Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 69
S t r í ð n i s p ú k i n n á S k e r i n u
TMM 2013 · 3 69
síðasta kvöld. Hvað var hann með á prjónunum? Ljóðabók í vor, tími til
kominn enda sagðist hann fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. Hann er oft
kallaður „Baudelaire stórmarkaðanna“ vegna þess hversu vel hann hefur
náð til almennings með ljóðum sínum. Aðspurður um hvað honum fyndist
um það sagði hann að sér þætti vænt um það, hefði meira að segja nýtt
sér það með því að vera með ljóðaupplestur í stórmarkaði, enda stórmark-
aðir merkileg menningarfyrirbæri í nútímanum. Hann sagðist vera með á
prjónunum teiknimyndasögu sem unnin væri upp úr skáldsögunni hans,
Áform, í samvinnu við lítt þekktan, franskan teiknara, hún væri væntanleg á
næsta ári. Hann sagðist líka vera að skrifa handrit að kvikmynd sem byggð
væri á Kortinu og landinu með Philippe Harel, kvikmyndaleikstjóra sem
gerði mynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Extention du domaine de la lutte
(Útvíkkun bardagasvæðisins) á sínum tíma. Það væri raunar allt á frumstigi
og alls óvíst með fjármögnun.
9.
Hvað er minnisstæðast úr samræðum okkar um skáldskap? Hann hefur
dálæti á Emmanuel Carrère og Henning Mankell, af eldri höfundum er það
helst Balzac. Við ræddum nokkuð um Jules Verne, hann sagðist hafa lesið
hann talsvert, en sagði að það mætti stytta hann nokkuð, hann léti oft vaða
á súðum. „Myndir þú vilja láta gera það við þínar bækur eftir hundrað ár?“
spurði ég. Vandræðaleg þögn. „Nei, sennilega ekki,“ var svarið, svo var talinu
vikið að öðru. Denis Diderot? Gleymdur. Kundera? Já, las eitthvað eftir
hann. Punktur. Íslenskar bókmenntir? Ekkert minnisstætt, utan Arnaldur
Indriðason sem hann mundi nú eftir að hafa lesið og fannst vera útþynntur
Mankell. Fámáll um eigin verk, en sagði þó að hann ætti sér uppáhalds-
kafla í sumum bóka sinna, til dæmis brottfararkaflann í Kortinu og landinu
eftir að Olga og Jed fara í garðveisluna og kaflann þar sem kínverski list-
fræðingurinn greinir verk Jeds. Sagðist líka vera mjög ánægður með seinni
hluta Tiltekinnar eyju, þar sem hann hefði að sínum dómi komist næst því
að ná ljóðrænum hæðum í prósa.
Vikuna sem Houellebecq var hér kynntist ég honum nokkuð vel, kannski
eins vel og hægt er á einni viku, enda vorum við saman nánast frá morgni til
kvölds allan tímann, nema þegar hann lét sig hverfa síðdegis á miðvikudeg-
inum.
Hvernig kom hann mér fyrir sjónir? Áður en hann kom höfðu sameigin-
legir vinir í París (Benoît Duteurtre og Lakis Proguidis) sagt mér að hann
væri alls ólíkur þeirri hranalegu og kuldalegu ímynd sem oft birtist af honum
í fjölmiðlum, það væri bara brynja, skrápur sem hann hefði komið sér upp til
að þrauka fjölmiðlaathyglina sem er erfitt að komast alveg hjá nema að gera
hreinlega eins og Milan Kundera, hafna öllum viðtölum Og það stóð heima,
enda þótt við hefðum oft talað saman í síma og skipst á tölvupósti var hann