Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hér var ígær rættum af- leiðingar þeirra gervivísinda sem halda því fram að bólusetn- ingum barna fylgi hætta á einhverfu. Þetta hefur oft og rækilega verið hrakið, en því miður hefur vitleys- an orðið til þess að draga úr bólusetningum, sem á þátt í að mislingasmit skjóta nú upp kollinum. Matt Ridley, vísinda- blaðamaður og rithöfundur, hefur fjallað um þetta og svipuð gervivísindi og Andrés Magnússon, fjöl- miðlarýnir Viðskiptablaðs- ins, vekur athygli á nýleg- um skrifum Ridleys. Í grein Andrésar er meðal annars haft eftir Ridley að hinn 10. febrúar hafi breska dagblaðið The Gu- ardian, sem liggur vinstra megin við miðju og er gjarnan haft í hávegum, slegið því upp – sem ýmsir vöruðu sig ekki á og höfðu eftir – að skordýr kynnu að verða aldauða innan einnar aldar: „Þetta var byggt á „rann- sókn“ þeirra Francisco Sánchez-Bayo og Kris Wyckhuys, sem kváðust hafa athugað niðurstöður 73 annarra rannsókna til þess að komast að þeirri samanteknu niðurstöðu að nákvæmlega 41% skor- dýrategunda væri í hnign- un og að ef mannskepnan tæki ekki upp breyttar venjur í matvælafram- leiðslu myndi gervallur skordýrabálkur jarðar fara hæga leið til Heljar á örfá- um áratugum. Vandinn er sá að rann- sóknin stóð ekki undir nafni. Þeir félagar höfðu slegið inn orðin „skordýr“ og „fækkun“ inn í fræða- grunn og fengið það sem þeir vildu, en um leið litið hjá öllum rannsóknum sem leiddu í ljós fjölgun eða óbreytt ástand skor- dýrastofna. Þeir athuguðu ekki heldur hvort niður- stöðurnar væru tölfræði- lega marktækar, svo draga mætti ályktanir af, og mi- stúlkuðu jafnvel heimild- irnar þegar þær studdu ekki niðurstöður þeirra eða voru beinlínis andstæðar þeim. Þá studdust þeir mjög við tvær þekktar rit- gerðir, aðra frá Þýskalandi og hina frá Pú- ertó Ríkó, sem sögðu færri skordýr nú en áður. Þær reyndust þó ekki ýkja ábyggileg- ar, því önnur bar ekki saman sömu staði, meðan hin rakti þetta allt til staðbundinnar hnattrænnar hlýnunar (sem reyndist alfarið mega rekja til þess að hitamælirinn hafði verið færður á þeim 36 árum sem liðu á milli) en leit alfarið hjá miklum úr- komumun eftir árstíðum.“ Matt Ridley nefnir einnig dæmi af fréttum af stór- auknum flóðum, sem séu hæpnar í meira lagi: „Vís- indanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreyt- ingar (IPCC) fylgist grannt með flóðaupplýsingum og segir enga sérstaka eða óvenjulega þróun í þeim efnum.“ Ástæða fréttanna virðist á hinn bóginn hafa verið spuni frá hugveitu sem hafði hagsmuni af slík- um fregnum. Fjölmiðlar eiga erfitt með að varast slíkar fals- fréttir, einkum ef þær byggjast á „vísindarann- sóknum“ eða sjónarmiðum „vísindamanna“. Almenn- ingur á ekki síður erfitt með að varast þetta og hættan er sú að hann byggi skoðanir sínar á röngum upplýsingum, sem er af- leitt. Og þessar „fréttir“ eru sérlega skaðlegar þeg- ar haft er í huga að margt sem frá raunverulegum vís- indamönnum kemur er þess eðlis að almenningur þarf að sperra eyrum. Stundum og sums staðar er vá á ferðum, en þó ekki alltaf þegar einhver hrópar úlfur, úlfur, eins og dæmin sanna. Ábyrgð fjölmiðla er mikil í þessu efni og þýðing vandaðra fjölmiðla fyrir op- inbera umræðu hefur sjald- an verið meiri. „Upplýs- ingar“ flæða stjórnlaust um netið og í síma og tölvur al- mennings og spunamenn eiga því miður auðvelt með að koma ósannindum á framfæri og rugla um- ræðuna. