Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinnueftirlitið hefur gefið stjórn- endum hótela 239 tímasett fyrirmæli um úrbætur sem varða heilsu og ör- yggi starfsfólks við hótelþrif. Við könnun og úttekt á aðstæðum þessa hóps kom í ljós að vinnuumhverfi þeirra sem starfa við hótelþrif er að mörgu leyti ábótavant. Fyrirmælin sem gefin voru um úrbætur voru af- rakstur þessa eftirlitsátaks. Vegna aukinnar ferðaþjónustu hefur starfsmönnum gististaða fjölg- að mikið. Eftirlitsátak Vinnueftir- litsins sem hófst í lok árs 2017 og lauk í vikunni með útgáfu skýrslu um helstu niðurstöður beindist eingöngu að starfsfólki við þrif. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Spurninga- könnun var lögð fyrir starfsfólk og gerð úttekt á vinnuumhverfi þess. Tilgangurinn var að aðstoða atvinnu- rekendur við að skapa heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir þennan starfs- mannahóp með því að miðla upplýs- ingum og gefa fyrirmæli um úrbætur þar sem þörf krefði. Of mikið líkamlegt álag Niðurstöður könnunar meðal starfsfólks sýndu að langflestir sem vinna við hótelþrif hér á landi eru konur af erlendum uppruna. Meiri- hlutinn er Pólverjar. Íslenska er að- eins tungumál tæplega 9% starfs- manna. Starfsaldur er skammur, eða rúmlega tvö ár á vinnustað. Ef litið er til mats Vinnueftirlitsins á aðstæðum og þeirra fyrirmæla um úrbætur sem gefin voru sést að helstu brotalamirnar eru í vinnu- aðstæðum, of miklu líkamlegu álagi og rangri líkamsbeitingu. Voru 110 fyrirmæli gefin um úrbætur á því sviði. Í skýrslu Vinnueftirlitsins kem- ur fram að þau sneru að líkamlegu álagi vegna ófullnægjandi vinnuað- stæðna þar sem unnið var í slæmum vinnustellingum, meðal annars vegna lítillar vinnuhæðar, þrengsla, erfiðs aðgengis og ófullnægjandi búnaðar. Verulega skorti á að skipulegt vinnuverndarstarf í forvarnarskyni færi fram á hótelunum því í tæplega 70% tilvika var engin eða aðeins ófullnægjandi áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn. Áber- andi var að áhættumat gagnvart lík- amlegum álagsþáttum skorti auk for- varnaraðgerða og voru því gefin fjölmörg fyrirmæli um úrbætur á því sviði. Þá voru gefin fyrirmæli um fé- lagslegan og andlegan aðbúnað, um öryggi varðandi efni og notkun efna og fleira. Öðruvísi upplifun starfsfólks Niðurstöðum spurningakönnunar meðal starfsfólks ber ekki að öllu leyti saman við niðurstöður athug- unar Vinnueftirlitsins. Samkvæmt könnuninni telur lítill hluti starfs- fólks sig verða fyrir miklu líkamlegu álagi við vinnu sína. Vinnueftirlitið skýrir þetta með stuttum starfsaldri og lágum lífaldri þátttakenda. Er- lendar rannsóknir bendi til að þar sem meðalaldur og starfsaldur starfsfólks er hærri sé líklegra að starfsmenn upplifi álag og einkenni á stoðkerfið. Þá gæti verið menning- armunur á upplifun þátttakenda. Þó kemur fram í könnuninni að tæp 68% hótelþerna sögðu samskipti við næsta yfirmann valda þeim streitu og pólskir starfsmenn töldu samskipti á vinnustaðnum verri en íslenskumælandi samstarfsfólk. Telur Vinnueftirlitið mikilvægt að grípa til aðgerða og bæta vinnu- aðstæður áður en starfsfólkið verður fyrir heilsutjóni. Vakin er athygli á því að meirihluti starfsfólksins er konur af erlendum uppruna og þær séu einn viðkvæmasti hópurinn á ís- lenskum vinnumarkaði. Vert sé að huga sérstaklega að forvörnum og stuðningi við þann hóp. Slæmar aðstæður hótelþerna  Vinnueftirlitið gaf stjórnendum hótela 239 tímasett fyrirmæli um úrbætur á vinnuumhverfi til að tryggja heilsu og öryggi starfsfólks við hótelþrif  Starfsfólkið lætur ekki illa af aðstæðum sínum ASÍ, BSRB, Kvenréttindafélag Ís- lands, Jafnréttisstofa, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Kennarasamband Íslands. Erindi fluttu rithöfundarnir Hildur Knúts- dóttir og Auður Ava Ólafsdóttir og einnig þær dr. Gyða Margrét Pét- Árlegur alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars. Af því til- efni er efnt til nokkurra viðburða. