Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ GunnsteinnStefánsson fæddist á Egils- stöðum 13. júní 1947. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 1. mars 2019. Foreldrar hans voru Stefán Péturs- son, bóndi í Bót og á Flúðum í Hróars- tungu og vöru- bifreiðarstjóri á Egilsstöðum, f. 22. nóvember 1908, d. 1. mars 1992, og kona hans Laufey Valdemarsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1911, d. 9. nóvember 2002. Systkini Gunnsteins eru Birna Helga, f. 13. nóvember 1935, gift Jóni Bergsteinssyni, Pétur, f. 23. mars 1939, giftur Hlíf Samúels- dóttur, og Stefanía Valdís, f. 25. maí 1942, sem var gift Skúla Johnsen. Eiginkona Gunnsteins er Helga Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. sept- 7. júlí 1987, sambýliskona hans er Rósa Guðjónsdóttir verkfræð- ingur, f. 5. desember 1986, börn þeirra eru Klara, f. 2015, og Elías Bergur, f. 2017. Gunnsteinn ólst upp á Egils- stöðum og útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1968. Hann lauk kandídats- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1975 og sérfræðinámi í heimilislækningum í Svíþjóð 1982. Hann starfaði sem heilsu- gæslulæknir á Egilsstöðum 1982 til 1988, síðar sem heilsugæslu- læknir á Sólvangi og Firði í Hafnarfirði og samhliða sem vaktlæknir í Hafnarfirði og á Læknavaktinni í Kópavogi frá 1988 til 2015. Gunnsteinn tók virkan þátt í kjarabaráttu heimilislækna og var gerður að heiðursfélaga í Fé- lagi íslenskra heimilislækna árið 2018. Hann var áhugamaður um skógrækt og garðyrkju. Útför Gunnsteins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. mars 2019, klukkan 11. ember 1950. For- eldrar hennar eru Áslaug Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1924, og Snæbjörn Bjarnason tæknifræðingur, f. 1924, d. 1981. Börn Gunnsteins og Helgu eru: 1) Snæbjörn, hagfræðiprófessor, f. 25. september 1980, eiginkona hans er Jennifer Elizabeth Green stjórnmálafræðingur, f. 17. maí 1979, börn þeirra eru Hekla Lóa, f. 2014, og Magni Valur, f. 2017. 2) Stefán Sturla, verkfræð- ingur, f. 19. desember 1981, eig- inkona hans er Alís Heiðar tann- læknir, f. 5. mars 1985, börn þeirra eru Steinar Thor, f. 2013, og Finnur Steinn, f. 2017. 3) Árni Pétur, verkfræðingur, f. 26. júlí 1984, eiginkona hans er Sandra Gestsdóttir lyfjafræðingur, f. 23. júlí 1984, börn þeirra eru Helga Sóley, f. 2012, Rebekka Lena, f. 2015, og Agnes Lilja, f. 2018. 4) Gunnar Helgi, verkfræðingur, f. Pabbi var einstaklega góður maður. Hann var umhyggju- samur, traustur og ósérhlífinn; stoð og stytta fyrir okkur bræður, fjölskylduna alla og vini. Ef barna- barn var lasið var hann mættur um hæl. Þegar hann var beðinn um kerru að láni fyrir fram- kvæmdir þá birtist kerran ásamt manni í vinnugalla án þess að það væri rætt frekar. Ef einhver í fjöl- skyldunni þurfti aðstoð við erfitt málefni tók hann á þeim með festu, dugnaði og samúð. Svona var það ekki bara oftast, heldur man enginn okkar eftir öðru. Eftir því sem við best vitum las hann sér aldrei til um stóíska heimspeki en hann virðist hafa þróað með sér speki sem átti henni margt sameiginlegt. Hann átti auðvelt með að einbeita sér að því sem skiptir raunverulegu máli í lífinu, sér í lagi