Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 29
SI, Matthías sem býr í Danmörku og starfar sem hátækniverkfræð- ingur og Tómas Helgi sem starfar sem hugbúnaðarverkfræðingur, litu alltaf á afa Matta og ömmu Jóhönnu sem akkeri í lífinu. Þau voru aldrei of upptekin fyrir gæðastundir. (Ég tel upp menntun barnanna, hún skiptir afa og ömmu mestu máli.) Afi Matthías laðaði að sér börn. Það eitt segir allt um hann: Yfir- vegaður, rólyndur, ákveðinn, rétt- lætissinni sem var lífsförunautur ömmu, stoð og stytta alla tíð. Stórglæsilegur maður, íþrótta- maður. Fangar sem sátu inni hjá afa Matthíasi á lögreglustöðinni á Akureyri hafa sagt mér að hann hafi bjargað geðheilsu þeirra og fjölskyldna með fallegu kærleiks- ríku viðmóti. Því trúi ég vel. „Fullkomin ást útrekur óttann.“ Reglusemin á heimilinu gerði heimilið að griðastað. Reglan var í öllu: Oddfellow- reglan, sundreglan, matarreglan, áfengislaust og tóbakslaust heim- ili þar sem vinnusemi var dyggð. Reglubundið hollt mataræði við eldhúsborð eða uppdekkað í stof- unni, framreitt af Jóhönnu ömmu, var alltaf eins og veisla. Honum lá á að segja mér í síð- ustu heimsókninni fyrir tveimur vikum: „Stefán Kári er skemmti- legur og klár strákur og litla Kristín Embla vill vera í fanginu á mér.“ Ég veit ekki hvort tárin á hvörmum hans voru vegna trega því hann vissi að það var ekki langt eftir. Algjörlega skýr hugsun. „Tvíburarnir, hans Tóm- asar Helga, nafni minn Matthías Þór og Ásdís Þóra, vilja líka vera hjá mér. Matthías og Heiða ætla að gifta sig í haust, Jóhanna Klara og Stefán í ágúst.“ Alvöru tár sem runnu niður kinnarnar. Það var erfitt að kveðja, fyrir hann og fyr- ir mig. Matthías var ekki raupsamur maður um kærleikann, hann elsk- aði okkur öll skilyrðislaust. Ég stóð upp, tók utan um hann og fann að hann vildi ekki sleppa „stelpunni sinni“. Amma Jóhanna kom með gull- kornið „þú varst nú eins og dóttir mín“ – „ég er það enn, amma“. Elsku amma Jóhanna, Stefán, séra Gunnar, séra Pálmi, börn og barnabörn. Við minnumst afa og grátum af söknuði fallegan, heið- arlegan og kærleiksríkan eigin- mann, föður, afa og langafa en einnig fyrirmynd sem dauðinn tekur ekki frá okkur. Arfleifð hans lifir í okkur öllum. Jónína Ben. íþróttafræðingur. Það er með hlýhug og vænt- umþykju sem ég sest niður og minnist Matthíasar „frænda“ sem var maðurinn hennar Jóhönnu móðursystur minnar. Ég var fárra ára þegar ég klifr- aði upp í fang Matthíasar og spurði hvort hann gæti ekki líka verið pabbi minn. Hann hélt það nú því sig vantaði einmitt litla stelpu en þau Jóhanna og Matt- hías hafa ætíð verið mér sem for- eldrar. Það var Matthías sem sótti mig stundum í rútuna sem kom af dagheimilinu Pálmholti því hann var sá eini sem réð við litlu stúlk- una örþreytta og úrilla eftir lang- an dag. Fyrstu skíðin gaf hann mér og kom mér af stað í brekk- unni. Hann var líka stoltur af stelpunni þegar ég fór að æfa frjálsar íþróttir og ánægður með árangur hennar í hlaupum og var því ekki alveg sáttur þegar stelp- an hætti þeirri iðkun. Matthíasi fannst líka sjálfsagt að ég fylgdi honum í sjóstangaveiðina eins og strákarnir en það vildi ég ekki, hef ekki verið mikið gefin fyrir að fara á sjó. Matthías fylgdist ætíð vel með mér og fjölskyldunni, börnum mínum og barnabörnum. Hann bar hag