Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ MatthíasEinarsson fæddist á Grenivík 10. júní 1926. Hann lést 27. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Stef- ánsdóttir hús- freyja, f. 31.12. 1898, d. 14.3. 1990, og Einar Guð- bjartsson vélstjóri, f. 9.11. 1896, d. 13.11. 1927. Systkini hans voru Friðrika Halldóra, f. 18.3. 1918, d. 8.4. 1982; Guðríður, f. 15.1. 1920, d. 14.2. 1920; Margrét, f. 15.1. 1920, d. 19.5. 1920; Alda, f. 25.2. 1922, d. 28.12. 1988, Þor- steinn Mikael f. 23.8. 1924, d. 31.12. 2006, og Einar, f. 28.4. 1928, d. 9.8. 1984. Matthías ólst á Miðgörðum hjá móðurforeldrum, Guðrúnu Friðriku Kristjánsdóttur hús- freyju, f. 1.7. 1870, d. 24.6. 1939, og Stefáni Stefánssyni út- gerðarmanni, f. 2.11. 1869, d. 1.1. 1935. Eiginkona Matthíasar er Jó- hanna María Pálmadóttir, f. 28.8. 1927, fyrrv. aðalbókari. Foreldrar Guðrún Jóhannes- dóttir, f. í Litla Laugardal Tálknafirði 21.9. 1904, d. 23.3. 1993, húsfreyja á Akureyri, og verkfræðingur, sambýliskona Heiða Anita Hallsdóttir, f. 30.9. 1986, Tómas Helgi, f. 29.8. 1989, tölvunarfræðingur, börn hans og Kolbrúnar Freyju Þórsdóttur Davidsen, f. 12.2. 1987, Matthías Þór, f. 15.2. 2017, og Ásdís Þóra, f. 15.2. 2017. 3) Gunnar Rúnar Matt- híasson, f. 4.4. 1961, sjúkrahús- prestur í Reykjavík, eiginkona Arnfríður Guðmundsdóttir, f. 12.1. 1961, prófessor við HÍ, börn Guðmundur Már, 12.3. 1991, verkfræðingur, sambýlis- kona Rachel Glasser, f. 24.6. 1991, Anna Rún, f. 15.5. 1997, læknanemi, og Margrét Tekla, f. 27.11. 2004. Matthías fór til sjós um ferm- ingu, reri á Gunnari TH, Verði TH og lengst á Svalbak EA. Matthías gerðist lögreglu- maður á Akureyri 1955 og starfaði þar í rúm 42 ár og lengst sem varðstjóri. Matthías stundaði frjálsar íþróttir, skíðagöngu og knatt- spyrnu og lék með Magna á Grenivík og síðar KA. Hann var áhugamaður um laxveiði, einn af stofnendum Flúða og Sjóstangaveiðifélags Akureyr- ar. Var í tvígang Evrópumeist- ari í sjóstangaveiði. Matthías var virkur í starfi Oddfellow. Síðustu árin voru þau hjón búsett í Garðabæ. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 8. mars 2019, klukkan 13. Pálmi Friðriksson, f. á Naustum á Akureyri 29.10. 1900 d. 16.2. 1970, útgerðarmaður og sjómaður. Börn þeirra eru 1) Pálmi Matthías- son, f. 21.8. 1951, sóknarprestur í Reykjavík, eig- inkona Unnur Ólafsdóttir, f. 9.6. 1954, kennari og verslunarm., dóttir þeirra Hanna María, f. 25.9. 1975, viðskiptafræðingur, eiginmaður Davíð Freyr Odds- son. f. 26.11. 1974, börn þeirra Unnur María, f. 27.10. 2003, Pálmi Freyr, f. 11.10. 2006, og Helgi Freyr, f. 20.6. 2012. 2) Stefán Einar Matthíasson, f. 4.5. 1958, doktor í æða- skurðlækningum, eiginkona Ás- dís Ólöf Gestsdóttir, f. 15.2. 1971, viðskiptafræðingur og flugmaður, börn þeirra Björn Thor, f. 24.10. 2003, og Thelma Eir, f. 24.10. 2003, fyrri eigin- kona Jónína Benediktsdóttir, f. 26.3. 1957, og eru þeirra börn Jóhanna Klara, f. 1.10. 1984, lögfræðingur, sambýlismaður Stefán Bjarnason, f. 29.2. 1984, börn Stefán Kári, f. 17.10. 2012, og Kristín Embla, f. 26.5. 2018, Matthías, f. 22.12. 