Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 AÐALFUNDUR AðalfundurHBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 29.mars 2019 ímatsal félagsins aðNorðurgarði 1, 101Reykjavík og hefst hann klukkan17:00. Fundurinn fer framá íslensku. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.11 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga umheimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga stjórnar umbreytingar á samþykktum félagsins á þá leið að hluthafafundur skipi tilnefningarnefnd sem starfi semundirnefnd stjórnar. Til bráðabirgða skipi stjórn fyrstu tilnefningarnefnd félagsins sem skuli hefja störf ekki síðar en 6mánuðum fyrir næsta aðalfund félagsins. 4. Önnurmál. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu og sendir til félagsstjórnar á netfangið adalfundur@hbgrandi.ismeð það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 19. mars 2019, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð. b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is „Skeggið hefur verið einskonar vörumerki innan stéttarinnar svo það verður forvitnilegt að sjá útkom- una,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari. Síðdegis í dag munu margir helstu bruggarar landsins koma saman í RVK Brewing Co. í Skipholti og fórna skeggi sínu fyrir mikilvægan málstað. Hinn góðkunni rakari Nonni Quest mætir með rakarastól- inn sinn og beittustu hnífa sína á bruggstofuna og hyggst sníða mott- ur á kafloðna bruggarana. Hægt verður að heita á bruggarana fyrir þetta uppátæki og mun allur ágóði renna til Mottumars-verkefnisins. Eins verður hægt að kaupa varning tengdan Mottumars á staðnum. Uppátæki þetta hefst klukkan 16 í dag og eftir klukkan 18 tekur rak- arinn að sér að „motta“ aðra en bjór- gerðarmenn fyrir fimm þúsund krónur. „Það lítur út fyrir að þátttaka verði góð innan bruggarastétt- arinnar. Við söfnuðum liði á síðustu bjórhátíð. Það tóku allir vel í þetta seinnipartinn á laugardeginum en svo þurfti reyndar að rifja þetta upp aftur daginn eftir hjá sumum,“ segir Valgeir. Meðfram rakstrinum verður seld- ur bjór að hætti hússins og Nonni kemur með veigar frá Quest - Hair, Beer & Whisky Saloon. Þá heldur DJ Grillhelgi uppi stuðinu. Allir eru velkomnir. hdm@mbl.is Fórna skegginu fyrir Mottumars  Bruggarar leggja góðu málefni lið Morgunblaðið/Hari Mottumars Rakarinn Nonni Quest (t.v.) mun sníða yfirvaraskegg á Valgeir Valgeirsson og fleiri bruggara í dag. Ráðherra verður með reglugerð heimilt að setja reglur um selveiðar, m.a. um skráningu selveiða og að banna eða takmarka selveiðar á ís- lensku forráðasvæði ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsókna- stofnunar. Þetta kemur fram í frum- varpi sjávarútvegsráðherra að lög- um um lax- og silungsveiði, sem lagt var fram í vikunni. Í greinargerð kemur fram að megintilgangur frumvarpsins sé að vernda sela- stofna hér á landi gegn ofveiði. Rakið er í greinargerðinni hversu mjög hefur fækkað í stofnum land- sels og útsels við landið á síðustu ár- um. Stofn landsels er talinn í sögu- legu lágmarki og á válista íslenskra spendýra á vef Náttúrufræðistofn- unar Íslands er landselur metinn sem „í bráðri hættu“. Útselur er hins vegar metinn í áhættuflokknum „í nokkurri hættu“. Veruleg áhrif veiða Ástæða fækkunar í selastofnum liggur ekki ljós fyrir en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar telja að beinar veiðar og hjáveiðar við fisk- veiðar hafi haft veruleg áhrif til fækkunar, segir í greinargerðinni. Aðrir þættir sem þörf er á að rann- saka nánar eru áhrif hlýnunar sjáv- ar, breytt fæðuval, mengun o.fl. Í greinargerðinni segir: Rann- sóknir á afföllum sela vegna athafna manna eru erfiðar. Upplýsingar um selveiðar hér á landi eru mjög óná- kvæmar vegna skorts á skráningar- skyldu ef undan er skilin skráning hjáveiða á selum við fiskveiðar. Ná- kvæmni þeirrar skráningar hefur þó verið dregin í efa. Selir eru meðal fárra spendýra sem leyfilegt er að skjóta og veiða í net og ekki er skylt að skrá í veiði- dagbók. Því eru upplýsingar um skotveiðar eða netaveiðar á selum ekki aðgengilegar, hvort heldur frá einstaklingum eða veiðifélögum. Hjáveiðar eru skráðar í meðafla- skýrslur og undanfarið hafa 340-500 dýr verið skráð í afladagbækur sem hjáveiði. Þessar tölur eru lágmark. Líklega er ekki öll veiðin skráð og má því gera ráð fyrir að hún sé meiri en kemur fram í skrám um veiði. Vitað er að töluverðar beinar sel- veiðar hafa verið stundaðar við strendur landsins. Í fyrsta lagi hafa verið stundaðar hefðbundnar nytja- veiðar, svokallaðar vorkópa- (land- selskópar) og haustkópaveiðar (út- selskópar). Þetta eru líklega tak- markaðar veiðar á 50-200 dýrum á ári. Í öðru lagi er um selveiðar við ár- ósa laxveiðiáa og vatna að ræða. Hið síðarnefnda á við veiðar á landsel, á vegum veiðifélaga eða einstakra landeigenda, en tilgangur þessara veiða er að lágmarka áhrif landsels á laxfiska. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar benda þó til að áhrif land- sels á laxastofna séu lítilvæg. Eftirlit takmarkað Þar sem selveiðar eru ekki skrán- ingarskyldar ennþá er eftirlit með beinum veiðum takmarkað, segir í greinargerð. Verði frumvarpið að lögum fær ráðherra heimild til að setja með reglugerð ákvæði um skráningarskyldu selveiða en það mun veita stjórnvöldum betri yfirsýn yfir veiðarnar og upplýsingar um ástand selastofnsins auk þess að auð- velda eftirlit með þeim. aij@mbl.is Ljósmynd/Sandra Granquist Í bráðri hættu Mjög hefur fækkað í stofni landsels á undanförnum árum. Getur bannað selveiðar og kraf- ist skráningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.