Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Arnar Þór Ingólfsson Félagsdómur sýknaði í gær Alþýðu- samband Íslands (ASÍ), fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags, af kröfum Samtaka atvinnulífsins (SA) um að boðun verkfalls Eflingar, sem kemur til framkvæmda í dag, hefði verið ólögmæt. Meirihluti Fé- lagsdóms, þau Arnfríður Ein- arsdóttir, Kolbrún Benediktsdóttir, Valgeir Pálsson og Dagný Aradóttir Pind, komst að þessari niðurstöðu. Einn dómaranna, Guðni Á. Haralds- son, skilaði sératkvæði og taldi verk- fallsboðunina vera ólögmæta. SA telja atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum enda verði vinnustöðvun, sem einungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps fé- lagsmanna, einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að at- kvæðagreiðsla Eflingar hafi ekki verið póstatkvæðagreiðsla í skilningi laga enda hafi atkvæða að mestu verið aflað með kjörfundum fyrir ut- an einstaka vinnustaði. Guðna Á. Haraldssyni fannst ekki hægt að líta fram hjá athugasemd- um í lögskýringargögnum þess efnis að undanþága sem lýtur að póst- atkvæðagreiðslum „geti ekki átt við um atkvæðagreiðslur um vinnu- stöðvun þegar einungis hluti fé- lagsmanna leggur niður störf“. Því hafi Eflingu verið óheimilt að notast við almenna póstatkvæðagreiðslu þegar greidd voru atkvæði um verk- fallsaðgerðirnar í dag. „Þannig greiddu ekki einungis þeir félagsmenn stefnda atkvæði er leggja eiga niður störf heldur aðrir félagsmenn hans sem ekki leggja niður störf. Það samrýmist ekki að mínu mati ákvæði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 [um stéttarfélög og vinnudeilur]. Álit mitt er því að boð- uð vinnustöðvun félagsmanna stefnda sé ólögmæt,“ segir í sér- atkvæði Guðna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, fagnaði niðurstöðu Fé- lagsdóms og kvaðst hlakka mikið til að fara í verkfall. Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, fannst ekki við hæfi að fólk hlakkaði til verkfalla. Þau yllu miklu tjóni í samfélaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eflingarfólk Viðar Þorsteinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Karl Ó. Karlsson lögmaður fögnuðu niðurstöðunni. Verkfallsboðun Eflingar var dæmd lögmæt í gær  Félagsdómur klofnaði  Formaður Eflingar hlakkar til Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verkfall hreingerningafólks á hót- elum, sem starfar undir hótel- og veitingasamningi Eflingar - stéttar- félags, stendur frá kl. 10.00 í dag til kl. 23.59 í kvöld. Verkfallið nær til um 700 félagsmanna í Eflingu, að sögn Viðars Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Eflingar. Hann sagði að áhersla yrði lögð á viðburð fyrir verkfallsfólk í Gamla bíói í dag. Viðar segir að margar vís- bendingar hafi borist um fyrirhuguð verkfallsbrot og rökstuddur grunur um hvar þau verði framin. Verk- fallsvörslu verði forgangsraðað með tilliti til þess og munu verkfallsverð- ir fara á þá staði. Vinnustöðvunin nær til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu, þar með talið á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hót- elum og gistihúsum á því fé- lagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Það eru lögsagnarumdæmi Reykja- víkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes- og Grafnings- hrepps, Hveragerðisbæjar og Sveit- arfélagsins Ölfuss auk Hafnarfjarð- ar og Garðabæjar. Ýmsir mega ganga í störfin Yfirmenn og verkstjórar á hótel- um og gistihúsum, eigendur og fjöl- skyldur þeirra auk ófélagsbundn- inna