Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ Magnús Þor-grímsson sál- fræðingur fæddist í Reykjavík 21. mars 1952. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 25. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hvítstöðum í Mýra- sýslu, húsmóðir og vann við skrifstofustörf og rekst- ur, f. 25.11. 1911, d. 13.6. 2000, og Þorgrímur Magnússon frá Deild í Fljótshlíð, stöðvarstjóri á BSR, f. 12.12. 1905, d. 13.9. 1964. Eiginkona Magnúsar er Ingi- björg Grétarsdóttir, kennari við Langholtsskóla, f. 13.6. 1959. Börn hans eru Guðfinna Mjöll hönnuður, f. 9.7. 1979, móðir hennar er Jónína Óskarsdóttir, f. 22.2. 1955, Margrét Helga, nem- andi í Menntaskólanum í Ármúla, f. 8.1. 1998, og Þorgrímur, nem- andi í Menntaskólanum við Sund, f. 3.10. 2000. Barnabarn er Unn- ar Uggi Huginsson, nemandi á Laufásborg, f. 4.4. 2014, for- eldrar Guðfinna Mjöll og Huginn Þór Arason. Bræður Magnúsar eru Sigur- isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Vesturlandi 1990-2012 og gegndi því starfi þar til það var flutt til sveitarfélaganna. Rétt- argæslumaður fatlaðra í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi frá 2012 og þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Magnús tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum og var á yngri ár- um félagi í róttækum samtökum vinstrimanna. Á námsárunum í Árósum starfaði hann með grasrótarsamtökunum Gale- bevægelsen og varð í framhald- inu formaður Geðhjálpar frá 1986 til 1992. Eftir að Magnús flutti í Borgarnes varð hann fé- lagi í Rótarýklúbbi Borgarness og var 2018 gerður að Paul Harr- is-heiðursfélaga Rótarýhreyfing- arinnar. Hann sat í sóknarnefnd Borgarneskirkju og söng með Kveldúlfskórnum í Borgarnesi og söng einnig með Fílharm- óníunni um tíma. Magnús var virkur félagi í Samfylkingunni og tók þátt í pólitísku starfi innan raða hennar bæði í Borgarnesi og í Reykjavík. Hann var í for- ystu félags hjartasjúklinga á Vesturlandi, var í stjórn Hjarta- heilla og sat fyrir hönd félagsins sem varamaður í stjórn Öryrkja- bandalags Íslands þar til hann lést. Magnús verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 8. mars 2019, klukkan 15. geir, ættfræðingur, f. 4.11. 1943, d. 8.7. 1992, Sveinn Emil, f. 1.1. 1946, d. 8.9. 1947, Sveinn, verk- fræðingur, f. 5.11. 1948. Eiginkona Sveins er Anna Þóra Árnadóttir, grafískur hönn- uður, f. 8.4. 1949, börn þeirra eru: Ingibjörg, f. 30.3. 1972, Þorgrímur, f. 25.5. 1976, og Þorsteinn Sigurður, f. 17.7. 1989. Tengdaforeldrar Magnúsar eru Grétar Björnsson, f. 1.9. 1935, og Helga Friðbjarnardóttir, f. 9.6. 1937. Magnús útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971, lærði sálfræði og félagsfræði við Háskóla Ís- lands og lauk kandídatsprófi í sálfræði frá Árósaháskóla 1983. Magnús lauk síðar námi frá HÍ í stjórnun og sótti á síðari árum námskeið í lýðheilsu- og fötl- unarfræðum við HÍ og einnig sótti Magnús sér endurmenntun á Bifröst. Magnús var starfsmaður á Kleppsspítala og á Kópavogs- hæli. Sálfræðingur á svæð- Magnús minn er fallinn frá eftir erfið veikindi. Við hittumst fyrst á Jóns- messunni, tveimur mánuðum síðar bauð Magnús í ástarferð á Barðaströndina. Hann var róm- antískur maður. Nú var ævin- týragangan okkar hafin og við höfum átt gott líf saman. Magn- ús var afar stoltur af börnum sínum og afastrák og hvatti þau óspart til dáða. Magnús var áhugasamur um margt í lífinu og virkur, „pabbi prógramm“ oft kallaður innan fjölskyldunnar. Mjög pólitískur, „ég er nú ekki