Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ Guðný PetraRagnarsdóttir fæddist á Eskifirði 14. desember 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 28. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Ragn- hildur Jóhanns- dóttir húsfreyja, f. á Búðum í Fá- skrúðsfirði 20. september 1914, d. 23. febrúar 1975, og Ragnar Þ. Jónasson bóndi, f. á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 28. ágúst 1912, d. 6. september 1984. Systkini Guðnýjar eru Anna Kristín, f. 28. febrúar 1940, d. 26. febrúar 2010, Jónas, f. 21. júlí 1944, Jóhanna, f. 18. febr- úar 1951, d. 24. september 2009, og Þórdís, f. 13. desember 1953. Guðný giftist 21. september 1968 Gísla Oddssyni, f. 15. júlí 2015, Benóný Snær Egilson, f. 4. október 1999. Unnusta Ben- ónýs er Guðrún Lilja Steindórs- dóttir, f. 27. ágúst 1999, Sabrína Heiður Haraldsdóttir, f. 16. júlí 2003, og Ylfa Guðný Gylfadótt- ir, f. 25. október 2011. Guðný ólst upp á Vattarnesi en fluttist þaðan með foreldrum sínum að Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1965. Hún gekk í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði vet- urinn 1963-1964 og í Hús- mæðraskólann í Reykjavík veturinn 1966-1967. Guðný vann mikið sem barn og ung- lingur í sveitinni á Vattarnesi og síðan tóku síldarárin við þegar hún fluttist inn á Fá- skrúðsfjörð. Guðný vann verka- mannavinnu lengst af auk þess sem hún vann á leikskóla. Guðný og Gísli hófu sinn búskap á Fáskrúðsfirði og bjuggu þar til ársins 1993 en þá fluttu þau til Reykjavíkur til að vera nærri dætrum sínum fjölskyldum þeirra. Eftir að Guðný og Gísli fluttu til Reykjavíkur vann hún ýmis störf á heilbrigðissviði og síðustu árin í Seljahlíð. Útför Guðnýjar fer fram frá Seljakirkju í dag, 8. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 1946, d. 30. júní 2017. Foreldrar hans voru Oddur Stefánsson sjómað- ur, f. 7. ágúst 1911, d. 17. nóvember 1983, og Sigurrós Gísladóttir, hús- freyja, f. 24. sept- ember 1915, d. 4. október 1998. Dætur Guðnýjar og Gísla eru 1) Sig- urrós Gísladóttir, f. 14. febrúar 1969, hennar dóttir er Auður Eiríksdóttir, f. 19. desember 1994. Unnusti Auðar er Jón Kristinn Björgvinsson, f. 27. ágúst 1993. 2) Vilborg Stefanía Gísladóttir, f. 30. nóvember 1973, maki Mohamed Adem Yu- suf, f. 5. janúar 1975. Börn Vil- borgar eru: Gísli Fannar Eg- ilson, f. 27. apríl 1994, Rebekka Rán Egilson, f. 3. nóvember 1995. Sonur hennar er Flóki Hrafn Bergmann, f. 13. ágúst Hún Guðný vinkona mín til rúmra 30 ára er fallin frá. Það segir sig sjálft að til- veran er tómlegri og bara bein- línis skrítin, núna þegar hún er ekki í lífi mínu lengur. Við hittumst fyrst í Odense, hjá Grétu svilkonu hennar og vinkonu minni. Þannig að þegar ég flutti til Fáskrúðsfjarðar árið 1987, en þar bjó hún einmitt, gat ég leit- að til hennar á meðan við fjöl- skyldan vorum að koma okkur fyrir, og höfum við verið vin- konur allar götur síðan. Þegar ég flutti svo til Akra- ness 1992 ákvað Guðný að þetta gætu þau líka, og þau Gísli tóku sig upp og keyptu sér íbúð í Fífuselinu í Reykja- vík. Þar hef ég eytt þúsundum klukkustunda. Ófáar ferðir voru farnar með Akraborginni og gist hjá Guðnýju og Gísla og spilað Scrabble fram á nótt, og alltaf var ég send heim með poka fullan af góðgæti. Svo flutti ég til borgarinnar og hef núna síðustu fjögur ár búið í íbúð sem Guðný fann fyr- ir mig, bara nokkur skref á milli okkar. Það er ósjaldan sem hún hringdi