Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Dóra var traustur vinur vina sinna. Húmoristi af guðs náð, vinamörg, vel lesin og fróð um alls kyns hluti, með sterkar skoð- anir og réttlætiskennd, ástríðu fyrir (Þjóð)leikhúsinu og leikhús- fólkinu sínu en fyrst og síðast fjölskyldumanneskja. Hún hugs- aði alla tíð vel um foreldra sína og var alltaf til staðar fyrir syst- ur sína og frændsystkini sín. Dóra var vakin og sofin yfir drengjunum sínum þremur, yfir sig stolt af þeim og styðjandi, alltaf reiðubúin að taka þátt í nýj- um ævintýrum. Hún tók tengda- dætrum sínum opnum örmum, að ekki sé minnst á barnabörnin sem Dóra umvafði alla daga. Hlý- legt heimili Dóru og Sigga stóð alltaf opið. Dóra var hjartað í föstudags- klúbbnum svokallaða. Hann skip- ar hópur samstarfsmanna í Þjóð- leikhúsinu sem skiptist á að koma með kaffiveitingar í föstu- dagskaffi. Þegar Dóra var með kaffið kom hún ævinlega með þriggja hæða marengstertu sem skreytt var með litlum (helst) dönskum fánum. Danmörk og danska lágu nefnilega hjarta Dóru nærri. Þó að flestir hafi nú látið af störfum hjá Þjóðleikhús- inu hittist þessi góði klúbbur enn af og til og treystir böndin. Það er sannarlega skarð fyrir skildi í föstudagsklúbbnum. Það var alltaf gaman að vera með Dóru og Sigga. Þau voru samhent hjón og missir Sigga er mikill. Ég geymi með mér gulln- ar stundir með kímni, gleði, söng og dansi og auðvitað svolitlu drama. Skárra væri það nú að við, sem kynntumst í gegnum leikhúsið, værum ekki með það á hreinu að í lífinu skiptast á sorg og gleði. Og nú er það sorgin sem kvatt hefur dyra. Björg. Ég stend einn aldrei þessu vant í frímínútum á skólalóð Kársnesskóla. Sé allt í einu út undan mér að hún Dóra stefnir beint til mín og ég þekki hana ekki neitt. Dóra er líka fjórum árum eldri en ég og allir vita hver hún er því hún er dóttir Guðrúnar kennara og hans Hafsteins teiknikennara sem oft- ar en ekki hendir mér út úr tíma hjá sér vegna ónæðis. Dóra staðnæmist beint fyrir framan mig og horfir brosandi niður til mín og segir; Ég sá þig í Stundinni okkar í gær. Ég var gjörsamlega frosinn yfir þessari óvæntu upphefð og stama út úr mér; Og hvað með það? Nei þetta var bara flott, segir þá Dóra og er rokin með það sama. Þetta voru sem sagt fyrstu kynni okkar Dóru en þau áttu síðan eftir að taka á sig mun skemmtilegri og dýpri mynd ára- tugum síðar þegar við Anna kynnumst Sigga og Dóru þegar börnin okkar fóru að rugla sam- an reytum. Í dag koma því upp í hugann margar fallegar og skemmtilegar myndir af Dóru. Enginn var hressari í fjöl- skylduboðum en Dóra, sem ávallt kom eins og ferskur andblær og gaf öllum, ungum og öldnum, af hlýju sinni og gæsku. Hispurs- laus og brosandi smitaði hún hressileikanum til okkar allra. Alls staðar heima í umræðunni um menn og málefni líðandi stundar. Enginn var tilbúinn að hlæja eins og Dóra, sem sá húmor í hverju horni og hreif alla með sér. Ofuramman Dóra. Hún vissi fátt betra en að passa og vera í samvistum við barnabörnin þrjú og það var greinilega gagn- kvæmt. Þeirra missir er mikill í dag. Við Anna kveðjum okkar elskulegu Dóru með harm í brjósti, en þökkum jafnframt fyr- ir að hafa fengið að deila með henni öllum góðu stundunum undanfarin ár. Við erum líka stolt af