Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 116
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n 116 TMM 2013 · 3 og getur aldrei orðið altæk í flóknum alþjóðasamskiptum en hér verður ekki nánar farið út í þá sálma). Má þar nefna kjarnorkuafvopnunarmál, afstöðuna til deilnanna fyrir botni Miðjarðarhafs og nú um þessar mundir þróun mála í Sýrlandi. Málefni bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowden er svo nýjasta átakamálið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands sem að því er ýmsir telja hefur leitt til þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur aflýst fundi sínum með Vladimír Pútín forseta Rússlands sem fyrirhugaður var í september. Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort nýtt „kalt stríð“ sé í uppsiglingu milli þessara tveggja fornu fjandvina. „Kalda stríðið“ ekki einhlítur mælikvarði Það er ekki hægt að fullyrða að á tímum „kalda stríðsins“ eins og það er venjulega tímasett, hafi samskipti stórveldanna verið í frosti en með falli Sovétríkjanna hafi gert asahláku og síðan hafi sambúðin einkennst af sam- felldri þíðu. Enda stenst það ekki skoðun þegar vel er að gáð. Vel má færa fyrir því rök að dauði Stalíns og valdataka Khrúshtsjovs í Sovétríkjunum hafi leitt til bættra samskipta enda þótt það geisaði enn „kalt stríð“ í hefð- bundnum skilningi. Sambúðin versnaði til að mynda verulega í tengslum við Kúbudeiluna í byrjun sjöunda áratugarins. Fall Khrúshtsjovs og valdataka þríeykisins Brézhnévs, Kosygíns og Podgornyjs leiddi ekki til einhliða og varanlegra breytinga á sambúð þjóðanna, sá tími einkenndist ýmist af þíðu eða kulda. Leiðtogafundir Brézhnévs og Nixons 1972 og hins fyrrnefnda og Carters 1979 mörkuðu viss jákvæð tímamót í afvopnunarsamstarfi ríkjanna og voru þannig til marks um þíðu í sambúðinni. En síðar sama ár var inn- rás Sovétríkjanna í Afganistan fordæmd víða um heim, m.a. kröftuglega af Bandaríkjunum sem studdu mujahideen-hreyfingarnar með gífurlegum fjár- munum. Þessar hreyfingar sameinuðust síðar og upp spruttu ýmsir þeir sem áttu eftir að verða fyrirferðarmiklir í nýlegri átökum, s.s. Osama bin Laden. Með kjöri Gorbatsjovs sem leiðtoga Sovétríkjanna varð þó almennt séð stefnubreyting á afstöðu Sovétríkjanna til vesturveldanna, sem m.a. átti rætur að rekja til perestrojku og nýrrar hugsunar sem hann stóð fyrir og laut ekki síst að hugmyndum hans um sjálfsmynd Sovétmanna en átti sér líka efnahags- legar orsakir.2 Á sama hátt var afstaða Bandaríkjanna til Sovétríkjanna mis- munandi, m.a. milli forsetatíða Carters, Reagans og Bush eldri. Það er þó einföldun að álykta að forsetarnir einir og sér hafi ráðið úrslitum, því ferli ákvarðana og aðstæður, bæði á alþjóðavettvangi og innanlands, er breytingum háð eins og dæmin sanna og hefur áhrif á afstöðu stjórnvalda á hverjum tíma. Hverju breytti fall Sovétríkjanna? Með falli Sovétríkjanna og kjöri Borísar Jeltsíns sem forseta Rússlands, var það viðhorf fyrirferðarmikið að sambúð austurs og vesturs myndi batna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.