Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forsvarsmenn Evrópusambandsins sögðu í gær að Bretar yrðu helst að setja fram nýjar tillögur um hvernig leysa ætti deiluna um „írska varnagl- ann“ svonefnda ekki síðar en í dag. Þrjár vikur eru þar til Bretar eiga að ganga úr sambandinu, og eiga við- ræðunefndir Breta og sambandsins að funda um helgina. Ríkisstjórn Theresu May sækist enn eftir lagalega bindandi breyting- um á varnaglanum, en hann er talinn helsta fyrirstaðan gegn því að neðri deild breska þingsins samþykki sam- komulag um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þingið mun kjósa aftur um samkomulagið á þriðjudaginn í næstu viku. Verði það fellt þá, mun þingið ákveða á miðviku- daginn hvort fresta eigi útgöngunni eða hvort að Bretar muni yfirgefa Evrópusambandið án samnings. „Lausnin er á borðinu“ Evrópuþingmaðurinn Guy Verhof- stadt og Nathalie Loiseau, Evrópu- málaráðherra Frakka, voru hins veg- ar á meðal þeirra sem ítrekuðu í gær að ekki væri hægt að breyta sam- komulaginu sem samþykkt var í lok síðasta árs. Sagði Loiseau við breska ríkisútvarpið BBC að lausnin væri þegar „á borðinu“ og að samkomulag- ið væri hið besta sem mögulega væri hægt að fá. Manfred Weber, leiðtogi íhalds- manna á Evrópuþinginu, sagði einnig að það væri óhugsandi að Bretar myndu fresta útgöngunni, þar sem þá yrðu þeir að taka þátt í næstu kosn- ingum til Evrópuþingsins í maí næst- komandi. Sagði Weber að ríki sem ætlaði sér ekki að vera í ESB ætti ekki að hafa neitt að segja um framtíð sambandsins. Ræðast við alla helgina  Forkólfar Evrópusambandsins vilja nýjar tillögur um varnaglann sem fyrst AFP Brexit Skiptar skoðanir eru um út- gönguna í Bretlandi og mótmæli tíð. Fjöldi fólks flýr nú síðasta vígi Ríkis íslams, en loka- sóknin gegn hryðjuverkasamtökunum stendur nú yfir. Þessi stúlka var á meðal þeirra sem flúðu yfir til kúrd- ískra hersveita í vikunni, en áætlað hefur verið að um 7.000 manns, einkum konur og börn, hafi flúið átaka- svæðið á síðustu dögum. AFP Þúsundir flýja undan yfirráðum Ríkis íslams Barist um síðasta vígið Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, neitaði í gær öllum ásök- unum á hendur sér um að hann hefði beitt sér á flokks- pólitískan hátt í sakamáli ríkisins gegn verktaka- fyrirtækinu SNC- Lavalin. Trudeau hélt sérstakan blaða- mannafund þar sem hann sagðist aldrei hafa rætt við Jody Wilson- Raybould, fyrrverandi dóms- málaráðherra, um mál fyrirtækisins frá þeim sjónarhóli. Sagði Trudeau að hann áttaði sig nú á því hvernig samskipti hans og Wilsons-Raybould hefðu versnað vegna málsins, en sagði að hún hefði átt að greina sér frá áhyggjum sín- um vegna málsins fyrr. „Ég áttaði mig ekki á því að trúnaðarbrestur hefði orðið,“ sagði Trudeau og baðst afsökunar á því. Hann hefði þó ekki beitt hana neinum þrýstingi vegna málsins. Trudeau neitar öllum ásökunum Justin Trudeau KANADA Joseph Votel, yf- irmaður herafla Bandaríkjanna í Mið-Aust- urlöndum, sagði í gær að of snemmt væri að draga her- sveitir landsins frá Afganistan. Þá varaði hann við því að enn stafaði ógn af Ríki