því að eiga með henni og Sigga framtíðarsjóð í ungu mönnunum okkar þeim Óðni og Þorláki. Minning um sterkan karakter og góða konu mun lifa með okkur sem eftir stöndum. Goði Sveinsson. Sól og bjartir hlýjustraumar byrja að ferðast um kroppinn þegar ég hugsa um Dóru. Hvern- ig hún brosti, hvernig hún labb- aði, hvernig hún sat og bara hvernig hún gerði hlutina og lifði. Hún var sannkölluð fyrirmynd. Hún var þeim eiginleika gædd að geta látið mér líða eins og ég væri velkominn, sama hvert ég kom. Svo lengi sem hún var á svæðinu, þá leið mér vel og örlít- ið betur en áður en ég kom. Og þegar maður var að fara eitthvað sem maður vissi að Dóra mundi vera, hugsaði maður sér gott til glóðarinnar. Þarna yrði næs, af því að Dóra yrði þar. Nærveran var svo hlý og hún svo glaðlynd og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Þegar ég sat við matarborð með henni og hennar fjölskyldu leið mér eins og ég væri hluti af þeirra góðu og skemmtilegu dýnamík. Hún var svo góður dýnamíkur- höfundur. Hún lét mér líða vel án þess að ég þyrfti að segja henni að mér liði illa eða undarlega. Með nærveru sinni einni saman lét hún mér einfaldlega líða bet- ur. Fyrir það verð ég henni æv- inlega þakklátur. Takk fyrir að vera svona yndisleg og hlý. Og takk, strák- arnir hennar fjórir. Þið eruð lukkunnar pamfílar að hafa átt hana að alla tíð. Þið eruð ynd- islegir líka, eins og hún, og ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Þvílík eiginkona, móðir og amma. Þvílík fyrirmyndar- manneskja. Svo lengi sem sólin er til getur maður hugsað til Dóru og hún verður líka til. Af því að Dóra var sól. Ragnar Ísleifur Bragason. Haustið 1972 mættust ung- menni úr ýmsum hverfum Reykjavíkur og nágrannabyggð- um í Menntaskólanum við Tjörn- ina. Það markaði upphaf að vin- áttu okkar bekkjarsystkinanna sem hefur staðið í tæp 47 ár. Nú hefur verið höggvið skarð í þenn- an hóp með fráfalli kærrar vin- konu okkar Dóru Hafsteinsdótt- ur og verður hennar sárt saknað. Það kom fljótt í ljós að Dóra hafði einstaka hæfileika til að halda utan um hópinn. Hún átti frumkvæði að því að hittast, bjó til nafnalista og sendi út skilaboð sem oftar en ekki hófust á orð- unum: Elskulegu bekkjarsystkin úr 4-B. Af sinni einstöku alúð kunni hún að búa til umgjörð um samverustundir þar sem öllum leið vel. Hún var hlý, kunni að skapa notalegt andrúmsloft með nærveru sinni, bar virðingu fyrir öllum og hvatti fólk óspart til dáða. Dóra opnaði ávallt heimili sitt fyrir bekknum, fyrst á æsku- heimilinu í Kópavogi og síðan þegar Siggi var kominn til sög- unnar og þau farin að búa undir súð á Freyjugötunni. Það var í þægilegu göngufæri frá MT og varð fljótt vinsæll samkomustað- ur enda Dóra alltaf með opinn faðminn og naut þess að taka á móti okkur. Árin liðu og húsa- kynnin stækkuðu og eftir að Dóra og Siggi fluttu á Fossagöt- una í Litla-Skerjó varð heimilið miðstöð bekkjarsamkomanna. Dóra var litrík kona og mikið samkvæmisljón, sagði skemmti- lega frá og hafði ríka kímnigáfu. Hún var sjálfkjörinn fulltrúi bekkjarins í öllum afmælisnefnd- um árgangsins og sá um að miðla upplýsingum til hópsins. Nú þegar komið er að kveðju- stund erum við þakklát og hugs- um um allar dýrmætu samveru- stundirnar og minningarnar sem við eigum