Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 8
J ó n K a r l H e l g a s o n 8 TMM 2013 · 3 6545 Snemma morguninn eftir er bankað á útidyrnar á Bessastöðum í Fljótsdal, Axel bóndi Jónsson kemur til dyranna, fyrir utan standa tveir ókunnir menn. Annar er í einkennisbúningi setuliðsins, hinn er ungur Íslendingur í borgaralegum klæðnaði. Axel býður þeim inn, við taka tveggja tíma skegg- ræður yfir kaffibollum þar sem ungi maðurinn sinnir hlutverki túlks. Bandaríkjamaðurinn er kominn hingað austur til að leita staðfestingar á fregnum þess efnis að flugvél hafi flogið yfir sveitina fyrir réttri viku síðan. Bóndi kannast við það en segir rangar þær sögusagnir sem hermi að vélin hafi kastað einhverju niður í dalinn. Hermaðurinn spyr hve langt sé að Skriðuklaustri, þar sem skáldið Gunnar Gunnarsson býr, en það er fyrst undir lok heimsóknarinnar að túlkurinn útskýrir fyrir Axel hver sé tilgangurinn með ferð þeirra. „Við erum eiginlega að leita að Hitler,“ segir hann allt í einu, eins og ekkert sé sjálfsagðara.4 7545 Þau Síbil og Kristján Albertsson sitja á bekk á kjallaragangi Bispebjergspítala við Tuborgveg. Hann hefur beðið hana um að rifja nákvæmlega upp rás við- burða og allar aðstæður. Hún segist hafði stigið í veg fyrir Danina tvo sem næst henni stóðu en sá þriðji þá lyft upp byssu sinni og hleypt af. Kristján punktar hvert smáatriði hjá sér, meira að segja þegar Síbil fer að ergja sig yfir rógi kjaftatífanna á gistiheimilinu. Ekki er nóg með að þær fullyrði að grunsamlegir menn með erlendan hreim hafi spurt eftir Guðmundi í síma og heimsótt þau Agnete upp á herbergi heldur segist ein þeirra hafa séð dótturina daglega á ferð um húsið í þýskum nasistabúningi. Síbil skilur ekki söguburð af þessu tagi. Hún segist hvorki hafa í slíkan búning komið né nokkru sinni borið pólitísk tákn á flíkum sínum. Kristján bendir henni á að hálfsíða græna kápan með mittisbeltinu sem hún klæðist sé frábrugðin „venjulegum kvenfatnaði – og af þeirri flík hefir hreinhjörtuðu fólki staðið stuggur“.5 Síbil ypptir öxlum. Stuttu síðar er þeim hleypt inn í líkhúsið þar sem faðir hennar liggur; skotsárið blasir við á enninu, nálægt vinstra auganu. 8545 „Menn þurrkuðu af sér svitann / og svo komst allt í lag,“ segir í bók þeirra Steins og Nínu. „Var furða þótt þeir skemmtu sér og gerðu sér glaðan dag?“6 Á friðardaginn taka flestir Reykvíkingar sér frí eftir hádegi. Það eru skipulögð hátíðarhöld í miðbænum, skipsflautur eru þeyttar í heila klukkustund, mannfjöldi gengur fylktu liði að bústöðum sendiherra Noregs og Danmerkur og forseti og forsætisráðherra flytja ávörp af svölum Alþingishússins. En um kvöldið drukknar gleðin í slagsmálum og drykkjulátum.7 Það er helst að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.