Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 félagi og lagði sig ávallt fram um að sinna félagsstarfinu af alúð og trúmennsku. Mér er sérstaklega minnisstæður opinn fundur um líffæragjafir sem Magnús stóð fyrir í seinni forsetatíð sinni í klúbbnum og vakti sá fundur mikla athygli á landsvísu. Magnús var sæmdur Paul Harr- is-orðu Rótarýhreyfingarinnar á síðasta ári fyrir störf sín í Rót- arýklúbbi Borgarness. Eftir að hann flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum hélt hann tryggð við okkur félagana í klúbbnum og mætti á fundi eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Síðast mættu þau hjón, hann og Ingi- björg, á jólafund til okkar í des- ember sl. og áttu með okkur ánægjulega samverustund. Við félagarnir í Rótarýklúbbi Borg- arness söknum góðs félaga og vinar og þökkum öll góðu sam- skiptin. Að leiðarlokum vil ég persónu- lega þakka Magnúsi góð kynni um leið og ég votta Ingibjörgu og fjölskyldunni allri mína innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Magnúsar Þorgrímssonar. Þórir Páll Guðjónsson. Það er skammt stórra högga á milli í nemendahópi 4-R sem út- skrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1972. Þann 1. febrúar fylgdum við til grafar bekkjarsystur okkar Rannveigu Pálsdóttur og í dag kveðjum við bekkjarbróður okkar Magnús Þorgrímsson. Magnús var hreinskiptinn, ákveðinn og skemmtilegur félagi sem vissulega setti mark sitt á bekkinn okkar. Frá honum staf- aði mikil hlýja og væntumþykja sem lét engan ósnortinn sem kynntist honum. Hamrahlíðar- skólinn hafði á okkar tíma m.a. orð á sér fyrir kraftmikinn hóp róttækra nemenda. Magnús var virkur í þessum hópi og örugg- lega róttækasti einstaklingurinn í okkar bekk. Róttækar hugsjón- ir Magnúsar voru ávallt af já- kvæðum toga og mótuðust af ein- lægum vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélag okkar, ekki síst löngun hans til að bæta hag þeirra sem minnst máttu sín eða áttu undir högg að sækja í samfélaginu. Að afloknu stúdentsprófi lærði Magnús sálfræði við há- skólann í Árósum. Þegar hann snéri heim frá námi starfaði hann sem sálfræðingur m.a. á Kópavogshæli, hjá Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykja- vík og sem framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar á Vestur- landi. Þá sinnti hann einnig ýms- um öðrum störfum fyrir fatlaða, geðsjúka og þroskahefta, auk þess sem hann rak um tíma eigin sálfræðistofu. Magnús fann sig mjög í störfum sínum því þar var hann að styðja við og hjálpa þeim sem minna máttu sín. Áhugamál Magnúsar tengdust starfsvettvangi hans. Þar starf- aði hann meðal annars fyrir Geð- hjálp, Öryrkjabandalagið og Landssamtök hjartasjúklinga og skrifaði hann nokkuð um málefni tengd þessum samtökum. Í frí- stundum sinnti Magnús hreyf- ingu, útvist, ferðalögum og öðru sem „eykur þroska, gleði og mannrækt“ eins og hann sagði sjálfur. Í gegnum árin hefur mennta- skólabekkurinn okkar hist nokk- uð reglulega og síðast var það ár- ið 2017 er við vorum 45 ára stúdentar. Þar sagði Magnús frá því að hann hefði nokkrum árum áður fengið krabbamein í annað lungað og það að mestu leyti ver- ið fjarlægt. Hann var þó von- góður um að komast yfir þessi miklu veikindi sín. Það hefur því miður ekki orðið raunin. Magnús tókst á við erfið veikindi af ein- lægni, jákvæðni og miklu æðru- leysi og hélt reisn sinni til hinsta dags. Við minnumst góðs bekkjar- félaga og einlægs mannvinar með hlýju og þakklæti