1986, Matthías tengdafaðir minn var góður maður. Gegnheill og myndarlegur maður á velli. Hann var stór og sterklega vaxinn en það sem mér alla tíð fannst stærst við hann var hlýja hans og kær- leikur. Hann var óendanlega hjálpsamur og úrræðagóður. Þeg- ar eitthvað bjátaði á var hann kletturinn sem aldrei haggaðist. Eftir því sem mál urðu stærri og erfiðari varð hann sterkari og faðmur hans hlýrri og máttugri. Matthías var aldrei að flíka neinu sem tengdist honum sjálf- um. Það voru aðrir sem sögðu mér frá því að hann hafi verið afburða íþróttamaður á sínum yngri árum bæði í knattspyrnu, á skíðum og í frjálsum íþróttum. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Jóhönnu blasti við mér veggur þakinn bik- urum sem voru hans verðlaun fyr- ir íþróttir og sjóstangveiði þar sem hann varð margfaldur Evrópumeistari í tvígang. Sjálfur var hann ekki margmáll um þetta. En knattspyrnuáhuginn fylgdi honum alla tíð og það var betra fyrir mig að vita og þekkja KA- búninginn og Manchester United. Ég sagði honum að ég myndi ekki horfa á leik í fótbolta en svo fór að við horfðum saman og hann lifði sig inn í leikina. Hann var mikill veiðimaður og duglegur að róa á bát sínum sam- hliða starfi í lögreglunni. Þá var hann laxveiðimaður og engin á var honum kærari en Fnjóská sem hann þekkti flestum betur og skil- aði honum oft góðum afla. Matthías var mikill kirkjunnar maður og flesta sunnudaga sótti hann messu. Trúin var honum sterkur förunautur og hann var afar næmur á líðan og líf fólks. Hann vildi vera vel til fara og fannst karlmenn ekki fullklæddir til mannfagnaða án bindis. Alltaf snyrtilegur í glansandi pússuðum skóm og bíl og sló lóðina minnst tvisvar í viku. Ég fann að elska hans og ást var einlæg og hann sýndi mér óendanlega ást og umhyggju sem væri ég hans eigin dóttir. Matt- hías var ekki aðeins faðir sona sinna, hann var þeirra besti vinur og félagi. Alltaf til að taka þátt með þeim í hverju sem þeim datt í hug, sem var ekki lítið. Sem afi var hann engu líkur og þegar hann varð langafi bað hann langömmu- börnin að kalla sig frekar afa, hitt væri svo gamalt og það væri hann ekki. Allt til hinstu stundar var hugs- un hans bundin öðrum í fjölskyld- unni. Hann vissi að hverju dró og talaði um það við okkur eldri sem yngri. Hann bað okkur að muna glaðar stundir lífsins og dvelja ekki um of í döprum huga. Lífið væri til að lifa því og njóta og trú hans segði að ekkert væri að ótt- ast. Vissulega söknum við hans og verðum hrygg en við ætlum að nota hans hugsun og muna að njóta lífsins sem er núna. Það vildi hann. Vildi gefa og gleðja og fyrir það erum við þakklát. Ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga hann að sem vin og tengdaföður í 45 ár. Guð blessi minningu hans og blessi tengda- mömmu, Jóhönnu Maríu, sem alla tíð hefur staðið við hlið hans. Unnur Ólafsdóttir. Heimurinn væri svo miklu betri ef þar byggju fleiri einstaklingar eins og tengdafaðir minn, Matt- hías Einarsson, sem nú er látinn í hárri elli. Matthías var stór maður í fleiri en einni merkingu þess orðs. Hann var traustur maður og réttsýnn og fær í mannlegum samskiptum. Hann naut þess að vera innan um fólk og hafði gaman af því að ræða málin. Matthías var jafnaðarmaður í hjarta sínu og vildi að allir fengju að njóta sann- girni og sannmælis. Löng reynsla hans af starfi í lögreglunni mótaði hann til æviloka, en mannkostir hans nýttust vel á þeim starfsvett- vangi. Þær eru margar sögurnar sem sagðar hafa verið af