Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Jonathan Fine- gold, stofnandi tónlistarútgáfu- fyrirtækisins Fine Gold Music (FGM), heldur masterklassa á Stockfish- kvikmyndahátíð- inni í Bíó Paradís í dag frá kl. 16 til 18. Þar mun hann fræða viðstadda um yfirumsjón tónlistar í kvikmynd- um og sjónvarpsefni og í framhald- inu verða haldnar stuttar pallborðs- umræður um efnið með nokkrum fulltrúum frá innlendum aðilum á sviðinu. Í pallborði munu sitja, auk Finegold, þau Guðrún Björk Bjarna- dóttir frá STEF, Pétur Jónsson frá Medialux og Cheryl Ang frá ÚTÓN sem einnig mun stýra umræðum. FGM er umboðsaðili vinsælla og sjálfstæðra merkja og tónlistar- manna á borð við Westbound og Em- inem og Finegold hefur starfað sem tónlistarleiðbeinandi fyrir ýmsar kvikmyndir og heimildarmyndir. Aðgangur er ókeypis. Masterklassi með Jonathan Finegold Jonathan Finegold Rapparinn R. Kelly er aftur kominn í fang- elsi, rétt tæpri viku eftir að hafa verið leystur þaðan út gegn tryggingu. Ástæða fangels- unarinnar í þetta sinn eru himin- háar skuldir Kellys vegna ógreidds meðlags en áður hafði honum verið stungið inn vegna ákæra um kyn- ferðislegt ofbeldi. Kelly skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni 160.000 dali í meðlag, jafnvirði um 19,4 milljóna króna. Kelly var ákærður í tíu liðum fyrir að hafa beitt fjórar konur kynferðisofbeldi og voru þrjár þeirra undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Hann var settur í gæsluvarð- hald og eftir að hafa verið leystur út veitti hann viðtal. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að það var birt var honum aftur stungið inn vegna meðlagsskuldarinnar. R. Kelly aftur á bak við lás og slá R. Kelly Writing nefnist einkasýning Henn- ing Lundkvist sem opnuð verður í OPEN á Grandagarði 27 í dag kl. 19 en kveikt verður á hljóðverkum kl. 20. Er þetta jafnframt fyrsta sýning Lundkvist á Íslandi og fyrsta myndlistarsýning hans frá útgáfu fyrstu tveggja skáldsagna sinna, Planned Obsolescence - A Retrospective og Jolene sem gefn- ar voru út í fyrra. „Þrátt fyrir að Writing byggist á leifum og efni- við áðurnefndra bóka, kemur hún þeim alls ekki við,“ segir í tilkynn- ingu. Öfugt við Writing saman- standi bækurnar af skrifum – orð- um sem sé raðað í langar setningar á blað og á meðan Writ- ing sé rými sundurskorið af mynd- um og sýningin hugsuð til lesturs. Lundkvist er sænskur og býr og starfar sem myndlistarmaður og rithöfundur í Kaupmannahöfn. Hann vinnur með ólíka miðla og má af þeim nefna texta, rödd, hljóð og myndir. Hann hefur sýnt og flutt gjörninga víða, m.a. í Rollaversion Gallery í London, Moderna Museet í Stokkhólmi og Malmö og hafa verk hans birst í útgáfum CLP Works, Atlas Pro- jectos, Provence/Paraguay Press og OEI Editör. Hann stjórnar Ch’ien Chien, handahófskenndri syrpu einstaka sýninga og við- burða heima hjá honum. Henning Lundkvist sýnir Writing í Open Einkasýning Verk á sýningu Henning Lundkvist í OPEN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er mikið flug í nýjum málverkum Önnu Jóelsdóttur myndlistarkonu, einskonar flugeldar og marglitar sprengingar, litatónar sem flæða og vella um milli lína og forma sem lista- konan mótar með penna. „Já, það eru læti í þessum myndum, það vantar ekki,“ segir Anna þegar hún sýnir blaðamanni verkin á sýningunni sem hún kallar Einn á báti og verður opn- uð í Tveimur hröfnum listhúsi á Baldursgötu 12 í dag, föstudag, klukkan 17. Anna nam myndlist við The School of the Art Institute of Chicago og lauk þaðan MFA-námi árið 2002. Hún hefur haldið margar einkasýn- ingar og tekið þátt í enn fleiri sam- sýningum, þar á meðal í Bandaríkj- unum, á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Má þar á meðal nefna sýn- ingar í Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Museum of Contemporary Art í Chicago, Listasafni ASÍ og hinu þekkta Stux Gallery í New York en Anna vinnur með því galleríi eins og Zg Gallery í Chicago. Anna flutti sig nýlega um set eftir 23 ár í Chicago og býr nú og starfar í Reykjavík. Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir Anna að í myndsköpun- inni geti einfalt verkfæri á borð við penna hrint af stað hugmynd. „Með penna get ég stýrt offlæði upplýs- inga, hægum eða gjósandi tilfinn- ingum, óreiðu, skilningi og misskiln- ingi. Línurnar sem penninn dregur skila því sem ég sé í huga mér á flöt- inn og skapa þar eigin veröld – abstrakt samhengi fyrir brota- kenndar hugsanir. Þegar teikningin umbreytist í málverk koma til pensl- ar og litir sem víkka þessa veröld út. Verkin spretta af óeirð, skýrri sýn og óvissu, og þróast svo í samtal milli óvissu og þekkingar, skynsemi og til- finninga,“ skrifar hún. „Eitt verkanna hér málaði ég skömmu eftir að ég flutti aftur heim fyrir fjórum árum en á öllum hinum byrjaði ég í fyrra,“ segir Anna um sýninguna. „Og þau taka sinn tíma; það er átta vikna vinna í þessum stóru.“ Hún segist líta á hvert verk sem einskonar abstrakt smásögu, þar sem má lesa milli línanna eins og í ljóðum, og titlarnir vísa til þess. „Ég er að fást við áreitið og óreiðuna, hugsanir og minningar, ýmislegt sem ég skil eða skil ekki; það er alltaf spenna á milli alls þessa. Titlarnir eru eins og myndirnar, gefa eitthvað til kynna sem má leika sér með að hugsa um þegar horft er á þær.“ Hún rennir augum yfir salinn og telur nokkra titlanna upp: „Bleksvört lygi,“ „Hún söng dirrindí“, „Flýtur á bleikum fjöðrum,“ „Dúkað á dimm- um sandi“ og loks „Einn á báti“. Frá fyrri sýningum Önnu þekkir fólk hvernig hún er vön að vinna margbrotnar innsetningar inn í rým- in, með marglitum pappír og fleiri efnum. Hér glittir aðeins í slíkt, í litlu slíku verki við glugga í salnum og þá hefur hún líka unnið marglit form á glerið. „Það er orðið mjög langt síðan ég hef gert svona sýningu þar sem málverkið er útgangspunkturinn,“ segir Anna. „En sjáðu þetta verk þarna, það eins og slettist upp af því og á glerið,“ segir hún og sýnir hreyf- ingu litanna með hressilegri hand- arsveiflu. Grunnþáttur í verkum Önnu er einmitt sprengingar og litríkir flug- eldar. „Það verður til svo mikil spenna í óvissunni,“ segir hún til út- skýringar á því. „Ég reyni ekki að ná stjórn á óreiðunni en úr öllu þessu uppbroti, úr hljóðum, minningum og orðum, reyni ég að búa eitthvað til, eitthvað sem endurspeglar það sem ég er að upplifa.“ Hvernig veit hún hvenær verk er tilbúið? „Það er bara einhver tilfining sem ég fæ og stundum skyndilega, að ég megi ekki gera meira, það myndi drepa verkið. Þegar ég hef kannski unnið í mál- verki í þrjár vikur þá fer það að stjórna mér og þá er gaman. Fram að því getur þetta verið ströggl.“ Þegar Anna sýndi í Listasafni ASÍ árið 2014 þá var hún enn búsett í Chi- cago og sagðist alltaf fljúga heim til Íslands í huganum þegar hún færi að vinna að nýjum verkum þar ytra. En hvert leitar hugurinn nú, þegar hún býr aftur hér? Anna brosir að spurningunni og segist vera með vinnustofu úti á Granda. „Nú horfi ég bara til hafs!“ „Það eru læti í þessum myndum, það vantar ekki“  Sýning Önnu Jóelsdóttur verður opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi í dag Morgunblaðið/Einar Falur Litagleði „Úr öllu þessu uppbroti, úr hljóðum, minningum og orðum, reyni ég að búa eitthvað til,“ segir Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.