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur hádegisverðarfund á Grand Hóteli Reykjavík um efnið: „Öll störf eru kvennastörf? – Brjótum upp kynbundið náms- og starfsval“. Efling stéttarfélag hvetur starfs- menn sem fara í verkfall í dag til að koma í Gamla bíó. Þar geta þeir skráð sig fyrir greiðslu úr vinnu- deilusjóði og notið dagskrár sem verður í boði frá klukkan 10.00 til 18.30. Efnt verður til kröfugöngu frá Gamla bíói fram hjá helstu hótelum í miðbænum kl. 16.00. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK efna til fundar í Gamla bíói kl. 17.00. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er fundarstjóri. Ræður halda Sanna Magdalena Mörtudóttir, Nichole Leigh Mosty, Magga Stína Blöndal og Anna Jakobína Björnsdóttir. Ey- dís Blöndal flytur ljóð og um tónlist- arflutning sjá Spaðabani, Guðlaug Fríða og Kvennakórinn Impra. Hádegisverðarfundur var haldinn í gær á Grand Hóteli Reykjavík í til- efni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Yfirskrift hans var „Þegar konur segja frá – #metoo og kraftur samstöðunnar“. Að fundinum stóðu ursdóttir og dr. Annadís Greta Rúd- ólfsdóttir sem eru dósentar við Há- skóla Íslands. Fundarstjóri var Steinunn Stefánsdóttir. Erindin voru tekin upp og verða aðgengileg á heimasíðum þátttakenda. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Hari 8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2018. Ýmsir viðburðir eru í dag. Fundarhöld og kröfuganga í dag á baráttudegi kvenna  Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars ár hvert Rúmlega 2% hótelþerna telja að heilsu þeirra eða öryggi stafi hætta af ofbeldi eða hótunum í vinnunni. Rannsóknir sýna að erlent verkafólk er líklegra til að upplifa hótanir og ofbeldi á vinnustað auk þess sem það er líklegra til að verða fyrir brotum á réttindum. Rúm 3% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum og held- ur færri telja að vinnufélagar þeirra hafi orðið fyrir slíku. Langflestir svöruðu báðum spurningunum neitandi. Vinnu- eftirlitið bendir á að kynferðis- leg áreitni, hótanir og ofbeldi hafi slæm áhrif á andlega heilsu starfsmanna, auki til dæmis kvíða og þunglyndi. Kynferðisleg áreitni í vinnu KÖNNUN 9% 6% 17% 10% 58% 10% 22% 12% 35% 42% 43% 94% 22% 14% Vinnuumhverfi starfsfólks í hótelþrifum Mjög sjaldan /aldrei Fremur sjaldan Stundum Fremur oft Mjög oft /alltaf Ósammála /hvorki né Sammála Alveg sammála Ósammála Hvorki né Sammála Mjög sjaldan /aldrei Fremur sjaldan Stundum Fremur oft Mjög oft /alltaf Heimild: Vinnueftirlitið Valda samskipti þín við næsta yfi rmann þér streitu? Kyn Tungumál Verður þú að vinna á miklum hraða? Vinnan felur í sér hæfi lega líkamlega áreynslu Heilsu minni eða öryggi stafar ekki hætta af ofbeldi eða hótunum í vinnunni Konur PólskaKarlar Íslenska Enska 84% 53% 38% 16% 9% 3,6%2% /alveg sammála Morgunblaðið/Hari Verkfall Hótelþernur fara í verkfall á morgun til að knýja á um hækkun launa. Starfsmenn hótelanna samþykktu verkfallið í atkvæðagreiðslu. Umtalsverður sparnaður varð við afnám aksturssamninga starfs- fólks borgarinnar, að því er fram kemur í svari fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins, sem lagt var fram í borgarráði í gær. Aksturssamningar við starfs- fólk borgarinnar voru afnumdir í lok árs 2014. Í svarinu segir að aðgerðin hafi sparað borginni um 700 milljónir kr. Á móti hefur kostnaður við leigubíla hækkað nokkuð og er kostnaðarauki vegna leigubílaaksturs 2015-2018 tæpar 60 milljónir. Hafa því spar- ast rúmlega 600 milljónir kr. nettó með afnámi aksturssamn- inga. Sparnaður með afnámi aksturssamninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.