að hugsa um fjöl- skylduna og þá sem leituðu til hans. Hann var nægjusamur og ósnertur af neyslukapphlaupinu sem okkur finnst virðingarvert og til eftirbreytni. Pabbi naut þess að hjálpa fólki í gegnum starf sitt sem læknir. Hann var líka mikill bílaáhuga- maður og þótti gaman að ganga á fjöll. Það hentaði honum því vel að starfa austur á Egilsstöðum þar sem vitjanir voru oft farnar á vél- sleðum eða í snjóbíl. Þær eru eft- irminnilegar fjallaferðirnar með okkur bræður í gömlum Bronco sem var iðulega kjölfestur í snjó og við þreyttum þá íþrótt að leysa jeppann. Pabbi var góður sögumaður og sagði okkur margar sögur aftur og aftur. Í sögunum fólst lærdóm- ur og innsýn í heim sem við þekkt- um ekki – hvort sem þær voru um flugferðir í óveðri með sjúklinga frá Egilsstöðum, fræknar farir smalamanna eða fábreyttari tíma á Héraði. Við nutum þess líka að sitja við gamla eldhúsborðið í Lækjarberginu og ræða þjóð- og heimsmálin, enda var hann víðles- inn um allt frá sagnfræði og ævi- sögum yfir í nútímamenningu, fjármál og hagfræði. Elsku pabbi, nú er baráttunni lokið. Þú færð loksins frið og ró. Hugsunarsemi og skilyrðislaus stuðningur ykkar mömmu hefur veitt okkur ómetanlega öryggistil- finningu alla tíð. Þessi gildi, ásamt heiðarleika, vinnusemi og að vera samkvæmur sjálfum sér, höfum við sem veganesti frá ykkur á lífs- leiðinni og í uppeldi okkar barna. Það er sárt að þú skulir vera farinn en það sem er efst í huga er þakklæti. Takk fyrir allt saman, pabbi. Þínir synir, Snæbjörn, Stefán, Árni og Gunnar. Gunnsteinn bróðir minn fædd- ist árið 1947, fyrsta barnið í ný- stofnuðu Egilsstaðakauptúni. Að loknu námi á Eiðum og stúdents- prófi frá MA settist hann í Há- skóla Íslands og las læknisfræði í litlu kvistherbergi á Hjarðarhag- anum. Útskrifaður hóf hann starf sem læknakandídat á Landspítal- anum. Gunnsteinn var grannvaxinn, röskur meðalmaður á hæð, ljós- hærður og svaraði sér vel. Hann var ekki maður fjöldans, hlédræg- ur, nánast feiminn og naut sín best í fárra vina hópi. Hann var alger reglumaður en var haldinn ætt- gengri bíladellu. Gamli Volvoinn alltaf eins og nýr. Hamingjunni mætti Gunni bróðir óvænt snemma einn morguninn á Lans- anum. Hún kom út úr lyfjabúrinu, rétti honum höndina og sagði: Komdu sæll, ég heiti Helga. Þetta handtak var þétt og losnaði ekki fyrr en á líknardeildinni í síðustu viku. Helga var hjúkrunarkona, Snæbjörnsdóttir Bjarnasonar læknis í Hafnarfirði. Árið 1977 héldu þau Helga og Gunnsteinn til Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á heimilislækn- ingar. Þarna áttu þau fimm góð ár og þarna fæddust tveir fyrstu strákarnir. Heimkomin til Íslands fluttu Helga og Gunnsteinn til Eg- ilsstaða, þar sem hann gerðist hér- aðslæknir. Hann var ódrepandi ferðaþjarkur, naut þess að brjót- ast á Borgarfjörð á Laplander eða þeysa á snjósleðum með Jökul- dælingum í blindhríð um Fljóts- dalsheiði á leið í læknisvitjun. Oft nefndi hann ferðir á sjúkraflugvél- inni með Kolbeini Arasyni flug- manni. Minnisstætt var honum þegar þeir lentu á Borgarfirði við lugtarljós og flugu með sjúkling- inn undir fullu tungli á stjörnu- bjartri vetrarnóttinni til Akureyr- ar. Það var þó ekki alltaf tungl og stjörnur. Oft