okkar allra fyrir brjósti og átti hann það til að hringja og spjalla örstutt en kvaddi svo með orðunum „mamma er hérna“, rétti konu sinni símann og lét hana sjá um að afla frekari frétta. Heimili þeirra Jóhönnu og Matthíasar hefur alltaf staðið mér og mínum opið og þangað hefur verið gott að leita í blíðu og stríðu og þakka ég fyrir það. Í huga barna minna og barna- barna hefur Matthías verið afi og ef eitthvað hefur verið um að vera þá hafa þau alltaf viljað hafa Jó- hönnu og Matthías með. Það er ekki síst yngsta barnabarnið mitt hún Andrea Gróa sem hélt upp á Matthías, en hún var rétt farin að tala þegar hún spurði: „Eigum við að skreppa á Hrafnistu að heim- sækja Jóhönnu og Matthías?“ Þegar þangað var komið lék hún við Matthías og fannst stóllinn hans afar spennandi þegar þau voru í eltingaleik. Ég kveð Matthías með söknuði, genginn er maður sem ætíð reyndist mér vel og mér þótti afar vænt um. Hann hafði á orði nokkru áður en hann kvaddi að hann hefði átt gott líf, hann væri stoltur af okkur öllum og þætti vænt um okkur. Ég þakka samfylgdina og allt sem þú varst mér. Þín Gurra. Guðrún Siguróladóttir. Þegar ég frétti af andláti vinar míns Matthíasar kom það ekki á óvart því aldursárin hans voru orðin mörg og vinnudagurinn oft langur. Við kynntumst fyrst þann 28. mars 1964 eða fyrir tæpum fimmtíu og fimm árum. Þann dag kom ég á mína fyrstu vakt hjá lög- reglunni á Akureyri klukkan hálf- tólf að kveldi. Matti var einn af þeim sem tóku á móti mér og bauð mig velkominn í hópinn. Svo hófst alvaran því Matti tilkynnti mér að nú skyldum við taka varðgöngu í miðbænum. Þau fyrstu spor voru erfið en Matti gerði mér þau eins auðveld og hægt var. Hann heils- aði öllum sem á vegi okkar urðu og sá ég strax að þarna var vinsæll lögreglumaður á ferð. Síðan áttu árin okkar saman eftir að verða mörg því Matti vann þar til hann varð sjötugur og alltaf vakta- vinnu. Matti var stór og gnæfði oft yfir þá sem í kringum hann voru. Þegar hann var við störf á erfiðum vettvangi miðbæjarins á Akureyri gnæfði hann yfir aðra og var sann- ur konungur vettvangsins. Hvíti kollurinn á lögregluhúfunni hans var tákn valdsins sem hann bjó yf- ir og vildi að fólk virti. Það var gott að vera á erfiðum vettvangi með Matta. Um það vorum við all- ir samferðamenn hans hjá lög- reglunni sammála. Matti hafði áð- ur verið sjómaður á togurum hjá ÚA og var virtur meðal þeirra þannig að oft var auðveldara að díla við þá þegar hann var nærri. Hann hafði líka spilað fótbolta með Magna frá Grenivík en á Grenivík naut hann bernskuár- anna. Einnig lék hann með KA eftir að hann flutti til Akureyrar og eins og annars staðar var hann góð fyrirmynd meðal íþrótta- manna. Matthías fór nokkuð hefð- bundna leið hjá lögreglunni. Fór fljótlega í lögregluskólann og sótti einnig mörg námskeið og fræðslu- fundi fyrir lögreglumenn. Hann var síðan gerður að aðstoðarvarð- stjóra og nokkru síðan varð hann varðstjóri og gegndi því starfi út starfstímann hjá lögreglunni sem var rúm fjörutíu ár. Þegar síðustu vaktinni lauk fluttu þau hjón Matti og Jóhann á mölina fyrir sunnan en þar nutu þau samvista við drengina sína og fjölskyldur þeirra. Þau eignuðust fallegt heimili í Garðabæ og eins og fyrir norðan var yndislegt að heim- sækja þau. Síðast þegar ég kom á heimili