Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 8. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  57. tölublað  107. árgangur  HLAKKAR TIL AÐ SNERTA SNJÓINN Í FYRSTA SINN ÞAÐ ERU LÆTI Í ÞESSUM MYNDUM HVERNIG SAFNAR FÓLK FYRIR ÍBÚÐ? ANNA JÓELSDÓTTIR 41 FASTEIGNIR 32 SÍÐUREÞÍÓPÍSKUR SÖNGUR 12 Guðni Einarsson Snorri Másson Hóteleigendur og yfirmenn hótela ætla margir að vinna störf hrein- gerningafólks í Eflingu sem fer í verkfall kl. 10.00 í dag og til kl. 23.59 í kvöld. Forsvarsmenn tveggja af stærstu hótelkeðjum landsins, Íslandshótela og Cent- erHotels, telja að hótel þeirra geti yfirstigið verkfallið í dag. Staðan sé þó erfið og til lengdar gangi svona ástand ekki. Á sex hótelum CenterHotels eru um 600 gistirými og pláss fyrir 1.200 gesti. „Við reiknum með að komast yfir þetta,“ sagði Kristófer Oliversson, eigandi og fram- kvæmdastjóri CenterHotels og formaður FHG - fyrirtækja í hót- el- og gistiþjónustu. Hann ætlar að ganga í störf hótelþerna í dag. Íslandshótel reka sex hótel í Reykjavík með ríflega 1.000 her- bergjum. Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri sagði að um leið og þau vissu af verkfallsað- gerðunum hefði verið lokað fyrir bókanir nýrra gesta í dag. Davíð sagði að skaðinn væri því þegar orðinn. Efling - stéttarfélag gagnrýndi í gær harðlega í bréfi „þá hóteleig- endur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna, 8. mars, þegar Efling hefur boðað verkfall meðal hótelþerna.“ Þar sagði að Efling hefði fengið fjölmargar tilkynning- ar um að hótelrekendur hygðust beita starfsfólk þrýstingi, ýmist til að sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Verkfallið hefur þegar valdið fjárhagslegu tjóni  Hóteleigendur og yfirmenn ætla að þrífa herbergi  Íslandshótel lokuðu fyrir bókanir vegna verkfalls  Efling fékk ábendingar um áformuð verkfallsbrot MVerkfall á hótelum… »2 Verkfallið » Um 700 félagsmenn í Efl- ingu sem vinna við þrif á hót- elum leggja niður störf í dag. » SA segja að ýmsir megi ganga í störf verkfallsmanna. Morgunblaðið/Eggert Verkalýðsforingjar Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu og Ragnar Þór Ing- ólfsson, VR, komu á fund hjá ríkissáttasemjara í gær eftir tveggja vikna hlé. Í Karphúsinu Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Halldór Benja- mín Þorbergsson og Eyjólfur Árni Rafnsson frá SA ganga til fundar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinnuumhverfi þess fólks sem starf- ar við þrif á hótelum landsins er ábótavant að ýmsu leyti að því er fram kom í eftirlitsátaki Vinnueft- irlitsins. Gaf eftirlitið 239 tímasett fyrirmæli um úrbætur sem varða heilsu og öryggi starfsfólks. Í niðurstöðum kemur fram að flestar kröfur um úrbætur, 110 tals- ins, sneru að líkamlegu álagi vegna ófullnægjandi vinnuaðstæðna á hót- elunum. Einnig skorti mikið á að unnið væri skipulegt vinnuverndar- starf í forvarnaskyni því í 70% til- vika var engin eða aðeins ófullnægj- andi áætlun um öryggi og heilbrigði. Niðurstöðum könnunar meðal starfsfólks ber ekki að öllu leyti saman við niðurstöður athugunar Vinnueftirlitsins. Aðeins lítill hluti starfsfólks telur sig verða fyrir miklu líkamlegu álagi við vinnu. Telur Vinnueftirlitið mikilvægt að grípa til aðgerða og bæta vinnuað- stæður áður en starfsfólkið verður fyrir heilsutjóni. Meirihluti hótel- þerna er konur af erlendum upp- runa og bendir Vinnueftirlitið á að þær séu einn viðkvæmasti hópurinn á vinnumarkaði hérlendis. »10 Krefjast úrbóta á hótelum Ræsting Mörg handtök eru við þrif á hótelum og aðstæður mismunandi.  