Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 97
TMM 2013 · 3 97 Jenny Erpenbeck Þrjár sögur Þýðing: Bjarni Jónsson Jenny Erpenbeck er þýskur rithöfundur, fædd í Austur-Þýskalandi árið 1967. Hún kemur úr fjölskyldu rithöfunda og menntafólks en foreldrar hennar og amma og afi fengust öll við skriftir af einhverju tagi. Að sögn höfundar var amma hennar sískrif- andi og birtist hún í einni af bókum Erpenbeck sem kona sem ferðast um með ritvél. Erpenbeck er einkum þekkt fyrir skáldverk sín en hún hefur einnig skrifað leikrit og smásögur. Erpenbeck skrifar nóvellur, stuttar skáldsögur og kom sú fyrsta, Geschichte vom alten Kind (Story of the Old Child, Portobello 2005), út árið 1999. Hún vakti strax mikla athygli fyrir meitlað orðfærið og magnaðan stíl og þykir bókin með betri fyrstu verkum höfundar. Fyrstu tvær bækur Erpenbeck eru táknsögur sem í umfjöllun sinni um ungar stúlkur varpa jafnframt ljósi á þjóð sem á sér dimma fortíð. Í þriðju bókinni, Heimsuch- ung (Visitation), er aðalpersónan hús og lesandi kynnist íbúum þess og sögu hússins í gegnum mismunandi tímabil í sögu Þýskalands. Bókin hlaut afbragðsviðtökur gagn- rýnenda og lesanda. Þessar þrjár sögur eru úr bókinni Hlutir sem hverfa frá árinu 2009. Miezel Á leiðinni til Maríu, eða Miezel eins og hún er kölluð, verð ég að aka niður í grófina þar sem vegstæðið er hvað lægst og kuldinn mestur; beygjan er kröpp og að vetri til rennur bíllinn auðveldlega til, loks ek ég aftur upp úr grófinni, tek hægri beygju við krána Kreuzwirt og held beinustu leið meðfram skóg- inum sem Miezel átti þátt í að planta fyrir þrjátíu árum; á enginu í jaðri skógarins sjást oft dádýr standa grafkyrr í skini bílljósanna eftir myrkur. En nú er sól úti og tvær mannverur koma gangandi á móti mér: Þéttholda móðir ásamt fullorðinni og jafn feitlaginni dóttur sinni, þær haldast í hendur. Eftir að ég flutti aftur til Berlínar varð leiðin heim til Miezel mjög löng. Skuggi hennar, boginn eins og hálfmáni, færist upp að móðuglerinu í stóru útidyrunum. Svo lýkur María, kölluð Miezel, upp fyrir mér. Hún hefur orðið sífellt grennri og veiklulegri með árunum. Hárið hefur hins vegar lítið sem ekkert gránað. Hún er í pilsi og svuntu utan yfir og líkþornin valda því að hún gengur um í inniskóm. „Verkur“, segir hún og brosir, „stöðugur verkur!“; hún brosir og hristir höfuðið nánast í forundran, fætur hennar eru beinaberir og það sama má segja um líkamann, ef hún rekur sig utan í blánar húðin samstundis upp af því að Miezel er svo æðaber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.