Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Birkir Agn-arsson,netagerð- armeistari í Vest- mannaeyjum, á 60 ára afmæli í dag. Hann byrjaði að læra netagerð árið 1974 og hefur starfað við það nánast óslitið síð- an eða í 45 ár. Hann er fram- leiðslustjóri Ísfells ehf. og útibús- stjóri í Vest- mannaeyjum en Ísfell rekur sjö netaverkstæði víða um landið og eins á Grænlandi. „Við útbúum all- ar gerðir veiðarfæra fyrir stór og smá skip sem notuð eru hér á landi og erum með þónokkurn útflutning á veiðarfærum til nágrannaríkja okkar. Það eru mjög daprar fréttir að ekki skuli finnast meira af loðnu hér við land og það á eftir að hafa mikil áhrif á allt samfélagið okkar, sérstaklega á staði eins og Vestmannaeyjar þar sem lífið snýst mikið um uppsjávarveiðar,“ segir Birkir aðspurður. „En við erum með næg verkefni og erum í hinu og þessu. Við vorum klára stórt verkefni fyr- ir beluga-hvalina [einnig kallaðir mjaldrar] sem væntanlegir eru frá Kína í byrjun apríl næstkomandi. Við vorum að setja upp tvær 226 metra langar girðingar ásamt búrum, sem komið verður fyrir í Klett- svík hér í Eyjum, þar sem Keikó var á sínum tíma. Birkir er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og var kominn þangað mjög fljótlega aftur eftir gosið árið 1973 þar sem faðir hans starfaði í lögreglunni í Eyjum og í raun og veru flutti fjölskyldan aldrei upp á fastalandið vegna þess. Áhugamál Birkis eru fjölskyldan, íþróttir og útivist og ætlar fjöl- skyldan að hittast í tilefni dagsins, borða góðan mat og njóta þess að vera saman. Eiginkona hans er Inga Hrönn Guðlaugsdóttir, ræstitæknir hjá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Dætur þeirra hjóna eru Anna Kristín, sem býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum í Kópavogi, Silvía Björk sem býr ásamt sambýlismanni sínum í Eyjum og Bylgja Dís sem býr ásamt sambýlismanni sínum í Hveragerði. Barnabörnin eru orðin tvö. Hjónin Inga Hrönn og Birkir á Þjóðhátíð í Eyjum. Undirbýr komu mjaldranna til Eyja Birkir Agnarsson er sextugur í dag B irna Kristín Friðriks- dóttir fæddist 8. mars 1969 á Akureyri en ólst upp á Grenivík. Hún gekk í Grenivíkurskóla fyrstu 7 bekkina en tilheyrði síðasta árgangi Grenvíkinga sem fóru á heimavist í Stórutjarnaskóla tvo síð- ustu bekki grunnskólans. „Ég hefði alls ekki vilja missa af þeirri dvöl því þar var frábær text- ílkennari, Ragnheiður Kristjáns- dóttir, sem hafði mikil áhrif á starfs- val mitt í framtíðinni.“ Birna útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og fór sem skiptinemi til Ástralíu 1988. Hún útskrifaðist með B-ed. gráðu frá KHÍ 1996 og hefur auk þess leiðsögu- mannaréttindi, diploma í ferða- málafræðum frá Háskólanum á Hól- um og lærði textílhönnun í Danmörku. Birna Kristín Friðriksdóttir, textílhönnuður og kennari – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Ingvar, Guðbergur, Benedikt nýfermdur, Birna og Anna Kristjana árið 2017. Rekur húsdýragarð og hönnunarfyrirtæki Í Daladýrð 10.000 manns sóttu húsdýragarðinn heim í fyrra. Akureyri Arna Líf Reyn- isdóttir fæddist 4. júní 2018 á Akureyri. Hún vó 3.694 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Rebekka Rut Rúnarsdóttir og Reynir Már Sigurvinsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.