saman. Hugurinn er hjá Sigga og fjöl- skyldu. Bekkjarsystkinin í 4-B, Ásdís, Gréta, Jóhanna, Halldóra og María. Það var alltaf gaman að vera samvistum við hana Dóru. Bros- hýr og glaðlynd, jákvæð og skarpgreind, dugleg og drífandi. Við unnum saman í Þjóðleikhús- inu í um það bil áratug og aldrei bar skugga á samvinnu okkar eða vináttu. Dóra starfaði lengst af í minni leikhússtjóratíð í mark- aðsdeildinni sem markaðsfulltrúi og verkefnastjóri, hafði umsjón með kynningum og annaðist samskipti við fyrirtæki og hópa og fór það afbragðsvel úr hendi. Reyndar gekk hún í ýmis önnur störf þegar á þurfti að halda því hún var fjölhæf og ábyrgðarfull hvað sem henni var falið. Kynni okkar Dóru hófust með- an hún var enn ung að árum, þá var hún aukaleikari hjá mér í leikriti Jökuls Jakobssonar, Kertalogi, í Iðnó. Lék hún einn af geðsjúklingunum á hælinu þar sem leikritið gerist og stóð sig mjög vel. Hún var líka um hríð svokölluð sætavísa og skráveifa í Iðnó, þar sem hún var hagvön, því hún var dóttir sómakonunnar Guðrúnar Þ. Stephensen leik- konu. Dóra var félagslynd og hug- myndarík þannig að hún tók virkan þátt í félagslífi starfs- manna á þjóðleikhúsárunum og ófáar voru þær samkomurnar eða ferðalögin, þar sem hún var fremst í flokki skipuleggjenda. Eftir að hún hætti störfum í Þjóðleikhúsinu var hún einnig einn aðalforsprakkinn í því að stefna okkur saman, fyrrverandi samstarfsfólki, sem á sínum tíma höfðum stofnað hinn svokallaða „föstudagsklúbb“, þar sem við drukkum saman kaffi á skrifstof- unni á föstudagsmorgnum og skiptumst á að sjá um meðlæti. Menn kepptust við að toppa hver annan af slíkum metnaði að þarna mættu manni heilu alls- nægtaborðin og ótrúlegustu hnallþóruafrek. Varð að lokum að setja reglur um takmarkað umfang góðgætis en klúbburinn lifði af. Síðustu ár barðist Dóra við sjúkdóminn sem svo erfitt er að sigrast á, krabbameinið. Við höf- um samt hist eins og fyrr segir, ofangreindur hópur fyrrverandi starfsfélaga svona einu sinni til tvisvar á ári og átt saman ánægjulegar stundir. Síðast hitti ég Dóru einmitt á slíkri stund, skömmu fyrir jólin. Þá bar hún sig ótrúlega vel eftir margra ára hremmingar. Hún var bjartsýn og taldi sig jafnvel vera að vinna bug á veikindunum. Við Tóta og fjölskyldan send- um Sigurði, eiginmanni Dóru, Hadda Gunna syni hennar og þeim bræðrum ásamt fjölskyld- um, Hafsteini föður hennar, Kristínu systur og allri stórfjöl- skyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það er mikil eftirsjá að henni Dóru en við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessari mætu konu og fá að vera samferða henni í lífi og starfi. Blessuð sé minning henn- ar. Stefán Baldursson. Hannesarholt var ekki gamalt þegar Dóra Hafsteinsdóttir kom til starfa hjá okkur á vormánuð- um 2013, ómetanlegur starfs- maður í frumbernsku sjálfseign- arstofnunarinnar. Hún var hvers manns hugljúfi og umfaðmaði alla sem í húsið komu, óspör á sögur og upplýsingar sem gest- um þætti fengur að þegar færi gafst. Dóra var ósérhlífin og lét sig ekki muna um að hlaupa stig- ana og gekk í hver þau verk sem þörf var á til að dagarnir í húsinu gengju upp. Jákvæð, hlý, um- hyggjusöm og heil. Fjölskyldan var henni ofar öllu og hafði hún unun af að hlúa að unga fólkinu