Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 101
TMM 2013 · 3 101 Svetlana Alexievitch Bernskusaga Þýðing: Árni Bergmann Svetlana Alexievitch, blaðamaður og rithöfundur frá Hvíta-Rússlandi er fædd árið 1948. Bækur hennar fjalla einkum um upplifun venjulegs fólks af sögulegum atburðum eins og seinni heimstyrjöldinni, falli Sovétríkjanna, stríði Sovétmanna í Afganistan og Chernobyl-kjarnorkuslysinu en með efnistökum sínum tekst Alexievich að ljá ólíkum hópum þjóðfélagsins rödd, svo að lesendur kynnast áður óþekktri hlið þessara atburða. Það gerir hún meðal annars með því að tala við fólk, hlusta, leyfa röddum þeirra, skoð- unum, tilfinningum og sýn þeirra á atburðina að njóta sín. Hún hefur talað við þús- undir manna og hefur skráð sögu heillar þjóðar á 20. öld með þessum efnistökum, frásagnirnar raðast saman svo að úr verða margradda textar sem segja magnaðar sögur sem ekki mega gleymast. Meðal þekktustu verk Alexievitch er fyrsta bók hennar, The Unwomanly Face of the War (1985), sem segir frá upplifun kvenhermanna af stríðs- rekstri og átökum í fyrri heimsstyrjöldinni og frá þeim hliðum stríðsins sem aldrei hafði verið greint frá áður. Fyrir bókina Voices from Chernobyl sem kom út árið 2005 hlaut Alexievitch National Book Critics Circle Award. Efnissöfnum fór fram á tíu ára tímabili og Alexievitch talaði við meira en 500 manns sem tengdust Chernobyl-slysinu með einhverjum hætti svo að úr varð margradda frásögn af hörmulegum atburði sem hefur haft víðtækar afleið- ingar. Alexievitch hlaut árið 2013 bókmenntaverðlaun þýskra bóksala, ein virtustu bókmenntaverðlaun Þýskalands. Nýjasta bók hennar, Time Second Hand (2013), kemur út í mörgum löndum í haust og hefur nú þegar verið gefin út á sænsku af Ersatz-forlag- inu. Þessi kafli er úr þeirri bók. María Vojteshonok rithöfundur, 57 ára Ég fæddist í fjölskyldu pólsks liðsforingja sem sendur hafði verið í útlegð, við vorum osadnikar, en svo voru kallaðir á pólsku nýbýlingar sem var fengið land til búsetu í austurlandamærahéruðunum eftir að stríði Pólverja við Sovétmenn lauk árið 1921. En árið 1939 (samkvæmt leynilegu ákvæði í samningi Molotovs og Ribbentrops) var þessi vesturhluti Hvíta-Rússlands sameinaður Sovétríkjunum og pólskir nýbýlingar þar voru þúsundum saman sendir ásamt fjölskyldum sínum í útlegð til Síbiríu sem „pólitískt hættulegur hópur“ (eins og segir í orðsendingu Beria til Stalíns). En þetta er stórsagan, ég á mér aðra sögu … smáa í sniðum. Ég veit ekki hvaða dag ég er fædd, ekki einu sinni hvaða ár … Ég verð að reiða mig á ágiskanir. Ég hefi ekki fundið neina pappíra um þetta. Ég er til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.