skók veðurhamurinn þennan litla farkost. Árið 1988 fluttu Helga og Gunni til Hafnarfjarðar, þar sem Gunnsteinn fékk stöðu við heilsu- gæsluna. Þau réðust fljótlega í að byggja stórt einbýlishús að Lækj- arbergi 13. Það tók langan tíma, en það voru hamingjuár þótt ým- islegt vantaði. Þarna uxu úr grasi fjórir heilbrigðir strákar, þrír verkfræðingar og einn hagfræð- ingur. Skrítið hvað það þarf lítinn harðvið til að ala upp heilbrigð börn. Árið 2003 greindist Gunnsteinn með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Hann þekkti andstæðinginn og snerist til varnar af þekkingu og sínu óbugandi jafnaðargeði. Hann vissi að vísu alltaf hvor myndi sigra. Laust fyrir sjötugt lét hann af starfi og vildi eiga eftir tíma til að búa í haginn fyrir Helgu og afkomendurna. Hann stækkaði sumarbústaðinn í Borgarfirði og keypti bíl sem hann treysti fyrir Helgu. Ef Helgu leið vel, ef strák- unum leið vel og ef gamla Volvon- um leið vel þá leið honum líka vel. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun vorum við bræður mjög samrýnd- ir hin síðari ár. Vart leið svo vetr- arkvöld með fullu tungli að við færum ekki upp í Heiðmörk og gengum suður með Hjöllum, hlustuðum á þögnina og lofuðum dýrð tilverunnar. Nú verða þær ferðir ekki fleiri í bili. Þó að sökn- uður fjölskyldunnar sé mikill er líka þakklætið mikið fyrir hans farsæla ævistarf og yndislegu samveru. Svo er kannski líka tunglsljós hinum megin. Pétur Stefánsson. Með sorg í hjarta ég orð þessi skrifa, tíminn heldur víst áfram að tifa. Við fengum þessu ekki breytt, sama hvað við þráðum það heitt. Dætur mínar munu sögur heyra, um góðmennsku, dugnað og svo margt fleira. Mín yngsta fær þér ekki að kynnast, en með ást og kærleik við munum þín minnast. Ég lofa að hugsa um trén hvað best ég kann, við málum brúna rauða og smíðum kof- ann. Kåken verður okkar griðastaður, þá veit ég þú brosir til okkar glaður. Þakklát fyrir allt sem þú fyrir okkur gerðir, samveruna, rabbið og bústaðarferðir. Alla daga, við munum sakna þín, minning þín ljúfa í huga’ okkar skín. Hvíldu í friði, elsku tengda- pabbi. Sandra. Elsku Gunnsteinn. Þó að endalok þín hafi verið ákveðin þegar ég kynntist þér, þá er óraunverulegt til þess að hugsa að nú sértu farinn. Farinn úr Lækjarberginu og farinn úr Varmabrekku. Skarðið sem hefur verið höggvið í fjölskylduna er stórt. Nærvera þín fyllti mikið, traustur og vinalegur, samkvæm- ur sjálfum þér, áhugasamur og með ógrynni af góðum sögum uppi í erminni. Þegar ég kom fyrst inn í fjöl- skylduna bjuggum við Gunnar Helgi í Kaupmannahöfn. Mín fyrstu kynni af ykkur Helgu voru því í gegnum síma, þegar ég var að hlusta á Gunnar Helga spjalla við ykkur. Ég gleymi ekki röddinni sem tók á móti hinum megin á lín- unni þegar Gunnar hringdi heim. Rólegt og vinalegt „halló“ frá pabba sínum. Þetta sama „halló“ átti ég svo eftir að heyra í ófáum hringingum mínum í Lækjarberg- ið. Tónninn breyttist aldrei hjá þér, alltaf vingjarnlegur og til í spjall. Elsku Gunnsteinn, það er vand- að til verka í öllu sem þú skilur eft- ir þig. Fjórir vandaðir synir, vand- lega byggt Lækjarbergið, allt eins og það á að vera í Varmabrekku og svona mætti lengi telja. Mig langar að þakka þér