Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ Dóra Haf-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. september 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 26. febrúar 2019. Dóra var frum- burður hjónanna Guðrúnar Steph- ensen leikkonu, f. 1931, d. 2018, og Hafsteins Austmann myndlistarmanns, f. 1934. Eftirlifandi systir Dóru er Kristín Hafsteinsdóttir kennari, f. 1956. Dóra giftist Sigurði Inga Margeirssyni viðskiptafræðingi, f. 1954, árið 1977. Synir þeirra eru: 1) Hafsteinn Gunnar Hagaskóla frá 1976 til 1986, auk þess sem hún sinnti kennslu í vélritun og dönsku. Frá 1986 til 1992 rak Dóra skrifstofu Al- þýðuflokksins í Reykjavík og sá um framkvæmd flokksþinga. Árið 1994 til 1995 starfaði Dóra að framboði R-listans til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík og í framhaldi af því hjá Regnboganum sem var grasrótarsamtök listans. Lengst af starfaði Dóra hjá Þjóðleik- húsinu þar sem hún gegndi stöðu kynningarfulltrúa. Hún hóf störf þar árið 1996 og lauk þeim árið 2012. Þar sá hún um almenn markaðsstörf auk þess sem hún leiðsagði gestum og nemendum sem heimsóttu húsið. Frá 2013 til 2015 var Dóra verkefnastjóri í Hannesar- holti þar sem hún sinnti marg- víslegum störfum sem sneru að rekstri, skipulagningu og kynn- ingarmálum. Dóra verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. mars 2019, klukkan 13. Sigurðsson, f. 1978, í sambúð með Val- gerði Rúnars- dóttur, f. 1978 og eiga þau Láru Ísa- dóru, f. 2014. 2) Margeir Gunnar Sigurðsson, f. 1982, kvæntur Mörtu Goðadóttur, f. 1984, og eiga þau tvo syni, Óðin, f. 2010, og Þorlák, f. 2014. 3) Stefán Gunnar Sigurðs- son, f. 1993, í sambúð með Bergrúnu Mist Jóhannsdóttur, f. 1993. Dóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976 og starfaði lengst af við skrifstofu- og kynningar- störf. Hún var skólaritari í Það er lífsins lán að eignast tengdamóður eins og Dóru. Hún mætti okkur frá fyrsta degi með opinn faðm og bros á vör. Hjartahlý og kát með jákvæðni að leiðarljósi. Dóra var mikill húmoristi, kaldhæðin en þó aldr- ei á kostnað annarra. Hún var heiðarleg, sönn og samkvæm sjálfri sér. Hafði ríka réttlætis- kennd og samkennd með náung- anum. Dóra var lausnamiðuð með eindæmum, það virkaði allt svo auðvelt hjá henni. Ekkert var of mikið mál til að takast á við, þessi mantra einkenndi viðhorf hennar allt til dauðadags. Það var svo gaman að verða hluti af fjölskyldunni á Fossa- götu 1 þar sem húmorinn er alls- ráðandi. Fjölskyldan hittist viku- lega á sunnudögum þar sem allt er látið flakka, létt og lifandi í einstakri stemningu sem Siggi og Dóra náðu að skapa. Við hlökk- um til að viðhalda þessari eintöku stemningu á Reykjavíkurvegi þó að stórt skarð sé hoggið. Þá átti Dóra svo fallegt og gott samband við syni sína, þar er hún okkur mikil fyrirmynd. Hún bar ómælda virðingu fyrir þeim, hlustaði og mætti þeim á aðdáun- arverðan hátt. Fyrir vikið skap- aði hún sterk tengsl við þá. Amma Dóra var vægast sagt með háan status og var einskon- ar rokkstjarna í augum Óðins, Þorláks og Láru Ísadóru. Enda var hún alltaf til í að taka þátt í leiknum og láta ótrúlegustu hug- myndir verða að