sínu og barnabörnunum. Mér er þakklæti efst í huga fyrir að hafa fengið að kynnast Dóru og fyrir að hafa fengið hana með mér í lið Hannesarholts, þar sem við snerum bökum saman og leystum úr því sem þurfti að leysa. Hennar geðgóði maki, Sig- urður, lét ekki sitt eftir liggja ef hann gat aðstoðað konu sína við aukaverk og undirbúning að kvöldi til, léttur í spori og kurteis fram í fingurgóma. Ég votta Sigurði, sonum, tengdadætrum, barnabörnum, systur, föður og öðrum aðstand- endum Dóru mína dýpstu hlut- tekningu. Fyrir mína hönd, fjöl- skyldu minnar og Hannesarholts þakka ég samfylgdina. Gengin er kona sem átti bara vini, lánsamir þeir sem áttu hana í lífi sínu. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Við Siggi Marg, eins og við vinir hans segjum, höfum verið vinir frá barnæsku. Henni Dóru kynntumst við svo þegar að því kom í menntaskóla að hann náði í hana. Sem var einmitt um svipað leyti og við kynntumst. Og kynn- in við Dóru urðu ekki vonbrigði, hvorki þá né síðar. Með henni var, óhætt að segja, alltaf gaman. Dóra var afskaplega ljúf í viðmóti og svo var hún húmoristi af guðs náð og sagði sögur af samferða- fólki sínu með hæfilegri alvöru. Enginn var undanskilinn gaman- sögunum, allra síst hún sjálf. Þess vegna var samveran alltaf frekar laus við alvöru lífsins og snerist meira um léttleika tilver- unnar og tilheyrandi hlátur. Þess vegna minnumst við Dóru með brosi í gegnum tárin þrátt fyrir allt. Allir hafa sína galla. Siggi gerðist Samfylkingarmaður og Dóra ekki síður, eins vel og hún var af guði gerð. Þess vegna byrjuðu allir okkar fundir með því að reyna að leiða þau frá villu síns vegar. Þeir sem þekkja Sigga vita að hann er ekkert af- skaplega leiðitamur svo að notuð séu væg orð um mjög svo skoð- anafastan mann, sumir mundu líklega segja þrjóskan. Þess vegna enduðu líka allar slíkar til- raunir á fyrirsjáanlegum stað. Þá sagði annað okkar við Dóru að hún væri uppáhaldskommúnist- inn okkar. Að því búnu var hægt að snúa sér að öðrum hlutum. Við höfðum fyrir fastan sið að hittast á aðventunni heima hjá okkur með fleiri vinum. Þá voru heimatilbúnir síldarréttir á borð- um, en veigarnar á hinn bóginn illa danskar. Ekki þótti okkur það nú leiðinlegt. Nú fyrir jól höfðum við talað við Dóru og hlökkuðum mikið til sam- fundanna. Svo kom dagurinn og við heyrðum í Dóru í síma. Siggi kæmi einn í þetta sinn, en hún hlakkaði mikið til næstu aðventu. En það bíður okkar enn um sinn og það verður önnur aðventa og svo annar fögnuður þar sem við hittumst heldur en við hugðum þá. Það tekur okkur sárt að vera fjarverandi og geta ekki kvatt hana öðru vísi en með þessum fá- tæklegu orðum. Söknuðurinn er mikill. Guð veri með Sigga vini okkar og allri fjölskyldu þeirra Dóru. Einar og Regína. Það var árið 1976 sem ung stúlka réðst sem skólaritari að Hagaskóla. Hún hafði útskrifast úr skólanum fáum árum áður. Var vissulega kunnug skólanum og einnig mörgum í starfsliðinu. Samt var þetta stórt skref fyrir unga og lítt reynda stúlku. Skóla- ritarastarfið á þessum árum var og er reyndar enn mikið og vandasamt. Á ritaranum standa ótal spjót. Samskipti og þjónusta við skólastjórnendur, kennara, foreldra og ekki síst nemendur krefjast samskiptahæfni, þolin- mæði og hlýju. Dóra