hnit- miðað og áhrifaríkt. Fyrri ljóðabækur Stefáns Snævars hafa einatt virkað nokkuð galgopalegar og torræðar, oft eins og ortar í hálfkær- ingi, þrátt fyrir óumdeilanlegt hug- myndaflug og víðfeðmar nútímalegar skírskotanir. Með þessari bók virðist mér að skáldinu hafi tekist að brjóta af sér einhvers konar klakabrynju, svo að engum ætti að vera vorkunn að skynja það heita hjarta sem slær í ljóðunum. Ekki leikur vafi á að lærdómur Stefáns, menntun hans, hefur lagt honum lið við að koma ljóðunum fyrir á áhrifaríkan hátt í þessari sérkennilegu byggingu, Bók bókanna, en lærdómurinn og sér- staða útlagaskáldsins myndar þó hvergi neina girðingu milli ljóðheimsins og þess lesanda sem leggur leið sína inn í þetta völundarhús bóka og ljóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.