veruleika. Hlustun, virðing og vinátta ein- kenndi samband hennar við barnabörnin. Þau dýrkuðu þessa stjörnu og gera enn. Við þökkum Dóru fyrir ynd- islegan tíma sem hefði svo sann- arlega mátt verða lengri. Minn- ing Dóru lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ástar- og saknaðarkveðjur, Valgerður, Marta og Bergrún. Mín elskulega frænka Dóra Hafsteinsdóttir var elst okkar systkinabarnanna af Laufásvegi og það er í senn dapurlegt og undarlegt til þess að hugsa að hún sé nú fallin frá. En það var ekki vegna þess að Dóra væri elst að við litum öll upp til henn- ar, heldur vegna þess að hún var alla tíð blíð og góð við alla. Alltaf tilbúin til þess að leggja mikið á sig fyrir aðra og veita þeim bæði athygli og tíma, af kærleik og með ánægju. Slík gjafmildi er okkur ekki öllum gefin en hana mættum við öll taka okkur til eft- irbreytni og vera þakklát fyrir. Það eru margar góðar stundir úr lífi Dóru frænku sem nú standa fyrir hugskotssjónum og ég er þakklátur fyrir að hafa deilt með henni. Góðar æskustundir hjá ömmu og afa á Laufásveg- inum sem og samverustundir á okkar fullorðinsárum. Það er mér reyndar sérstaklega minn- isstætt þegar Dóra kynnti okkur fyrir kærastanum úr MT, Sigurði Margeirssyni, eða Sigga frænda eins og við leyfðum okkur fljót- lega að kalla hann, sem átti eftir að verða hennar elskaði eigin- maður til margra góðra ára. Einnig þær stundir þegar sóma- drengirnir þeirra þrír komu í heiminn og hversu mikla og sanna gleði þeir færðu minni elskulegu frænku. Og þá ekki síður þegar Dóru hlotnaðist sú hamingja að verða amma sem átti nú aldeilis vel við hennar ljúfu lund og fallega hjartalag. Sérstaklega er mér þó alltaf minnisstætt þegar Dóra og Siggi höfðu fest kaup á gömlu timb- urhúsi sem var svo flutt vestur í litla Skerjafjörð þar sem þau bjuggu sér og drengjunum fal- legt og gott framtíðarheimili. Þar var nú oft glatt á hjalla, jafnt á björtum og sólríkum sumardög- um sem og hefðbundnum spila- kvöldum okkar frændsystkin- anna í svartasta skammdeginu. En það var auðvitað Dóru líkt að taka að sér oftar öllum að halda slík skemmtikvöld okkur öllum til gleði. Dóra frænka var mikil fjöl- skyldukona og missir Sigurðar, strákanna og þeirra fjölskyldna er mikill, rétt eins og Kristínar systur hennar en samband þeirra systra var alla tíð einstaklega gott og fallegt. Við Margrét og okkar fjölskylda, ásamt móður minni Helgu, móðursystur Dóru, sendum öllum þeim sem stóðu næst Dóru frænku okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu mun lifa. Magnús Guðmundsson. Síðustu samskipti okkar Dóru frænku gengu út á að við ætl- uðum að hittast, að hóa saman fjölskyldu og vinahópi og halda spilakvöld eins og við höfum gert árlega í áratugi. Það lýsir ágæt- lega okkar samskiptum í gegnum lífið. Að hittast og hafa það skemmtilegt. Leiðir okkar Dóru lágu snemma saman. Hún var rétt tæplega að skríða á unglingsár þegar hún tók að sér að passa mig meðan foreldrar mínir stunduðu nám og störf. Það var þá sem við byrjuðum að þvælast um saman, fara í göngutúra, heimsækja gamalt fólk á Hrafn- istu og annað sem ungt fólk hefur gaman af. Maður var alltaf í góð- um höndum hjá Dóru, jafnvel þó