Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti „Fólk hefur leitað til okkar, en við höfum þurft að bera til baka orð- róm. Það eru samningaviðræður í gangi og þær dragast á langinn. Við vitum ekki annað en stefni í rétta átt,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flug- mannafélagsins (ÍFF), spurður hvort félagsmenn hafi áhyggjur af stöðu flugfélagsins WOW. Hann segir fréttaflutning af stöðu flu- félagsins vissulega hafa áhrif á fólk en það sé „ágæt stemning í hópnum“. Fátt vitað um framhaldið Viðræður um fjárfestingu In- digo Partners í WOW hafa staðið frá því í desember og hafði verið gefið út að frestur til þess að ganga frá samningum um fjárfest- inguna væri 28. febrúar. Viðræður hafa þó verið framlengdar til 29. mars. Spurður hvort ÍFF hafi ver- ið að koma upplýsingum til fé- lagsmanna um stöðu mála segir Vignir að það hafi ekki verið lagt sérstaklega í slíka upplýsingagjöf. „Við höfum ekki mikið að segja. Það eina sem okkur er sagt er að það séu viðræður í gangi og að það taki sinn tíma, höfum það eftir yfirmönnum okkar að þetta sé allt í rétta átt.“ „Fólk er bara að fylgjast með, við vitum ekki neitt meira en aðr- ir,“ segir Orri Þrastarson, vara- formaður Flugfreyjufélags Ís- lands. Hann segir fólk leita til félagsins af ýmsum ástæðum en félagið eigi fá svör. „Fjölmiðlar eru oft að leita til okkar til þess að fá einhver viðbrögð en við höf- um ekkert að segja vegna þess að við vitum ekkert. Ég myndi gjarn- an vilja geta fært jákvæðar fréttir eða brugðist við neikvæðum frétt- um. Síðasta neikvæða fréttin var eftir að við fórum í gegnum mjög sársaukafulla hópuppsögn í des- ember, sem var mjög mikið áfall fyrir fólkið mitt. Fólk er bara ennþá að jafna sig eftir það,“ út- skýrir Orri. gso@mbl.is Hafa ekkert að segja um WOW  Stéttarfélögin hafa fá svör þegar til þeirra er leitað Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Beðið er niðurstöðu viðræðna. SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum með viðbragðsáætlun fyr- ir alla daga og allar helgar. Við get- um brugðist við öllu nýju smiti, erum með bóluefni og getum tekið sýni. Við ætlum að standa þetta af okkur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, settur framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Mikið álag hef- ur verið á heil- brigðisstarfs- mönnum síðustu daga vegna fyr- irspurna um misl- inga og hugs- anlegt mislingasmit. Segir Sigríður Dóra að hjúkrunarfræðingar taki á móti tugum símtala á hverri heilsu- gæslustöð dag hvern vegna þessa. Um 500 símtöl bárust Læknavakt- inni í fyrradag af sömu sökum, að því er fram kom á mbl.is. „Þetta hefur valdið gríðarlegu álagi á öllum heilsugæslustöðvum. Við ráðleggjum fólki að hafa sam- band í gegnum síma, ef grunur er um smit viljum við ekki fá viðkomandi á heilsugæslustöðina. Allar stöðvar hafa gert ráðstafanir til að geta sinnt þessu aukna álagi sem og að veita upplýsingar um hvernig bregðast á við. Við höfum líka mannað bíl frá Læknavaktinni sem fer heim til fólks á daginn ef þurfa þykir eða við ger- um ráðstafanir til að bólusetja þá sem bólusetja þarf utan stöðv- arinnar,“ segir Sigríður Dóra. Hún segir að erindi fólks séu fjöl- breytt; margir hafi áhyggjur af því að þeir séu smitaðir, aðrir vilji fá bólusetningu eða upplýsingar um bólusetningar. „Það er kannski ágætt að hnykkja á því að fólk taki tillit til aðstæðna og þeir sem eiga ekki brýn erindi bíði kannski aðeins. Vinnuveitendur og skólar geta til að mynda slakað á kröfum um skil á vottorðum meðan þetta gengur yfir. Það væri vel þegið.