Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Eggert Leikarinn og leikstjórinn Albert Halldórsson, t.v., leikur allar persónur í Istan eftir Pálma Frey Hauksson. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Skyldi vera hægt að halda þræði í rúmlega klukkustundar leiksýn- ingu þar sem einn leikari fer með 35 rullur; karla, kvenna og barna? Eru blæbrigðin í rödd leikarans, Alberts Halldórssonar, slík að áhorfendur læri einn, tveir og bingó að greina á milli þegar hann skiptir á milli persóna á mínútu fresti eða svo? Er kannski of mikið lagt á heilabúið að ætla þeim að leysa morðgátu í leiðinni? Pálmi Freyr Hauksson, höfundur Istan, verksins sem um ræðir, svarar fyrstu tveimur spurningunum ját- andi, þeirri þriðju neitandi. Líka þegar hann er spurður hvort Istan eigi sér einhverja sam- svörun í Ystad í Svíþjóð þar sem Kurt Wallander leysti hverja morðgátuna af annarri meðan hann var og hét, bæði í bókum Henning Mankels og sjónvarps- þáttum. Pálmi Freyr hlær bara og fullyrðir að Wallander hafi ekki einu sinni verið í undirmeðvitund- inni þegar hann samdi verkið. Og yfirhöfuð hvorki fyrr né síðar. Istan og Ystad eru óneitanlega býsna lík nöfn. En þótt í Istan í samnefndu verki sé framið morð er höfundurinn, sem jafnframt er leikstjóri, enginn unnandi glæpa- sagna. Honum finnst þær klisjur, margar hverjar. „Leiksýningin er úrskriftarverkefni mitt vorið 2018 frá sviðshöfundabraut í Listahá- skóla Íslands og hefur því áður farið á fjalirnar. Albert bregður sér því aftur í fjölda persóna líki kl. 20 í kvöld í Tjarnarbíói, einnig 15. og 17. mars á sama tíma,“ segir Pálmi Freyr og lýsir söguþræð- inum í stórum dráttum: Morð skekur bæjarbúa „Sögusviðið er smábærinn Istan á Bretlandi á 19. öld þar sem allt er með kyrrð og spekt þangað til dularfullt morð skekur bæjarbúa. Þeir fara að sýna sitt raunverulega andlit og eru fljótir að kenna hver öðrum um hvernig komið er fyrir bænum þeirra. Frændur verða fjandmenn, óvæntar persónur skjóta upp kollinum og grafið er undan því trausti sem áður ríkti í þessum saklausa bæ. Allir liggja undir grun og því reynir svolítið á áhorfendur af komast til botns í þessari flóknu morðgátu,“ segir Pálmi Freyr og bætir við að mark- miðið sé þó fyrst og fremst að þeir njóti verksins og skemmti sér. Hann lofar að þar til bær yfirvöld í Istan muni hvort eð er afhjúpa morðingjann í lokin. Allt sam- kvæmt klassískum minnum krimmans, eins og hann segir. „Í hreinskilni sagt finnst mér glæpasögur mjög leiðinlegar sem og lögguþættir í sjónvarpinu. Meg- inþemun og klisjurnar, sem ég raunar byggi Istan á, eru alltaf til staðar. Ég sný klisjunum á haus og finnst skemmtilegt að læða inn húmor því yfirleitt er strúktúrinn sá sami í þessum sögum. Persón- urnar eru líka klisjur og m.a. þess vegna er auðvelt að þekkja þær af látbragði Alberts.“ Óður til baðstofumenningar Spurður um aðalklisjurnar nefn- ir hann lögreglukonuna í bænum, sem fær að heyra að morðmálið sé alltof stórt fyrir hennar litla reynsluheim og raunar bæinn sjálfan. Kannski er hún þó frekar viðsnúningur á klisjunni í ljósi þess að sagan á að gerast á 19. öld og þá má ætla að konur hafi ekki gegnt svo ábyrgðarmiklum emb- ættum. „Þær eru þarna allar erki- týpurnar, strákurinn sem þráir að fara úr bænum, presturinn sem er að kljást við innri djöfla, bæjar- stjórinn, slúðurberinn, hjónin sem eiga bæjarkrána og fleiri og fleiri,“ segir Pálmi Freyr og kveðst alveg vera að „munstra“ breskt smábæj- arsamfélag. En af hverju breskt frekar en ís- lenskt? Og hvers vegna 19. öldin en ekki 21.? „Ég er spunaleikari, sýni reglu- lega með Improv Ísland í Þjóðleik- húsinu. Meðal annars hef ég spunnið á ensku í útlöndum og finnst miklu skemmtilegra að fara í erkitýpur úr annarri menningu frekar en kannski frá Eskifirði eða Dalvík. Lögregluþjónninn er til dæmis með miklu sterkari ímynd í bresku smábæjarsamfélagi heldur en því íslenska þar sem allir eru í tveimur til þremur djobbum til að halda því gangandi. Þar fyrir utan finnst mér bara fyndnara að láta söguna gerast þar ytra. Ég lít samt svolítið á verkið sem óð til baðstofumenningar á Íslandi og kaus því að láta söguna gerast á 19. öld þegar engir bílar voru til og fólk fór á hestum og í hestvögnum og var hrætt við stórborgarlífið.