og sagðist vera með ríflega af mat, hvort ég vildi ekki skottast yfir og borða með þeim og spila svo. Hún var góður kokkur og ég naut þess að borða með þeim hjónum. Eftir matinn gengum við Gísli alltaf frá í sameiningu. Sá góði maður yfirgaf þessa jarðvist sumarið 2017, eftir erf- ið veikindi. Eftir það var ég hjá Guðnýju oft í viku, oftast að spila Scrabble og við töluðum saman í síma daglega – bara stutt, rétt að heyra hvernig dagurinn og líðanin væri búin að vera. Ef ég var á ferðalagi um landið hringdi hún til að vara mig við ef veðrið var að versna og ég skyldi drífa mig á áfangastað, nú eða að það væri svo góð spá einhvers staðar á svæðinu og þangað skyldi ég drífa mig. Svo veiktist hún í fyrra. Al- veg var það ótrúlegt að horfa upp á, alveg sama þótt hún gæti ekki gengið óstudd og væri mikið verkjuð, alltaf gat hún hlegið og sagt skemmti- legar sögur. Og kvartaði aldrei. Þú skrifar nú eitthvað fallegt um mig þegar ég fer – sagði hún við mig í vetur. Hún Guðný var hreinskilin, gjafmild, hjartahlý, létt í lund og hefur verið mér svo góð og hjálpleg alla tíð. Ég er ótrúlega þakklát fyrir svo margt, sem ekki verður talið upp hér. Takk fyrir allt, kæra vinkona, mikið sem ég á eftir að sakna þín. Linda. Ósvarað símtal frá Rósu um miðja nótt. Tilefnið kom mér ekki á óvart eftir töluverð veik- indi Guðnýjar Petru. Ég átti þó þá von að Guðný myndi ná sér á ný. Hún kvaddi um nóttina og hefur væntanlega orðið hvíld- inni fegin, umvafin sínu fólki. Ef það er til annað líf er hún í góðum félagsskap, ásamt Gísla eiginmanni sínum til margra ára sem kvaddi ekki alls fyrir löngu. Fyrir okkur hin hafa orðið ákveðin kaflaskil. Ég er þó ekki alveg búinn að meðtaka brott- hvarf hennar, en fann fyrir því eftir að hafa komið heim eftir laugardagsstúss að það var ein- hvern veginn í kerfinu að hringja og heyra í Guðnýju. Hvað væri títt og hvernig gengi með mitt fólk og eitt og annað sem bæri á góma. Ég á víst eft- ir að eiga mörg slík augnablik og ég kem til með að sakna hennar og samtala okkar. Ég er væntanlega ekki sá eini. Hún átti marga að og góða vini sem sást vel á hversu fólk var duglegt að heilsa upp á hana í veikindum hennar. Guðný var alltaf einhvers konar miðpunktur og fyrir mig var hún sú sem ég sótti til, bæði í með- og í mótbyr. Þann- ig var það allt mitt líf, að ég átti skjól hjá henni og Gísla. Áhrif Guðnýjar í uppeldi mínu á þroska minn og vin- skapur hennar hafa mótað mig sem persónu og ekki lítið, svona þegar ég lít til baka. Ég á henni mikið að þakka. Fyrir mig er það reyndar skrítið að hugsa til þess að maður sé bú- inn að lifa í hálfa öld án þess að það hafi nokkurn tímann borið skugga á samskipti okkar. Það var mikið í hennar kar- akter sem er til eftirbreytni. Hún var jákvæð, tók fólki eins og það er, alltaf stutt í fyr- irgefninguna og ávallt einhver léttleiki yfir henni, ásamt mörgum öðrum góðum mann- kostum sem hún bjó yfir. Guðný hafði gaman af fólki og var félagslynd og alltaf í góðu sambandi við vini og ætt- ingja. Ég gleymi því seint þeg- ar hún tók upp símtólið og tjáði vinkonu sinni hvað hún hefði fengið háan símreikning. Guðný lifði sínu lífi, hún hafði gaman af lestri, að spila á spil, skrabbla við Lindu og ís- lenskum þáttum í sjónvarpinu. Guðný þekkti sína sálma og valdi af kostgæfni, sennilega allt sitt líf. Ekki minnst þeir sem hún mat hvað mest fá að hljóma í hennar eigin jarðarför. Ég er nokkuð viss um að hún hafi