farsæl- um ferli hans sem lögreglumanns og síðar varðstjóra og margir sem tjáð hafa þakklæti sitt fyrir þá að- stoð sem Matthías veitti þeim í því hlutverki. Matthías missti föður sinn er hann var á öðru ári. Hann flutti þá með móður sinni til fjölskyldu hennar á Grenivík, en móðurafi hans gekk honum í föðurstað og reyndist honum sem besti faðir þar til hann dó er Matthías var á níunda ári. Langskólanám stóð Matthíasi ekki til boða þó að hann hefði sómt sér vel á skólabekk, en hann þurfti að fara að vinna fyrir sér strax á barnsaldri, við beitn- ingar og síðar sjómennsku. Dugn- aður var honum í blóð borinn og átti hann alltaf erfitt með að þola droll og leti í fari annarra. Matt- hías var til sjós til tæplega þrí- tugs, er hann hóf störf í lögregl- unni til að þurfa ekki dvelja langdvölum fjarri fjölskyldunni. Hann var mikill fjölskyldumaður og lagði metnað í að sinna um sitt fólk. Þau voru samrýnd hjón, Jó- hanna og Matthías, og ræktuðu garðinn sinn af einlægni og alúð. Synir þeirra fengu að njóta þess en einnig stórfjölskyldan og síðar tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Þau voru stolt af sínu fólki, fylgdust vel með því sem þau voru að fást við og hvöttu þau til dáða. Ég er ævinlega þakklát Matt- híasi fyrir að vera börnunum mín- um einstaklega góður afi. Þau búa að því alla tíð að hafa notið hlýju og umhyggju afa síns og ömmu, fyrst á Akureyri og svo í Garða- bænum. Ég bið góðan Guð að sefa sorg Jóhönnu sem nú syrgir eiginmann sinn og sálufélaga til nærri sjötíu ára. Minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar sem þekktu hann. Arnfríður Guðmundsdóttir. Nú hefur elsku afi minn lokað lífsbók sinni. Afi var stór persóna sem skipaði mikilvægan sess í lífi okkar sem nutum þess að vera fólkið hans. Hann var kletturinn, traustur, trúr og heiðarlegur í einu og öllu. Hann kenndi mér svo margt. Ekki með því að segja hvernig ætti að gera heldur sem sterk fyr- irmynd. Á sinn látlausa hátt og með sitt risastóra hjarta var hann fyrirmynd góðra verka. Afi hafði ekki mörg orð um hlutina. Hann lét verkin tala. Hann fann á sér ef einhvern vant- aði aðstoð og var alltaf tilbúinn að gefa af sér. Hann var hjálpsamur, duglegur og gerði hlutina strax. Hann kunni betur að gefa en þiggja. Margir hafa sagt mér hvernig afi hafði jákvæð áhrif á líf þeirra, oft á erfiðum tímum. Þess- ar sögur sagði afi mér aldrei sjálfur. Það var ekki hans háttur. Hann hrósaði frekar öðrum. Afi vaknaði alltaf fyrir allar ald- ir og næstum hver dagur fram yfir nírætt hófst á sundferð. Hann vildi hafa snyrtilegt í kringum sig, vera vel til hafður og helst með bindi. Bíllinn var alltaf hreinn og vélin líka bónuð. Allir hlutir áttu sinn stað. Veiðidóti, jólaskrauti og öðru var haganlega fyrir komið í kössum með vel hnýttum snærum. Ég naut þeirra forréttinda að búa í nágrenni við ömmu og afa á Akureyri og í Garðabæ. Í Garða- bænum bjuggum við fyrst í sama húsi. Þau uppi og við niðri. Þess vegna var hann aldrei kallaður annað en „afi uppi“ á mínu heimili. Ég er þakklát fyrir þessa nálægð. Við hjónin og börnin okkar eig- um öll dýrmætar minningar um skemmtilegar samverustundir. Ljúfar minningar um jól, ferðalög, kirkjuferðir, berjamó, sundferðir, veiðiferðir, fótboltaleiki, heim- sóknir á löggustöðina, viðgerðir á