Hafsteins- dóttir, sem við kveðjum nú ótímabærri kveðju, átti þessa eiginleika í ríkum mæli. Skrif- stofur okkar voru hlið við hlið og samskiptin mikil og góð. Minnist ég ekki að þar hafi nokkurn tíma slegið í bakseglin. Glaðværðin var einnig einn af mörgum kost- um hennar og ekki síður hve eðli- lega hún leitaði ráða og aðstoðar. Nemendur fundu fljótt að til hennar var auðvelt að leita varð- andi ólíklegustu hluti, hvort sem þeir snertu hið daglega skóla- starf eða vandamál unglingsár- anna. Henni var treystandi. Þrátt fyrir ungan aldur féll hún fljótt inn í hóp starfsfólksins og þótt flestir séu hættir eða hafi leitað á önnur mið hélt hún sam- bandi við marga fram undir það síðasta. Ekki skemmdi fyrir þeg- ar hún fann hann Sigga sinn. Hann varð fljótt einn af hópnum sem enn heldur saman, Haga- lögðunum. Dóra og Siggi voru al- gerlega samofin í okkar huga. Kæri Siggi og fjölskylda, við Auður sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um þann sem öllu ræður að styrkja ykkur í sorginni. Hún er sár en minningarnar um yndis- lega konu munu fylgja okkur öll- um. Haraldur Finnsson, fyrrum yfirkennari Hagaskóla. Látin er í Reykjavík mikil og góð vinkona mín og vinnufélagi, Dóra Hafsteinsdóttir, sem vann með mér í Þjóðleikhúsinu. Hún var svo góð og hlý í öllu sem hún gerði. Fyrir mig er þetta mikil söknuður, en þó held ég að synir hennar og barnabörn eigi eftir að sakna hennar meira. Mestur er þó söknuður mannsins hennar, nú þegar vorið kemur með allt sitt þá kvaddi hún þetta líf. Von- andi verður vel tekið á móti henni þegar hún bankar á dyrnar í himnaríki. Takk fyrir allt gott sem þú hefur sýnt okkur Ingu, það er ljósið okkar. Sendi strák- unum þínum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur okkar Ingu og einnig manninum þínum líka samúðarkveðjur. Kristinn Guðbjartur Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir. Ástkær frændi okkar og vinur, MARGEIR SIGURÐUR VERNHARÐSSON, Grundartúni 10, Hvammstanga, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. febrúar. Útför hans verður frá Hofsóskirkju laugardaginn 9. mars klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Dýrfjörð EIRÍKUR BJARNASON augnlæknir lést laugardaginn 2. febrúar. Útför Eiríks fór fram í kyrrþey að ósk hins látna mánudaginn 4. mars. Auðun Eiríksson Mona Hitterdal Erla Auðunsdóttir Gerður Auðunsdóttir Kristín Auðunsdóttir Brynja Bjarnadóttir Lára V. Albertsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN GRÍMSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, andaðist laugardaginn 2. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. mars klukkan 13. Brynjólfur Kristinsson María Jóna Einarsdóttir Hreggviður Hreggviðsson Hallgrímur Árni Ottósson Ástrós Gunnarsdóttir Kristín Guðný Ottósdóttir Viktoría Eyrún Ottósdóttir Valgerður Ósk Ottósdóttir Kolbrún A. Kvaran Kristinn Brynjar Bjarnason Jón Rúnar A. Kvaran Helga Valgerður Skúladóttir ömmu- og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS SIGURGEIRSSONAR frá Hlíð A-Eyjafjöllum, Fróðengi 3, Reykjavík. Þórhildur M. Guðmundsdóttir Guðjón Þór Pálsson Dolores Mary Foley Sigurgeir Pálsson Sus Kirk Holbech Anna Dóra Pálsdóttir Hrafn Sveinbjarnarson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.