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir almenn- ing að hafa aðgang að fjöl- miðlum sem gera tilraun til að skilja hismið frá kjarn- anum, þó að vissulega tak- ist það ekki alltaf í því flóði falsfrétta sem gengur yfir veröldina. Fjölmiðlar eiga erfitt með að varast ósannindin en vandaðir miðlar eru þó helsta vörn almennings} Falsfréttaflóðið Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna horfum við til þess sem áunnist hefur í jafnréttismálum, hér heima og erlendis, minnumst frumkvöðla og baráttukvenna og ræðum þau verkefni sem fram undan eru. Eitt þeirra verkefna sem mér eru einna hug- stæðust nú er hvernig við getum, á breiðum samfélagslegum grundvelli, unnið úr þeim upplýsingum sem fram hafa komið gegnum #églíka-frásagnir ólíkra hópa af kynferðis- legri áreitni og ofbeldi. Brátt verður tekið til umfjöllunar á Alþingi nýtt frumvarp um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs en því mælti ég fyrir síðasta haust. Íþrótta- og æskulýðsstarf á að vera öruggur vettvangur fyrir iðkendur á öllum aldri og að því munum við keppa. Í kjölfar áhrifamikilla #églíka-yfirlýsinga íþróttakvenna í byrjun síðasta árs var stofnaður starfshópur á vegum ráðuneytisins með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, æskulýðsfélaga og íþróttakvenna til að gera tillögur til úrbóta. Frásagnirnar fjölluðu um margs konar tilvik, allt frá atvikum sem lúta að mismunun kynja til alvar- legs ofbeldis. Ein af lykiltillögum hópsins var að komið yrði á fót starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æsku- lýðsstarfs hér á landi. Hlutverk samskiptaráðgjafans yrði eink- um þríþætt. Í fyrsta lagi að leiðbeina ein- staklingum sem upplifað hafa kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi í skipu- lögðu starfi íþróttafélaga og æskulýðs- samtaka. Þá yrði honum falið að aðstoða fé- lög við að gera viðbragðsáætlanir til þess að hægt sé að bregðast sem best við slíkum at- vikum. Einnig hefði ráðgjafinn það hlutverk að fræða og miðla upplýsingum um mál- efnið. Frumvarpið hefur þegar fengið jákvæð viðbrögð úr ýmsum áttum og bind ég vonir við að það fái góðan hljómgrunn í þinginu. Samfélagið er að ganga í gegnum ákveðna vitundarvakningu nú um stundir um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni og of- beldishegðun. Þetta er aðeins ein aðgerð af mörgum sem eru í mótun eða að komast til fram- kvæmda í kjölfar #églíka-byltinganna. Raunar mætti segja að við værum enn í byltingunni miðri. Staðan nú og eftirmál #églíka verða meðal annars til umræðu á stórri alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík í haust en ráð- stefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í nor- rænu ráðherranefndinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Kraftur samvinnunnar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Krabbameinsfélagið er allsekki á móti breytingum áskimun fyrir krabba-meinum og kynnti ráð- herra reyndar tillögur að breyt- ingum í fyrrahaust. Félagið vill hins vegar að gerður verði þriggja ára samningur um skimunina við félagið til að tryggja öruggt aðgengi al- mennings að þjónustunni,“ segir Halla Þor- valdsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Íslands, en stjórn Krabba- meinsfélagsins sendi frá sér bók- un vegna tillagna sem Embætti landlæknis og skimunarráð skiluðu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra 5. mars. „Þegar búið væri að tryggja þjónustu næstu þrjú árin þá væri skynsamlegt að hefja vinnu við að skoða þær breytingar sem lagðar eru til. Kalla að borðinu aðila sem hafa reynslu og hagsmuni af þjónust- unni og þá sem ætlað er að tengjast henni. Núverandi samningur