spilakössum Rauða krossins og allskonar stúss með afa. Þegar pabbi gaf okkur hjónin saman var það afi sem leiddi mig inn kirkju- gólfið. Það skipti ekki máli hvað við vorum að gera heldur var það nærveran sem gerði okkur rík. Afi gat allt og skapaði ásamt ömmu draumaveröld fyrir fólkið sitt. Hann bar okkur öll á höndum sér og amma var drottningin hans. Þau voru falleg og samstiga. Hönd í hönd skrifuðu þau lífsbók- ina. Heimili þeirra var samkomu- staður fjölskyldunnar. Þar leið öll- um vel. Allir fengu athygli, umhyggju, stuðning og styrk. Afi sýndi einlægan áhuga á öllu sem við vorum að fást við, spurði dag- lega frétta og alltaf fylgdu hvatn- ingarorð og hrós. Hann var stolt- ur af sínu fólki, fjölskyldu og vinum. Afi var góð fyrirmynd með góð- mennsku sinni, trausti, hjálpsemi, hjartahlýju og virðingu fyrir öðr- um. Hann talaði vel um aðra og þekkti óendanlega mikið af ein- stöku sómafólki. Hann sá það góða í öllum og kom fram við alla af sömu virðingu. Þakklæti og væntumþykja er mér efst í huga er ég minnist elsku afa uppi. Minningarnar eru margar og lifa með okkur. Nú fáum við vind í augun eins og Helgi Freyr orðaði það þegar við þerruðum tárin á kveðjustund. Bráðum breytir um vindátt og síð- an kemur logn eins og var alltaf á Pollinum í gamla daga. Það er okkar að halda áfram og heiðra minningu hans með því að halda á lofti þeim kærleiksríku gildum sem afi gaf okkur. Hanna María Pálmadóttir. Elsku afi. Minn sanni vinur hef- ur nú kvatt að eilífu. En minningin um góðan mann lifir með mér um alla framtíð. Það er ekkert leiðinlegt að heyra sögur af afa sínum og þá sérstaklega ef maður hefur sjálfur frá upphafi ekki séð sólina fyrir honum. Ég er svo heppinn að lenda oft í því, oftar en ekki frá fólki sem þekkir ekkert sérstak- lega mikið til okkar fjölskyld- unnar. Samnefnarinn í þessum sögum er oftast sá að hann hefði annaðhvort breytt lífi einhvers til hins betra í einkennisbúningnum eða bjargað úr aðstöðu sem eng- inn vill vera í. Allt með samtali við hinn innri mann. Á sinn ljúfa, for- dómalausa en ákveðna átt. Manngæska var honum í blóð borin sem hann gat sett fram á þann hátt að allir skildu þótt sum- ir væru í ástandi sem ekki er til eftirbreytni. Elsku afi minn þurfti að ganga í gegnum erfiðari tíma á ýmsan hátt en maður getur hugsað sér en aldrei heyrði maður hann kvarta enda hafði honum öðlast að skapa sér fallegt og innihaldsríkt líf. Afi Matthías hefur alla tíð reynst mér vel og hefur kennt mér hvernig haga skal hlutunum. Ég man ekki til þess að afi hafi nokkurn tímann verið mér reiður nema smá fuss og svei yfir því að maður vogaði sér að hafna fjórðu ábótinni af sunnudagsmatnum frá Jóhönnu ömmu. Hann gaf sér allt- af tíma til að ræða málin. Með lagni og án þess að dæma eða hneykslast. Sem oftar en ekki leiddi til þess að manni var stefnt á rétta braut. Fyrir það verð ég ævarandi þakklátur. Ég er og hef alla tíð verið svo stoltur af afa mínum og þegar kom að því að skíra son minn kom ekkert annað til greina en að skíra hann í höfuðið á honum. Það er það besta veganesti sem ég get hugsað handa mínum dreng. Heil- steyptari og sannari mann var vart að finna. Ég á eftir að sakna þín, elsku afi, og mun halda minningu þinni á lofti um aldur og ævi. Tómas Helgi Stefánsson. Það er oft svo að