Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 118
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n
118 TMM 2013 · 3
þegar Jeltsín fór frá völdum og Vladímír Pútín tók við. Um aldamótin
birtist stjórnin í Moskvu sem sundruð og vanmegnug til þess að hafa áhrif
í alþjóðamálum, koma málum á dagskrá, en með Pútín sem forseta var eins
og Rússlandsstjórn hefði öðlast nýjan kraft. Þá var liðinn tími hins ringlaða
og hífaða forseta sem gaf þá mynd að Rússland væri skjögrandi, nú var festa
og ákveðni komin í forystu þessa mikla ríkis. Þó hefur því verið haldið fram
af fræðimönnum, t.d. Bobo Lo, áströlskum prófessor í málefnum Rússlands,
að breytingin frá Jeltsín til Pútíns hafi ekki endilega varðað innihald utan-
ríkisstefnunnar, heldur fremur stíl. Meginatriði í stefnu Jeltíns hafi verið eins
konar goðsagnasköpun, geopólitísk hugsun og vesturlandasækni hafi enn
verið til staðar hjá Pútín, en með nokkurri andlitslyftingu.9
Meginmarkmið Pútíns var að gera Rússland (aftur) að stórveldi á alþjóða-
vísu, nútímalegt stórveldi sem byggði stöðu sína ekki bara á hernaðarmætti
heldur einnig og ekki síður á efnahagslegum styrk. Hann vildi að utan-
ríkisstefnan þjónaði innanríkispólitískum markmiðum, ekki síst efnahags-
legum, og á þann hátt vildi hann skapa Rússlandi á nýjan leik sterka stöðu
á alþjóðavettvangi, eins konar comeback.10 Til þess að það tækist varð Pútín
að einbeita sér að efnahagslegum umbótum og árangri, m.a. í að auka
erlenda fjárfestingu, taka á spillingu, takast á við olígarkana og sjá til þess
að auðurinn sem hafði safnast á þeirra hendur undir stjórn Jeltsíns, dreifðist
með jafnari hætti meðal landsmanna. Því hefur verið haldið fram að þetta
hafi í raun ekki tekist og jafnvel að Pútín hafi reynst ófær um að endur-
skipuleggja efnahaginn, stjórnmálin og félagslega kerfið í því augnamiði að
hámarka möguleika til að ná árangri í utanríkis- og öryggismálum.11
Þegar Pútín tók við embætti forseta var Ígor Ívanov utanríkisráðherra,
en hann var þriðji maðurinn í því embætti á valdatíma Jeltsíns og hélt því
embætti á fyrsta kjörtímabili Pútíns. Þá var mótuð sérstök utanríkisstefna,
Konceptsija vnjeshnej politiki Rossijskoj Federacii, og þar er m.a. lögð áhersla
á þátttöku Rússlands í því sem kallað var mótun nýs heimsskipulags (r. form-
irovanie novogo miroustrojstva). Með því er m.a. vísað til þess að þættir
sem varða efnahag, pólitík, umhverfi, vísindi og tækni og upplýsingar,
leiki stórt hlutverk í samstarfi þjóða, líka á hernaðarsviðinu.12 Varnar- og
öryggismál fengu sem sagt drjúgan sess í utanríkisstefnunni, og meira
en það, þau fléttuðust órjúfanlega saman. Fyrsta kjörtímabil Pútíns sem
forseta einkenndist af eindregnum vilja hans til að eiga gott og náið sam-
starf við Vesturlönd. Árásin á Tvíburaturnana í New York 2001 var honum
kærkomið tækifæri í þessu sambandi, hann lýsti yfir fullum stuðningi við
Bandaríkin og bauð fram alla þá aðstoð sem Rússland gæti veitt í baráttunni
við hryðjuverkasamtök. En hér var ekki eingöngu á ferðinni umhyggja
fyrir Bandaríkjunum, undir steini lá sá fiskur að alþjóðasamfélagið þyrfti
að viðurkenna baráttuna gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjétsjéníu sem hluta
af þeirri baráttu. Að einhverju leyti dró úr gagnrýni vestanhafs á aðgerðir
Rússlands í Tsjétsjéníu en það stóð ekki lengi og fyrr en varði hljóp snurða