Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergarnir R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu tjáningarhæfileika þína til þess að koma máli þínu til skila. Ef þú leggur þig all- an fram máttu vera ánægður með störf þín, hvort heldur um er að ræða í vinnunni eða heima við. 20. apríl - 20. maí  Naut Vinnan göfgar manninn, en það er fleira sem gefur lífinu gildi. Mundu bara hvar þinn raunverulegi fjársjóður er falinn og þá mega fjármálin víkja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert vinsæll meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Reyndu að sýna fjölskyldu þinni meiri þolinmæði og stuðla þannig að meira umburð- arlyndi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þó að þér sé ekki vel við að viðurkenna það ertu mannlegur og þarfnast ástar eins og allir aðrir. Sigrar eru á næsta leiti svo þú skalt ekki gefa þig í afstöðu þinni til ýmissa málefna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ástæðulaust að leggja árar í bát þótt aðrir skilji ekki fullkomlega hvað þú ert að fara. Hristu af þér slenið og brjóstu út því þú hefur þá hæfileika sem til þarf. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu engan hafa svo mikil áhrif á þig að þú gerir eitthvað sem stangast á við rétt- lætiskennd þína. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim og þú ert nú betur í stakk búinn en oft áður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér mun hugsanlega finnast einhver í fjöl- skyldunni vera að reyna að draga úr þér kjark- inn í dag. Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það hefur verið mikið að gera hjá þér að undanförnu og það verður það áfram næstu vikurnar. Gefðu þér líka tíma til þess að staldra við og vega og meta stöðu þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Ekki vera hræddur við að segja góðum vini leynd- armál. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lærðu að slappa af, þú vinnusama fluga! Í stað þess að dreifa þér skaltu einbeita þér að einu verki eða manneskju í einu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að loknu erfiðu verki áttu góða hvíld skilið. Láttu þetta ekki ergja þig heldur haltu bara þínu striki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir því að heyra hvað það er sem þú hefur fram að færa. Gerðu því ekkert að óathuguðu máli. Víkverji hefur verið nokkuð hugsiundanfarna daga. Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að ræða framlag Íslands í Eurovision- keppnina. En Víkverji verður að koma frá sér hugrenningum sínum, öðrum vonandi til gagns. x x x Víkverji viðurkennir fúslega að lagHatara, með því frekar ógeð- fellda nafni Hatrið mun sigra, féll ekki alveg að hans smekk. Fyrir það skammast Víkverji sín ekki en hann hneykslast þó hvorki á laginu né flutningi þess. x x x Það er nú bara þannig að tímarnirbreytast og mennirnir með. En þegar kemur að Eurovision þá virð- ast ekki allir sætta sig við að tímarn- ir breytist. x x x Himinn og haf er á milli írsku ung-lingstúlkunnar Dönu sem heill- aði Evrópubúa með laginu All kinds of everything árið 1970 og rokk- aranna í Hatara. Fyrir þá sem vilja líta raunhæft á málin þá eru nú þeg- ar orðin kynslóðaskipti þeirra sem fylgjast með og kjósa í Eurovision. Hugsanlega eru kynslóðaskiptin fleiri en ein frá tímum Dönu og um- burðarlyndi gagnvart margbreyti- leika mannskepnunnar hefur aukist eftir því sem keppnin eldist. x x x Víkverji ætlar ekki að reyna að spáum það hvort Íslendingar kom- ist í úrslitakeppnina eða hvar þeir lenda ef svo verður. En eitt er víst að Víkverji mun halda með Höturum, þ.e.a.s. hjómsveitinni, og styðja alla leið. x x x Nafn lagsins og texti fer í Vík-verja, á sama tíma er hann stolt- ur af ungu Íslendingunum sem þora að standa upp og segja sína mein- ingu. Þora að koma fram með boð- skap og ögra. Þora að setja fingurinn á það sem getur gerst ef fram fer sem horfir og hatrið nær að sigra. Það er jú möguleiki ef mannskepnan tekur sér ekki tak og sýnir meiri ást og umburðarlyndi. vikverji@mbl.is Víkverji Af því þekkjum við kærleikann að Jes- ús lét lífið fyrir okkur. Svo eigum við og að láta lífið hvert fyrir annað. (Fyrsta Jóhannesarbréf 3.16) Sigrún Haraldsdóttir skrifaði íLeirinn á þriðjudag: „Kl. rúm- lega sjö í morgun þegar rétt var farið að móta fyrir nýjum degi og ég var að mæta til vinnu heyrði ég alveg dásamlegan morgunsöng. – (Vona að þið þolið þessa væmni)“: Alveg heilluð stóð í stað er stefja- glumdu -hljóðin, þar var kátur þröstur að þylja morgunljóðin. Ólafur Stefánsson gat ekki orða bundist: „Gott að heyra aftur í Sig- rúnu, en mér blöskrar hvað hún fer snemma ofan. Mínir fuglar, ekki einu sinni svartþrösturinn, forma ekki að hreyfa sig svona snemma, – hvað þá að syngja!“: Sigrún mín er mikilsverð og meiriháttar, en þessi árans ofanferð mig alveg gáttar. Sigrún svaraði: „Já, ég hef tamið mér að fara snemma til vinnu“: Þótt lúrinn sé löngum sætur og lini oft sálarkreppu betra er að fara á fætur en festast í bílateppu. – „Ég þoli bara ekki að sitja föst í umferðaröngþveiti ef ég þarf þess ekki.“ Jón H. Arnljótsson spurði: „Var þetta örugglega þröstur?“ Þó allir fuglar aðrir sitji og ekki hreyfi tali, má njóta þess að næturgali noktúrnurnar flytji. Sigrún svarar enn: „Þú segir nokkuð. En alla vega:“ Ljóð hans voru laus við þvaður, létt og þakkarverð, svo naumast var þar neysluglaður næturhrafn á ferð. Ingólfur Ómar var með á nót- unum: „Ég kannast við þetta, Sig- rún, ég hef góðan garð og nóg af trjám. Þessa gerði ég fyrir skömmu. Það hafði rignt deginum áður en þennan morgun upp úr níu var einstaklega bjart og fallegt veð- ur og talsverður galsi í þeim greyj- unum“: Glóey loftið gyllir blátt glitrar dögg á lyngi. Skógarþrestir kvaka kátt kvikir flögra í hringi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Morgunsöngur og fuglar himinsins Í klípu „ALLTAF ÞEGAR HONUM FINNST SÉR ÓGNAÐ KALLAR HANN EFTIR LIÐSAUKA.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ FÆRÐ EKKI ANNAN TRÚLOFUNARHRING FYRR EN ÞÚ KLÁRAR AÐ BORGA HINA TVO.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... 24 karata par! MEÐ ÞVÍ AÐ VERA GRAFKYRR TRYGGI ÉG AÐ BRÁÐIN SJÁI MIG EKKI HEI! SJÁÐU FEITA KÖTTINN Í RUNNANUM ÞARNA! ÞETTA VAR EKKI BRÁÐIN MÍN VILTU FARA EITTHVAÐ? JÁ! EN EKKI ELTA MIG! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.