Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hér á Íslandi er svo mikiðrými, það er alveg ótrú-lega fátt fólk á götunumhér í borginni. Þetta er mjög ólíkt því sem ég á að venjast heima í Eþíópíu þar sem alls staðar er mannþröng. Þó að hér sé vissu- lega kalt þá er allt svo hljóðlátt og hreint, afar notalegt. Ég hlakka mik- ið til að fara út fyrir Reykjavík og sjá og snerta snjó í fyrsta sinn á æv- inni,“ segir Eyerusalem Negya, ung tónlistarkona frá Eþíópíu, sem kom- in er til Íslands til að bjóða Frónbú- um upp á framandi söng sinn. Hún ætlar að vera með tónleika í Fíladel- fíukirkju á morgun, laugardag, en þeir eru hluti af árlegri kristniboðs- viku Kristniboðssambandsins. „Ég syng djass í bland við eþí- ópska sönghefð, sem er mjög ólík annarri afrískri tónlist. Þegar fólk heyrir eþíópska tónlist í fyrsta sinn dettur því stundum í hug arabísk tónlist eða sígaunatónlist,“ segir Eyerusalem sem er ekki aðeins að koma í fyrsta skipti til Íslands held- ur er þetta í fyrsta skipti sem hún fer út fyrir heimaland sitt Eþíópíu. Þetta er því stór stund í hennar lífi, sem er tilkomin vegna vináttu henn- ar og Helgu Vilborgar Sigurjóns- dóttur kristniboða. Var sífellt að leita ráða Þær Helga og Eyerusalem kynntust fyrir þrettán árum þegar Helga var að kenna við tónlistar- deild háskóla Mekane Yesus- kirkjunnar í Addis Ababa í Eþíópíu. Þar er kenndur djass og Eyerusa- lem sem þá var aðeins 18 ára, var í hópi nemenda Helgu. „Ég fann strax fyrir sérstökum tengslum milli okkar Eyerusalem, hún var svo rosalega áhugasamur nemandi, hana þyrsti í að læra. Ólíkt öðrum nemendum var hún sífellt að leita ráða hjá mér í tengslum við tón- listina, hún vildi alltaf verða betri. Hún bauð mér að heimsækja barna- kór sem hún stjórnaði, sem var alveg einstök reynsla fyrir mig og eftir það kynntumst við betur.“ En tengslin eru margslungin milli þeirra vinkvenna, því foreldrar Helgu styrktu Eyerusalem til náms síðasta eina og hálfa árið í skólanum, þegar hana vantaði stuðningsaðila til að ljúka náminu og útskrifast. „Ég vissi vel hversu hæfileikrík Eyerusalem væri og langaði að hjálpa henni að klára námið svo ég spurði foreldra mína hvort þau gætu styrkt hana, sem þau svo gerðu,“ segir Helga og bætir við að þar til núna hafi þær vinkonurnar aðeins hist einu sinni á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því Eyerusalem var í söngnámi hjá henni í Eþíópíu. „Henni hefur vegnað vel, hún er orðin nokkuð þekkt í Eþíópíu og hef- ur gefið út tvær plötur með eigin efni og vinnur nú að þeirri þriðju. Einnig hefur hún gefið út nokkur tónlistarmyndbönd og hún er með spjallþátt á eþíópskri sjónvarpsrás sem sendir út á youtube.“ Tala saman á amharísku Helga var aðeins 19 ára þegar hún fór fyrst til Eþíópíu. „Mig langaði til að taka frí frá námi að loknum menntaskóla, svo ég fór sem sjálfboðaliði til að aðstoða í norskum skóla fyrir kristniboðabörn í Addis Ababa. Þar voru margir ís- lenskir kristniboðar að störfum á þeim tíma og fyrir vikið voru mörg íslensk börn í skólanum. Föður- bróðir minn bjó á þessum tíma í Eþí- ópíu og dætur hans voru í skólan- um,“ segir Helga. „Þegar ég kynnt- ist manninum mínum, sem hafði engin tengsl við kristniboð, þá lang- aði hann til að taka þátt í þessu starfi og við fluttum saman út til