fyrir samfylgdina og sendum fjöl- skyldu Magnúsar innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystkina úr 4-R, Ólafur S. Ástþórsson, Þórarinn E. Sveinsson. Kveðja frá Hjartaheill og SÍBS Magnús Þorgrímsson er látinn. Hann var einn af burð- arstólpum í starfi sínu fyrir Hjartaheill, íslensku hjartasam- tökin sem eru eitt af aðildar- félögum SÍBS. Magnús var mjög ráðagóður og vandvirkur í öllum þeim mál- um sem hann tók að sér fyrir samtökin. Björn sat í stjórn Hjartaheilla til fjölda ára og var á fundi samtakanna veitt æðsta viðurkenning Hjartaheilla fyrir störf sín, sem er heiðursmerki úr gulli. Þá var hann mjög virk- ur í starfi sínu sem fulltrúi okkar hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Magnús var búinn mörgum kostum. Hann var vinnusamur, heiðarlegur og áreiðanlegur og öll störf hans einkenndust af vandvirkni og metnaði til að skila af sér góðu verki. Hann hafði frumkvæði til verka og góða rökhugsun þegar hann var að leysa úr málum þar sem þörf var á einbeitingu og góðum skilningi á öllum málavöxtum fyrir samtökin. Magnús var góður húmoristi og var nærvera hans góð. Magnús var mikill baráttu- maður í okkar röðum og gerði hann sér grein fyrir því hversu mikilvægt verkfæri sambandið væri til að ná fram ýmsum hags- muna- og áhugamálum í baráttu fyrir sjúklinga og bættri lýð- heilsu á Íslandi. Hann kom m.a. að undirbúningi og framkvæmd fjölda verkefna og var alltaf boð- inn og búinn að leggja sig fram. Því starfi er ekki lokið og mun- um við halda uppi merkjum fé- laga okkar til allrar framtíðar. Við söknum sárt félaga okkar. Minning um góðan mann lifir áfram, líkt og sólin sem gengur til viðar en heldur alltaf áfram að lýsa. Hjartaheill, íslensku hjarta- samtökin, SÍBS stjórnir þeirra og starfsmenn senda fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla og SÍBS. Magnús Þorgrímsson var frá upphafi öflugur liðsmaður Samfylkingarinnar í Borgar- byggð. Magnús lét ætíð réttlæti og jöfnuð sig skipta miklu máli og talaði jafnan máli þeirra sem minna mega sín. Hann lét sig varða hag fátæks fólks og fatl- aðs fólks og reyndist kraftmikill baráttumaður fyrir málstað þeirra. Magnús var gegnheill jafnaðarmaður og óþreytandi hugsjónamaður þegar kom að samfélagsmálum. Baráttumál hans voru fyrst og fremst vel- ferðarmál og að tryggja öllum félagslegt jafnrétti. Ósjaldan mætti hann á fundi og brýndi okkur sem störfuðum í sveitar- stjórn til góðra verka, jafnvel eftir að veikindin voru farin að herja á hann. Hann talaði af sannfæringu og rökfestu og miðlaði fúslega af víðtækri reynslu sinni og þekkingu. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna af mikilli trú- mennsku. Við í Samfylkingunni í Borgarbyggð minnumst tryggs félaga með hlýju og virðingu og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Fyrir hönd Samfylkingar- félags Borgarbyggðar, Geirlaug Jóhannsdóttir, Ívar Örn Reynisson, Jóhannes Stefánsson, Magnús Smári Snorrason. ✝ ÖgmundurÓlafsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 23. maí 1948, hann lést á heimili sínu, Hátúni 23 í Vík, þriðjudaginn 26. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Friðrik Ögmunds- son f. 7.11. 1926, d. 20.4. 2010, og Guð- björg Guðlaugsdóttir, f. 27.6. 1929, d. 19.7. 2009. Systkini: Alda Guðlaug, f. 25.6. 1949; Lilja Guðrún, f. 20.9. 1950; Erna, f. 2.11. 1953, Guð- laugur Jón, f. 18.9. 1955; Baldur f. 6.9. 1960; Halla, f. 19.12. 1961, Unna Björg, f. 3.10. 