Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 27
B r ó ð i r m i n n L j ó n s h j a r t a 4 0 á r a TMM 2013 · 3 27 En einmitt þetta var eitt helsta aðfinnsluefni þeirra sem gagnrýndu Bróður minn Ljónshjarta. Bókin var talin fela í sér flótta frá vandamálum jarðlífsins og líta jafnvel á sjálfsmorðið sem sérstaka hetjudáð og lausn á öllum vanda. Einn gagnrýnandinn lýsir sögulokunum þannig: Það er aðeins ein aðferð til þess að losna við sjúkdóminn, og hún er sú að Snúður litli bróðir tekur Jónatan á bakið og stekkur fram af hengiflugi og deyr. Astrid Lindgren hefur þannig ætlað gullinni framtíð hins fatlaða barns stað í heimi hinna dauðu.1 Meðal annarra gagnrýnisatriða var að höfundur drægi upp of einfaldaða mynd af illskunni og eðli hennar. „Verður ekki bók sem fjallar um baráttu góðs og ills að rannsaka heiðarlega og af gaumgæfni rót hins illa?“ er spurt í harðorðri yfirlýsingu svokallaðs Barnabókahóps bókmenntafræðinga í Gautaborg.2 Rithöfundurinn P.C. Jersild reis upp bókinni til varnar og lýsti eftir víðsýni, skopskyni og umfram allt virðingu í umfjöllun og greiningu á listrænum verkum. „Að öðrum kosti er svolítil hætta á að fólk umbreytist í Nefnd Æðstaráðsins um þjóðfélagslega raunsæjar barnabækur. Það er þá sérstökum erfiðleikum bundið ef bók fjallar um dauðann. Marx var svolítið takmarkaður á því sviði.“ Jersild var reyndar fráleitt eini maðurinn sem sá verðleika bókarinnar, og jafnvel þeir sem gagnrýndu hana viðurkenndu hvað hún væri vel skrifuð. Sumir þeirra töldu að einmitt það gerði það að verkum að fólk sogaðist inn í söguna og léti blekkjast af henni. Ævintýri og veruleiki Félagslegt raunsæi er reyndar alls ráðandi í upphafsfrásögn bókarinnar. Drengirnir búa þröngt í einu herbergi og eldhúsi með móður sinni. Hún vinnur fyrir þeim með saumaskap og virðist ekki hafa orku til að sinna Karli litla sem liggur í rúminu sínu í eldhúsinu og hóstar og þjáist. Þessi raunveruleiki kallast sífellt á við ævintýraheiminn sem Snúður hverfur inn í, en það fer eftir þroska lesandans hversu meðvitaður hann er um það. Þessi ævintýraheimur er í sjálfu sér mjög skýrt mótaður og raunsæislegur sem slíkur. Í Nangijala fær Snúður þegar í stað allar óskir sínar uppfylltar. Hann er skyndilega laus við sjúkdóminn, frelsaður úr þröngri eldhúskytrunni þar sem hann hefur legið. Hann hefur ekki lengur skakka fætur heldur þráðbeina, er sterkur og heilbrigður, og fyrst og fremst hefur hann aftur sameinast bróður sínum sem hann elskar takmarkalaust. Hann þarf sífellt að ganga úr skugga um það sem hann reyndar veit, að í Nangijala er allt nákvæmlega eins og Jónatan hefur sagt honum. Hann nýtur andartaksins og reynir að ýta þeirri hugsun frá sér að þessi sæla geti tekið enda. En ekki líður á löngu áður en hinn óttalegi veruleiki lýkst upp fyrir honum og hann heyrir um hinn dalinn sem skerst inn í fjöllin í Nangijala, Þyrni- rósadal, og um Þengil frá Karmanjaka sem hefur lagt hann undir sig. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.