þegar einhver ættingi eða vinur fellur snögglega frá, jafnvel þótt búast megi við því vegna heilsu viðkomandi, þá kem- ur það á óvart. Svo var einnig um stúkubróður minn Matthías Ein- arsson. Heilsu hans hafði að vísu hnignað sl. 2-3 ár en ekki svo að von væri á því að jarðvist hans væri á enda. Hann var að vísu orð- inn háaldraður, eða 92 ára, og þegar komið er á þann aldur má búast við að heilsan geti tekið ýmsar beygjur, en minnið var í lagi og gaman að ræða við hann. Matthías og Jóhanna kona hans fluttu í Garðabæinn skömmu eftir að hann lauk störfum sínum hjá lögreglunni á Akureyri. Matt- hías gekk í Oddfellowregluna, st. nr. 2 Sjöfn á Akureyri, árið 1973. Ég kynntist Matthíasi ekki fyrr en hann flutti í Garðabæinn og flutti sig þá í stúkuna okkar, st. nr. 16, Snorra goða, fyrir um 15 árum. Hann var mjög duglegur að sækja fundi á meðan heilsa leyfði og tek- ið var eftir því ef hann vantaði. Segja má þó að við Matthías höf- um kynnst hvað best eftir að heilsa hans tók að bila. Auðvitað spjölluðum við oft saman þegar við hittumst á stúkufundum, en þegar undirritaður heimsótti hann, bæði á Vífilsstaði og einnig eftir að þau hjónin fluttu á Hrafn- istu í Hafnarfirði, gafst meira næði til að spjalla. Það var gaman að spjalla við hann um landsins gagn og nauðsynjar, og einnig að hlusta á hann segja frá ýmsu sem á dagana hafði drifið, bæði í leik og starfi á Akureyri, en þar var hann fæddur og uppalinn og átti þar allan sinn starfsaldur. Ég man sérstaklega eftir því að einhverju sinni ræddi hann við mig um refs- ingar, sérstaklega á ungu fólki sem hafði misstigið sig, og fannst það meira áríðandi að koma þessu unga fólki aftur á réttan kjöl í líf- inu en að beita það þungum refs- ingum. Kæri bróðir Matthías. Nú kveðjum við stúkubræður þig og óskum þér velfarnaðar á grænum grundum nýrra heima. Jóhönnu, sonum hans og öllum ættingjum og vinum sendum við Snorra- bræður samúðarkveðjur. Jóhannes Sverrisson. Elsku afi Matti hefur nú kvatt þennan heim og við þá staðreynd verður erfitt að sættast. Afi verð- ur áfram dásamleg fyrirmynd í mínu lífi og orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um minningu hans. Ég mun reyna að kenna börnunum mínum gildi hans og áherslur í lífinu og ávallt muna eftir þeim kærleik, hlýju og fórnfýsi sem hann bjó yfir en hann var ósérhlífinn og hjálpsamur með eindæmum. Afi var mikill og myndarlegur maður með stórar hendur og faðm sem gat rúmað okkur öll systkinin í einu. Hann starfaði m.a. sem lög- reglumaður á Akureyri og ég man enn svo sterkt hvað aðdáun mín, jafnvel dýrkun, í hans garð var mikil þegar ég sá til hans í ein- kennisbúningnum við skyldustörf eitt sinn. Ég hef ekki verið ein um þá aðdáun enda eru þau ófá skipt- in sem fólk hefur látið falleg orð falla um Matta löggu í mín eyru. Sérstaklega hefur mér þótt vænt um fallegar sögur frá þeim sem hann varð af einhverjum orsökum að hafa afskipti af á sínum ferli. Ég man aldrei eftir því að afi dæmdi nokkurn mann og það átti líka við um þá. Í æsku var ekkert betra en að fara norður til afa Matta og ömmu Jóhönnu. Minningar mínar frá þeim tíma einkennast allar af slíkri hamingju sem börn finna ef- laust aðeins þegar þeim er veitt skilyrðislaus ást og öryggi. Það var dekrað við okkur barnabörnin frá morgni til kvölds og ekki hætti það þar því allar nætur fékk mað- ur líka að sofa á milli. Það var líka svo yndislegt að upplifa ástríkt samband afa og ömmu alla tíð. Eftir að ég varð fullorðin var áfram gott að koma til afa og ömmu en þá í Garðabæinn. Þar vorum við fjölskyldan fastagestir. Við afi héldum áfram að vera miklir vinir fram á síðasta dag og því skilur hann nú eftir sig mikið tóm þar sem við hringdum mjög reglulega hvort í annað til að taka stöðuna. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn upplifði ég jafnvel enn sterkari kærleik í garð afa. Það var yndislegt að fylgjast með sam- bandi hans og barnanna minna tveggja allt frá fyrsta degi. Hann var stór hluti af þeirra lífi, lék við þau, kyssti og knúsaði og vildi fá upplýsingar um heilsu þeirra og líðan allt til síðasta dags. Elsku afi, til að lýsa þeim áhrif- um sem þú hefur haft á mig vil ég að lokum kveðja með orðum Rún- ars Júlíussonar: Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig. Jóhanna Klara Stefánsdóttir. Elsku afi uppi. Takk fyrir öll árin sem við feng- um að njóta með þér. Allt sem þú gerðir fyrir okkur er ómetanlegt. Þú hugsaðir svo fallega um aðra og vildir að öllum liði vel. Þú hjálp- aðir og sýndir umhyggju alveg fram á síðasta dag. Þú hafðir svo góða nærveru. Þegar við vorum minni spilaðir þú tónlist og dansaðir með okkur í fanginu. Öll vildum við vera í afa- fangi. Þú lékst við okkur í bílaleik á gólfinu og hikaðir ekki við það þótt þú værir kominn á tíræðis- aldur. Þú varst besti vinur okkar allra. Okkur fannst svo notalegt að koma til þín og ömmu. Allt var hreint og fínt í kringum ykkur. Þið tókuð vel á móti okkur. Það var alltaf tími til að spjalla, spila, fela hlut, fá aðstoð við heimanám- ið eða heyra sögur frá því í gamla daga. Þú hafðir áhuga á öllum íþrótt- um og misstir helst ekki af leik í fótboltanum. Þér fannst KA og Manchester United alltaf standa sig vel og það gladdi okkur hvað þú hélst líka mikið með Stjörn- unni. Við dýrkuðum að koma á Garðatorgið og horfa með þér á fótboltann í sjónvarpinu. Við feng- um líka alltaf kræsingar frá ömmu uppi í hálfleik. Ein af síðustu minningum okkar með þér er þeg- ar Manchester United og Liver- pool mættust þremur dögum fyrir andlát þitt. Við horfðum saman á leikinn. Sú minning mun seint gleymast. Þú varst duglegur að fylgjast með öllu sem við gerðum. Þú hvattir okkur áfram í áhugamál- um okkar og vildir sjá myndir ef þú komst ekki til að fylgjast með okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu og minningarnar um þig, elsku afi uppi, eiga ávallt eftir að fylgja okkur. Guð geymi þig, elsku afi uppi. Unnur María, Pálmi Freyr og Helgi Freyr. „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikur- inn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang- rækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sann- leikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (1. Kor 13.4-8) Ef ég vissi ekki betur hefði þessi texti verið skrifaður um Matthías Einarsson lögregluvarð- stjóra á Akureyri, eins og ég kynntist honum. Tengdafaðir minn til fjölda ára, afi barnanna okkar Stefáns E. æðaskurðlæknis, hefur kvatt 92 ára gamall. Börnin þrjú, Jóhanna Klara, sem starfar sem lögfræðingur hjá Matthías Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.