Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 69
S t r í ð n i s p ú k i n n á S k e r i n u TMM 2013 · 3 69 síðasta kvöld. Hvað var hann með á prjónunum? Ljóðabók í vor, tími til kominn enda sagðist hann fyrst og fremst á sig sem ljóðskáld. Hann er oft kallaður „Baudelaire stórmarkaðanna“ vegna þess hversu vel hann hefur náð til almennings með ljóðum sínum. Aðspurður um hvað honum fyndist um það sagði hann að sér þætti vænt um það, hefði meira að segja nýtt sér það með því að vera með ljóðaupplestur í stórmarkaði, enda stórmark- aðir merkileg menningarfyrirbæri í nútímanum. Hann sagðist vera með á prjónunum teiknimyndasögu sem unnin væri upp úr skáldsögunni hans, Áform, í samvinnu við lítt þekktan, franskan teiknara, hún væri væntanleg á næsta ári. Hann sagðist líka vera að skrifa handrit að kvikmynd sem byggð væri á Kortinu og landinu með Philippe Harel, kvikmyndaleikstjóra sem gerði mynd eftir fyrstu skáldsögu hans, Extention du domaine de la lutte (Útvíkkun bardagasvæðisins) á sínum tíma. Það væri raunar allt á frumstigi og alls óvíst með fjármögnun. 9. Hvað er minnisstæðast úr samræðum okkar um skáldskap? Hann hefur dálæti á Emmanuel Carrère og Henning Mankell, af eldri höfundum er það helst Balzac. Við ræddum nokkuð um Jules Verne, hann sagðist hafa lesið hann talsvert, en sagði að það mætti stytta hann nokkuð, hann léti oft vaða á súðum. „Myndir þú vilja láta gera það við þínar bækur eftir hundrað ár?“ spurði ég. Vandræðaleg þögn. „Nei, sennilega ekki,“ var svarið, svo var talinu vikið að öðru. Denis Diderot? Gleymdur. Kundera? Já, las eitthvað eftir hann. Punktur. Íslenskar bókmenntir? Ekkert minnisstætt, utan Arnaldur Indriðason sem hann mundi nú eftir að hafa lesið og fannst vera útþynntur Mankell. Fámáll um eigin verk, en sagði þó að hann ætti sér uppáhalds- kafla í sumum bóka sinna, til dæmis brottfararkaflann í Kortinu og landinu eftir að Olga og Jed fara í garðveisluna og kaflann þar sem kínverski list- fræðingurinn greinir verk Jeds. Sagðist líka vera mjög ánægður með seinni hluta Tiltekinnar eyju, þar sem hann hefði að sínum dómi komist næst því að ná ljóðrænum hæðum í prósa. Vikuna sem Houellebecq var hér kynntist ég honum nokkuð vel, kannski eins vel og hægt er á einni viku, enda vorum við saman nánast frá morgni til kvölds allan tímann, nema þegar hann lét sig hverfa síðdegis á miðvikudeg- inum. Hvernig kom hann mér fyrir sjónir? Áður en hann kom höfðu sameigin- legir vinir í París (Benoît Duteurtre og Lakis Proguidis) sagt mér að hann væri alls ólíkur þeirri hranalegu og kuldalegu ímynd sem oft birtist af honum í fjölmiðlum, það væri bara brynja, skrápur sem hann hefði komið sér upp til að þrauka fjölmiðlaathyglina sem er erfitt að komast alveg hjá nema að gera hreinlega eins og Milan Kundera, hafna öllum viðtölum Og það stóð heima, enda þótt við hefðum oft talað saman í síma og skipst á tölvupósti var hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.