Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 132
Á d r e p u r 132 TMM 2013 · 3 árunum milli 1970 og 1980 að hnekkja þessari skýru stefnu og vildi taka upp að nýju álíka samskipti og tíðkast höfðu á dögum Sósíalistaflokksins. Þar fóru fremstir í f lokki Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson eins og fjöldi gagna á skjalasöfnum í Moskvu og Berlín sýnir. Magnús Kjartansson var hins vegar aldrei í þeim hópi og ekki heldur Guðmundur Hjartarson. Þegar nær 10 ár voru liðin frá innrás og valdaráni Kremlverja í Tékkóslóv- akíu tók Magnús Kjartansson sæti í Tékkóslóvakíunefndinni, sem hér starf- aði um sinn, en sú nefnd hafði sumarið 1978 forgöngu um að bjóða hingað til fyrirlestrahalds tveimur útlægum for- ystumönnum úr hópi andófsmanna í Tékkóslóvakíu, þeim Edvard Goldstüc- ker, sem fyrir innrásina var forseti Rit- höfundasambands Tékkóslóvakíu og Zdenek Hejzlar, sem verið hafði útvarpsstjóri í Prag vorið 1968. Allt þetta ber að hafa í huga vilji menn ígrunda þátt Magnúsar Kjartanssonar í hugmyndafræðilegri þróun Sósíalistaflokksins á lokaskeiði hans og framvindu mála innan Alþýðubandalagsins. Árni Heimir Ingólfsson Menning eða maraþon? Úthaldsíþróttir, viðburðablæti og íslenskt tónlistarlíf Eina helgi í nýliðnum júnímánuði var efnt til tveggja tónlistarviðburða sem vöktu athygli út fyrir raðir listunnenda enda fengu þeir allnokkra athygli í fjöl- miðlum. Annars vegar var um að ræða tónleikaröð norðlenska kammerkórsins Hymnodia sem fagnaði 10 ára afmæli sínu með því að halda „10 tónleika á 10 klukkutímum“ í hinum ýmsu kirkjum norðan heiða. Hins vegar það sem kallað var „Shostakovitsj-áskorunin“ á Listahá- tíð í Reykjavík, þar sem rússneski Atri- um-strengjakvartettinn flutti alla 15 strengjakvartetta Dmítríjs Shostakovitsj á einum degi, nánar tiltekið á sunnudegi frá klukkan 10 til 22 og var viðburðin- um skipt í sjö hluta með hléum á milli. Allir voru á einu máli um að sérlega vel hefði tekist til. Kórinn söng af list- fengi og sagðist stjórnandi hans aldrei hafa „upplifað aðra eins stemningu“ og þegar sungið var í þétt setinni Ólafs- fjarðarkirkju.1 Atrium-félagar þóttu leika af krafti og einbeitingu. Sólrún Sumarliðadóttir, gagnrýnandi Víðsjár á rás 1 Ríkisútvarpsins, sagði að sér hefði þótt „stórkostleg upplifun að fá að sjá kvartett og heyra sem er svona óskap- lega vel samspilaður… þau voru ekki að spara sig“.2 Í Morgunblaðið ritaði Rík- arður Örn Pálsson af hrifningu um „afburðatúlkun“ Rússanna sem hefði verið óskorað „efni í drauma“.3 Vitaskuld er full ástæða til þess að gleðjast yfir því að tónleikarnir skuli hafa tekist svo vel. Þó verður ekki hjá því komist að líta á þá báða sem dæmi- gerða fyrir ákveðna tilhneigingu í íslensku menningarlífi. Tónleikar sem þessir eru „viðburðir“ ekki aðeins í list- rænum skilningi heldur einnig vegna þess að gerðar eru óvenjulegar kröfur til úthalds bæði hjá flytjendum og áheyr- endum, að minnsta kosti á Shostako- vitsj-tónleikunum sem sumir sátu allt frá upphafi til enda. Áherslan virðist ekki síður á magn en gæði, þó að bless- unarlega hafi hvort tveggja farið saman í þessum tilteknu tilvikum. Spurningar vakna um tilgang og markmið. Hvað er fengið með því að heyra kvartetta Shostakovitsj í einni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.