Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 8. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.12 121.7 121.41 Sterlingspund 159.02 159.8 159.41 Kanadadalur 90.49 91.01 90.75 Dönsk króna 18.333 18.441 18.387 Norsk króna 13.926 14.008 13.967 Sænsk króna 12.967 13.043 13.005 Svissn. franki 120.45 121.13 120.79 Japanskt jen 1.082 1.0884 1.0852 SDR 168.31 169.31 168.81 Evra 136.82 137.58 137.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.294 Hrávöruverð Gull 1285.55 ($/únsa) Ál 1845.5 ($/tonn) LME Hráolía 65.49 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. ● Fasteignafélagið Eik hagnaðist um tæpa 2,6 milljarða í fyrra, samanborið við tæplega 3,8 milljarða hagnað árið 2017. Rekstrartekjur félagsins námu 8,1 milljarði í fyrra og jukust um tæpar 500 milljónir milli ára. Leigutekjurnar jukust úr 6,3 milljörðum í tæpa 6,8 milljarða. EBITDA reyndist 5,2 millj- arðar og jókst um ríflega 200 milljónir króna. Fjárfestingareignir félagsins voru 90,3 milljarða í árslok og höfðu aukist um 5,3 milljarða frá fyrra ári. Eigið fé var 30,9 milljarðar og jókst um tæpa 1,7 milljarða króna. Eiginfjárhlut- fallið lækkaði hins vegar lítillega og stóð í 31,9% en hafði verið 32,1% 12 mán- uðum fyrr. Eik hagnaðist um 2,6 milljarða króna leggja ætti línur um launaþróunina. „Opinberir starfsmenn ættu aldr- ei að leiða launaþróunina í samfélag- inu. Á Iðnþingi 2017 fordæmdi ég þessar hækkanir í boði kjararáðs og ég fordæmi þær líka hér og nú. Þær voru fráleitar,“ sagði Guðrún. Í ræðu sinni minntist Guðrún einnig á stöðuna á vinnumarkaði. Sagði hún að merki um kólnun í hagkerfinu væru skýr í fyrsta sinn í sjö ár. „Lamandi verkföll beint ofan í þessa stöðu gætu valdið miklum skaða. Um það er ekki deilt. Því er jafnvel hótað að skaða sem mest,“ sagði Guðrún. Stofna samstarfsvettvang Í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins, kom fram að það stæði til að stofna formlegan samstarfsvettvang um loftslagsmál og grænar lausnir þar sem öllum fyrirtækjum býðst að vera með en það er Íslandsstofa sem mun hýsa vettvanginn. Ríki heims hafa sett sér markmið um minni útblástur, en í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar er boðað kolefnishlutleysi árið 2040. Sagði Sigurður að sterkari ímynd Íslands yki eftirspurn eftir því sem íslenskt er og þannig ykist virði útflutnings. „Þessi skilaboð stjórnvalda hafa falið í sér hvatningu til atvinnulífs um að vinna að metnaðarfullum markmiðum í málaflokknum. Þann bolta gripum við á lofti ásamt öðrum samtökum og fyrirtækjum og höfum átt uppbyggileg samtöl við stjórn- völd um slíkt samstarf undanfarið ár,“ sagði Sigurður en gengið verð- ur frá yfirlýsingu um samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í þessum málum á næstu dögum. Fordæmir launahækkanir opinberra starfsmanna  Iðnþing var haldið í Hörpu í gær á 25 ára afmæli Samtaka iðnaðarins Þingað Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði fjölsótt Iðnþing sem haldið var í Hörpu. Iðnaðarráðherra var einnig meðal ræðumanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Enn mun verða dráttur á því að skýrsla sem Seðlabankinn ákvað að vinna um veitingu neyðarláns til Kaupþings í október 2008 líti dags- ins ljós. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í viðtali á sjónvarpsstöðinni Hring- braut á miðvikudag. Í skýrslunni, sem ákveðið var að ráðast í ritun á snemma árs 2015, verður einnig fjallað um söluferlið á FIH- bankanum í Danmörku en Seðla- banki Íslands tók allsherjarveð í bankanum í tengslum við veitingu fyrrnefnds láns til Kaupþings. Á mánudaginn síðasta lagði Morgunblaðið fyrirspurn fyrir skrifstofu seðlabankastjóra varð- andi skýrsluskrifin. Ekki bárust svör við spurningunni fyrr en upp úr hádegi á miðvikudag. Var við- kvæðið þá að ekki hefði gefist tími til að ljúka við