Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARS 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verð 12.990 kr. St 38-54 Úlpur R GUNA GÓÐAR I Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis kynnti í gær síðustu fjögur frumvörp af níu sem nefndin telur til þess fallin að styrkja stöðu tjáningarfrelsis og vernd uppljóstr- ara. Fyrstu fimm frumvörpin fjölluðu meðal annars um afnám refsinga vegna ærumeiðinga, tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfs- manna og ábyrgð hýsingaraðila. Frumvörpin eru nú aðgengileg í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Frumvörpin sem kynnt voru í gær sneru að breytingum á gildandi lög- um, meðal annars útvíkkun á gild- issviði upplýsingalaga, breytingu á að- ferð við beitingu lögbanns á tjáningu og breyttum skilyrðum fyrir end- urkröfur blaðamanna og fjölmiðla- veitna. Þá leggur nefndin einnig til setningu nýrra laga um vernd upp- ljóstrara. Aukin vernd Lagt er til að upplýsingalög nái til Alþingis og dómstóla, ásamt því að breytingar verði gerðar á máls- meðferð til þess að hraða afgreiðslu beiðna um aðgang að upplýsingum. Jafnframt er lagt til að starfandi verði ráðgjafi um upplýsingarétt almenn- ings og að ráðuneytum verði gert að hafa frumkvæði að birtingu upplýs- inga úr málaskrám. Tillaga að nýjum lögum um vernd uppljóstrara er ætlað að vernda þá sem ljóstra upp um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starf- semi vinnuveitenda. Lögunum er ætl- að að ná til bæði starfsmanna á einka- markaði og opinberra starfsmanna, einnig verður þeim sem starfa hjá hinu opinbera skylt að ljóstra upp um slíka háttsemi. Samkvæmt frumvarp- inu telst miðlun slíkra upplýsinga ekki brot á þagnar- eða trúnaðarskyldu. Þá er lagt til að óheimilt verði af hálfu vinnuveitenda að refsa starfsmanni fyrir uppljóstrun og verður öfug sönn- unarbyrði, sem felur í sér að vinnu- veitandi þarf að sanna að hann hafi ekki gert það sem ljóstrað er upp um. Lögbannsákvæðum breytt Lagt er til að lögbannsákvæðum laga verði breytt og er það rökstutt með vísan í að sýslumaður hafi sett lögbann á tjáningu sem dómstólar hafa löngu síðar hafnað. Gildandi ákvæði eru sögð skapa vandkvæði með tilliti til ákvæða stjórnarskrár og er lagt til að hægt verði að bera af- stöðu sýslumanns undir dómstóla áð- ur en lögbann tekur gildi. Eitt þeirra frumvarpa sem nefndin kynnti er sagt hafa það markmið að bæta réttarstöðu blaðamanna, en til þessa hafa blaðamenn í ýmsum til- vikum þurft að greiða bætur vegna umfjöllunar um mál fyrir fjölmiðil. Lagt er til að ábyrgð fjölmiðilsins verði aukin með því að honum verði almennt gert að standa undir kostnaði efkrafist er bóta vegna umfjöllunar. gso@mbl.is Fjögur frumvörp um tjáningarfrelsi  Lagt til að uppljóstrun verði skylda Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölmiðlar Ábyrgð verður færð frá blaðamanni yfir til vinnuveitenda. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag að breyta reglum sérstakan húsnæðisstyrk með þeim hætti að innleitt verður lágmark greiddrar húsaleigu upp á 40 þúsund krónur, sem veldur því framlag bæjarins til 81 einstaklings lækkar um 3.194 krónur á mánuði eða 38.328 krónur á ári, að sögn Gunnars Gíslasonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er fólk sem hefur mjög takmarkaðar bjarg- ir,“ segir hann og bendir á að upp- hafleg tillaga hafi verið að lágmarkið miðaðist við 50 þúsund krónur. „Það sem ég var ósáttur við var að með þessu er verið að lækka ráðstöf- unartekjur einstaklinga sem eru ör- yrkjar og þeirra sem eru með lægstu tekjurnar. Svo er það að rætt hefur verið um það að sveitarfélögin haldi í við hækkanir og annað slíkt á þess- um tímum þegar kjarasamningsvið- ræður eru í gangi og að komið sé inn í þær með einhverju móti. Þá finnst manni hálf skrýtið að verið sé að stíga þetta skref, sem er réttlætt með því að þetta [ákvæði um lág- mark] hafi gleymst þegar við vorum að taka upp sambærilegar reglur og Reykjavík. Ég get ekki séð af hverju við getum ekki verið að gera betur við okkar fólk en Reykvíkingar,“ út- skýrir Gunnar. Hann og Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, greiddu atkvæði gegn til- lögunni, Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG, og Hlynur Jó- hannsson, bæjarfulltrúi Miðflokks- ins, sátu hjá. Aðrir samþykktu tillög- una. Skilur ekki tilganginn „Ef ekkert yrði gert þyrfti viðbót í þennan lið í fjárhagsáætlun upp á fimmtán milljónir. Þannig að upp- haflega var tillagan að lágmarkið yrði 50 þúsund krónur en þá yrði skerðingin um sjö þúsund krónur á mánuði, hátt í 100 þúsund á ári. Menn voru sammála um það ekki væri hægt að sætta sig við þessa skerðingu. Þá velti ég fyrir mér hvers vegna þurfi yfirhöfuð að fara í þessa aðgerð, miðað við það að þetta er ekki að skila neinu nema að búa til einhverja reglu sem ég skil ekki af hverju við ættum að taka upp,“ segir Gunnar. Hann segist ekki skilja tilgang til- lögunar, enda myndi það aðeins kosta Akureyrarbæ um þrjár millj- ónir króna á ári að sleppa þessari skerðingu bóta til fólks sem flest er með um 200 þúsund krónur í ráðstöf- unartekjur á mánuði. Akureyrarbær skerðir bætur  38 þúsund minna í húsnæðisbætur Morgunblaðið/Hari Skerðingar Sérstakar húsnæðis- bætur minnka á Akureyri. Embætti héraðssaksóknara Reykja- víkur hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lög- aldri sem eru sögð hafa verið framin árið 2017. Hann er sagður hafa villt á sér heimildir, sagst vera yngri en hann var, og sent henni svo ítrekað klámfengin og gróf skilaboð í gegn- um samskiptamiðla. Meðal þeirra var mynd af getnaðarlim hans. Ákæran er í fjórum liðum. Auk kynferðislegra samskipta á netinu, er hinn ákærði sakaður um að hafa afhent stúlkunni áfengi, nánar til tekið landabrúsa. Hann á svo að hafa boðið henni heim til sín og lagt til að hún greiddi fyrir áfengið með því að hafa kynferðismök við hann. Að lok- um er hann sagður hafa haft í hót- unum við stúlkuna er hún varð ekki við óskum hans, bæði á þá leið að hann myndi skaða hana og sömuleið- is kvaðst hann sjálfur mundu svipta sig lífi. Ákærði hafði undir höndum tvær ljósmyndir af stúlkunni sem sýndu hana á kynferðislegan og klámfeng- inn hátt sem hann á að hafa fengið sendar í gegnum Facebook. Í ákæru kemur fram að um er að ræða meint brot á hegningar-, barnaverndar- og áfengislögum. Er þess krafist að maðurinn sæti refs- ingu og upptöku á símum og tölvum þeim sem hann notaðist við. Þá krefjast foreldrar hins ólögráða fórnarlambs í málinu 2,5 milljóna króna í bætur fyrir hönd dóttur sinnar. Ákærður fyrir kynferðisbrot  Meint brot karlmanns gegn stúlku undir lögaldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.