sammála því“ heyrðist oft frá honum í rökræð- um um málefni. Í veikindunum sýndi hann mikið lífsvilja og bar- áttuþrek, ekki síst síðasta árið. Hann naut þess að fara á tón- leika og fylgjast með málefnum líðandi stundar. Velviljaður, til- finningaríkur og góður maður með stórt hjarta og mikinn lífs- vilja er genginn. Þakka Magnúsi mínum fyrir ævintýragönguna okkar saman og fyrir að vera einlægur og traustur vinur alla tíð. Ingibjörg Grétarsdóttir. Mikill öðlingur er fallinn frá. Okkar litla fjölskylda finnur til- finnanlega fyrir því að vera orð- in enn smærri. Við erum einlæg- lega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með föðurbróður okkar. Hann tengdist okkur systkinunum og fjölskyldum okkar fallega og okkur þótti öll- um einstaklega vænt um hann. Maggi var mikill mannvinur og barðist af eldmóði fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. Þegar honum þótti tilefni til benti hann ekki bara á það sem betur mætti fara í samfélaginu heldur tók hann fram mögulegar lausnir. En þrátt fyrir að geta tekið snarpar rökræður var Maggi þeim kostum búinn að það var alltaf stutt í gáska og gleði. Hann var mikill söngmað- ur, klár, glettinn og skemmtileg- ur. Við Þorri og Inga minnumst þess eitt sinn þegar við vorum börn að hann var að fara með okkur systkinin í bíó. Til að skemmta okkur á leiðinni ók hann fjölmarga hringi um hring- torgið við Háskólabíó. Við systk- inin skemmtum okkur konung- lega við þetta uppátæki og kannski einhverjir fleiri því aft- an á Trabantinum var límmiði sem á stóð: Skynsemin ræður. Þetta uppátæki sló svo í gegn hjá okkur systkinunum að úr varð að einhverskonar laumuleg hefð sem einstaka sinnum er splæst í og vekur alltaf mikla kátínu. Það var eftirminnilegt hversu skemmtilegur Maggi var í sveitabrúðkaupi Þorsteins og Steinunnar sumarið 2017. Hann var þá orðinn mjög lasinn en mætti samt geislandi af gleði. Fjölskyldan, með Magga í far- arbroddi, stóð fyrir stór- skemmtilegu tónlistaratriði í hlöðunni um kvöldið sem sjarm- eraði alla til að syngja hástöfum með. Það var yndislegt að sjá hversu vel hann naut sín. Ekki síst er eftirminnilegt hversu vel hann fékk okkur öllum til að líða. Því þannig var hann, hann hafði þann fallega eiginleika að láta öðrum líða vel. Nærvera Magga gat nefnilega gert lítil kraftaverk. Eftir langa og erfiða fæðingu Önnu var Inga örmagna og óttaslegin um barn- ið sitt. Maggi settist hjá henni á spítalarúmið, tók blíðlega utan um hana og hvíslaði einhverju mögnuðu að henni sem varð til þess að hún tók gleði sína á ný. Síðasta skiptið sem við hitt- umst öll fjölskyldan saman var einmitt í afmæli Önnu nú fyrir stuttu. Þetta var einstaklega skemmtilegt afmæli þar sem all- ir sameinuðust í fjörugu sprelli. Magga fannst ekki nóg að koma með gjöf til afmælisbarnsins heldur fannst honum líka tilefni til þess að koma með gjöf handa mömmu afmælisbarnsins – því þetta væri hennar dagur líka. Svona var Maggi, hugulsamur og kærleiksríkur. Hér sáði Maggi mögulega fræi að nýrri hefð okkar systkina: Að gefa for- eldrum líka gjafir á afmæli barnanna, því að afmæli eru dagur barna og foreldra. Ef þið takið auka gleðihring á auðum hringtorgum, hvíslið kærleiksríkum töfraorðum að þeim sem þau þurfa eða gleðjið foreldra á afmælisdegi barna þeirra, þá eruð þið ekki einungis að halda upp á einstakan mann, heldur eruð þið einnig að auðga ykkar líf og annarra. Ingibjörg, Þorgrímur og Þorsteinn Sveinsbörn. Haustið 1971 kom saman hóp- ur fólks á ýmsum aldri í Háskóla