Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 17
Í g r e i p u m m a n n æ t u n n a r TMM 2013 · 3 17 foreldris á barni (Warner 2000:56). Ótti barna við að vera étinn tengist næst- um alltaf sterkum foreldraímyndum að mati Tatar, foreldrum sem „virðast ósigrandi í stærð sinni og valdi“2 en hún kallar foreldrana „hin raunverulegu tröll í lífi barna“ (1992:205, 191). Í innlimuninni birtist bæði ógn og freisting enda spila þrá og hætta saman í persónu mannætunnar. Samkvæmt kenningum Rosemary Jackson rekur fantasían slóð þess sem hefur verið þaggað og falið í menningunni. Hún kallar fantasíuna „bók- menntir þrárinnar“, þar sem reynt sé að bæta upp skort og eftirsjá eftir því sem menningin sviptir okkur. Samkvæmt Jackson virkar fantasían á tvo vegu, annarsvegar geti hún sagt frá, sýnt og sett fram þrána og hinsvegar vísað þránni burt sé hún þess eðlis að hún ógni menningarlegri röð og reglu og framþróun. Í mörgum tilfellum segir hún fantasíur virka á báða vegu í einu (1981:3–4). Leyndarmálið sýnir óleyfilegar þrár og ítrekar mörkin jafnframt þannig að þær eru kveðnar niður. Menningarlegu bannsvæðin eru tekin fyrir og sýnt er fram á leiðir út úr aðstæðum sem börn ráða ekki endilega við. Húmor og gróteska Húmor er önnur aðferð sem notuð er til þess að auðvelda samræðuna um hið hryllilega í Leyndarmálinu. Húmorinn birtist í myndskreytingum og skrif- uðum texta og tengist oft líkamanum, sumt af honum er gróteskt. Þórarinn notar gamalkunna aðferð gróteskunnar til að fást við hryllilegt viðfangsefni sitt með húmor og hlátri. Einsog Marina Warner hefur bent á þá hefur hið gróteska „orðið viðurkennd, ef ekki ríkjandi, aðferð til að takast á við hætt- una sem steðjar að tilveru okkar og velferð“ (2000:124). Það er húmor fólginn í tilraun pabba til yfirbóta eftir að hafa sloppið frá dauðadómi. Þá ætlar hann aldeilis að gera betrumbætur á matarvenjum sínum: „Ég er hættur að borða hrátt kjöt og gleypa fólk í heilu lagi. Nú ætla ég bara að borða vel matreitt mannakjöt, eins og siðað fólk“ (bls. 108). Hér er brugðið á leik með hugmyndir um tengsl menningar og matar. Mann- fræðingurinn Claude Lévi-Strauss telur eldun matarins „skilja á milli manna og dýra“ og að „framleiðsla [hans marki] inngöngu mannsins í siðmenn- inguna“ (Dagný Kristjánsdóttir 1998:85). Eldun matarins veitir mannætunni þó ekki inngöngu í siðmenninguna því enn mikilvægara bann er brotið í mataræði hennar. Á mynd af pabba þar sem hann er í matarundirbúningi umkringdur fjölskyldunni sést að hún sýnir engin merki velþóknunar á breyttum lífsstíl hans. Myndin vekur óhug en þó er einnig fólginn húmor í þessari misheppnuðu tilraun pabba til að vera „eins og siðað fólk“ með því að elda sér „[m]annsrass með smjörsósu“ (bls. 108). Með hjálp húmorsins í Leyndarmálinu er þess gætt að ekki sé farið of langt út í hryllinginn fyrir unga lesendur. Í Leyndarmálinu á sér stað samræða við börn um ýmsar hættur sem að þeim geta steðjað í nútímaþjóðfélagi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.