“ Einn sögumaður Pálmi Freyr fékk hugmyndina að Istan í fyrrasumar. Hann fór að velta fyrir sér hvort og hvernig hægt væri að segja og leikstýra glæpasögu án sögumanns og með aðeins einum leikara sem þyrfti að bregða sér í hátt á fjórða tug hlut- verka. „Erfitt en samt hægt og veltur mikið á leikaranum. Þótt ég gjörsamlega dýrki spuna, þarf Al- bert að fylgja handritinu nákvæm- lega. Hlutverkum hans má líkja við að ganga á jafnvægisbandi í sirk- us, hann er einn á sviðinu og þarf að fara með sínar línur með fáein- um kúnstpásum í samfellt um 70 mínútur án þess að hafa nokkuð eða nokkurn til þess að stóla á. Stundum líður mér eins og ég hafi komið honum í alveg hræðilegar aðstæður og sé hálfgerður pynt- ingarmaður. Albert er stórkostleg- ur leikari, sjálfur gæti ég ekki munað allan þennan texta, en þó mögulega bjargað mér með spuna.“ Pálmi Freyr segir að Istan sé gamanleikur, en með alvarlegum undirtón. En í lokin – hvernig er hægt að vita hver er hvað þegar einn leik- ari er í öllum hlutverkum og alltaf í sömu fötunum? „Sumir af þessum 35 eiga reynd- ar bara eina setningu, svo áhorf- endur þurfa ekkert að leggja þá á minnið. Auk þess gerði ég mér far um að skrifa handritið þannig að áhorfendur eru lævíslega minntir á hver á í hlut hverju sinni,“ segir Pálmi Freyr og bætir við að hann hafi látið útbúa ættartré til glöggv- unar fyrir áhorfendur. Á því eru 35 andlitsmyndir af Albert og pílur þvers og krus sem sýna skyldleik- ann eða tengslin – í gríni. Erkitýpur krimm- ans samankomnar  Leiksýningin Istan eftir Pálma Frey Hauksson í Tjarn- arbíói í kvöld  Morðgáta í breskum smábæ á 19. öld 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 VINNINGASKRÁ 45. útdráttur 7. mars 2019 63 10218 19720 30364 40285 50294 59443 69393 585 10238 19780 30430 40537 51027 60073 69498 728 10374 20425 30627 40762 51331 60818 69894 1060 10715 20587 31330 40782 51340 61106 70434 1205 11190 20669 31419 40834 51502 61421 71139 1219 11331 20876 31897 40960 51567 61777 71354 1373 11448 20963 31966 41147 51604 61907 71454 1900 11723 21401 32471 41439 51888 62107 72012 1916 11783 21530 33002 41491 51957 62232 72057 2470 11890 21698 33154 42132 52158 62264 72239 2583 12068 21818 33237 42559 52533 62532 72352 2705 12110 22121 33688 42588 52600 63040 72952 2844 12281 22384 33950 43139 52859 63043 73696 3015 12392 22593 34192 43277 52918 63138 73847 3585 12681 22917 34549 43293 53289 63607 75649 3834 12806 22979 35389 43391 53596 63737 76461 3949 13481 23217 35395 43778 54297 63838 76471 4247 13556 23630 35480 43781 54788 63917 76636 4388 13659 24016 35611 43835 54931 64173 76651 4404 14518 24049 35709 44501 55157 64622 76766 4739 15722 24152 35862 45065 55511 65007 76769 5190 15870 25149 35916 45335 55550 65228 77320 5214 16107 25932 35993 45411 55575 65256 77352 5705 16275 27049 36037 46129 56141 65331 78616 6881 16429 27347 36235 46144 56338 65576 78683 7140 16558 27373 36415 46160 56500 65623 78895 7241 16599 27573 36480 47159 56805 66441 78983 7351 16713 28572 36594 48042 57183 66563 79055 7415 17085 28905 37061 48271 57585 66945 79286 7445 17115 29066 37431 48372 57780 67104 79395 7675 17476 29118 38821 48851 57965 67272 79414 8477 17882 29494 38967 49107 58325 67298 8494 18155 29502 39400 49452 58475 68598 8804 18782 29718 39684 49491 58764 68781 9417 19224 29903 39757 49762 58956 68813 9594 19581 30207 39773 49878 59129 69153 9700 19677 30328 39829 50255 59221 69287 1845 11455 19894 32542 42834 54271 63565 75159 3375 11537 20290 32781 43209 54439 64034 75181 3379 12799 20707 33850 44175 54816 65121 75557 4607 13710 21918 34542 44905 55880 65354 78061 4655 14637 22680 36013 45410 56941 66336 78070 5515 14851 23784 37164 48096 57487 66425 78749 5964 15682 23902 37546 48772 57498 66522 78908 6178 15700 26051 38571 49061 58792 66845 78970 7622 16641 26402 38730 49314 60166 67556 79037 9974 16759 26566 39855 49888 60784 67831 10279 17616 27710 39999 51601 61307 68808 11290 17928 28556 40625 53802 61351 70133 11429 18999 29876 41478 53927 61539 75074 Næstu útdrættir fara fram 14., 21. & 28. mars 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 31867 44240 63513 73062 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4211 14548 32821 41331 48280 61989 11281 16143 36041 43709 50807 70424 12714 17766 37716 45328 56234 73287 14097 31550 39018 45787 57808 74400 Aðalv inningur Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 5 3 6 4 6 Hinn þekkti bandaríski gjörningalistamaður Caro- lee Schneemann er látin, 79 ára að aldri. Verk henn- ar voru nokkrum sinum sýnd hér á landi: á Mokka árið 1994, hún kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 2008 og var heiðursgestur myndlistarhátíðar- innar Sequences VII árið 2015. Á sjöunda áratugn- um vann hún stórt ljósmyndaverk með Erró. Schneemann er þekktust fyrir líkamlega gjörn- inga sem iðulega ögruðu fólki og þá er kvikmynda- verkið Meat Joy frá 1964 rómað. Carolee Schneemann látin Carolee Schneemann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.