fyrir svo margt, fyrir góða eiginleika sem Gunnar Helgi hefur fengið frá þér og sem ég sé í okkar börnum núna, fyrir alla þá hjálp sem þú hefur veitt okkur, fyrir að sækja Klöru í leikskólann og fyrir að óska eftir því að sækja hana jafn- vel þó að þú þyrftir þess ekki. Það þykir mér vænt um. Mikið vona ég að þér líði vel núna. Ég hugsa til þín og hláturskastanna þinna, þau eru heppin sem fá að njóta þeirra og hlæja með þér. Við sem eftir er- um hérna megin tökum við keflinu og hlúum að því sem þú gerðir svo vel. Elsku Gunnsteinn, takk fyrir allt. Þangað til næst. Rósa Guðjónsdóttir. Látinn er frændi minn og vinur, Gunnsteinn Stefánsson læknir, langt fyrir aldur fram. Hann var fæddur Héraðsbúi og því langt milli okkar á barnsaldri. Þótt báð- ir sætu í Menntaskólanum á Ak- ureyri þá skildi okkur þrjú ár og á þeim stað og tíma í lífinu var him- inn og haf milli busa og brottfar- arkandídats. Það var því ekki fyrr en ég kom suður til náms að við kynntumst almennilega er föður- systir mín, Laufey Valdimarsdótt- ir Snævarr, hóf að kalla á Svarf- dælinginn í mat með reglulegu millibili. Nú voru æfingar teknar upp eins og heræfingarnar hjá Vigfúsi amtmanni Þórarinssyni eftir messu á sunnudögum. Okkur skildu, sem fyrr sagði, þrjú ald- ursár og þau skiluðu sér í skák- inni. Gunnsteinn var mun sterkari en ég en fyrir kom að ég náði á honum taki. Skákin tók yfirleitt allt að þremur tímum og aldrei var sagt orð allan tímann. Þegar Lauf- eyju frænku ofbauð þögnin braut hún hana og bauð í kaffi. Hún sagði svo reyndar eitt sinn: Þeir þegja svo vel saman, Gunni og Gulli, strákarnir mínir, bætti hún við með stolti. Við skákborðið birtust eigin- leikar Gunna hvað skýrast, ró, yfirvegun, glöggskyggni og heið- arleiki. Yfirleitt heyrðist tsja, og svo strauk hann vangana annarri hendi ef ég lék svo vitlausan leik að skákin var búin. Hann var alltaf tilbúinn að gefa annan möguleika ef afleikurinn var augljós. Á þess- um árum var hann að læra lækn- isfræði og hafði því mjög mikið að gera en skákin var alltaf á dag- skránni og annað sem ég þori varla að segja frá en það var það að við fórum í bíltúr á bíl Gunna, stífbónuðum og hreinum og leit- uðum uppi bíla með utanbæjar- númeri því ökumenn þeirra voru oft skrautlegir í umferðinni og við skellihlógum að þeim með ís í brauðformi. Hans eigin lífsins skák var far- sæl. Hann kvæntist Helgu Snæ- bjarnardóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau fjóra stráka mannvænlega sem eru nú full- orðnir, menntaðir fjölskyldu- menn. Þeir eru Snæbjörn, Stefán Sturla, Árni Pétur og Gunnar Helgi. Líf Gunnsteins snerist um að búa fjölskyldu sinni sem best og öruggast heimili og ekki síst síð- ustu árin. Líf Gunna var fallegt og framlag hans og þeirra hjóna til þjóðarbúsins glæsilegt. Gunni var mjög fær læknir og naut þar áð- urnefndra eiginleika sinna. Ég heyrði marga segja frá því hve glöggur hann væri og ekki síður mannlegur og vildi fylgjast með sjúklingum sínum og hvernig þeim vegnaði í baráttunni við sjúkdóm sinn. Hann var sjálfskip- aður læknir stórfjölskyldunnar og á hann miklar þakkir fyrir alla lip- urðina og alúðina. Sjálfur átti hann í langri baráttu og þeirri skák hlaut hann að tapa og