Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 132
Á d r e p u r
132 TMM 2013 · 3
árunum milli 1970 og 1980 að hnekkja
þessari skýru stefnu og vildi taka upp að
nýju álíka samskipti og tíðkast höfðu á
dögum Sósíalistaflokksins. Þar fóru
fremstir í f lokki Einar Olgeirsson og
Lúðvík Jósepsson eins og fjöldi gagna á
skjalasöfnum í Moskvu og Berlín sýnir.
Magnús Kjartansson var hins vegar
aldrei í þeim hópi og ekki heldur
Guðmundur Hjartarson.
Þegar nær 10 ár voru liðin frá innrás
og valdaráni Kremlverja í Tékkóslóv-
akíu tók Magnús Kjartansson sæti í
Tékkóslóvakíunefndinni, sem hér starf-
aði um sinn, en sú nefnd hafði sumarið
1978 forgöngu um að bjóða hingað til
fyrirlestrahalds tveimur útlægum for-
ystumönnum úr hópi andófsmanna í
Tékkóslóvakíu, þeim Edvard Goldstüc-
ker, sem fyrir innrásina var forseti Rit-
höfundasambands Tékkóslóvakíu og
Zdenek Hejzlar, sem verið hafði
útvarpsstjóri í Prag vorið 1968.
Allt þetta ber að hafa í huga vilji
menn ígrunda þátt Magnúsar
Kjartanssonar í hugmyndafræðilegri
þróun Sósíalistaflokksins á lokaskeiði
hans og framvindu mála innan
Alþýðubandalagsins.
Árni Heimir Ingólfsson
Menning eða
maraþon?
Úthaldsíþróttir, viðburðablæti
og íslenskt tónlistarlíf
Eina helgi í nýliðnum júnímánuði var
efnt til tveggja tónlistarviðburða sem
vöktu athygli út fyrir raðir listunnenda
enda fengu þeir allnokkra athygli í fjöl-
miðlum. Annars vegar var um að ræða
tónleikaröð norðlenska kammerkórsins
Hymnodia sem fagnaði 10 ára afmæli
sínu með því að halda „10 tónleika á 10
klukkutímum“ í hinum ýmsu kirkjum
norðan heiða. Hins vegar það sem kallað
var „Shostakovitsj-áskorunin“ á Listahá-
tíð í Reykjavík, þar sem rússneski Atri-
um-strengjakvartettinn flutti alla 15
strengjakvartetta Dmítríjs Shostakovitsj
á einum degi, nánar tiltekið á sunnudegi
frá klukkan 10 til 22 og var viðburðin-
um skipt í sjö hluta með hléum á milli.
Allir voru á einu máli um að sérlega
vel hefði tekist til. Kórinn söng af list-
fengi og sagðist stjórnandi hans aldrei
hafa „upplifað aðra eins stemningu“ og
þegar sungið var í þétt setinni Ólafs-
fjarðarkirkju.1 Atrium-félagar þóttu
leika af krafti og einbeitingu. Sólrún
Sumarliðadóttir, gagnrýnandi Víðsjár á
rás 1 Ríkisútvarpsins, sagði að sér hefði
þótt „stórkostleg upplifun að fá að sjá
kvartett og heyra sem er svona óskap-
lega vel samspilaður… þau voru ekki að
spara sig“.2 Í Morgunblaðið ritaði Rík-
arður Örn Pálsson af hrifningu um
„afburðatúlkun“ Rússanna sem hefði
verið óskorað „efni í drauma“.3
Vitaskuld er full ástæða til þess að
gleðjast yfir því að tónleikarnir skuli
hafa tekist svo vel. Þó verður ekki hjá
því komist að líta á þá báða sem dæmi-
gerða fyrir ákveðna tilhneigingu í
íslensku menningarlífi. Tónleikar sem
þessir eru „viðburðir“ ekki aðeins í list-
rænum skilningi heldur einnig vegna
þess að gerðar eru óvenjulegar kröfur til
úthalds bæði hjá flytjendum og áheyr-
endum, að minnsta kosti á Shostako-
vitsj-tónleikunum sem sumir sátu allt
frá upphafi til enda. Áherslan virðist
ekki síður á magn en gæði, þó að bless-
unarlega hafi hvort tveggja farið saman
í þessum tilteknu tilvikum.
Spurningar vakna um tilgang og
markmið. Hvað er fengið með því að
heyra kvartetta Shostakovitsj í einni