ekki haft á móti að ég skrifi nokkur minningarorð um hana, miðað við viðbrögðin þeg- ar hún varð fimmtug, þar sem margir stigu á stokk og héldu góðar tölur. Góð minning, eins og það hafi gerst í gær. Það eru margir sem eiga góðar minningar um Guðnýju, og fyrir mig er það svo mikið sem okkur fór á milli sem ég ber með mér inn í framtíðina. Upp í huga mér skjótast ýmis atvik og minningar sem hægt verður að ylja sér við, oft eru þetta spaugileg augnablik sem við rifjuðum gjarnan upp. Það má segja að jafnvel í veikindum hennar í lokin hafi glettni hennar skinið í gegnum þraut- irnar. Megi minningin lifa um góða konu sem tilheyrði kynslóð sem hafði ákveðna mannlega eigin- leika og nærveru sem eru minni og komandi kynslóðum til eftirbreytni. Hvíl í friði, Guðný Petra. Þinn Hilmar. Guðný Petra Ragnarsdóttir ✝ Svala, eins oghún var ætíð kölluð, fæddist á Akranesi 21. ágúst 1959. Hún lést úr krabbameini 11. febrúar 2019 á líknardeild í Þýskalandi. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Hannes Einarsson bóndi, Eystri-Leirárgörðum, f. 20.3. 1920, d. 1.5. 1999, og Ólöf Friðjónsdóttir húsmóðir, Eystri-Leirárgörðum, f. 22.1. 1930. Systkini Svölu eru Pálmi Þór, húsasmíðameistari, f. 21.5. 1954, giftur Valgerði Kristjánsdóttur, f. 24.1. 1958, og Magnús Ingi, f. 10.11. 1955, bóndi að Eystri-Leirárgörðum. sveit. Hún gekk í Leirárskóla, fór síðan í Reykholt og lauk þaðan gagnfræðiprófi. Hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul og starfaði hjá Kexverksmiðjunni Fróni. Þeg- ar Svala var 19 ára fór hún í eitt ár til Iversheim í Þýska- landi sem au pair og kynntist þar eiginmanni sínum, Úlla. Svala kom heim og flutti aftur til Reykjavíkur, þar sem hún stundaði nám í einkaritara- skólanum og var í starfsnámi hjá Sölu varnarliðseigna, en ári seinna flutti hún alfarið út til Þýskalands. Hún bjó allan sinn búskap í Iversheim í Þýskalandi. Svala starfaði í 22 ár á skrifstofu Greven Fett Chemie í Iversheim. Þó svo Svala hafi greinst með MS sjúkdóminn árið 1984 hafði hún orku og þrek til að halda starfi sínu áfram og starfaði hún þar til ársins 2004. Svala var mikill Íslendingur í sér og var alla tíð dugleg að heimsækja Leirársveitina sína og ferðast um Ísland. Svala verður jarðsungin í heimabæ sínum, Iversheim, í dag, 8. mars 2019. Eftirlifandi eiginmaður Svölu er Karl Ulrich Kastenholz, eða Úlli, f. 12.5. 1960. Foreldrar hans voru Johann Rich- ard Kastenholz, f. 27.11. 1932, d. 10.6. 2014, og Kat- harina Elisabeth Kastenholz, f. 13.2. 1933. Bróðir Úlla er Rolf Theodor Josef Kastenholz, f. 3.6. 1967. Svala og Úlli giftu sig 25.07.1981 og eignuðust dótturina Susanne Kastenholz, f. 26.9. 1983. Sam- býlismaður hennar er Lucas Berners. Dóttir Susanne er Freyja Katharina Agnes Kas- tenholz, f. 31.7. 2012. Svala ólst upp á Eystri-Leirárgörðum í Leirár- Hvort sem þær standa hlið við hlið eða órafjarlægð skilur þær að verða systur alltaf tengdar órjúfanlegum böndum. Ég og fjölskylda mín söknum Svölu okkar mikið. Ninu, Robin, Leon Arnar, Noah Thor, Lilja Sif og Sari Brynja. „Mikið eru kindurnar ófríðar.“ „Allar kýrnar hérna eru eins.“ „Hestarnir eru svo stórir.“ „Hvað er verið að rækta á þessum akri?