Íslands til þess að leggja stund á nám til BA-prófs í sálfræði. Þetta var á umbrotatímum. Há- skólamenntun var ekki lengur bara á færi fárra útvaldra heldur flykktust í háskólann börn al- þýðufólks til að nema þau vísindi og fræðigreinar sem hugur þeirra stóð til. Félagsvísindi og sálfræði voru nýjar greinar sem rýndu í samfélagið, stöðu og hegðun einstaklingsins, völd og stéttskiptingu. Víetnamstríðið geisaði og alls staðar var ungt fólk að láta til sín taka í andófinu gegn stöðnuðum hugmyndum, úreltum kennisetningum, kúgun og styrjöldum en fyrir friði og réttlátara samfélagi. Magnús var einn af þessum sálfræðinemum sem hittust haustið 1971. Þarna varð til vina- hópur sem hefur haldið saman síðan og á Magnús stóran þátt í því. Þrátt fyrir löng tímabil þar sem hópurinn fór hver í sína átt- ina til annarra landa eða heims- álfa þá rataði hann saman aftur. Á háskólaárunum var Magnús alltaf til í samræður um nýjar hugmyndir og hafði hugrekki til að spyrja mikilvægra spurninga eins og „af hverju ekki að opna geðsjúkrahúsin, af hverju ekki að leyfa þeim sem málið varðar að fá rödd og hlusta á reynslu þeirra“. Hluti hópsins fór til Árósa í Danmörku til að ljúka sálfræði- náminu og urðu tengslin enn nánari þar. Á Árósaárunum upp- hófst sá siður að borða saman skötu fyrir jólin. Sá siður hefur haldið áfram hér á landi, ekki síst fyrir einurð Magnúsar. „Skötuveislan“ er í dag einn helsti viðburður vinahópsins á árinu og ekki síst hjá börnum og barnabörnum sem hafa tengst vinaböndum. Magnús var alla tíð mjög pólitískur. Hann var á háskóla- árum sínum virkur í samtökum marx-lenínista, KSML, og síðar í Samfylkingunni. Hann var líka mjög félagslyndur og var í fimm skógræktarfélögum, í stjórnum Geðhjálpar og Hjartaverndar, var meðlimur í Rótarýklúbbi Borgarness, var í ýmsum kórum og svo mætti lengi telja. Hann var einnig ótrúlega ötull við að hvetja vini sína að koma með sér á umræðufundi, tónleika og alls konar uppákomur. Magnús var lífsglaður maður með sterka lífs- löngun sem kom berlega í ljós síðustu árin þegar hann barðist til hinstu stundar við illvígan sjúkdóm. Elsku Didda, Finna, Magga, Þorgrímur, Unnar Uggi og Sveinn og fjölskylda. Við send- um ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um hann Magnús, okkar góða vin, mun lifa og hann mun halda okk- ur saman eins og áður og vera með okkur í anda þegar við borðum kæstu skötuna fyrir jól- in, tökum stöðuna á heimsmál- unum og pólitíkinni á Íslandi og syngjum Povl Dissing, þótt for- söngvarann vanti. Magnús hafði til að bera bæði hugrekki og samhygð. Hann var tilfinninga- ríkur og glaðsinna og hugsaði vel um bæði fjölskyldu sína og vini. Hann var góður vinur og við munum sakna hans innilega. Málfríður Lorange, Margrét Einarsdóttir, Skúli Waldorff, Hilmar Péturson. Magnús var gegnheill góður maður sem helgaði líf sitt bar- áttu fyrir þá sem minna mega sín. Það var bæði starfsvett- vangur hans og grundvallarþátt- ur í lífssýn hans. Magnús ólst upp á tímum um- brota þegar hefðir fyrri ártuga viku fyrir nýrri sýn ungrar kyn- slóðar. Sú sýn birtist ungu fólki á sjöunda áratugnum með nýrri tónlist, fatatísku og hugsunar- hætti. Magnús var engin undan- tekning. Hann vék sér undan hefðbundnum pólitískum skoð- unum og hallaði sér til vinstri. Hann varð þátttakandi í les- hringum um hugmyndafræði- lega endurskoðun á pólitískum sjónarmiðum. Frískir vindar opnuðu fyrir nýja sýn og nýja möguleika. Róttækar skoðanir um vinstri pólitík birtust í verki með mót- mælum