lagði niður vopnin 1. mars sl. Það getur verið að einhverjum þyki skrýtið að kveðja frænda með þessum orðum Valdimars Briem en tilfell- ið er að ástvinum kann nú að finn- ast dimm nóttin en bak við hana bíður björt sól með fegurri veröld þar sem ástvinir finnast á ný: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Auður og Gunnlaugur V. Snævarr. Við fráfall móðurbróður míns, Gunnsteins Stefánssonar, er mér hugsað til þess sem skapar ham- ingju í lífinu. Hvað er það sem hef- ur mest spágildi um hvort fólk öðl- ist langvarandi lífshamingju á æviskeiði sínu? Samkvæmt lang- tímarannsókn við læknadeild Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum eru niðurstöðurnar afdráttarlaus- ar og skýrar. Félagsleg tengsl og innihaldsrík tilfinninga- og fé- lagsleg sambönd hafa mest um það að segja hvort fólk nýtur ham- ingju eður ei og það eru gæði tengslanna en ekki fjöldi þeirra, sem munar um. Það mátti merkja að Gunni frændi væri meðvitaður um þessar niðurstöður og þýðingu þeirra, bæði út frá þeim mörgu innihaldsríku og löngu samræðum sem ég átti við hann eftir að hann veiktist og ég vitkaðist (eitthvað), en einnig hvernig hann ræktaði sambönd sín við sína nánustu; sem jafningi, af ósérhlífni, gestrisni og væntumþykju með ómetanlegri hjálp konunnar hans, Helgu Snæ- björnsdóttur. Hann sagði mér frá því að sjálf- ur hafi hann rambað í læknis- fræðina á sínum tíma ekki síst vegna þess að Skúli, faðir minn og mágur hans, var rétt að ljúka henni þegar hann átti sjálfur að skila inn umsókn til Háskólans. Besti vinur hans, Stefán Þórarins- son, ætlaði líka þangað, svo honum kom ekkert annað í hug. Skóla- gangan á þessum tíma var engin skemmtiganga, en hún skilaði þó ýmsu og reyndist ef til vill mesta gæfa hans. Þegar hann gekk til vinnu í fyrsta skipti strax eftir út- skrift úr læknadeild mætti hann Helgu, sem var yfirhjúkrunar- kona á deildinni þar sem hann átti að hefja störf. Þau hafa allar götur síðan stigið saman ölduna, hönd í hönd. Gunnsteinn og Helga hafa ávallt verið okkur ómetanlegt akkeri í þeim lífsins ólgusjó sem okkur var úthlutaður. Við erum þeim og forsjóninni ævarandi þakklát fyrir að hafa fengið að koma upp í bátinn þeirra af og til. Helga, af sinni einstöku alúð og elsku, hefur opnað sitt vandaða og fallega heimili, og Gunni rétti út hönd sína þegar einhver okkar hefur barist við kraft öldunnar eða þaðan af minna. Það er breitt skjólið og hlýtt sem Gunni og Helga skópu okkur öllum sem að þeim standa. Það skal ekki vera launungarmál, að þau hafa bæði verið frábær fyrirmynd í fjöl- skyldulífi, almennri lífshæfni, fag- mennsku, uppeldi, húsbygging- um, bílakaupum og matreiðslu svo fátt eitt sé nefnt. Aðdáunarvert er hvernig þau hjónin, strákarnir allir; Snæbjörn, Stefán Sturla, Árni Pétur og Gunnar Helgi, og tengdadætur þeirra tóku á krabbameini Gunn- steins, sem hann hefur borið í hálf- an annan áratug. Sú barátta lýsti sér í yfirvegun, æðruleysi, fag- mennsku og aukinni fjölskyldu- samveru, eins og kostur var. Þrátt fyrir nístandi sorg sem fylgir því að geta ekki deilt dögunum lengur með manninum sínum, föður, tengdaföður og afa, mun uppskera þeirra verða eins og til var sáð; sterk fjölskyldu- og félagstengsl