Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 22
Tvö pálmatré á torgi í íbúðabyggð í 10 metra glerhjúpi en opinn að ofan. Óneitanlega frumleg hugmynd en hversu fögur eða prakt- ísk hún er vekur stórar spurningar. En auðvitað er þessi hönnunartillaga alveg bráðsmellin að bera á borð fyrir borgar- stjórn, þar sem vitað er að borg- arstjórinn er í eilífri skógargöngu en aðalliðið, Hjálmar og co., er oft sólgið í að kaupa og framkvæma hinar fá- ránlegustu hugdettur sem eiga oft greiða leið upp á pallborðið þar sem kostnaðurinn er aukaatriði og pen- ingaskápurinn opnaður. Allir þurfa sitt lifibrauð, hönnuðir sem og aðrir menn og að hanna eitt- hvað fallegt og selja fyrir góðan pen- ing, ég tala nú ekki um ef hönnunin verður með tímanum viðurkennt listaverk, það hlýtur að vera góð til- finning. En hvað er fallegt og hvað finnst hverjum og einum er auðvitað ein- staklingsbundið. Hönnuðurinn hefur sjálfsagt ekkert velt því fyrir sér hvort pálmi geti lifað í glerhólknum eða ekki, enda skiptir það ekki máli, aðal- atriðið er að selja hug- myndina og það sem snýr að Reykjavíkur- borg í þeim efnum er allt mögulegt. Ég er nú ekki mikill gróðursérfræðingur en einhvern veginn finnst mér ég hafa vit á þessu eins vitlaust og það kannski lætur. Pálmi á heimaslóðum suður í höf- um við sól, sjó og þægilega vindgjólu þrífst þar auðvitað alveg glimrandi. Þannig að það er kannski ekki hið saltmengaða sjávarloft hér á Íslandi sem mundi bana pálma. Rætur pálma eru langar og sverar og þurfa þess vegna mjúkan jarðveg til að geta safnað raka. Hugsanlega væri hægt að halda lífi í pálmanum með réttri vökun inni í hólknum. En sólarleysið og kuldinn gæti orðið honum að fjörtjóni á stutt- um tíma, á þessu óskaplega lægða- keðjusvæði þar sem erfitt er að láta hárlokkinn tolla nema hann sé bað- aður í margaríni. Glerhólkurinn sjálfur njörvaður niður við sjávarsíðuna með pálma inni í yrði fljótlega grámattur af salt- mengaða loftinu sem mundi leika um hann sí og æ. Hverju ætlar fólk þá að dást að, gráskítugum 10 metra glerhólk með deyjandi pálma innan í sem varla glittir í? En hugmyndin er samt snið- ug en ekki einstök og þess vegna datt mér í hug að gera fegrun torgsins svolítið öðruvísi. Hugmyndin er sú að gleyma glerhólkunum og lifandi dauðum pálmum en setja í staðinn gervipálmatré, t.d. úr ryðfríu stáli sem mundi standa til eilífðar. Í stálpálma mætti leika sér með ýmislegt, t.d. setja lítil ledljós hér og þar um greinarnar sem mundi gera skammdegið á torginu bara sérlega vinalegt í myrkrinu og kuldanum. Kveðjum lifandi dauðann pálma en plöntum í staðinn dauðum pálma sem myndi lifa að eilífu. Pálmi Eftir Jóhann L. Helgason » Sólarleysið og kuld- inn gæti orðið hon- um að fjörtjóni á stutt- um tíma Jóhann L Helgason Höfundur er húsasmíðameistari. 22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk 2019 GMC 3500 Sierra SLT, 35” Litur: Summit white, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, 35” breyttur. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.640.000 m.vsk 2018 RAM 3500 Laramie Litur: Svartur (brilliant black), dökk grár að innan. Black apperance pakki. 