Ófullnægjandi aðstæður hótelþerna Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grípa þarf til róttækra aðgerða í Fossvogsskóla í Reykjavík vegna raka og myglu í skólahúsnæðinu. Þá er loftgæðum í skólanum ábótavant. Þetta kom fram á foreldrafundi síð- degis í gær. Þar voru kynntar niður- stöður mælinga Verkís á loftgæðum, raka og myglu í skólahúsnæðinu. Ljóst er að umfangsmikilla fram- kvæmda er þörf og þær hefjast fljót- lega. Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri greindi aðstandendum nemenda frá stöðunni í bréfi í gær. „Ljóst er að þessar aðgerðir fela í sér mikla rösk- un á hefðbundnu skólastarfi næstu vikurnar,“ sagði m.a. í bréfinu. Reiknað er með að breytt skipulag á skólastarfi hefjist 18. mars. Magnea Árnadóttir, móðir nem- anda í 1. bekk, knúði á um úttekt á skólahúsnæðinu. Í samtali við Morg- unblaðið kvaðst hún hafa veikst vegna myglu á vinnustað, þekkja einkennin og finna fyrir þeim. Þegar sonur hennar byrjaði í skólanum í haust fann hún til einkenna og sá áberandi rakaskemmdir í skólanum. „Ég óskaði eftir því að þetta yrði skoðað. Svo byrjaði strákurinn minn að veikjast í skólanum. Hann hafði áður verið í Kvistaborg þar sem var mygla og veikst. Eftir lagfæringar þar jafnaði hann sig en hann fór að sýna sömu einkenni þarna. Hann varð veikari og veikari en þegar við fórum í frí varð hann hraustur,“ sagði Magnea. Hún sendi erindi til Reykjavíkurborgar í haust og sagði að stjórnendur skólans hefðu stutt sig í baráttunni. Raki og mygla í Fossvogsskóla  Mikil röskun verður á hefðbundnu skólastarfi  Móðir nemanda knúði á um úttekt „Ég er mjög ánægð með að geta farið í verkfall. Ég hlakka mikið til,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að Félags- dómur kvað upp dóm sinn í gær. „Verkföll valda miklu tjóni í samfélaginu öllu og skapa álag á þeim vinnustöðum sem verkfallið tekur til. Ég legg áherslu á að við ræð- um þessi mál af yfirvegun og mér finnst ekki við hæfi að fólk hlakki til verkfalla,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kvaðst ekki geta tekið undir orð Sólveigar Önnu í Eflingu um að hlakka til verkfalla og sagði verkföll vera neyðarúrræði. „Ég get ekki sagt að hlakki í mér að fara í verkföll. Ég vil forðast þau. En við erum nauðbeygð í þessar að- gerðir,“ sagði hann. freyr@mbl.is, snorrim@mbl.is Eru verkföll tilhlökkunarefni? MISJÖFN AFSTAÐA FORYSTUMANNA Á VINNUMARKAÐI  „Það verður enginn skortur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir en þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum koma til landsins í dag með hraðsendingu. Mikið álag hefur verið á heil- brigðisstarfsmönnum síðustu daga eftir að fjórir einstaklingar greind- ust með mislinga vegna fyrirspurna um sjúkdóminn og hugsanlegt smit. Grunur leikur nú á að ein- staklingur með mislingasmit hafi verið á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum á mánudag og þriðjudag. Búist er við að staðfest- ing fáist í dag á því hvort um misl- ingasmit sé að ræða. Er þetta annar leikskólinn á Austurlandi þar sem grunur er um mislingasmit. »6 3.000 skammtar koma með hrað- sendingu í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.