að við lentum í hremmingum eins og þegar ég festi fótinn í hurðinni á strætó sem ók af stað án þess að bílstjórinn yrði okkar var enda hljóp Dóra þá með mig í fanginu meðfram strætó þar til mér tókst að losa mig úr stígvél- inu. Atvik sem við Dóra hlógum endalaust að í gegnum tíðina. Þarna hófst okkar ævilangi vin- skapur. Ég man vel eftir því þegar hún byrjaði með Sigga. Þau voru bæði í Menntaskólanum við Tjörnina, hryllilega smart og skemmtileg. Og hvílík gæfa var koma hans inn í fjölskylduna. Þau áttu fyrirmyndarsamband, eignuðust þrjá frábæra drengi og bjuggu þeim umhyggjusamt og menningarlegt heimili. Hver veit nema Dóra hafi lært eitthvað af því að æfa sig á mér því hún var svo frábær móðir að leitun var að öðru eins. Hún tók virkan þátt í öllu því sem strákarnir þeirra tóku þátt í, var þeim stoð og stytta og þátttakandi í sigrum þeirra í námi og starfi. Svo komu barnabörnin sem fengu úthlutað sömu ást og umhyggju. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki en varla nokkru eins já- kvæðu og hlýju og Dóru. Ég man varla eftir því að hún hafi hall- mælt nokkrum manni, þó að vissulega hefði hún skoðanir og frábæran húmor, bæði fyrir líf- inu og sjálfri sér. Hún hefur verið mér ómetanlegur vinur og fyr- irmynd. Fjölskyldan fylgdist með því hvernig þær systur, Stína og Dóra, hafa staðið með foreldrum sínum, ekki síst Gunnu frænku, eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi, síðustu ár. Alltaf voru þær tiltækar þegar eitthvað bjátaði á og voru móður sinni ómetanlegur stuðningur síðustu árin þegar veikindi sóttu að. Fyr- ir það erum við þeim þakklát. Það er stundum haft á orði að fólk sem hverfur frá í blóma lífs- ins, eins og Dóra nú, skilji eftir sig tómarúm í hjörtum þeirra sem eftir sitja. Slíkt er ekki hægt að segja um Dóru, því þó svo að við söknum hennar óendanlega mikið hefur hún fyllt hjörtu okk- ar af kærleika og ást sem við bú- um alltaf að og fyrir það erum við þakklát. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða Dóru í gegnum lífið. Hugur okkar er hjá aðstand- endum, Sigga sem var henni svo mikilvægur og kær, Hafsteini föður hennar, Stínu systur, drengjunum hennar, þeim Hadda, Magga og Stebba, tengdadætrum og barnabörnum og þeim fjölmörgu vinum sem hún eignaðist í lífinu. Þorsteinn Guðmunds- son, Elísabet Anna Jónsdóttir og börn. Stefán Þórsson og Ásta Kristín Óladóttir og börn. Helga Þ. Stephensen. Við vorum á göngu upp Amt- mannsstíginn, ég og Hafsteinn minn, aðfaranótt miðvikudags. Hann var nýbúinn að fá fréttir símleiðis þegar hann tók í hönd mína og við örkuðum af stað í dimmri þögn. Ég vissi að símtalið hafði verið erfitt en ekki efni þess, hann var enn í of miklu sjokki til að deila fregnunum. „Hún er dáin,“ stundi hann loks upp og mér fannst eins og malbikið sem við gengum á sykki undan hverju skrefi. Áður en ég kom inn í fjölskyld- una þekkti ég Dóru sem yndis- lega samstarfskonu, en eftir að ég varð hluti af fjölskyldunni urðu vinaböndin sterk. Ég var vinkona hennar og helsti aðdá- andi, Dóra stappaði í mig stálinu ef þurfti og stóð fyrst allra upp til að fagna öllum litlum sigrum og áföngum í lífi okkar Hafsteins. Hún hrósaði