35” Dekk Ekinn 17.000 km. 6,7L Cummins, Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, heithúðaður pallu, fjarstart, 5th wheel towing pakki VERÐ 8.530.000 m.vsk 2019 RAM 1500 Rebel Litur: Flame red, svartur að innan. Glæsilega útbúinn off-road bíll. 5,7 L HEMI, 390 hö. 8 gíra sjálfskipting, hæðarstillanleg loftpúðafjöðrun, lok á palli. VERÐ 12.890.000 m.vsk Síðustu vikur hefur nokkuð verið um það rætt að stjórnir bank- anna hafi ekki farið að tilmælum fjár- málaráðherra frá árinu 2017 um að gæta hófs í samningum um laun stjórnenda. Þessi tilmæli voru hluti af eigendastefnu um fjármálafyrirtæki frá árinu 2017 og í raun synd að fór sem fór, því svona tilmæli geta stjórnir nýtt sér sem gott stjórntæki á tím- um þegar samfélagið er farið að gera kröfur um að sátt ríki um leik- reglur. Í viðskiptum og atvinnulífi er það nefnilega svo að í dag gildir ekki lengur að spila leikinn bara eins og manni sjálfum finnst eða nokkrum best hentar. Veruleikinn er breyttur og nýir tímar hafa þegar tekið við. Sterkasti leikur stjórna og eigenda stórfyrirtækja er því að styðjast við þær leikreglur sem hafa verið mót- aðar upp á nýtt síðustu árin og stuðla þannig að því að fyrirtæki á vegum þeirra séu leiðandi fyrir- mynd. Þar langar mig sérstaklega að benda á texta í kynjakvótalög- unum sem tóku gildi haustið 2013. Þar segir í 1. mgr. 65.gr. „Gætt skal að kynjahlutföllum við ráðningu fram- kvæmdastjóra og skulu hlutafélagaskrá gefnar upplýsingar í tilkynn- ingum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.“ Rétt eins og tilmælin margumræddu um laun æðstu stjórnenda í bönkum fólu ekki í sér viðmiðanir í krónum og aurum talið tilgreina kynjakvótalögin ekki hver æskileg hlutfallsskipting stjórnenda í framkvæmdastjórnum þyrfti helst að vera. Skilaboðin eru þó skýr og vert að huga svolítið að því hvaða fyrirtæki eru að fara eftir þeim. Í tölum Jafnvægisvogar FKA sem Deloitte tók nýverið saman má sjá að í 100 stærstu fyrirtækjum lands- ins eru 90% forstjóra karlmenn og 74% framkvæmdastjórnenda. Í skráðum fyrirtækjum á hlutabréfa- markaði eru allir forstjórar karl- menn og 78% framkvæmdastjórn- enda. Ljóst er að einkageirinn er því ekki að fylgja eftir þeim tilmælum sem kynjakvótalögin þó fela í sér, sbr. fyrrgreind tilmæli í 1. mgr. 65. gr. Sum fyrirtæki eru reyndar kom- in mjög langt og vel það. Besta dæmið er Sjóvá, sem tók ákvörðun um að jafna hlutfall kynja í öllum deildum félagsins. Algengari birt- ingarmyndir eru hins vegar sam- setningar framkvæmdastjóra, þar sem karlmenn eru í miklum meiri- hluta en konum fer síðan að fjölga á öðrum sviðum sem neðar teljast í skipuritinu. Hjá Icelandair eru til dæmis þrjár konur í fram- kvæmdastjórn en sex karlmenn. Í framkvæmdastjórn Eimskips eru karlmennirnir sex og ein kona. Í Origo eru fimm karlmenn og ein kona. Hjá TM eru fimm karlmenn og ein kona. Í Sýn eru fjórir karl- menn og ein kona (reyndar gæti þetta breyst með ráðningu nýs for- stjóra). Í Högum eru fimm karl- menn og ein kona. Síðan eru það fyrirtækin sem eru hreinlega kven- mannslaus í framkvæmdastjórn. Það eru fyrirtæki eins og Síminn og Heimavellir. Fleiri fyrirtæki er hægt að tilgreina en áhugasömum er bent á að skoða heimasíður stórfyr- irtækja. Við slíka skoðun vakna stundum spurningar um lykilstjórn- endur. Ég nefni sem dæmi helstu stjórnendur HB Granda. Á vefsíðu fyrirtækisins eru stjórnarmönnum gerð góð skil með nafni, mynd og texta. Engin nöfn eru hins vegar til- greind á mynd með skipuriti lyk- ilstjórnenda. Í dag er hins vegar góður dagur til að taka ákvörðun um að breyta hlutunum þannig að aukið jafnvægi náist í þeim fyrirtækjum sem kynja- kvótalögin ná til og enn á eftir að bæta úr. Lágmarkskrafa er að sam- setning í framkvæmdastjórnum endurspegli þau tilmæli sem skila- boð kynjakvótalaganna fela í sér. Ég hvet til aðgerða í dag vegna þess að 8. mars er Alþjóðadagur kvenna og í dag er hann haldinn hátíðlegur und- ir yfirskriftinni„Náum jafnvægi“ (e. Balance for Better). Útgangs- punktur dagsins er ávallt sá að með mannauði kvenna og karla eru meiri líkur á betri árangri. Og