rennur út um áramót. Það er glórulaust að ætla sér einungis tíu mánuði til þess að koma breytingum í gegn. Á slíkri hraðferð er hætta á mistökum og að við missum eitthvað niður. Ef það gerist bitnar slíkt á þjónustuþegum,“ segir Halla og bætir við að breyt- ingar eigi ekki að gera breytinganna vegna heldur verði að vera fagleg rök fyrir slíkum breytingum. Gjaldfrjáls skimun „Það eru nokkur góð atriði í til- lögunum og má þar nefna hug- myndir um gjaldfrjálsa skimun og stjórnstöð sem heldur utan um alla nauðsynlega þræði. Það er að mínu mati ekki nauðsynlegt að gera breyt- ingar á núverandi kerfi til þess eins að komast nær skipulagi sem mælt er með í Evrópuleiðbeiningum. Fyr- irkomulag skimunar fyrir krabba- meini er eins misjafnt í löndum og þau eru mörg,“ segir Halla og bætir við að Krabbameinsfélagið hafi feng- ið gesti frá Noregi og Finnlandi sem fari hvort sína eigin leið og séu hluti af þeim löndum sem Ísland vilji bera sig saman við. Halla segir sammerkt með báðum fyrirlesurunum að þeir hafi lagt gríðarlega áherslu á sam- fellda keðju sem hvergi slitnaði. Keðju sem hæfist þegar val á ein- staklingi sem boða á í skoðun fer fram, boðunin sjálf, skoðunin, nið- urstöður, miðlun upplýsinga, fram- haldsskoðun ef þörf er á, eftirfylgd og uppgjör, sem m.a. felst í að skoða afdrif einstaklings með tengingu við Krabbameinsskrá. „Við sjáum um alla þessa þætti hvað varðar skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini og gerum það samkvæmt skýrum þjónustusamn- ingum við ríkið þar sem allt er nið- urneglt í skýrri kröfulýsingu,“ segir Halla og bætir við að Krabbameins- félagið geti ekki tekið neinar geð- þóttaákvarðanir varðandi fram- kvæmd skimunar. Þær séu allar ákvarðaðar af heilbrigðisyfirvöldum. Hvert mannslíf er dýrmætt „Það skiptir Krabbameins- félagið öllu máli að framkvæmd skimunar frá byrjun til enda sé sem öruggust og best og á þann hátt er hægt að bjarga mannslífum. Hvert og eitt mannslíf er dýrmætt,“ segir Halla sem og bætir við að skamm- tímasamningur um skimunina hafi staðið starfseminni fyrir þrifum en skammtímasamningar hafa verið framlengdir sjö sinnum frá árinu 2013. Starfsemin hefur einnig verið undirfjármögnuð sem hefur gert það að verkum að Krabbameinsfélagið hefur greitt með skimuninni tugi milljóna í mörg ár. Glórulaust að breyta öllu á 10 mánuðum Ljósmynd/Krabbameinsfélag Íslands. Skimun Á leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur verið skimað fyrir leg- háls- og brjóstakrabbameini í áraraðir. Breytingar gætu verið í vændum. Halla Þorvaldsdóttir Meðal þess sem Embætti landlæknis og skimunarráð leggja til við breytingar á skipulagi, stjórnun, staðsetn- ingu og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini er að komið verði upp sérstakri stjórnstöð sem m.a. myndi sjá um skipu- lag og samninga um fram- kvæmd skimunarinnar, inn- kallarnir og upplýsingagjöf til þeirra sem boðaðir eru í skim- un auk þess að taka við rekstri Krabbameinsskrár í umboði Landlæknis. Setja lög- gjöf um skimun til að setja verkefni í skýrari farveg, skapa stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeft- irlit og fjármögnun. Tillögunum er ætlað að færa skipulag skimunar nær leiðbeiningum Evrópusam- bandsins um skimun og að skimun verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjón- ustu og þar komi heilsugæsl- an sterk inn í ljósi nálægðar við notendur heilbrigðisþjón- ustu og þekkingar á almenn- um forvörnum. Breytt skipulag skimunar KRABBAMEINSSKIMUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.