mér reglulega og sá til þess að ég vissi að í henni hefði ég alltaf stuðning. Ég gleymdi því aldrei, ég gleymi því aldrei. Ég sagði mömmu minni fyrir nokkru í samtali okkar um tengdafjölskylduna mína frá- bæru að ég, manneskja sem er alls ekki mikið fyrir að kjassa, faðmaði alltaf Dóru þegar ég sæi hana. Þetta er siður sem ég tók upp upp á mitt eindæmi. Það þurfti engar ákvarðanir að taka, ég bara varð að taka utan um hana og knúsa þegar við hitt- umst, og þegar ég tók utan um hana kallaði hún mig ljósið sitt. Sá titill er sá sem gerir mig allra stoltasta. Það er nefnilega leitun að manneskju sem býr yfir sömu hlýju og stafaði alltaf frá henni Dóru. Í jólaboðinu sem haldið var á jóladag 2018 sátum við Dóra saman. Það var tilviljun sem ég þakkaði fyrir um leið og mér varð það ljóst að ég fengi að eyða kvöldinu í spjalli við hana fram á kvöld, mér fannst ég vera heppn- asta konan í boðinu og ég var það. Hún kallaði mig ljósið sitt og ég vildi óska að ég fengi tækifæri til að segja henni að eftir að hafa fengið að kynnast henni og knúsa hana eins oft og ég gat, á ég ljós í hennar minningu sem aldrei slokknar. Elsku sonum hennar þremur og þeirra fólki, Hafsteini Aust- mann, Sigga, Stínu, Hafsteini mínum og systkinum hans votta ég mína dýpstu samúð. Júlía Margrét Einarsdóttir. Þarna stóð hún á ganginum í Hagaskóla eitthvað svo glettin til augnanna, nýflutt heim með fjöl- skyldunni frá Danmörku. Hún bar með sér yndisþokka og nýjan blæ, íklædd Marimekko-mussu og andefodsko. Spennandi stúlka, smekkleg og smart og brilleraði að sjálfsögðu í dönsku. Maður sogaðist að henni, sem betur fer. Dóra varð mín besta og nán- asta vinkona og hefur vináttan haldist allar götur síðan í Haga- skóla, ekta og áreynslulaus. Þeg- ar horft er um öxl og rifjað upp sameiginlegt brall okkar sé ég hvað Dóra, með sinni stóísku ró, hafði mótandi áhrif á mig. Á heimili hennar í Kastalagerði nærðist maður á listsköpun í hverju skúmaskoti. Guðrún móð- ir Dóru las yfir hlutverkin og stundum fengum við að skottast með á æfingar í Iðnó. Húsmóð- irin var afbragðskokkur og bauð gjarnan upp á eitthvað framandi, svo bragðlaukarnir fóru á flug. Á mínu heimili hafði ég aðallega vanist salti og pipar í matargerð. Pabbinn, Hafsteinn listmálari, mundaði penslana í vinnustof- unni af sinni alkunnu snilld. Sum málverka hans minna mig oft á Dóru, form þeirra og litasam- setningar stílhrein og áferðarfal- leg. Ég minnist þess að það var frekar hljótt í Kastalagerði, á meðan fólkið sinnti listsköpun sinni, sem var nýbreytni fyrir mig, komandi úr skarkalanum á Sóló. Þar var Dóra heimagangur líka og henni fannst kjötbollurn- ar hennar mömmu ómótstæðileg- ar. Við brölluðum ýmislegt enda áhugamál okkar og lífsskoðanir áþekkar. Einhverja verslunarmanna- helgi, þegar unglingarnir þustu úr bænum, dunduðum við okkur heima við sauma. Smekkbuxur skyldu það vera en eitthvað gekk það brösuglega fyrir sig, varð undið og klunnalegt. Létum það ekki aftra okkur og töltum alsæl- ar í bæinn í nýsaumuðu. Fengum okkur ís með dýfu, fórum síðan heim að spila á „luft“-gítar með Deep Purple í botni. „Poppleik- urinn Óli“, sem sýndur var í Tjarnarbíói, var í sérlegu