“ sagði Svala 19 ára, forvitin, glöð og full eftirvæntingar, þegar við sóttum hana árið 1977 frá Lúxemborg til Iversheim. Hún kom fersk úr Leirársveitinni sinni til þess að vera í eitt ár hjá okkur sem au pair. Svala vann hjörtu okkar og dætra okkar um leið og hún birtist og varð þá og er enn ein af okkur. Ekki nóg með það, hún kynntist fljótt unga liðinu í litla þorpinu Iversheim og varð ást- fangin af efnilegasta og mynd- arlegasta drengnum, honum Úlla. Hann gerði sér síðan lítið fyrir og dreif sig til Íslands til þess að sækja hana. Þannig flutti hún til Iversheim, en nokkru síðar fluttum við öll til Íslands. Svona leiða örlögin okkur. Frá byrjun og alla tíð síðan hefur Svala verið einlæg vin- kona, dóttir okkar og stóra systir dætra okkar. Staðföst, jákvæð, ákveðin, einlæg og glaðvær. Þannig var Svala. Minningin um hana geymist í hjörtum okkar allra. Þóra og Joachim Fischer. Elsku Svala mín, hér sit ég og reyni að átta mig á því að þú sért farin úr jarðlífinu. Ég er þakklát að hafa komið til þín í desember og átt með þér góðar stundir. Það var erfitt að kveðja þig vitandi að það væri ekki víst að við hittumst aftur í jarðlífinu. Það var ótrúlegt hvernig þú tókst á þessum veik- indum þínum, þú sagðir við mig það var ekki nóg að ég væri með MS ég þarf að takast á við þetta líka, ekki heyrðist kvört- un né neikvæðni frá þér þó þetta allt gengi yfir þig, elsku Svala mín, þú varst einstök manneskja, full af æðruleysi og gafst endalaust af þér til þeirra sem voru í kringum þig. Við kynntumst þegar foreldr- ar mínir fluttu í sveitina okkar, Leirársveit í Borgarfirði. Það var þegar við vorum 12 ára að við kynntumst í Leirárskóla, vorum þar á heimavist fyrsta veturinn minn í skólanum. Við náðum ekki saman í fyrstu en sumarið 1976 smullum við sam- an og eftir það brölluðum við mikið saman, það var alltaf gaman hjá okkur. Við fórum suður til Reykjavíkur að vinna, ákváðum að að fara í sólar- landaferð til Tenerife um vorið. Við fórum út í lok mars 1977, þessi ferð var meiriháttar eins og allar okkar ferðir. Eftir sumarið 1978 fórst þú til Þýskalands sem au-pair. Ég kom til þín um sumarið 1979 og var hjá þér í heilan mánuð. Þá varst þú búin að kynnast þínum eina sanna, honum Úlla, og varst svo ástfangin að ég hef aldrei upplifað neinn einstak- ling sem hefur orðið svona ást- fanginn eins og þú. Við fórum í ferðalag um Þýskaland, það var áætlað að vera í tvær vikur. Það var eitt, þú varst á svo bleiku skýi að ég var í því að passa þig að þú gengir ekki á fólk, staura eða dyttir um ruslafötur sem urðu á vegi okk- ar. Man sælusvipinn þegar við styttum ferðina og fórum heim í Iversheim. Hvað gerir maður ekki fyrir bestu vinkonu sína? Þú komst svo til Íslands aft- ur haustið 1979, fórst í skóla. Úlli kom í heimsókn um haust- ið. Við fórum þá í okkar fyrstu ferð að skoða Ísland. Þú vannst fram á haust 1980 og fluttir út aftur þar sem Úlli beið eftir þér. Eftir að Susanne fæddist fórst þú að koma reglulega til Íslands og þá var ég sjálfskip- aður fararstjóri í ótrúlega mörgum góðum ferðum um Ís- land. Svala, þú varst svo frábær í alla staði. Þú veiktist af MS 1984 og aldrei heyrði maður að þú værir veik, þú kvartaðir aldrei, tókst á við þessi veikindi af miklu æðruleysi. Þú varst vinur vina þinna, okkar vin- skapur var alltaf traustur, það kom aldrei neitt upp á milli okkar sem skemmdi vinskap okkar. Þið Úlli voruð svo heppin að finna hvort annað. Úlli er ein- stakur maður í alla staði og klettur í lífinu þínu, stóð þér við hlið í einu og öllu. Það var mik- ill kærleikur og ást á milli ykkar, gaman þegar þú sagðir „Úlli minn“ þá kom svar „já Svala mín.