“ Í gærkvöldi var greint frá því á mbl.is að grunur léki á mislingasmiti á leikskólanum Tjarnarskógi á Egils- stöðum en það ætti að fást staðfest í dag. Enn eru nokkrir tugir ein- staklinga taldir í smithættu og eru undir eftirliti. Nýsmit getur komið fram á næstu tíu dögum. Fjórir hafa smitast af mislingum hér á landi að undanförnu og er það mesti fjöldi smitaðra í yfir 40 ár. Tveir fullorðnir hafa smitast, annar erlendis en hinn í flugvél Air Iceland Connect á milli Reykjavíkur og Eg- ilsstaða 15. febrúar síðastliðinn. Tvö börn sem voru um borð í þeirri vél smituðust einnig. Annað þeirra er 11 mánaða og er í einangrun á Barna- spítala Hringsins. Hitt barnið er 18 mánaða gamalt. Lyfjastofnun tilkynnti í vikunni að vegna mislingatilfella síðustu daga hefði eftirspurn eftir bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum aukist til muna. Arnþrúður Jónsdóttir, lyfjafræðingur og mark- aðsstjóri hjá Vistor sem flytur lyfið inn, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið að 3.000 skammtar af bóluefni kæmu með hraðsendingu í dag og aðrir 1.000 skammtar kæmu með skipi í næstu viku. Hún segir að fyrirtækið hafi átt í góðu samstarfi við sóttvarnalækni og heilbrigðisyf- irvöld og allir leggi nú hönd á plóg svo hægt sé að bregðast við ástand- inu. Nóg verði til af bóluefninu. Und- ir það tekur Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir: „Það verður enginn skortur.“ Til stendur að efna til samráðs- fundar í dag með fulltrúum frá Emb- ætti landlæknis, heilsugæslunnar, Landspítala og Læknavaktarinnar. Þar verður staðan metin og næstu skref ákveðin. Eins og fram hefur komið hafa mislingar ekki greinst hér í lengri tíma og því hefur þess orðið vart að læknar séu óvissir um þekkingu sína á sjúkdómnum. „Já, það er bara þannig. Mislingar hafa ekki verið að ganga svo læknar, almenningur og heilbrigðisstarfs- menn hafa ekki séð einkenni þeirra. Þetta er samt kennt í læknanámi alls staðar og fólki ber að viðhalda sinni þekkingu. Það ber hver ábyrgð á því að dusta rykið af því sem hann lærði,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Gríðarlegt álag á heilsugæslunni  Margir áhyggjufullir vegna mislingasmits  3.000 skammtar af bóluefni sendir með hraðsendingu  Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að rifja upp þekkingu á mislingum  Grunur um smit á leikskóla Á samfélagsmiðlum má sjá að margir vita lítið um hvernig bólusetningar þeir hafa fengið, enda ekki neinn rafrænn gagna- grunnur um slík mál áratugi aft- ur í tímann. Sigríður Dóra Magnúsdóttir hjá heilsugæslunni kannast við að margir séu óvissir um hvort þeir hafi fengið bólusetningu. Hún segir að þeir sem fæddir eru eftir 1975 eigi að vera bólu- settir og þurfi ekki að óttast sjúkdóminn, ekki frekar en þeir sem hafa fengið hann. „Ef maður er óviss um bólu- setningu er gott að hringja í tengdó eins og ég gerði eða fletta upp í dagbók barnsins ef hún er til. Þessir barna- sjúkdómar voru oftast skráðir af foreldrum, fólk bar virðingu fyrir mislingum og þetta var oftast skráð,“ segir hún. „Þeir sem eru fæddir fyrir 1970 hafa líklega fengið mislinga en mesti vafinn er með hópinn sem fæddur er á þessum árum, 1970-1975. Á þeim árum var bólusetning í boði en hún var ekki almenn.“ Fimm ára óvissugat BÓLUSETNINGAR AFP Bólusetning Metaukning varð á mislingasmiti í Evrópu á síðasta ári og far- aldurinn er ekki í rénun. Hér er ungur drengur í Úkraínu bólusettur. Þórólfur Guðnason Heimild: UNICEF, Khartis Mislingasmit á hverja milljón íbúa árið 2018 0,02 1,00 10,00 50,00 100,00 200,00 821,81 Úkraína Serbía Jemen Líbía Súdan a Brasilí Filippseyjar Lýðveldið Kongó Frakkland Bandaríkin Kína Argentína Ástralía 0,3 822 44 147 106 328 2,9 156 3,9 49 618 70 1,9 Mislingasmit eftir löndum árið 2018 Fjöldi mislingatilfella í Evrópu 1999-2018 Hlutfall bólusettra barna í Evrópu 1983-2017 Þúsundir tilkynntra tilfella Börn á aldrinum 12-23 mánaða 60 50 40 30 20 10 0 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% ’99’00 ’01 ’02 ’03’04’05’06 ’07 ’08’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Árið 2018 var metár í fjölda tilfella á þessari öld í Evrópu Heimild: WHO Heimild: worldbank.org ’83 ’85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95 ’97 ’99 ’01 ’03 ’05 ’06 ’07 ’09 ’11 ’13 ’15 ’17 94% 92% 99% 81% 40% Ísland Evrópa Hlutfall bólusettra barna 2017 Ísland 94% Bandaríkin 92% Frakkland 90% Serbía 86% Úkraína 86%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.