íslams. Votel greindi frá þessu á fundi með varnarmálanefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Tók Votel þar sérstaklega fram að engin fyrirskipun hefði borist um að her- inn ætti að yfirgefa Afganistan, þrátt fyrir að Donald Trump Banda- ríkjaforseti hefði áform uppi um slíkt. Sagði Votel að öryggissveitir Afgana treystu enn um of á Banda- ríkin og að því væri tal um slíka brottför ótímabært. Ekki tímabært að yfirgefa Afganistan Joseph Votel BANDARÍKIN 36 ríki sendu í gær frá sér sameig- inlega yfirlýsingu í mannréttinda- ráði Sameinuðu þjóðanna þar sem framganga Sádi-Arabíu í mannrétt- indamálum var fordæmd. Var ríkið meðal annars gagnrýnt fyrir fram- göngu sína í morðinu á blaðamann- inum Jamal Khashoggi. Þá var einnig lýst yfir verulegum áhyggjum af hvernig ríkið hefði beitt sér gegn baráttumönnum fyr- ir auknum mannréttindum, sér í lagi auknum réttindum kvenna. Harald Aspelund, fastafulltrúi Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, las upp yfirlýsinguna fyrir hönd ríkjanna 36. Kallað eftir óháðri rannsókn Í yfirlýsingunni sagði meðal ann- ars að rannsókn á morði Khashogg- is yrði að vera skilvirk, sjálfstæð, óháð og gegnsæ og að þeir sem bæru ábyrgð á lífláti hans yrðu að axla hana. Þá var skorað á stjórn- völd í Ríad að birta allar upplýs- ingar um sína eigin rannsókn á málinu ásamt því að þau ættu að sýna sérstakri rannsókn Samein- uðu þjóðanna fullan samstarfsvilja. Auk Íslands stóðu Ástralía, Kan- ada, Liechtenstein, Mónakó, Nýja Sjáland, Noregur, Svartfjallaland og öll 28 ríki Evrópusambandsins að yfirlýsingunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Sádi-Arabía er gagnrýnd á vettvangi mannréttindaráðsins, þrátt fyrir að ríkið hafi löngum ver- ið gagnrýnt fyrir bágborna stöðu í þeim málaflokki. Abdul Aziz Alwasil, fastafulltrúi Sádi-Arabíu mótmælti yfirlýsing- unni harðlega. Sagði hann hana vera inngrip í innanríkismál Sádi- Arabíu og árás á fullveldi landsins. Fordæmdu Sádi- Arabíu í ráðinu  Fulltrúi Íslands las upp sameigin- lega yfirlýsingu AFP Khashoggi Framganga Sádi-Araba í rannsókn morðsins var gagnrýnd. Geimvísindamenn á vegum NASA og Evrópsku geimferðastofnunar- innar tilkynntu í gær að þeir hefðu reiknað nákvæmlega hver massi Vetrarbrautarinnar væri í fyrsta sinn. Eru útreikningarnar byggðir á nýjum gögnum sem gera ráð fyrir þyngd hulduefnis (e. dark matter). Massi Vetrarbrautarinnar er sam- kvæmt niðurstöðum vísindamann- anna jafn einni og hálfri billjón af massa sólarinnar. Fyrri útreikn- ingar gerðu ráð fyrir því að massi Vetrarbrautarinnar væri á bilinu 500 milljarðar af sólarmassa og þrjár billjónir, og stafaði óvissan að- allega af því hvernig reiknað var með tilvist hulduefnis, en það hvorki tekur til sín né gefur frá sér ljós. Vísindamennirnir notuðu hins vegar hraða ákveðinna stjörnuþyrp- inga til þess að reikna út massa þeirra og um leið hulduefnis. Vetrarbrautin inniheldur allt að 400 milljarða stjarna, þeirra á meðal okkar eigið sólkerfi. Áætluðu magn hulduefnis  Massi Vetrar- brautarinnar fundinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.