þeirra var það skömmu fyrir jól og ég ætlaði að sitja hjá þeim í eina klukkustund og þær stundir urðu fjórar. Um margt þurfti að skrafa og rifja upp gamlar og skemmtilegar sögur úr starfi okkar hjá lögreglunni. Þá stóð ekki á veitingunum hjá Jó- hönnu en ég þurfti að smakka á öllum nýbökuðu jólasmákökunum hennar og einnig bar hún fram tertur af sinni alkunnu snilld. Nú er Matti vinur minn farinn til feðra sinna og vonandi hvíldinni feginn. Þótt auður, völd og frægð sé mikill fengur, þá er það best að vera góður drengur. Þetta eru góð lokaorð um vin minn og samstarfsmann til tuga ára. Jóhönnu og drengjunum þeirra ásamt þeirra fjölskyldum votta ég samúð mína og bið hinn hæsta höfuðsmið að vaka yfir velferð þeirra um ókomna framtíð. Ólafur Ásgeirsson. „Hvernig verða þessir ungu menn þegar þeir verða sextugir?“ var setning sem Matthías sagði stundum þegar hann stýrði D- vakt lögreglunnar á Akureyri á síðustu öld. Mátti þá yfirleitt skynja vott af hæðnistón um það að honum fannst við ungu piltarn- ir í liðinu vart standast þeim eldri snúning og þyrftum að bæta okk- ur, til að verða fullfærir eftirmenn þeirra sem leiddu liðið áfram á þeim tíma. Hvort það hafi tekist læt ég aðra um að dæma en tel samt að við höfum staðist vænt- ingar, almennt. Það var mjög þroskandi fyrir nýliða eins og mig að hefja störf í lögreglunni á Akureyri haustið 1988, þá 21 vetrar, og lenda á D- vaktinni hjá Matthíasi varðstjóra og þeim höfðingjum sem þar voru með honum. Sá ég strax að Matti var formfastur og vildi jafnframt að menn hans stæðu sig vel í starf- inu, bæru búninginn vel, hefðu fágaða framkomu og væru snyrti- legir til fara. Reyndum við „strák- arnir“ að standast hans vænting- ar, og tókst það held ég alveg bærilega, þó svo að ávallt hafi ver- ið stutt í glettnina. „Mínir menn“ var samheiti yfir okkur sem vorum á vaktinni hjá honum hverju sinni og var hann óspar á að ræða um ágæti sinna manna í samtölum við aðra. Ör- litlum tvískinnungi mátti hins vegar bregða fyrir endrum og sinnum líkt og þegar þeir Grétar og Arinbjörn tókust létt á í setu- stofu lögreglustöðvarinnar með þeim afleiðingum að annar þeirra lá óvígur eftir, rifbeinsbrotinn, og var fluttur á brott í sjúkrabifreið. Hafði Matti þá á orði: „Þeir eru hraustir mínir menn“ og gekk síð- an á brott. Ekki lagði hann frek- ara mat á þann sem lá óvígur eftir. Þau ár sem ég starfaði á D- vaktinni hjá Matta voru afskap- lega skemmtileg og lífleg en eitt af því sem upp úr stendur var þegar ég, Jobbi og Dunni fengum þau hjón, Matta og Jóhönnu, með okk- ur í þriggja daga ferð til Aberdeen í Skotlandi 1993 og þótti þeim það ekkert tiltökumál að skreppa í svona ferð með okkur ungviðinu og voru síst eftirbátar okkar í skemmtanalífinu þó svo að um 40 ára aldursmunur hafi verið. Matthías lét af störfum sem varðstjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri 1996 og fluttu þau hjón fljót- lega upp úr því í Garðabæinn, þá ekki síst til að vera í nálægð við syni sína og fjölskyldur þeirra, sem var þeim mikils virði. Í ferð- um mínum á höfuðborgarsvæðið kom ég reglulega við hjá þeim og var það óbrigðult að hvort sem ég hringdi á undan mér eður ei þá var Jóhanna klár með bakkelsi sem ánægjulegt var að þiggja og þeirra ekki síður að veita. Vil ég með þessum fátæklegu orðum þakka Matthíasi fyrir þau ár sem við störfuðum saman. Nú hef ég leitt D-vaktina á Akureyri sl. 15 ár og efast ég ekki um að ýmislegt lifir þar enn frá fornu fari hans. Votta ég Jóhönnu, sonum þeirra og fjölskyldum samúð mína og kveð góðan mann. Hermann Karlsson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 ✝ Guðfinna IngaGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1943. Hún lést á Kvennadeild Land- spítala Íslands 26. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Guðlaugsson verk- stjóri, f. 3.9. 1898, d. 31.10. 1965, og Guð- finna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18.7. 1902, d. 8.7. 1966. Guðfinna var yngst þriggja systkina. Systkini hennar eru 1) Guðmundur Jóhann Guðmunds- son, f. 26.6. 1934, d. 26.1. 2011, maki hans var Anna María Guð- mundsdóttir, f. 1926, d. 2014. 2) Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, f. 5.7. 1938, maki hans er Gerður Björk. b) Kristín Björk, f. 1993, maki Daniel I.F. Andersen, f. 1988. 2) Guðfinna Björk Krist- jánsdóttir, f. 14.7. 1968, d. 27.11. 2018. Með fyrri eiginmanni sín- um átti hún synina Kristján Andra, f. 1994, og Stefán, f. 1996, maki Eva Lára Einarsdóttir, f. 1996. Eftirlifandi maki hennar er Sigurjón Örn Sigurjónsson, f. 24.8. 1977 3) Sigfús, f. 10.12. 1975, maki Arndís Friðriks- dóttir, f. 10.6. 1975. Dætur þeirra eru Guðrún, f. 2004, og Lára Björk, f. 2007. Guðfinna Inga fæddist og ólst upp á heimili foreldra sinna á Urðarstíg 7a í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands árið 1964 og kenndi alla sína starfsævi við Hlíðaskóla í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum sem einnig er kennari. Guðfinna Inga söng um árabil í Pólýfónkórnum, kirkju- kór Neskirkju og í kór kennara á eftirlaunum. Útför Guðfinnu Ingu fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 8. mars 2019, klukkan 13. Petra Kristjáns- dóttir, f. 1934. Eftir- lifandi eiginmaður Guðfinnu Ingu er Kristján Sigfússon kennari, f. 7.10. 1942. Foreldrar hans voru Sigfús Bjarnason, f. 3.6. 1904, d. 29.9. 1989, og Ólína Sveinborg Lárusdóttir, f. 23.12. 1911, d. 9.7. 2009. Bræður Kristjáns eru: Bjarni, f. 18.4. 1937, og Ingvar Alfreð, f. 11.6. 1948. Börn Guð- finnu Ingu og Kristjáns eru 1) Sveinborg Lára, f. 15.6. 1965, maki Lárus Ársælsson, f. 20.8. 1962. Börn þeirra eru a) Inga Þóra, f. 1990, maki Aron Ýmir Pétursson, f. 1990, og börn þeirra eru Björn Leó og Hekla Síðdegis 13. maí árið 1943 sát- um við bræðurnir í tröppunum á Urðarstíg 7a og biðum eftir fæð- ingu barns. Barnið, systir okkar, var oftast kallað Inga. Hún var skírð því nafni í höfuðið á móður- systur okkar Ingimundu Guð- mundsdóttur (1897-1978). Þau hjónin, Kristján og Inga, veittu henni skjól og vernd síðustu árin sem hún lifði. Bróðursonur okkar Ingu, Hannes Ingi, var einnig skírður í höfuðið á Mundu. Tvíburasystir föður okkar, Pál- ína Guðlaugsdóttir (1898-1993) ljósmóðir, tók á móti okkur systk- inunum í heimahúsi eins og venja var á þessum tíma. Segja má að við systkinin ættum þrjár mæður sem bjuggu í húsinu á Urðarstíg sem oft var nefnt Kambur eftir bæ ömmu og afa, Guðfinnu Sæ- mundsdóttur (1859-1939) og Guð- mundar Árnasonar (1859-1934). Þegar þau fluttu til Reykjavík- ur á þriðja áratug síðustu aldar keyptu þau lítinn steinbæ við