uppá- haldi hjá okkur. Sáum við hann 17 sinnum, því í lokin fengu gest- ir að fara upp á svið og dansa. Það var toppurinn. Svo skutumst við á Laufásveginn til ömmu Theu í löðrandi smjörsteiktar pönnukökur. Það fór lítið fyrir strákastandi á okkur framan af, en í menntó fann Dóra Sigga sinn, sem var mikil gæfa. Skömmu síðar hitti ég Kela minn í húsi á Ránargötu, sem Dóra og Siggi keyptu og fluttu í allri sinni dýrð í litla Skerjafjörðinn. Þetta er lýsandi fyrir órjúfanlega vin- áttu okkar. Að sjálfsögðu urðu Siggi og Keli mestu mátar. Dóra hafði leiftrandi kímnigáfu og næma sýn á hið skondna í lífinu. Stund- um leið tími milli samverustunda en það var alltaf eins og gerst hefði í gær. Dóra mátti ekkert aumt sjá og var boðin og búin fyrir alla í kringum sig af örlæti og hlýju. Hún vafði alla strákana sína þvílíkri umhyggju og ást. Stolt móðurhjartað sló oft örar þegar hún sagði frá afrekum þeirra. Nú er það okkar verk að passa upp á hvert annað í anda Dóru. Kveð ég hjartkæra vinkonu með þökk fyrir að opna augu mín og hjarta fyrir listinni og ævin- týrum lífsins. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Það er ljúft að minnast hennar Dóru Hafsteinsdóttur. Hugurinn skondrast aftur á bak í tímann þegar við vorum í einstökum bekk í Kársnesskóla, sem við bekkjarfélagarnir köll- um alltaf Þ-bekkinn. Þórir Hall- grímsson var kennarinn okkar, hélt okkur við efnið og lagði heil- mikið af mörkum til að leggja góðan grunn að framtíð okkar krakkanna. Það var ekki bara lært og lesið heldur sungið, leik- ið og ýmislegt brallað. Við Dóra og fleiri bekkjarfélagar vorum svo heppin að veljast í skólaleik- rit þar sem ég var drottningin, Siggi Hektors var kóngurinn og Dóra prinsessan. Guðrún Steph- ensen, hin ástsæla leikkona okk- ar Íslendinga, mamma Dóru, var leikstjórinn, og fylgdi okkur meira að segja í „Stundina okk- ar“ með leikritið. Þessar minn- ingar streyma og flytja mig aftur til góðra bernskuára með henni Dóru og bekkjarfélögunum. Mér þótti alltaf svo sérstakt að hún átti pabba sem var líka listamað- ur, þannig pabbar og mömmur voru ekki á hverju strái, og hún Stína var heldur ekki langt und- an. Gott að rifja minningar um þau öll fjögur upp með bros á vör. Hún Dóra var heilsteypt, góð manneskja og góð mamma. Því átti ég eftir að kynnast síðar á lífsleiðinni og við áttum oft sam- skipti meðan hún vann í Haga- skóla og í Þjóðleikhúsinu. Alltaf boðin og búin, alltaf jákvæð og góð. Það var gott að spjalla við hana og rifja upp gömul kynni. Það hafa alltaf orðið fagnaðarfundir með Dóru þegar við í Þ-bekknum höfum hist gegnum tíðina; einstakur hópur – góðar manneskjur með Þóri kennaranum okkar til lífstíðar. Það er sárt að þurfa að kveðja Dóru svona snemma og minnir okkur á hvað góð kynni eru dýr- mæt og gefandi. Hennar verður alltaf minnst fallega þegar við bekkjarfélagarnir hittumst framvegis. Hlýjar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Blessuð sé minning hennar Dóru. Margrét Theodórs- dóttir, 12 ára Þ, 1967. Vinkona okkar Dóra Haf- steinsdóttir hefur kvatt. Það er ekki langt síðan við heimsóttum hana á heimili henn- ar í Skerjafirðinum. Þrátt fyrir að ekki leyndi sér