Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 TILBOÐSDAGAR 15-20% afsláttur af öllum vörum. ÞV O TT AV ÉL A R KÆ LI SK Á PA R HELLUBORÐ ÞURRKARAR SMÁTÆKI U PPÞVO TTAVÉLA R OFNAR RYKSUGUR VIFTUR OG HÁFAR Skoðaðu úrvalið okkar á *FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir að fiskeldissvæði í þeim fjörðum þar sem burðarþol vegna sjókvíaeldis hefur ekki verið metið verði auglýst og óskað eftir til- boðum. Umsóknir um rekstrarleyfi í þessum fjörðum falla niður og ekki er ætlunin að taka tillit til þeirra fyr- irtækja sem lagt hafa í vinnu og kostnað við mat á umhverfisáhrifum vegna laxeldis á svæðunum. Unnið eftir gildandi lögum „Við erum með staðfestingu frá Skipulagsstofnun á heimild okkar til að vinna umhverfismat fyrir okkar kvíar innarlega í Eyjafirði og erum að vinna að því, í samræmi við gild- andi lög. Samkvæmt frumvarpinu verða svæði sem ekki hafa verið burðarþolsmetin boðin út, sama hver staðan er í undirbúningi með að nýta þau,“ segir Rögnvaldur Guðmunds- son, framkvæmdstjóri Akva Future ehf., sem er að undirbúa laxeldi í lok- uðum sjókvíum samkvæmt tækni sem móðurfélag fyrirtækisins, Akva Design AS, hefur þróað í Noregi og notar á þremur svæðum í sveitar- félögunum Brønnøysund og Vevel- stad í Suður-Helgeland í Nordland- fylki. Eyjafjörður er einn þeirra fjarða sem ekki hefur verið lokið við að burðarþolsmeta. Tæknin hefur þá kosti að hægt er að stýra eldinu betur, safna úrgangi úr kvíunum og draga úr hættu á lúsasmiti og slysasleppingum. „Laxalús hefur aldrei fundist í kví- unum okkar,“ segir Rögnvaldur. Hann bætir við að þessi eldistækni henti alls ekki alls staðar en vinnan við umhverfismatið sýni að innan- verður Eyjafjörður henti einstak- lega vel fyrir lokaðar eldiskvíar. „Mér finnst að lagasetning eigi að vera þannig að hún feli í sér hvata til framþróunar. Ég sé enga slíka hvata í þessu frumvarpi,“ segir Rögnvald- ur ennfremur. Auglýst eftir tilboðum Í frumvarpinu segir að ráðherra ákveði hvenær nýjum eldissvæðum er úthlutað. Við mat tilboða komi fjárhæð tilboðs til skoðunar og einn- ig reynsla, fjárhagslegur styrkur og upplýsingar um það hvernig tilboðs- gjafi hyggst stunda reksturinn. Þar verður meðal annars litið til um- hverfissjónarmiða. Næstu firðir sem metnir verða eru Mjóifjörður eystra, Norðfjarðarflói og Eyjafjörður. Mælingar eru hafn- ar í Norðfjarðarflóa og Eyjafirði. Rögnvaldur segir að ef ekki verði búið að burðarþolsmeta Eyjafjörð þegar breytingar á lögunum ganga í gildi verði öll vinna Akva Future þar unnin fyrir gýg. Fyrirtækið er með menn í vinnu við umhverfismatið en hefur haldið að sér höndum með aðra aðkeypta vinnu vegna óvissunnar. Umsóknir um leyfi falla úr gildi  Fiskeldisleyfi á nýjum svæðum verða boðin út  Framkvæmdastjóri Akva Future, sem undirbýr eldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, segir að ef ekki fáist leyfi sé vinna við umhverfismat unnin fyrir gýg Ljósmynd/Akva design Lokaðar kvíar Þriðja eldisstöð Akva future hefur verið sett upp í Hamnsundet í sveitarfélaginu Vevelstad. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ungmennafélag Íslands mun bjóða ungmenna- og íþróttafélögum afnot af nýrri aðstöðu á Laugarvatni, um helgar og á sumrin, þegar húsnæðið er ekki í notkun hjá Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, segir að starfsfólkið hafi þegar fengið nokkrar fyrir- spurnir. Fulltrúar Bláskógabyggðar og UMFÍ skrifuðu í gær undir samn- ing um leigu UMFÍ á Íþrótta- miðstöðinni á Laugarvatni en svo er gamla heimavist Íþróttakennara- skóla Íslands nefnd. Jafnframt fá samtökin tíma í íþróttamann- virkjum sveitarfélagsins; sundlaug og íþróttahúsi. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ sem í mörg ár hafa verið starfræktar á Laugum í Sælingsdal fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla flytjast í haust í þessa aðstöðu á Laugarvatni. „Með þessu tryggjum við reksturinn til framtíðar og starfsöryggi starfsmanna okkar,“ segir Auður en óvissa var um starf- semina á Laugum vegna áforma um sölu eigna Dalabyggðar þar. Lyftistöng fyrir samfélagið „Það verður lyftistöng fyrir sam- félagið að fá þessa starfsemi hingað. Við komum Íþróttamiðstöðinni í notkun og nýtum betur sundlaug og íþróttahús og eflum að nýju þá íþrótta- og útivistarhefð sem Laug- arvatn var þekkt fyrir,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskóga- byggðar. Sveitarfélagið fékk þessar eignir í fangið frá ríkinu eftir að Há- skóli Íslands hætti kennslu í íþrótta- og heilsufræðum í húsnæði gamla Íþróttakennaraskólans. Bláskógabyggð leggur í veru- legan kostnað við viðhald og end- urnýjun Íþróttamiðstöðvarinnar í ár, áður en UMFÍ tekur hana á leigu. Helgi segir að ástandið hafi verið orðið bágborið á öllum þessum eignum enda viðhaldi lítið sinnt undanfarin ár. Hann segir að áfram þurfi að vinna að endurbótum. Auður segir að ungmenna- og tómstundabúðirnar nýti húsnæði og aðstöðu virka daga yfir vetrartím- ann. Hún sé því laus um helgar og á sumrin. Segir Auður að Íþrótta- samband fatlaðra hafi rekið þar sumarbúðir í hálfan mánuð á sumrin og segir að til standi að þær haldi áfram. Að öðru leyti sé aðstaðan laus, ekki síst fyrir ungmenna- og íþróttafélög. Hún geti nýst fyrir fræðslustarf, hópefli og jafnvel æf- ingabúðir. „Við erum spennt fyrir þessu,“ segir Auður. Bjóða félögum aðstöðu á sumrin  UMFÍ leigir Íþróttamiðstöðina á Laugarvatni fyrir ungmennabúðir Ljósmynd/Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Laugarvatn Fulltrúar UMFÍ og Bláskógabyggðar ásamt gestum eftir undirritun samninga í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.