Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 44
LONDON KALLAR! VERÐFRÁ 4.999k Tímabil: apríl - r. maí 2019 DAGLEGT FLUG TIL LONDON STANSTED London er ómissandi áfangastaður fyrir alla sem vilja upplifa stuð og stemningu, kíkja á söfn eða skella sér á söngleik. Svo er auðvitað tilvalið að skottast til Cambridge, sem er fæðingarstaður hinnar goðsagnakenndu rokkhljómsveitar Pink Floyd,og fær það af leiðandi nokkur rokkstig! Geri aðrar borgir betur! *Verðmiðast viðWOWbasic aðra leiðmeð sköttumef greitt ermeðNetgíró og flug bókað framog til baka. Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til barnastundar í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 11.30 og er að- gangur ókeypis. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og á efnis- skránni eru bæði fjörmikil og sígild lög sem stytta biðina eftir vorinu. Gestir eru hvattir til að mæta í náttfötum og með uppáhalds- bangsann sinn eða mjúkan kodda. Kynnar eru Hjördís Ástráðsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson. Barnastund Sinfóníu- hljómsveitar í Hörpu FÖSTUDAGUR 8. MARS 67. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Valdís Þóra Jónsdóttir náði í fyrri- nótt besta skori íslenskrar konu á golfmóti erlendis þegar hún lék fyrsta hringinn á NSW Open mótinu á Evrópumótaröðinni sem fram fer í Ástralíu á aðeins 63 höggum og tók með því forystuna í mótinu. Áður höfðu hún og Ólafía Þórunn Krist- insdóttir báðar leikið best einn hring á 65 höggum. »1 Fyrst kvenna til að leika á 63 höggum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Rauða skáldahúsið heldur uppi ljóðaveislum í leikhúsanda sem fara fram í Iðnó fjórum sinnum á ári. Áttunda sýning hússins verð- ur í kvöld kl. 20 og í tilefni dags- ins koma aðeins fram konur. Að vanda geta gestir keypt einka- lestra með skáldum kvöldsins, látið spá fyrir sér, dansað, drukk- ið og blandað geði hver við ann- an. Aðalskáld kvöldsins er Elísabet Jök- ulsdóttir og yfirskriftin er Nornaseiður, en norn hússins er spákonan Bára Hall- dórsdóttir. Elísabet Jökulsdóttir skáld kvöldsins í Iðnó Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar fólk gistir á Copenhagen Star- hótelinu á horni Istedgade og Col- bjørnsensgade skammt frá aðaljárn- brautarstöðinni í Kaupmannahöfn eru miklar líkur á því að söngkonan Karen Þráinsdóttir móttökustjóri sjái um að skrá viðkomandi inn á hót- elið eða geri upp við þá að dvöl lok- inni. „Ég er á morgunvakt alla virka daga aðra hverja viku og á kvöldvakt hina vikuna auk þess sem ég tek oft aukavaktir um helgar,“ segir hún brosandi og jákvæð. Íslendingar hafa lengi verið áber- andi í Kaupmannahöfn. Þeir vinna víða og þegar gengið er um miðbæ höfuðborgar Danmerkur eru miklar líkur á því að heyra íslensku manna á milli. Það kemur ekki á óvart, því hátt í 12.000 Íslendingar búa í Dan- mörku og Kaupmannahöfn er einn algengasti viðkomustaður Íslendinga erlendis. „Það er alltaf gaman að taka á móti Íslendingum og við fáum marga gesti frá Íslandi, ekki síst þegar frí er í íslenskum skólum,“ segir Karen. Hún flutti af Njálsgötunni í Reykjavík til Vig á Norður-Sjálandi, skammt frá Holbæk, 2013. Var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en tónlistin heillaði meira og hún settist á skólabekk í tónlistarlýðháskóla. Að honum loknum tók hún stúdentspróf ytra. „Mér leist strax vel á námið og umhverfið og ákvað að láta á það reyna að búa í Danmörku.“ Bróðir hennar býr með konu og börnum í Lundi í Svíþjóð og for- eldrar þeirra fluttu til Kaupmanna- hafnar ekki alls fyrir löngu, ekki síst til þess að vera nálægt börnunum. „Það er alltaf gaman að koma til Ís- lands en nú er fjölskyldan nánast í kallfæri og samverustundirnar því fleiri fyrir vikið. Það er algjör lúxus að geta skroppið í mat til mömmu og pabba.“ Gott að búa í Danmörku Karen hefur búið á ýmsum stöðum á Sjálandi og Jótlandi en segir að draumurinn hafi alltaf verið að setj- ast að í Kaupmannahöfn. „Ég vildi vera þar sem flestir Íslendingarnir eru, en vandamálið var fyrst að fá vinnu og hafa efni á því að búa í borg- inni, því það kostar sitt. Er í raun rándýrt.“ Þrátt fyrir háa leigu segir Karen að lífið virðist vera auðveldara í Dan- mörku en á Íslandi. „Danir eru líkir okkur, frekar lokaðir, en tónlistar- senan er allt önnur og betri en á Ís- landi, mikið framboð á tónleikum og möguleikar til náms miklu meiri, en mig langar til þess að halda áfram í tónlistarnámi,“ segir Karen. Hún bendir samt á að vegna mikillar vinnu hafi hún ekki haft tíma til að sinna söngnum sem skyldi. „Kærasti minn, Michael Hansen, er upptöku- stjóri með eigið stúdíó og ég reyni að búa til eitthvað skemmtilegt þegar ég get í frístundum.“ Karen hefur verið móttökustjóri á Copenhagen Star í rúma þrjá mánuði en starfað hjá Ligula-hótelkeðjunni í eitt og hálft ár, var áður á Copen- hagen Plaza. Keðjan er með fjögur hótel í Kaupmannahöfn auk hótela í Svíþjóð og Þýskalandi. „Það tók mig nokkra mánuði að ná dönskunni 100%, en þetta er skemmtileg og vel borguð vinna og ég verð hér áfram að óbreyttu,“ segir móttökustjórinn nánast syngjandi. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Danmörk Karen Þráinsdóttir, móttökustjóri á Copenhagen Star-hótelinu, mætir morgunvaktinni með bros á vör. Syngjandi móttökustjóri  Karen stendur vaktina á Copenhagen Star-hótelinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.