Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Í frétt Morgunblaðsins í fyrradager sagt frá ungu fólki sem ólst upp í Sýrlandi, Afganistan og Sómal- íu en er flutt til Svíþjóðar. Þetta unga fólk veit hvar Ísrael er á landa- kortinu en hafði aldrei heyrt minnst á helför- ina gegn gyð- ingum fyrr en í námi í Svíþjóð. Í þriðju stærstu borg Svíþjóðar, Malmö, fæddist um þriðjungur íbúa í öðru landi, margir í þeim löndum sem nefnd eru hér að framan. Hætt er við að fá- fræði um þetta efni sé útbreitt.    Borið hefur á gyðingahatri ogsem betur fer verið brugðist við því, meðal annars af stofnun sem rithöfundurinn Stieg Larsson kom á fót.    Og ekki veitir af fræðslu um þessimál, því að stofnunin gaf út sér- stakan bækling um helförina eftir að 90 af 100 kennurum sem spurðir voru árið 2016 sögðu að nemendur sínir tryðu samsæriskenningum um að helförin hefði ekki átt sér stað eða að röng mynd væri gefin af henni í sögubókum.    Þetta er alvarlegt því að nauðsyn-legt er að ungt fólk, og auðvitað allur almenningur, viti hvaða óhugn- að nasistar í Þýskalandi stóðu fyrir.    Með sama hætti er nauðsynlegtað fólk átti sig á hvaða óhugn- aður hefur fylgt sósíalisma og kommúnisma síðustu öldina.    Ekki er hægt að ganga út frá þvísem vísu að allir muni þann hrylling eða setji atburði í Norður- Kóreu og Venesúela, svo dæmi séu tekin, í rétt samhengi. Hættuleg vanþekking STAKSTEINAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lagt er til að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið verði sameinuð í eina stofnun í drögum að frumvörp- um sem forsætisráðuneytið og fjár- mála- og efnahagsráðuneytið hafa birt á samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpsdrögunum er m.a. lagt til að forsætisráðherra skipi seðla- bankastjóra til fimm ára í senn, að hámarki þó tvisvar sinnum og þrjá varaseðlabankastjóra einnig til fimm ára í senn og að hámarki tvisvar sinnum. „Einn leiðir málefni er varða peningastefnu, einn leiðir mál- efni er varða fjármálastöðugleika og einn leiðir málefni er varða fjármála- eftirlit. Varaseðlabankastjórar fjár- málastöðugleika og fjármálaeftirlits eru skipaðir eftir tilnefningu fjár- mála- og efnahagsráðherra,“ segir í skýringum. Gert er ráð fyrir að rekstur og stjórnun Seðlabankans verði í hönd- um seðlabankastjóra, sem beri ábyrgð á rekstri bankans og fari með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin. „Sumar ákvarðanir eru teknar sam- eiginlega af seðlabankastjóra og varaseðlabankastjórum. Ákvarðanir um beitingu tiltekinna valdheimilda bankans eru teknar af peningastefnunefnd, fjármálastöð- ugleikanefnd og fjármálaeftirlits- nefnd,“ segir ennfremur. Varaseðla- bankastjórar eiga að hafa faglega umsjón með vinnu bankans á sínum sérsviðum. Í frumvarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja fram samhliða koma fram breytingar á samtals þrjátíu lögum sem gera þarf vegna sameiningarinnar, m.a. um eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. Seðlabanki og FME verði sameinuð  Frumvarpsdrög lögð fram  Forsætisráðherra skipi 3 varaseðlabankastjóra Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við eigum von á þessu fólki í lok apríl eða byrjun maí, en það á þó enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum áður,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi, í samtali við Morgun- blaðið og vísar í máli sínu til komu kvótaflóttamanna hingað til lands. Alls kemur hingað um 70 manna hópur sem samanstendur af fjöl- skyldufólki frá Sýrlandi og hinsegin fólki og fer hann að hluta til á Hvammstanga, Blönduós og til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hefst fólk þetta nú við í flótta- mannabúðum í Úganda í Afríku. Valdimar segir þann hóp sem sendur verður á Blönduós kjarna- fjölskyldur, þ.e. hjón með tvö til þrjú börn. „Það er að vissu leyti auðveld- ara að taka á móti kjarnafjöl- skyldum þó að það geti einnig verið gott að hafa stórfjölskylduna á staðnum, en það er hins vegar erf- iðara upp á hentugt húsnæði.“ Spurður hvort búið sé að ganga frá öllum húsnæðismálum fyrir þann hóp sem kemur til með að setjast að á Blönduósi kveður Valdimar nei við. „Þetta er ekki alveg fullfrágengið, en við höfum verið að kemba bæinn. Húsnæðismál voru okkar stærsti fyrirvari, hér er mikill uppgangur og almennt erfitt að fá húsnæði þó að margt sé í byggingu. En eftir að hafa farið náið yfir stöðuna í bænum erum við búin að leysa húsnæðis- hlutann að hálfu leyti. Þetta er hins vegar allt í vinnslu og við erum nógu bjartsýn til að geta slegið því föstu að þetta muni allt ganga,“ segir Valdimar. Þá segir hann einnig næga at- vinnu vera í boði á svæðinu fyrir þá sem þar vilja setjast að. Hópur frá Sýrlandi kemur á næstu vikum  Verið að ganga frá húsnæðismálum á Blönduósi Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Þessi hópur Sýrlendinga kom hingað snemma í janúar 2016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.