skýrsluna. Þegar samsvarandi fyrirspurn var send bankanum í desember síðastliðnum var svarið hins vegar að enn væri beðið svara við fyrirspurn sem for- sætisráðherra hefði óskað eftir að Seðlabankinn legði fyrir Kaupþing varðandi það hvert fjármunum sem komu úr neyðarláninu fyrrnefnda hefði verið ráðstafað. Í fyrirspurn Morgunblaðsins til Kaupþings kom fram að félagið hefði strax í desem- ber brugðist við fyrirspurninni og veitt svör við henni. Vísað til óbirts viðtals Var Seðlabankinn í kjölfarið inntur eftir því á hverju skýrsluskrifin strönduðu, nú þegar svar Kaup- þings hefði legið fyrir í rúma tvo mánuði. Svarið var: „Eins og þú hefur kannski séð þá verður Már í viðtali á Hringbraut í kvöld – þar verður þetta til umræðu – en um- ræðan þar svarar þó ekki frekar þínum spurningum beint en ég hef þótt það sé einhver umræða í kring- um þær.“ Í fyrrnefndu viðtali á Hringbraut sagði Már Guðmundsson: „Við höf- um spurt. Við erum komin með svar sem er kannski ekki alveg full- komið […] en sem er hægt að draga þónokkrar ályktanir af. Það verður í þessari skýrslu. Hún er meira og minna bara á borðinu. Það þarf að klára örfá atriði. Það stendur á þessum karli sem hér er.“ Í svari til Morgunblaðsins 17. jan- úar í fyrra sagði Seðlabankinn að lokið yrði við skýrsluna „í þessum mánuði“. ses@mbl.is Margboðuð skýrsla mun tefjast enn  Seðlabankastjóri segir standa upp á sig að ljúka skýrslu um neyðarlán STUTT ● Á aðalfundi Össurar hf., sem haldinn var í gær, var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða arð sem svarar til 0,14 danskra króna á hvern útgefinn hlut í félaginu. Jafngildir það um 1,1 milljarði íslenskra króna. Arðgreiðslan nemur um 12% af hagnaði síðasta árs. Á fundinum var dr. Svafa Grönfeldt kjörin ný inn í stjórnina. Í kjölfar aðalfundar skipti stjórn með sér verkum og var Niels Jacobsen endurkjörinn formaður stjórnar og dr. Kristján Tómas Ragnarsson endurkjör- inn varaformaður. Á aðalfundinum voru stjórnarlaun ákveðin og fær formaður stjórnar í sinn hlut 97 þúsund dollara á ári, jafnvirði um 11,7 milljóna króna. Varaformaður fær 58.200 dollara eða jafnvirði ríflega 7 milljóna króna og meðstjórnendur fá greidda 38.800 dollara, jafnvirði 4,7 milljóna króna. Hluthafar Össurar fá 1,1 milljarð greiddan í arð Guðrún Hafsteinsdóttir var end- urkjörin formaður SI með 95,9% greiddra atkvæða. Nær kjörið til ársins 2020. Kosið var um fjögur sæti til stjórnarsetu. Inn í stjórn SI komu Ágúst Þór Pétursson húsasmíðameistari. Guðrún Halla Finnsdóttir, verkefnastjóri hjá Norðuráli, Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdast. Launafls, Sigurður R. Ragn- arsson, forstjóri ÍAV. Fyrir í stjórn Árni Sigurjónsson, Marel, Birgir Örn Birgisson, Pizza-Pizza, Egill Jónsson, Össur, María Bragadóttir, Alvogen, og Val- gerður Hrund Skúladóttir, Sensa. Stjórn Samtaka iðnaðarins IÐNAÐURBAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, nýendur- kjörinn formaður Samtaka iðnaðar- ins, gagnrýndi harðlega launa- hækkanir stjórnmálamanna og embættismanna í ræðu sinni á Iðn- þingi sem haldið var í Hörpu í gær á 25 ára afmæli samtakanna. Á meðal ræðu- manna voru for- seti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, sem var heiðursgest- ur, og Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra. Í ræðu sinni sagði Guðrún stöð- una á vinnumarkaði vera grafalvar- lega, að skýr merki væru um kólnun hagkerfisins og að verkföll ofan í þá stöðu myndu valda miklum skaða. „Launahækkanir stjórnmála- manna og embættismanna á einu bretti um rúm 40% voru algjörlega út úr korti. Opinberir starfsmenn ættu aldrei að leiða launaþróunina í samfélaginu,“ sagði Guðrún í ræðu sinni. Hún fordæmdi aukinheldur þessar hækkanir. Það yrði að vera atvinnulífið, „undirstaðan“, sem Guðrún Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.