Eþíópíu árið 2006 og störfuðum þar bæði í fimm ár. Fyrsta árið vorum við í tungumálaskóla til að læra amhar- ísku, ríkismál Eþíópíu, en síðan störfuðum við sem kennarar í Mek- ane Yesus Seminary í Addis Ababa. Að því loknu fluttum við út í sveit í Eþíópíu og bjuggum þar í tvö ár í yndislegu samfélagi,“ segir Helga og bætir við að þau hjónin hafi flutt heim fyrir níu árum en þau geti vel hugsað sér að fara aftur út og sama má segja um börnin þeirra, sérstak- lega þrjú þau elstu, en þau eiga fimm börn. Kristniboðsstarf hefur lengi verið stór hluti af lífi Helgu og fjöl- skyldu hennar. „Amma mín og afi voru mjög virk í kristniboðsstarfinu og afi ferð- aðist um landið sem trúboði með Ólafi Ólafssyni, fyrsta kristniboð- anum sem starfaði á vegum Kristni- boðssambandsins. Pabbi var gjald- keri kristniboðssambandsins í mörg ár og tveir bræður hans eru líka kristniboðar, annar var í Eþíópíu í fimmtán ár en hinn var í Kenía í tólf ár. Kirkjan sem við höfum starfað með, Mekane Yesus, er stærsta lút- erska kirkjan í heiminum og henni tilheyra 9 miljónir,“ segir Helga sem hefur lært amharísku, sem er rík- ismál Eþíópíu og flestir þar tala. Það er fallegt að hlusta á Helgu og Eye- rusalem tala saman á hinni framandi amharísku. „Í Eþíópíu eru töluð um níutíu tungumál. Þegar við bjuggum í suð- urhluta landsins störfuðum við með- al lítils þjóðflokks sem heitir Tsemai, sem telur ekki nema um 30 þúsund, en þau tala sitt eigið tungumál sem enginn annar í landinu talar. Og fólkið í næsta þorpi við þau talar allt annað tungumál, gjörólíkt. Þetta er mjög sérstakt, en hluti af kristni- boðsstarfi okkar í Eþíópíu er að hjálpa fólki að vernda tungumálin sín og menninguna, m.a. með því að þýða Nýja testamentið á þeirra tungumál.“ Hefur svo mikið að gefa Helga segist í mörg ár hafa látið sig dreyma um að fá eþíópísku vin- konu sína Eyerusalem hingað til lands til að syngja á tónleikum. „Ég er mjög hrifin af tónlistinni hennar og hún hefur líka svo mikið að gefa. Og nú hefur draumurinn orðið að veruleika því Kristniboðssambandið langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 90 ára afmælis samtakanna sem við fögnum nú. Við höfum feng- ið frábæra tónlistarmenn til liðs við okkur til að sjá um undirleikinn hjá henni, Pál Elfar Pálsson bassaleik- ara, Rafn Hlíðkvist píanóleikara, Bent Marínósson gítarleikara og Brynjólf Snorrason trommuleikara. Ég hvet fólk til að láta tónleika Eye- rusalem ekki framhjá sér fara, því þessi tónlist er afar sérstök. Auk þess ætlar fólk frá Eþíópíu sem er búsett hér á Íslandi að dansa með henni. Þetta verður því veisla bæði fyrir augu og eyru.“ Allir eru hjart- anlega velkomnir á tónleikana sem verða í Fíladelfíu Hátúni 2, Reykja- vík, kl. 17 á morgun, laugardag. Hlakkar til að snerta snjóinn Hún fór í fyrsta skipti út fyrir heimalandið, Eþíóp- íu, til að koma alla leið til Íslands. Hún ætlar að syngja fyrir okkur fólkið í norðrinu en íslensk vin- kona og fyrrverandi söng- kennari hennar beitti sér fyrir því að hún kæmi. Morgunblaðið/Hari Vinkonur Helga og Eyerusalem kynntust fyrir 13 árum í Eþíópíu, heimalandi Eyerusalem. Þær hlúa að vináttunni. Ljósmynd/Bernt Marinósson Innlifun Eyerusalem að syngja í eþíópskum kjól á æfingu í Fíladelfíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.