þeirra, sem spá sterklega fyrir um það, að þau muni hamingjunnar njóta, þótt skarð fyrir skildi sé gapandi stórt. Fyrir mína hönd og minna nán- ustu votta þeim öllum okkar dýpstu samúð. Guðrún Johnsen. Treystu náttmyrkrinu fyrir ferð þinni heitu ástríku náttmyrkrinu Þá verður ferð þín full af birtu frá fyrstu línu til þeirrar síðustu (Sigurður Pálsson) Í dag kveðjum við Gunnstein; góðan vin, mág og svila. Hann barðist af miklu æðruleysi og hug- rekki við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Kynni okkar Gunnsteins hófust þegar hann kynntist Helgu sinni en urðu nán- ari þegar þau fluttu í Lækjarberg- ið. Gunnsteinn reyndist okkur ávallt vel og var alltaf reiðubúinn að veita læknisaðstoð þegar þörf var á og sinnti því af alúð og mikilli fagmennsku eins og honum var lagið. Gunnsteinn og Helga voru mjög samstíga í öllu og hlúðu vel að fjölskyldunni. Ekkert var þeim dýrmætara en börnin og barna- börnin. Gunnsteinn naut sín best í fá- mennum hópi vina og komu þá skemmtilegir frásagnarhæfileikar hans í ljós. Ófá skipti tók langan tíma að klára sögurnar því hann hló svo mikið sjálfur og við hin með svo lá við að grátur tæki völd. Þótt sjúkdómsferlið hafi verið langt og strembið komu góðir tímar á milli þar sem þau gátu not- ið lífsins. Ef tækifæri gafst var þá gjarnan rennt úr hlaði og keyrt í Varmárbrekku þar sem Gunn- steinn átti sínar allra bestu stund- ir og undi sér vel við garðrækt og göngutúra í náttúrunni. Undan- farin ár hefur tími gefist fyrir margar yndislegar samveru- stundir og erum við afar þakklát fyrir þær hlýju minningar sem við eigum þegar litið er til baka á kveðjustund. Elsku Helga, Snæbjörn, Stefán Sturla, Árni Pétur, Gunnar Helgi og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gunnsteins Stefánssonar. Magnús og Ásrún. Þolgóður og þrautseigur, í þeli hlýr, einatt traustur, æðrulaus við alla hýr Þannig varstu ætíð allan ævidag; sár er þinna söknuður við sólarlag Völdu góðar vættir allan veginn þinn til ferðaloka, félagi og frændi minn. (Sigurður Óskar Pálsson) Þessa meitluðu kveðju vil ég gera að minni við fráfall Gunn- steins frænda. Tíu ára aldursmun- ur er umtalsverður þegar lítill snáði af mölinni í heimsókn hjá afa og ömmu í Birkihlíð á Egilsstöð- um lítur með mikilli lotningu til frænda sem er forframaður síma- maður niðri á fjörðum. Aldurs- munurinn er verulegur þegar unglingurinn horfir með tals- verðri lotningu á læknanemann djúpt niðursokkinn í hnausþykkar kennslubækur læknisfræðinnar. Enn er aldursmunurinn talsverð- ur þegar unglæknirinn stígur sín fyrstu skref við hlið nýútskrifaðs sérfræðings í heimilislækningum og eignast þar með sinn faglega „fóstra“. Minni verður aldursmun- urinn þegar báðir eru kollegar á sama báti faglega, með barna- skara á svipuðum aldri og með áþekka sýn á margt í lífinu og til- verunni. En áratugirnir líða við leik og störf og samband frænda þróast í einhvers konar bræðraband, verð- mætt og rætt band. Margt hefur verið skrafað og skeggrætt, fagleg mál, bílar, menn og málefni, lands- ins gagn og nauðsynjar og oft hlegið dátt. Gunnsteinn var grandvar mað- ur og traustur, vel menntaður og Gunnsteinn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.