1979, bú- sett á Selfossi, gift Sigurði Fannari Sigurjónssyni, f. 9.1. 1980. Dætur þeirra eru: Katrín Birna, f. 8.12.,2002, Bryndís Hekla, f. 16.8. 2007, og Bjarkey, f. 5.3. 2013. Brynjar, f. 30.3. 1988, búsettur í Vík ásamt Þór- dísi Erlu Ólafsdóttur, f. 12.3. 1991. Sonur þeirra er Ögmund- ur Óli, f. 24.2. 2017. Ögmundur ólst hjá foreldrum sínum og systkinum í Vík, Vest- mannaeyjum og á Felli í Mýrdal. Hann vann á vertíðum bæði í Vestmannaeyjum og Þorláks- höfn á yngri árum. Hann tók meirapróf um leið og hann hafði aldur til og vann sem bílstjóri alla tíð eftir það. Árið 1997 hóf hann eigin rekstur við sorphirðu og gáma- þjónustu og starfaði við það þar til í desember síðastliðnum. Útför Ögmundar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 8. mars 2019, klukkan 13. og Jón Geir f. 12.12. 1964. Eiginkona Ög- mundar er Helga Halldórsdóttir, f. 17. júní 1955, frá Brekkum 3 í Mýr- dal. Þau gengu í hjónaband 23. nóv- ember 1974. Börn þeirra: Ólafur, f. 6.8. 1975, kvæntur Salóme Þóru Valdimarsdóttur, f. 17.11. 1983. Dætur þeirra eru: Þórhildur, f. 20.11. 2003, Eva María, f. 30.8. 2004, Sædís, f. 11.10. 2005, Helga Guðrún, f. 24.4. 2006, og Harpa, f. 21.6. 2013. Elsku pabbi/afi. Takk fyrir að vera góður. Takk fyrir að vera stríðinn. Takk fyrir að búa til uppstúf- inn þegar mamma var ekki heima og ég neitaði að borða bjúgun nema fá hvíta sósu. Þú leystir þetta mjög vel og ég hef hvorki fyrr né síðar fengið jafn góðan uppstúf – og þú bauðst ekki oftar upp á bjúgu til að þurfa ekki að endurtaka sósugerðina. Takk fyrir alla hjálpina. Sama hvað þurfti að gera varst þú alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Þeg- ar við byggðum í Tröllhólunum varstu fyrsti maður til að koma og vinna, hvort sem það var að koma með möl í grunninn, smíða eða mála. Þú gerðir bara það sem þurfti að gera og ekkert var utan verkahrings þíns. Takk fyrir veiðiferðirnar inn í Botnlanga, þar varst þú í essinu þínu og fjölskyldan átti dýrmæt- ar stundir saman. Takk fyrir öll áramótin sem við höfum átt saman. Stelpurnar minnast þín skemmta þér vel að skjóta upp flugeldum og þeim fannst þú heldur rólegur þegar þú labbaðir í burtu og heppinn að fara ekki upp með prikinu. Takk fyrir allar sumarbú- staðarferðirnar, útilegurnar og ættarmótin. Það var aldrei vesen að hafa okkur með, sama hvort það var öll fjölskyldan eða hluti af henni. Þú varst alltaf tilbúinn að gera eitthvað, spila á spil, fara í göngutúra eða heita pottinn eða horfa á sjónvarpið, þá skipti engu máli hvort það var barnaefni eða eitthvað annað, þangað til merkið varð rautt, þá fannst þér kominn tími til að fara að sofa. Það fór ekkert á milli mála þegar þú varst sofnaður því svefnhljóðin fóru ekki framhjá neinum. Takk fyrir síðasta aðfanga- dagskvöld þegar þú fékkst leyfi frá sjúkrahúsinu til að koma til okkar. Sú minning á eftir að ylja okkur. Takk fyrir æðruleysið í veik- indum þínum. Þú tókst öllum greiningum og slæmum fréttum eins og hverju öðru verkefni sem þurfti að leysa og þú leystir þau öll með þínu einstaka jafnaðar- geði. Þú varst ófeiminn að sýna stelpunum hvar læknarnir voru núna að stinga í þig eftir lyfja- gjafir og leyfa þannig öllum að fylgjast með því sem verið var að gera. Aldrei merktum við pirr- ing, neikvæðni eða vonleysi í gegnum öll veikindi, bara bjart- sýni og æðruleysi, jafnvel þegar þú vissir að stríðið var tapað. Takk fyrir kveðjustundina í Há- túninu, þú varst ekki tilbúinn að kveðja fyrr