Urðarstíg og nefndu hann Kamb. Faðir okkar, Guðmundur Guð- laugsson (1898-1965), byggði síð- an hæð og ris yfir steinbæinn um 1930 með hjálp bræðra sinna. Þær Ingimunda og Pálína, sem oftast var nefnd Ljósa, bjuggu á neðri hæð hússins við Urðarstíg. Þegar þær voru úti að vinna feng- um við systkinin að nýta stofuna fyrir okkur. Þar kynntumst við Inga systir fyrst klassískri tónlist. Gestkvæmt var þar iðulega og fé- lagar og vinir okkar voru tíðir gestir í stofunni á Kambi. Vinsælt var að spila klassíska tónlist af vínylplötum og ræða um hljóm- listina. Oft var leikið á gamalt org- el sem pabbi átti og vinir Jóa bróð- ur komu iðulega með hljóðfæri með sér og léku fyrir okkur. Vin- sælt var einnig að spila á spil og tefla. Þessar samkomur á Urðar- stígnum höfðu mikil áhrif á okkur Ingu en flestir gestirnir voru fé- lagar bróður okkar og því nokkr- um árum eldri en við. Inga systir var mjög söngelsk og söng í mörgum kórum. Trúar- leg hljómlist höfðaði sterklega til hennar. Hún söng mörg ár með Pólýfónkórnum og síðustu árin tók hún virkan þátt í kórstarfi Fé- lags kennara á eftirlaunum. Inga hafði yndi af því að dansa og hún var um tíma aðstoðarkennari í Dansskóla Rigmor Hanson. Ég naut góðs af dansleikni hennar og hún kenndi mér að dansa vinsæl- ustu dansana á sjötta áratug síð- ustu aldar. Mestan hlut starfsævinnar kenndi Inga í Hlíðaskóla ásamt eiginmanni Kristjáni Sigfússyni. Þar nutu hæfileikar hennar sín vel. Ég er oft að hitta gamla nem- endur þeirra sem eru þakklátir fyrir frábæra kennslu í Hlíða- skóla. Inga missti dóttur sína, Guð- finnu Björk, í nóvembermánuði 2018 og var hún þá sjálf orðin veik. Við hjónin sendum Kristjáni, Boggu, Sigfúsi og fjölskyldum þeirra hjartanlegar samúðar- kveðjur. Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. Okkur æskuvinkonurnar setti hljóðar þegar okkur barst andláts- fregn Guðfinnu Ingu. Við vissum að hún var búin að vera alvarlega veik en samt vorum við óviðbúnar því að stundin væri komin. Fyrir u.þ.b. 70 árum tengdist hópur ungra stúlkna, sem bjó á Urðar- stígnum og nágrenni, vináttubönd- um sem varað hafa alla tíð síðan. Við gengum saman í Miðbæjar- barnaskólann og svo gagnfræða- skólann. Eftir það tók leiðir að skilja en vináttan hélst. Leiðtogi hópsins var Inga. Hún var rauð- hærð, greind, brosmild og góð. Þessa eiginleika bar hún með sér allt lífið. Við vinkonurnar áttuðuð okkur fljótt á hve mikið hún gaf af sér í hópinn. Hún miðlaði þekk- ingu sinni og upplýsti okkur hinar um lífsins dularfullu vegi enda átti hún eldri bræður til hverra hún sótti mikla visku. Okkur þótti öll- um sérlega vænt um Ingu og treystum henni. Hún var einhvern veginn límið í hópnum. Þegar litið er til baka eftir langa ævi er margs að minnast. Í vinkvennahópnum bar margt á góma svo sem skóla- göngu, vinaerjur, barneignir og hjónabönd. Allt átti sinn tíma. Við lútum nú höfði í minningu Ingu og sendum Kristjáni og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg og missi. Elín Sigurðardóttir, Ólöf Marín Einarsdóttir, Marta Bergman. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Guðfinna Inga, elskuleg og traust samstarfskona mín um ára- tuga skeið, er í dag kvödd hinstu kveðju. Hún var ung gefin Híða- skóla, helgaði honum krafta sína og vann þar allan sinn starfsaldur. Við hittumst fyrst haustið 1978 þegar ég hóf störf við skólann. Þar var fyrir hópur af afbragðskenn- urum og léttleiki og góður andi ríkti á kennarastofunni. Þar var Guðfinna Inga fremst í flokki, hlý og notaleg með geislandi nærveru. Hún var líka falleg og fáguð og kunni þá list að hlusta á fólk. Söng- rödd hennar var svo falleg að af bar og hún var mikill listaskrifari. Kennsluferill hennar var farsæll, hún var góður og samviskusamur kennari, vel að sér um námsefnið og átti auðvelt með að miðla því áfram. Hún hafði lag á að mynda góð tengsl við nemendur sína, sýndi þeim hlýju og umhyggju og hlaut að launum virðingu þeirra og vinsemd. Kristján eiginmaður hennar, sem nú hefur misst yndið sitt, kenndi líka lengi við skólann og engum duldist gagnkvæm ást þeirra og væntumþykja. Þau lífg- uðu upp á skólabraginn, auðguðu mannlífið í kringum sig og kunnu þá list að gleðjast með glöðum og sýna samhug í verki þegar á móti blés hjá samstarfsfólkinu. Sam- staða þeirra hjóna í erfiðleikum síðustu ára var einstök og lét eng- an ósnortinn. En allir dagar líða og allar stundir hverfa. Eftir erfið veikindi er Guðfinna Inga búin að fá hvíld- ina. Ástvinum hennar öllum votta ég mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill en minningar um heilsteypta og góða konu munu lifa í hjörtum allra sem kynntust henni. Gamlir samstarfsfélagar við Hlíðaskóla minnast hennar með virðingu og þakklæti og senda Kristjáni og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Ingibjörg M. Möller. Kær vinkona Guðfinna Inga er fallin frá. Á svona stundum streyma fram minningarnar. Hún og Kristján voru samnemendur við Kennaraskólann og varð kennslan starfsvettvangur þeirra. Störfuðu þau bæði við Hlíðaskóla. Kristján átti heimili við Sjafnar- götu en Inga eins og hún var oft- ast kölluð, bjó við Urðarstíg. Það var því ekki langt fyrir þau að fara til að hittast í tilhugalífinu. Þau bundust heitum og árin liðu við störf og uppbyggingu heimilis. Brátt voru börnin orðin þrjú, hvert öðru myndarlegra. Inga hafði unun af söng og var í kirkju- kór Neskirkju um langt árabil. Einnig söng hún með Pólýfón- kórnum. Eftir að hún fór á eftir- laun starfaði hún með kór kennara á eftirlaunum, EKKÓ-kórnum. Inga var glaðvær og vel máli farin og hafði einhverja þá fallegustu rithönd sem við höfum séð. Jóla- og afmæliskortin hennar Ingu voru hrein listaverk. Inga og Kristján voru samferða gegnum lífið í rúmlega 50 ár. Þeim var ætíð umhugað um hag stórfjölskyld- unnar. Alltaf var notalegt að koma í heimsókn á fallegt heimili þeirra og njóta veitinga og samræðna. Í veikindum Ingu stóð Kristján sem klettur við hennar hlið. Þau hjón urðu fyrir sárum harmi fyrir þremur mánuðum er Guðfinna Björk, ástkær dóttir þeirra, and- aðist eftir erfið veikindi. Þetta varð mikið áfall fyrir alla fjöl- skylduna en þó sérstaklega fyrir Ingu sem á sama tíma háði bar- áttu við sín veikindi. Að leiðarlok- um viljum við þakka fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Við kveðjum Ingu með söknuði. Kristjáni börnum og barnabörnum sem og ástvinum öllum, vottum við samúð okkar og biðjum góðan guð að blessa þá og vernda. Guð blessi minningu Guð- finnu Ingu Guðmundsdóttur. Bjarni og Guðrún. Guðfinna Inga Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.