“ Hann umvafði þig í ást og kærleika. Susanne var ljós í lífinu ykk- ar því þér var ekki ráðlagt að eiga fleiri börn eftir að þú greindist með MS. Freyja dótt- ir Susanne fæddist 31. júlí 2012 og gaf ykkur endalausa gleði. Þú varst stolt af henni enda er hún skýr og skemmtileg. Svala mín, ég gæti haldið endalaust áfram. Ég er heppin að hafa fengið að vera vinkona þín og tengjast fólkinu þínu í Þýskalandi. Elsku Lóa, Addi, Pálmi, Ingi og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar við fráfall Svölu okkar, sem verður sárt saknað. Úlli, Susanne og Freyja, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Missir ykkar er mikill. Svala var sterk, góð, eiginkona, móðir og amma. Þín vinkona, Ingunn. Svalan er flogin inn í eilífð- ina! Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Í dag 8. mars kveð ég vin- konu mína í Iversheim í Þýska- landi. Leiðir okkar Svölu lágu saman í Iversheim í ágúst 1979, þegar við vorum „au pair“- stúlkur hjá hálfíslenskri fjöl- skyldu. Svala hafði verið í ár og ég ný í hennar stað. Á einni viku var hún búin að setja mig inn í hlutverkið en ekki síst hafði ég eignast góða vinkonu fyrir lífstíð. Einnig höfðum við eignast sameiginlega fjölskyldu, Þóru, Jóa og systurnar Ariane og Ninu, tengsl sem aldrei hafa rofnað þótt búseta hafi oft skil- ið okkur öll að í gegnum árin. Svala var glaðlynd, hjartahlý, jákvæð og einstaklega hrein- skiptin, sem ég kunni vel að meta. Fyrir hennar orð var ég boðin velkomin í vinahópinn í Iversheim til þess að taka hennar stað sem „hressa stelp- an frá Íslandi“. Við skrifuðumst á því hún vildi fá fréttir úr þorpinu, frá fjölskyldunni og vinahópnum. Einn úr vinahópn- um, hann Úlli, var kærasti hennar og síðar eiginmaður. Ástin var svo sterk að á innan við ári var hún komin út aftur og þá til þess að setjast að til frambúðar. Við áttum þá marg- ar góðar stundir til þess að dýpka vinskap okkar áður en ég fór aftur heim til Íslands. Það þarf kjark og þor til að ganga inn í lítið þorpssamfélag eins og Iversheim og ná að blómstra þar eins og Svölu tókst að gera með æðruleysi að leiðarljósi. Sveitastelpan úr Leirársveit var aldrei langt undan, sem sýndi sig best þeg- ar tengdapabbi hennar ætlaði að rýja rollur sem hann átti, en hann var „hobbýbóndi“. Ekki leist Svölu á aðferðirnar við rúninginn svo hún greip klipp- urnar og sýndi þeim réttu handtökin við mikinn fögnuð. Kletturinn í lífi Svölu var Úlli, sem stóð við hlið hennar fram á síðasta dag. Saman áttu þau dótturina Susanne. Þau byggðu sér fallegt heimili þar sem vandað var til verka með natni og ráðdeild. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir ferðalanga frá Íslandi og alltaf var tilhlökkun að hugsa til þess að við enda „Svalastrasse“ væru hlýjar móttökur og sól- skinsbros, en það var þjóðveg- urinn sem lá til Iversheim kall- aður á milli okkar hjónanna. Alltaf gátum við rifjað upp skemmtilegar minningar og hlegið að uppákomum sem við lentum í frá tjaldútilegu á strönd í Frakklandi eða bjórhá- tíðum í Iversheim. Ég er þakk- lát fyrir að hafa átt með henni góða stund í desember síðast- liðnum þegar lá fyrir í hvað stefndi. Þar gátum við í síðasta sinn rifjað upp góða tíma og þakkað fyrir okkar sameigin- legu stundir. Við minnumst þessarar góðu vinkonu sem fór í gegnum veik- indi sín með jákvæðu hugarfari og sátt við lífshlaup sitt. Hvíli hún í friði. Anna Toher og Pétur Steinn. Guðríður Svala Hannesdóttir Kastenholz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.