en við vorum öll búin að hitta þig og knúsa og það var dýrmætt fyrir okkur öll, bæði stór og smá. Takk fyrir allar minningarn- ar, bíltúrana, vörubílaferðirnar, haustkex með osti, ávaxtagraut með rjóma, dansana á þorrablót- unum. Takk fyrir að hafa alltaf verið þú sjálfur. Elsku mamma/amma. Takk fyrir að hafa staðið svona þétt við bakið á pabba/afa í gegnum veikindi hans. Takk fyrir að upp- fylla hinstu ósk hans, að fá að deyja heima í faðmi fjölskyld- unnar. Takk! Unna Björg, Sigurður Fannar, Katrín Birna, Bryndís Hekla og Bjarkey. Kæri bróðir, þegar þú hefur kvatt þennan heim koma upp margar kærar minningar. Sér- staklega árin á Felli þar sem við vorum saman við að gefa fénu, kúnum og hestunum. Upp í fjall og út um tún á hverjum degi á vorin að leita að nýfæddum lömbum, heyskapurinn á sumrin og þú alltaf á Ferguson og ég með hrífuna. Gegningar á vet- urna og fórum við alltaf gang- andi í húsin í misjöfnum veðrum. Þegar við þurftum að vaða ána og þú vildir vera straummegin. Þegar við níu og tíu ára misstum af skólabílnum og löbbuðum í skólann á Eystri-Sólheimum og svo þegar við komumst ekki heim úr skólanum í Litla- Hvammi og var komið fyrir í Nykhól og Vestri-Pétursey þar til fært var heim að Felli. Þegar við þurftum að fara upp í brekku að hreinsa úr stíflunni fyrir raf- stöðina í myrkrinu. Þegar við fórum saman á kappreiðar á Sindravelli. Þegar við fórum saman á böllin á Eyrarlandi, Heimalandi, Klaustri og víðar. Svo þegar við fluttum til Víkur og ég var komin með heimili komst þú oft við hjá mér og þau Sigga og Einar áttu þar góðan frænda sem tók þau oft í fang og lék við þau. Svo þegar þú stofn- aðir heimili með henni Helgu þinni og eignaðist þín börn var gott að koma í heimsókn. Þegar ég flutti til Reykjavíkur hittumst við sjaldnar en alltaf fannst mér gott að koma við og eins þegar þið höfðuð tíma til að koma við hjá mér. Það var gæfa þín þegar þú fannst hana Helgu sem er gull í mínum augum og hefur staðið fast við þína hlið alla tíð og sér- staklega í veikindum þínum. Ég votta þér elsku Helga mín, ykkur elsku Ólafur, Salóme Þóra, Unna Björg, Sigurður Fannar, Brynjar, Þórdís Erla, Katrín Birna, Bryndís Hekla, Þórhildur, Eva María, Sædís, Helga Guðrún Harpa og Ög- mundur Óli innilega samúð mína. Að lokum vil ég þakka þér kæri bróðir fyrir að vera alltaf stóri bróðir sem hjálpaði mér og passaði upp á mig þegar við vor- um börn og unglingar. Þín systir Alda. Góður vinur til hartnær fjöru- tíu ára er nú fallinn frá eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Þvílík seigla og æðru- leysi. Hann kvartaði ekki og hafði það alltaf gott þegar hann var inntur eftir líðaninni. Mark- miðið var að komast í vinnuna eftir hverja törn, þá var hann góður. Ögmundur og Helga voru fyrstu vinirnir sem við hjónin eignuðumst þegar við fluttum til Víkur 1982 og hefur sú vinátta haldist fölskvalaus síðan. Eftir að við hjónin fluttum frá Vík sá Ögmundur um það í aðventubyrjun að kveikja á ljósa- krossi á leiði litla sonar okkar í Víkurkirkjugarði, tók hann svo niður í lok aðventu og geymdi hann. Ekki nóg með það, heldur hélt hann krossinum við, málaði hann og skipti um perur. Í jan- úarbyrjun sl. lá Ögmundur fár- veikur inni á sjúkrahúsi. Samt hafði hann rænu á að biðja Brynjar son sinn, sem kom í heimsókn, um að sjá nú um að taka krossinn niður. Fyrir þenn- an stóra greiða er ég óendanlega þakklát, yljar mér að innstu hjartarótum. Nokkrum dögum fyrir jól vor- um við systur að hlúa að leiðinu í kirkjugarðinum í Vík. Þá birtist Ögmundur þar óvænt svo glað- hlakkalegur og bauð okkur heim í hádegismat. Þessi mynd af hon- um er föst í huga mér. Þremur dögum síðar þurfti hann suður á sjúkrahús. Hjartans þakkir, kæri vinur, hvíl í friði. Elsku Helga, Óli, Unna, Brynjar og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega samúð. Magnea Magnúsdóttir. Ögmundur Ólafsson ✝ Helga ÓlöfSigurbjarna- dóttir fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1934. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurbjarni Tóm- asson, f. 30. janúar 1908, d. 7. maí 1957, og Sigurbjörg Þórmunds- dóttir, f. 30. nóvember 1909, d. 18. desember 1940. Stjúpmóðir Helgu (seinni kona Sigur- bjarna) var Jódís Bjarnadóttir, f. 9. september 1907, d. 20. október 1975. Systkini Helgu eru Þór- Bertel, f. 5. apríl 1970, maki Unnur Sandholt, börn þeirra eru Brynja Kristín og Ólafur Breki. 2) Sigurbjörg Jódís, f. 13. ágúst 1975, dætur hennar eru Helga María, Ragnheiður Ósk og Inga Birna. Helga ólst upp í Reykjavík, gekk í Austurbæjarskólann, Reykholtsskóla í Borgarfirði og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Helga starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum, hlaðfreyja hjá Flugfélagi Íslands í Danmörku og húsmóðir frá 1973. Helga bjó um tíma í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni en lengst af bjó fjölskyldan í Garðabæ. Helga hafði mikinn áhuga á garðyrkju og einnig á fim- leikum. Hún starfaði um langt skeið hjá Fimleikadeild Stjörn- unnar bæði sem gjaldkeri og ritari. Útför Helgu fer fram frá Ví- dalínskirku í dag, 8. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. mundur, f. 6. des- ember 1931, og Sigurbjörg (sam- feðra), f. 2. október 1945, d. 28. september 2016. Stjúpbróðir Helgu var Birgir Jakobs- son, f. 17. janúar 1932, d. 15. febrúar 2016. Helga giftist Ólafi Magnúsi Bertelssyni, f. 21. maí 1936, þann 28. janúar 1961. Foreldrar Ólafs voru Bertel Andrésson, f. 29. maí 1890, d. 24. júní 1987, og Sæunn Ingibjörg Jónsdóttir, f. 18. febrúar 1893, d. 27. jan- úar 1980. Börn Helgu og Ólafs eru: 1) Í dag kveð ég Helgu, tengda- móður mína, sem lést laugardag- inn 23. febrúar síðastliðinn. Yndis- legri og betri tengdamóður er ekki hægt að óska sér. Hún tók á móti mér með fallega brosinu sínu og opinn faðminn þegar ég kom í fjöl- skylduna. Helga var einstaklega hjálp- söm, bóngóð og hógvær. Hún var smávaxin, nett og fínleg en hafði ákveðnar skoðanir, fór afskaplega fínt með þær en lét þó engan vaða yfir sig. Hún hafði alla tíð yndi af garð- yrkju og það var gott að leita til hennar þegar við hjónin fluttum í húsið okkar og fengum okkar fyrsta garð, þar sem við vissum varla nafn á nokkurri plöntu. Helga var mikil fjölskyldukona, mikil mamma og amma, og skiptu barnabörnin þau Helgu og Óla miklu máli. Þau voru ófá símtölin frá Helgu þar sem hún forvitnað- ist um börnin okkar Bertels og spurði frétta. Hún fylgdist vel með því sem um var að vera í leikskól- anum og skólanum hjá þeim og ekki var áhuginn minni þegar þau byrjuðu að stunda íþróttir. Alltaf mættu þau Óli á fimleikamótin hjá Brynju dóttur okkar á meðan heilsan leyfði. Ef börnin voru veik, var oftar en ekki kíkt í heimsókn, til að sjá og knúsa sjúklinginn og meta stöðuna. Elsku Helga mín, takk fyrir samfylgdina, faðmlögin og bjarta brosið þitt. Unnur Sandholt. Helga Ólöf Sigurbjarnadóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.