hver vill ekki að fyrirtæki á sínum vegum fari að lögum og auki þannig um leið lík- ur sínar til árangurs? Í félögum í eigu hins opinbera hafa hlutföllin breyst verulega á síð- ustu árum og því eru hlutföllin þar hjá forstjórum og í framkvæmda- stjórnum nær því að vera 40:60. Það sama gildir um bankana, þeir hafa jafnað hlutföllin hjá sér. Við erum því að tala um áskorun um breyt- ingar sem aðrir hafa þegar sýnt að eru vel mögulegar. Nú er það spurn- ing um þau fyrirtæki sem enn eiga nokkuð í land en athygli vekur að mörg þessara fyrirtækja hafa þegar sett sér jafnréttisstefnu og farið í gegnum jafnlaunavottunina. Ég hlakka til að fylgjast með því á næstu vikum hvaða fyrirtæki verða fyrst til að taka skilaboð dagsins til sín og boða breytingar. Náum jafn- vægi í stærstu fyrirtækjum landsins og nýtum betur auðlindina sem mannauðurinn okkar er. Eftir Rakel Sveinsdóttur » Svona tilmæli geta stjórnir nýtt sér sem gott stjórntæki á tímum þegar samfélagið er far- ið að gera kröfur um að sátt ríki um leikreglur. Rakel Sveinsdóttir Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Náum jafnvægi í stærstu fyrirtækjunum Rafsígarettur eru orðnar þekkt fyrirbæri hér og landi og erlendis. Sífellt fleiri ein- staklingar virðast vera farnir að nota rafsíga- rettur. Þær eru senni- lega prýðilegt hjálp- artæki til að venja fólk af tóbaksnotkun. Það er óumdeilt að reyktóbak er eitur og hefur skað- leg áhrif á heilsu þeirra sem það nota. Í tóbaksreyk er fjöldinn allur af eiturefnum öðrum en nikótíni. Kannanir sýna að stór hluti efri bekkja grunnskóla notar rafsíga- rettur daglega. Börn ánetjast vatns- gufu með kirsuberjabragði eða öðru bragði og átta sig ekki á fyrr en um seinan að þau eru orðin nikótínfílar. Rafsígarettur eru ertandi fyrir lungu og þar sem lungu ungs fólks er enn að taka út þroska á þessum tíma hefur rafrettuvökvi áhrif á lungu. Læknar hafa sagt að ungt fólk og fólk með slæm lungu ætti ekki að vera í sama rými og gufan sem kemur úr rafsígarettunni. Rafsígarettur eru framleiddar með alls kyns bragðefnum, þær eru orðnar að tísku, einkum meðal ungs fólks og nú fyrir nokkru birtist frétt um að hátískuverslunin Barneys New York muni opna lúxus kannabisbúð í útibúi sínu í Beverly Hills í þessum mánuði. Búðin heitir The High End og verður þar hægt að kaupa ýmiskonar kannabisvarning eins og snyrtivörur, rafrettupenna og 180 þúsund króna kvörn. Ætlunin er að ýta menningunni í þá átt að þú getir mætt með fínan kannabisvarning í matarboð líkt og þú myndir mæta með vínflösku. Stefnan er að færa fólki upplifun á skjön við staðalímynd kannabisneyt- andans sem dúsir heima hjá sér að borða pítsu allan daginn. Fíkniefnaheimurinn er síbreyti- legur og er markaðssetningin þar í sífelldri endurskoðun og í leit að nýj- um viðskiptavinum. Töluverð aukn- ing er hér á landi á kannabissjúk- lingum sem reykja þessi fíkniefni í gegnum rafrettur. Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að aukaverkanir, svo sem geðhvarfa- sýki og fleiri geðsjúkdómar af neyslu kannabisefna hafa stóraukist síðustu ár vegna íblöndunar eða breyttrar ræktunaraðferða plantna. Þetta er slæm þróun sem ég tel að þurfi að fara að sporna gegn. Það er sorglegt að horfa upp á ungt fólk reykja rafrettur í auknum mæli og leiðast jafnvel út í sterkara efni en nikótín. Rafsígarettur Eftir Sigurð Pál Jónsson Sigurður Páll Jónsson » Læknar hafa sagt að ungt fólk og fólk með slæm lungu ætti ekki að vera í sama rými og gufan sem kemur úr rafsígarettunni. Höfundur er alþingismaður Mið- flokksins. sigurdurpall@althingi.is SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.