að hún væri mjög veik þá tók hún á móti okk- ur með glettni og hlýjunni sem var henni svo eðlislæg. Í kringum Dóru var alltaf sól- skin. Hún gerði ekki mannamun og talaði til allra með áhuga og gleði. Hún var hreinlynd og skýr í tali, enda jafnaðarmanneskja með ríka réttlætiskennd. Dóra var listræn eins og hún átti kyn til. Við dáðumst að því hvernig hún klæddist og eins að einstaklega fallegu heimili henn- ar og Sigga. Dóra var kona sem lagði rækt við umhverfi sitt og sinnti vinum og fjölskyldu sinni af fórnfýsi og dugnaði. Við söknum okkar góðu Dóru um leið og við þökkum fyrir vin- áttu hennar í gegnum árin. Sigga og fjölskyldunni allri vottum við innilega samúð. Margrét Matthíasdóttir og Svava Þorsteinsdóttir. Dóra og Stína urðu hluti af lífi mínu árið 1968 á námskeiði á Laugarvatni. Þá vorum við 12 og 13 ára. Dóra var sú alsvalasta fannst mér af öllum þeim stelp- um sem þar voru, bæði fyndin og skemmtileg. Kynnin við þær systur stækkuðu heiminn. Inn í heimsmyndina komu ekki bara Dóra og Stína heldur líka Gunna Steph. og Hafsteinn og seinna Thea og allt hennar fólk. Þor- steinn Steph. var inni í myndinni en á hliðarlínunni. Til urðu líka nýir áfangastaðir; Kastalagerði 7, Laufásvegur 4, sumarbústaður Theu við Elliðavatn og allir pöss- unarstaðirnir hjá Ragnheiði og Dodda, Helgu, Fríðu og Stebba og Leifi frænda þeirra. Allt stað- ir sem enn má heimsækja í hug- anum. Seinna varð ný samleið í Hagaskóla. Þar varð til nýtt tvíeyki, Dóra og Diddú, og ég fylgdi þeim stundum eftir. Við Dóra vorum valdar úr hópi á leik- listarnámskeiði til að leika í Jóð- lífi Odds Björnssonar á árshátíð skólans 1971. Valdar út á ætterni til að leika sömu hlutverk og afi Dóru, Þorsteinn, og pabbi minn, Baldvin, höfðu leikið við frum- flutning verksins. Einhverja at- hygli hefur túlkunin vakið því við sýndum líka í Félagsheimili Kópavogs. Nýlega lýsti fyrrver- andi nemandi Hagaskóla leik okkar sem leiksigri og í minningu hans skiptu bara tvær leiksýn- ingar á ævi hans máli – Jóðlíf og Ferðin til Limbó. Sýningin reyndist ekki alveg gleymd. Samfundir strjáluðust þegar frá leið en það var alltaf gaman að hitta hana Dóru. Hún hafði yf- ir sér einhvern gleðibrag sem lyfti upp stemningunni hvar sem hún fór. Sonur minn segir að þegar ég hafi yfir nöfnin Dóra og Stína þá birti yfir röddinni rétt eins og nöfnin ein beri með sér gleði. Inga Lára Baldvinsdóttir. Sólríkan dag sumarið 2001 gekk ég inn á skrifstofur Þjóð- leikhússins á Lindargötunni til að taka við starfi við kynningar- deild hússins. Fram undan var mikil vinna við að undirbúa kynn- ingu á nýju leikári og ég var blaut á bak við eyrun. Á móti mér tók Dóra sem var kynningar- deildin, þekkti alla króka og kima leikhússins, sögu þess, persónur og leikendur. Hún tók mig í sinn hlýja faðm og þar fékk ég að vera í þau fimm ár sem ég starfaði í leikhúsinu. Þetta fyrsta ár var mér erfitt í einkalífinu og lengi vel vissi eng- inn í leikhúsinu af því nema Dóra. Hún hélt utan um mig, studdi mig, steig inn í verkefni þegar ég þurfti á því að halda, hélt mér gangandi. Fyrir það verð ég henni eilíflega þakklát. Dóra Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.