starfsmanna geta gengið í störf hreingerningafólks í Eflingu sem fer í verkfall í dag, að sögn Jóns Rúnars Pálssonar, lögmanns hjá Samtökum atvinnulífsins. Hafi fólk úr öðrum stéttarfélögum unnið þessi störf má það halda því áfram, þrátt fyrir verk- fall Eflingar. Jón telur að stjórn hót- els sem t.d. er í eigu hlutafélags megi einnig ganga í störf verkfallsmanna og vísar til útskipunarbannsins hjá Rio Tinto 2016 þegar stjórnarmenn og yfirmenn gengu í útskipunina. „Verkfall bindur félagsmenn í því félagi sem boðar til verkfallsins,“ sagði Jón. Hann bendir á að á hót- elunum starfi margir sem eru í öðr- um stéttarfélögum en Eflingu. Verk- fallið nái ekki til þeirra. Auk þess leggi ekki allir félagsmenn Eflingar á hótelum niður störf í dag, t.d. ekki þeir sem vinna við veitingaþjónustu. Meint verkfallsbrot gagnrýnd Efling - stéttarfélag sendi frá sér póst í gær þar sem fyrirhuguð „verk- fallsbrot hóteleigenda“ voru harð- lega gagnrýnd. Þar kom fram að Efl- ing hefði fengið fjölmargar tilkynningar um að hóteleigendur hygðust beita starfsfólk sitt þrýst- ingi til að sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf verkfallsmanna. Hvort tveggja væri verkfallsbrot. Margar tilkynninganna bárust þegar starfsfólk Eflingar heimsótti vinnustaði í tengslum við atkvæða- greiðslu utan kjörfundar. Í bréfi sem Sólveig Anna Jóns- dóttir, formaður Eflingar, sendi hótelrekendum 5. mars segir m.a. að samkvæmt frásögnum félagsmanna hafi yfirmenn boðað til funda og látið frá sér skrifleg skilaboð þar sem því var hótað að verkfallsaðgerðir og jafnvel kosningaþátttaka gæti haft skaðlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir starfsmenn. Verkfall á hótelum til miðnættis Morgunblaðið/Eggert Viðræður Fjögur stéttarfélög sem slitu viðræðum 21. febrúar hittu samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara í gær.  Um 700 hótelþernur í Eflingu leggja niður störf  Verkfallið bindur bara félagsmenn Eflingar, segja SA  Ýmsir mega ganga í störfin  Verkfallsverðir munu fara þangað sem grunur er um verkfallsbrot Guðni Einarsson Ómar Friðriksson Fulltrúar SGS og SA funduðu hjá ríkissáttasemjara fram á kvöld í gær og verður fundarhöldum haldið áfram í dag og á morgun. Stíf fund- arhöld hafa verið undanfarna daga milli SA og sex manna samninga- nefndar SGS, m.a. um launalið vænt- anlegra samninga, og munu formenn allra 16 aðildarfélaga SGS vera boð- aðir í Karphúsið í dag til að fara yfir stöðuna og afrakstur vinnunnar að undanförnu, skv. heimildum Morg- unblaðsins. SA og VR, Verkalýðsfélag Grinda- víkur, Verkalýðsfélag Akraness og Efling hittust á klukkustundar löngum fundi í gærmorgun. Hálfur mánuður var þá síðan verkalýðs- félögin slitu viðræðunum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fundurinn hefði verið ágætur. Farið hefði verið yfir verklag og vinnu- brögð og fundurinn gagnlegur að því leyti. Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar, sagði að ekki hefði verið slæmur andi á fund- inum. Menn væru í þessu til að geta samið. Viðar sagði að viðræðuslit og verkfallsboðun sýndu að ekki hefði náðst nægilegur árangur með við- ræðum. Nauðsynlegt hefði verið að beita þrýstingi verkfallsboðana. Ræða launalið fram á kvöld  Formenn SGS-félaganna kallaðir til Kjaradeilur og verkföll Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN ENDURHEIMTIR UPPRUNALEGT ÚTLIT OG LIT VERNDAR FYRIR UMHVERFISÁHRIFUM AUÐVELT AÐ BERA Á FLÖTINN ENDIST LENGI GÚMÍ NÆRING FYRIR DEKK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.