gegn stríðsrekstri í Víet- nam og með óbeit á rekstri her- stöðvar NATO á Miðnesheiði. Losaralegur klæðaburður var ytra teikn um pólitíska afstöðu og stuðning við róttækar hreyf- ingar í Evrópu og víðar. Magnús var samt einlægur friðarsinni og á móti hverskonar ofbeldi. Þó ætti ekki að útiloka stuðning við þá sem vildu velta auðhyggju heimskapítalismans úr sessi. Stríðið í Víetnam væri augljós holdgervingur tilgangslausra stríðsátaka. Þegar upp væri staðið myndu fórnir þess engu skila nema örbirgð íbúanna sem voru aðeins fórnarlömb hags- muna sem komu þeim ekkert við. Pólitískar skoðanir þessarar kynslóðar mótuðu líf Magnúsar en birtust af hófsemi í hinu dag- lega lífi hans í þrotlausri barátta fyrir hagsmunum lítilmagnans. Lífsskoðanir hans mótuðust í sósíalískri hugmyndafræði ungs manns sem milduðust hægt og rólega með árunum. Þegar Sam- fylkingin var stofnuð var réttur pólitískur tónn sleginn fyrir Magnús. Pólitískur áhugi vakn- aði að nýju með málefnaskrá sem féll vel að hugmyndum hans um félagslegan jöfnuð og sterkt velferðarkerfi. Tónlist var stóra áhugamál Magnúsar. Hann fann lífsfyll- ingu í tónlist, skildi vel fé- lagslegt gildi hennar og töfra- mátt og mat þann munað að gleyma sér í undraheimi klass- ískrar tónlistar. Hún veitti allt í senn lífsfyllingu, gleði, styrk og huggun á lokametrunum. Magnús var trúaður maður og lét enga pólitík rugla með það. Trúin passaði vel við grund- vallarskoðanir hans um lífið og tilveruna. Hann var sannfærður um réttmæti kristilegra gilda og að siðakenning kristinnar trúar væri alltaf órjúfanlegur hluti af stærra samhengi. Þau væru í senn trúarleg, félagsleg og menningarleg, m.a. um boðun kærleika og miskunnsemi. Þannig vildi hann hafa sín eigin gildi og leiðarljós, þ.e. að hóf- semi, viska og réttlæti væru á sama hátt og trú, von og kær- leiki ekki eingöngu grundvallar- þættir trúfræðinnar heldur og ekki síður tengdust þeir sam- skiptum einstaklinga og stofn- ana samfélagsins. Þegar heilsan lét undan síga vissi hann að von- in væri ekki innantóm bjartsýni heldur fylgdu henni dáðir sem breyta eðli mála í samræmi við dýpstu siðferðislegar og andleg- ar þrár mannsins. Þannig hélt Magnús trúnni og voninni um bata fram á síðustu stundu. Hún veitti honum hugarró um þá veg- ferð sem hann stóð frammi fyrir og vissu um blessun fyrir konu sína og börn þótt hann hyrfi á braut. Sveinn Þorgrímsson. Ég hitti Magga Þorgríms fyrst í Menntaskólanum við Hamrahlíð og svo aftur í Ár- ósaháskóla, þar sem við lærðum sálarfræði á áttunda áratug síð- ustu aldar. Það fór vel á með okkur alveg frá byrjun, enda höfðum við svipaðan húmor. Hjarta Magga sló alltaf með þeim sem minna máttu sín. Hann vann að málefnum fatlaðra og geðsjúkra í mörg ár og áður fyrr gekkst hann mikið upp í frelsishreyfingum og baráttu á móti auðvaldi og undirokun víða um heim. Hann var ávallt á bandi bænda og verkamanna og vildi að rödd þeirra undirokuðu heyrðist. Hann var með hjartað á réttum stað! Maggi hafði yndi af tónlist, var söngmaður góður og hafði einstaklega fallega og þýða bassarödd, og hann hafði mjög gaman af t.d. að syngja með fé- lögum úr sálfræðideild Árósahá- skóla alltaf þegar við hittumst. Hann fór á sinfóníutónleika og aðra tónleika alveg fram á síð- ustu stundu. Eins og margir Íslendingar var hann náttúrumaður; elskaði landið, fjöllin og jöklana, sanda og grænar sveitir og kannski fyrst og fremst Fljótshlíðina, þar sem hann átti litla jörð og hús. Honum leið vel þar. Hann var vinur vina sinna og nú sakna þeir hans, sakna bassa- raddar sem er horfin úr kórnum. Ragnar Gunnarsson, Kaupmannahöfn. Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. (Jóhann G. Sigurðsson) Fáir ef nokkrir sem ég hef þekkt elskuðu lífið meira en Magnús Þorgrímsson vinur minn sem nú hefur kvatt eftir erfið veikindi. Hann var frum- kvöðull í því að njóta lífsins, einn fyrstur karla í Borgarnesi mætti hann í spinning-tíma, jóga eða afródans. Hann fór helst á alla tónleika sem hann gat, listsýn- ingar og aðra menningarvið- burði, auk þess að vera virkur í stjórnmálaumræðu og -þátt- töku. Við vorum samherjar þar þótt hvorugt okkar hafi komist til pólitískra metorða. Og hafi einhver verið mál- svari þeirra sem minna mega sín var það Magnús. Hann reyndist mörgum vel og orðum hans mátti treysta. Þessi ríka rétt- lætiskennd, þessi sjónarmið um frið, jafnrétti og systkinalag, þar lét hann til sín taka í orði og á borði. Hann skrifaði greinar, deildi efni á netinu og varði allt- af lítilmagnann. Magnús sagði hvað honum fannst án þess að hlífa sannleikanum. Hispurs- leysi, hreinskilni og sterkar skoðanir voru eiginleikar sem hann stóð fyrir. Umfram allt var hann hlýr og góður maður, og við hér sem eftir sitjum sorg- mædd eigum dýrmætar minn- ingar sem spanna hátt í tuttugu ár. Kynni okkar í Borgarnesi leiddu til ómetanlegrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Við Ingibjörg unnum saman um tíma, krakkarnir okkar voru á svipuðu reki og ýmislegt var brallað. Ásamt fleiri góðum vin- um stofnuðum við matarklúbb þar sem þjóðmálin voru krufin yfir ljúffengum mat og jafnvel örlitlum vínberjadrykk. „Livet er ikke det værste man har“ söng Magnús gjarnan og við tökum undir það. Njótum lífsins á meðan við getum og minnumst góðs vinar um ókomna tíð. Elsku Ingibjörg, Finna, Magga og Þorgrímur, ykkar er missirinn sárastur. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Gylfa og fjölskyldunni. Guðrún Vala Elísdóttir. Genginn er góður vinur og fé- lagi til margra ára, Magnús Þor- grímsson sálfræðingur. Hann lést á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar síðast- liðinn eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem að endingu hafði betur. Leiðir okkar Magnúsar hafa legið saman um árabil eða frá því við komum í Borgarnes á svipuðum tíma sem aðkomu- menn. Með fyrstu kynnum okkar og samskiptum voru þau að við fór- um að stunda vatnsleikfimi í sundlauginni hjá Írisi Grönfeldt. Í framhaldi af því varð til göngu- hópur sem kallar sig „Buslara“, þar sem við Magnús gengum saman nokkur sumur ásamt öðr- um góðum vinum um hálendi Ís- lands. Þessar gönguferðir um hin ýmsu svæði á landinu voru einkar ánægjulegar og gefandi og hafði Magnús mikið yndi af þeim. Hann var mikill náttúru- unnandi og naut þess að ganga um landið og upplifa kyrrðina og friðinn sem oft ríkir á fjöllum. Í þessum gönguferðum fór að bera á því að hann ætti erfitt með hreyfingu við krefjandi að- stæður og því fór svo að hann varð því miður að hætta í þess- um ágæta gönguhópi. Magnús gerðist félagi í Rótarýklúbbi Borgarness árið 1992 og var félagi í klúbbnum til dánardægurs. Hann var virkur þátttakandi í klúbbstarfinu og gegndi öllum embættum í klúbbnum og sum- um embættum í tvígang. Magn- ús starfaði sem forstöðumaður Svæðisskrifstofu Vesturlands um árabil og var hann fulltrúi fyrir starfsgreinina „málfefni fatlaðra“ í Rótarýkúbbi Borgar- ness. Hann var einlægur rótarý- Magnús Þorgrímsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.